Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Ákvörðun Friðriks
Friðrik Ólafsson forseti FIDE hefur frestað einvígi Viktor
Kortsnojs og Anatoly Karpovs um heimsmeistaratitilinn í skák til
að leggja áherslu á kröfuna um að kona Kortsnojs og sonur fái
fararleyfi frá Sovétríkjunum. í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag
skýrði Friðrik Ólafsson forsendurnar fyrir ákvörðun sinni með
þessum orðum: „Það er vilji FIDE, að þetta mál leysist og þess vegna
setjum við þennan þrýsting á Sovétmenn. Ég tel það skyldu mína að
sjá um, að aðstaða keppenda sé jöfn og ákvað því að gefa Rússunum
aukinn tíma til að leysa málið."
Þegar íslenskir stuðningsmenn Kortsnojs í baráttu hans við
Sovétvaldið, ætluðu að afhenda bænarskjal fyrir hans hönd í sovéska
sendiráðinu í Reykjavík, komu þeir að luktum dyrum og sendiráðs-
menn létu ekki einu sinni svo lítið að veita bréfinu viðtöku. Þegar
íslenskir þingmenn gengu á fund varaforseta Sovétríkjanna í Moskvu,
var þeim sagt, að þeir mættu ekki minnast einu orði á mál Kortsnojs.
Sovétmenn hafa byggt þessa þvermóðsku sína á því, að hér sé um
innanríkismál að ræða, sem þeir þurfi ekki að ræða við aðra en þá,
sem þeim sýnist. Að þessu leyti halla Sovétmenn réttu máli og kemur
það í sjálfu sér ekki á óvart. Mannréttindamál eru ekki einkamál
einstakra ríkisstjórna. Um þau hafa verið gerðir alþjóðasamningar og
1975 undirritaði sjálfur Leonid Brezhnev við hátíðlega athöfn í
Helsinki svonefnda lokasamþykkt ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu. í þessari lokasamþykkt eru skýr fyrirmæli um
það, hvernig ríkisstjórnir skuli bregðast við í tilvikum eins og deilu
Viktor Kortsnojs við Moskvuvaldið. Samkvæmt Helsinki-samþykkt-
inni á Sovétstjórnin að virða vilja Kortsnojs og fjölskyldu hans.
Ákvörðun Friðriks Ólafssonar og stjómar FIDE í þessu máli er rétt.
Það er með öllu óviðunandi að líða Sovétmönnum þann yfirgang, sem
þeir hafa sýnt. Þeir hljóta nú að átta sig á því, að heimsmeistaraein-
vígið er í veði. Sovétmenn ganga ávallt eins langt og þeim er fært og
Jjúivel Iengra sé þess kostur, framkoma þeirra í garð íslensku
þingmannanna í Moskvu staðfestir það. Ef að líkum lætur munu
sovésk yfirvöld bregðast illa við ákvörðun Friðriks Ólafssonar og
reyna að sverta hann og FIDE með einum eða öðrum hætti. Auðvitað
hljótum við þó öll að vona, að sovéska stjórnkerfið bregðist við á hinn
veginn og liðki um fyrir fjölskyldu Kortsnojs. Friðrik Ólafsson og
félagar hans hafa boðið Sovétvaldinu byrginn með eftirminnilegum
hætti, nú reynir meira á stuðning íslenskra skákmanna og þjóðarinnar
allrar við Friðrik ólafsson en nokkru sinni fyrr.
Reiðir ríkisstjórninni
Um land allt gætir mikillar reiði hjá sveitarstjórnarmönnum vegna
þeirrar ákvörðunar Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra að
skipa Inga R. Helgason í forstjóraembætti hjá Brunabótafélagi
íslands. Arni Emilsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn á
Grundarfirði, komst þannig að orði í Morgunblaðinu á laugardag:
„Þessi embættisveiting er svo forhert og pólitísk að það er
ómögulegt að una henni. Ég vil senda flokksbræðrum mínum í
ríkisstjórninni áminningu, nema þeir sjái um að þetta verði dregið til
baka. Lýðræðissinnar í sveitarstjórnum, allir þeir sem ég hefi talað
við, eru fjúkandi illir yfir þessu. Menn hafa haft á orði, og þar á meðal
Morgunblaðið, að kommúnistar ráði öllu í þessari ríkisstjórn og ég
sem stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar hef nú viljað draga það mjög
í efa, en því er ekki að neita og verður að segjast eins og er, að þessi
embættisveiting rennir stoðum undir þá fullyrðingu."
