Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 Evrépubikarkeppni karla í frjálsíþróttum: íslenzka karlalandslióið á góða möguleika í keppninni í Lúxemborg um næstu helgi KARLALANDSLIÐIÐ í frjálsíþróttum tekur um næstu helgi þátt í Evrópubikarkeppninni í frjálsíþróttum, í undanrásum, sem fram fara í Lúxemborg. Talsverðar líkur eru taldar á að liðið komist áfram í undanúrslit keppninnar að þessu sinni, en ffyrír tveimur árum vantaði aðeins herzlumuninn á að svo yrði og bæði er liöiö sterkara nú og mótherjarnir ekki jafn sterkir, þar sem sigurliðið frá því fyrir tveimur árum færðist sjálfkrafa í undanúrslitariðil. í Lúxemborg keppa auk íslenzka liðsins, lands- liö Lúxemborgar, Danmerkur, írlands og Tyrk- lands og eru möguleikarnir taldir mestir á að sigra bæði Lúxemborgara og Tyrki. Allar líkur eru á að Danir sigri í keppninni, þeir eru örlítið sterkari en íslenzka liðið á pappírnum, en talið er, að von sé á spennandi keppni milli Dana, íra og íslendinga um þrjú efstu sætin. Það liö, sem sigrar, keppir í undanúrslitariðli í Lille í Frakklandi, liðið, sem veröur í öðru sæti, fer til Helsinki í Finnlandi, og það lið, sem hafnar í þriðja sæti, fer áfram til Bydgoszcz í Póllandi. Þrjú efstu liðin komast áfram í undanúrslita- keppnina. Fyrir tveimur árum voru Danir og írar aðeins örfáum stigum á undan íslending- um. • Hreinn Halldórsson hefur jafnan staðið sijf með ájfætum í keppni á erlendri Krund. o« má ætlast til þess að hann sijfri i Lúxemborff þrátt fyrir að hann sé ekki fullgóður eftir uppskurð fyrir þremur mánuðum. • Gunnar Páll Jóakimsson (t.v.) og Jón Diðriksson eru til alls líkleRÍr þar sem þeir' eru í góðri æfingu. Mikil taktik hefur jafnan viðgengist á millivegalengdum í landskeppnum, og þótt íslenzkir hlauparar hafi ekki komið sérlega sterkir út úr hlaupum af því tagi, er ástæðulaust að búast við því að þeir verði aftarlega á merinni. Mikiil hugur er í frjálsíþrótta- mönnum og er það takmark þeirra að komast áfram, því þeir voru sannarlega nálægt því í Lúxem- borg fyrir tveimur árum og í Kaupmannahöfn fyrir fjórum ár- um. Þegar á heildina er litið, mæta frjálsíþróttamennirnir sterkari til leiks nú en síðast, og ríkir bjartsýni meðal þeirra, en í hófi þó, því ljóst er að ekkert má út af bera. Miðað við það sem vitað er um árangur mótherjanna, einkum þegar tekið er mið af afrekum síðasta árs og árangri í síðustu keppni, er ljóst, að það verða einkum kastararnir og sprett- hlaupararnir sem safna stigunum að þessu sinni. Hreinn Halldórsson og óskar Jakohsson ættu að sigra næsta auðveldlega í kúluvarpi og kringlukasti, og Óskar og Sigurð- ur Einarsson berjast trúlega um þriðja sætið í sleggjukasti og annað sætið í spjótkasti. Oddur Sigurðsson keppir í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur hlaupið vel í Bandaríkjun- um í vor, en hann mætir sterkum mönnum í báðum greinum. Oddur mun eflaust berjast um sigur í báðum greinum, en gera má ráð fyrir a.m.k. öðru sæti í báðum. Þorvaldur Þórsson ætti að geta slegist um annað sætið í báðum grindahlaupunum, en hann varð þó fyrir þeirri óheppni að meiða sig örlítið á Reykjavíkurmeistara- mótinu, og ekki séð fyrir endann á því hvort hann getur orðið með. Yrði þar skarð fyrir skildi. Gunnar Páll Jóakimsson sýndi það um helgina að hann er til alls líklegur í 800 metra hlaupi og Jón Diðriksson er einnig að ná sér á strik í 1500 metrunum. Þeir mæta sterkum andstæðingum, en ættu að geta blandað sér í báráttuna, þó tæplega um fyrstu tvö sætin, en Islendingum hefur jafnan vegnað frekar illa í þeirri taktisku keppni, sem gjarnan hefur átt sér stað í þessum greinum. Ekki verður ætlast til af lang- hlaupurunum að þeir safni stig- um, andstæðingar þeirra eru það sterkir. Sigurður P. Sigmundsson er þó í mikilli framför í fimm kílómetra hlaupi, og Ágúst Þor- steinsson hefur æft vel í Banda- ríkjunum í vetur, en hann keppir í 10 km. Sama má segja um Ágúst Ásgeirsson, sem er í ágætri æf- ingu. • Oddur SÍRurðsson kem- ur vel undirbúinn til leiks í Lúxemhorg. • Guðmundur Þórarinsson verður þjálfari landsliðsins sem þátt tekur í Evrópubikarkeppninni í Lúxemborg um næstu helgi. Sigurður T. Sigurðsson hefur verið í mikilli framför í stangar- stökkinu og verður hann í hópi þeirra sem berjast um sigur í þessu móti. Takist honum vel upp er hann til alls líklegur. Friðrik Þór Óskarsson hlaut fyrsta og annað sætið í langstökki og þrístökki í síðustu keppni, og má búast við að hann verði með í baráttunni um fyrsta sætið í þrístökkinu, en Jón Oddsson keppir að þessu sinni í langstökki. Á hann við ramman reip að draga, en það átti Friðrik einnig síðast, og ætti Jón því að geta orðið með í baráttunni, þótt trúlegt sé, að ekki verði það um fyrsta og annað sætið. Unnar Vilhjálmsson keppir í sinni fyrstu landskeppni, og þótt hann sé í framför, eru andstæð- ingarnir það sterkir, að ekki verður hægt að ætlast til þess að • Sigurður T. Sigurðsson stökk fyrir skömmu fyrst- ur íslendinga yfir fimm metra. hann blandi sér í baráttu um mörg stig. En oft hefur komið í ljós, að allt getur gerst í