»
Hér er ekki töluð nein tæpitunga og annar sjálfstæðismaður,
stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar á Snæfellsnesi, Sturla Böðvarsson,
sveitarstjóri í Stykkishólmi, segir: „Við héldum, þegar þessi ríkisstjórn
tók við völdum, að það gæti leitt til góðs að hafa Alþýðubandalagið í
ríkisstjórn. Þetta rekur endahnútinn á það og ég tel að þeir
Alþýðubandalagsmenn séu óhæfir til þess.“
Þessar yfirlýsingar eru ótvíræðar. Menn hljóta að spyrja: Hvernig
bregðast sjálfstæðismennirnir í ríkisstjórninni við þeim? Éf að líkum
lætur verður lítið um svör af þeirra hálfu og látið eins og ekkert sé
unnt að gera, af því að félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, er
erlendis. En einhvern tímann hefði nú þótt ástæða til þess fyrir
ráðherra að sitja á sínum stað við ríkisstjórnarborðið, þegar
embættisveiting af hans hálfu vekur reiðibylgju um land allt. Og hinu
skyldu menn ekki heldur gleyma, að Svavar Gestsson er heilbrigðis- og
tryggingaráðherra og á sjúkrahúsunum ríkir neyðarástand, sem ekki
verður úr bætt nema fyrir afskipti ríkisstjórnarinnar.
Búast má við frek-
ari átökum í Ogaden
eftir fíob Dietz
Þriggja ára þurrkatími hafði hörmulegar afleiðingar i för með sér
fyrir ibúa Ogaden-héraðsins og fleiri héraða Eþiópiu. Mynd þessi er
tekin fyrir ári siðan en þá var álitið af um 95% barna á sumum
þurrkasvKðunum væru vannærð en matvælaskortur fylgdi i kjölfar
uppskerubrests af vöidum þurrkanna. Nú er þurrkatiminn iiðinn og
líf aftur að færast i eðlilegt horf.
Vöruflutningabílar og fólk fer
gegnum þorpið Cross í Ogaden-
héraðinu í Eþíópíu. Þar eru um
það bil 30 kofar gerðir út stráum
og leir. En fólkið hefur meiri
áhuga á þvi að selja úlfalda og
kaupa sykur en skæruhernaði sem
alltaf má búast við að sé skammt
undan.
Þriggja ára þurrkatími, sem
hefur haft í för með sér miklar
hörmungar, er nú á enda. Ogaden
er nú blómleg grasslétta og bú-
peningur er farin að fitna. En þá
má lika fara að búast við því að
skæruliðar láti til sín taka á ný.
„I þurrkunum höfum við misst
sum neðanjarðarbyrgin okkar og
fólkið hefur ekki haft krafta til að
berjast. ÖIl orka þess fór í að
bjarga því sem hægt var,“ segir
herforinginn Ahmed Adidid sem
er yfirmaður þess sem hann
kailar stoltur „fjórðu herdeild
Þjóðfrelsisfylkingar Vestur-
Sómalíu".
„Við viljum að flóttamenn snúi
aftur til landsins. Þeir geta hjálp-
að okkur í baráttunni við Abyss-
íníumenn," segir hann. Að kalla
Eþíópíumenn Abyssíníumenn er
nokkuð niðrandi.
Cross er í Eþíópíu eins og áður
er greint frá, um 50 kílómetrum
frá landamærum Eþíópíu og Sóm-
alíu. Þorpið er þó undir stjórn
skæruliða Þjóðfrelsisfylkingar-
innar og þeir gæta þjóðveganna
þar um kring.
í Ogaden-striðinu 1977—1978
var Þjóðfrelsisfylkingin fyrir
miklum áföllum eftir að Sovét-
menn hættu að styðja hana en
snerust á sveif með eþiópísku
stjórninni.
Nú gera skæruliðar fylkingar-
innar árásir af og til en þeir hafa
sl. 20 ár barist fyrir þvi að fá
yfirráð yfir Ogaden-héraðinu.
Skæruliðar mega ferðast að vild
um sveitahéröðin en hinir fáu
þéttbýlisstaðir eru undir stjórn
Eþíópíumanna.
„Meðan Sovétmenn og Kúbanir
eru hér verður erfitt fyrir okkur
að ná settu marki," segir Abdi
Ismael Farah sem sér um utan-
ríkismál í höfuðstöðvum Þjóð-
frelsisfylkingarinnar i Moga-
dishu.
Þjóðfrelsisfylkingin er að reyna
að fá í sínar raðir á ný hundruð
þúsunda Ogaden-búa sem flúðu til
Sómalíu í þurrkunum. Skærulið-
arnir fá mestan stuðning frá
Sómaliu og stöku sinnum hjálp
frá Egyptum, írak og Saudi-
Arabíu. Þegar Sovétmenn hófu
stuðning við Eþíópíumenn í strið-
inu 1977—1978 gerðust Sómalíu-
menn þeim afhuga og síðan hefur
Þjóðfrelsisfylking Vestur-Sóm-
alíu verið ein af þeim frelsisfylk-
ingum sem hliðhollar eru Banda-
ríkjamönnum.
I tíð Jimmy Carters fékk fylk-
ingin engin hjálpargögn frá
Bandaríkjunum. Eftir að
Bandaríkjamenn og Sómalir
höfðu gert með sér samkomulag
um að Bandaríkjamenn mættu
nota hafnaraðstöðuna í Berbera í
norðurhluta landsins, héldu
Ogaden-búar að sinn tími væri
kominn.
Sá sem þessa grein ritar er
bandarískur og er hann var á ferð
um Ogaden var hann oftsinnis
spurður af því hvort og hvenær
hjálpin kæmi.
Andstaða við Sovétmenn skín
alls staðar í gegn. Stuttu áður en
við komum til Cross festist fjór-
hjóladrifinn bíll okkar í leðju, í
fjórða sinn þann daginn, og við
vorum upp undir þrjá tíma að losa
hann.
„Ófétið hann Breznev,“ sagði
einn af fylgdarmönnum minum.
Þetta var sýnilega það eina sem
hann kunni að segja á ensku. „Ef
Rússarnir væru ekki hér,“ sagði
túlkurinn minn, „ættum við þenn-
an stað og þyrftum ekki að ferðast
eins og asnar um skóglendi á
versta tíma ársins."
í Cross eru engin vatnsból,
ekkert rafmagn, engir skólar og
ekkert sjúkrahús. Það sýnir
glöggt hversu lítið Eþíópíumenn
hafa gert til að skapa betri
lífsskilyrði og þægindi meðal
hirðingjanna sem búa í Ogaden.
Deria Magaar er 65 ára og eini
íbúinn í Cross sem talar ensku.
Hann sagðist ekki muna eftir því
að Eþíópiumenn hefðu gert annað
fyrir íbúana þar um slóðir en að
neyða þá til herþjónustu annað
slagið og innheimta af þeim
skatta.
Þýð. rmn.
Garðar Cortes veitir bjart-
sýmsverðlaununum viðtöku
GARÐARI Cortes voru afhent
bjartsýnisverðlaun Bröste-fyrirtæk-
isins i Kaupmannahöfn i gær. Er
þetta i fyrsta skipti sem verðlaunun-
um er úthlutaö, en þau eru 25.000
danskar krónur að upphæð. Sam-
kvæmt stofnákvæðum skal bjartsýn-
isverðlaunum úthlutað árlega til
islensks listamanns. sem með list
sinni hefur stuðlað að bjartsýnu
lifsviðhorfi.
Afhendingin fór fram með viðhöfn
í húsakynnum Bröste-fyrirtækisins á
Kristjánshöfn. Formaður hinnar ís-
lensku úthiutunarnefndar, Gunnar J.
Friðriksson, sagði um verðlaunahaf-
ann að auk þess að vera viðurkenndur
óperusöngvari í heimalandi sínu,
hefði hann átt frumkvæði að stofnun
samtaka til styrktar framgangi is-
lenskrar óperu. „Það þarf mikla
Garðar Cortes
bjartsýni til að gera slíkt í jafn
fámennu samfélagi, sérstaklega þcg-
ar um jafn erfiða og krefjandi
listgrein og óperu er að ræða,“ sagði
Gunnar. „Garðari Cortes og samverk-
amönnum hans hefur þegar orðið
mikið ágengt og þeir notið mikils
almenns stuönings við frumkvæði
sitt.“
Formaður borgarráðs Kaupmanna-
hafnarborgar, Gerda Louw Hansen
og Peter Bröste, forstjóri Bröste-
fyrirtækisins, tóku einnig til máls og
fjölluðu um hin margvíslegu tengsl
íslands og Danmerkur. Garðar Cortes
þakkaði verðlaunin og kvað þau
mundu veita sér styrk til að halda
áfram starfinu. Garðar kemur heim í
dag, þriðjudag, en hann syngur um
þessar mundir í óperunni La Boheme
í Þjóðleikhúsinu.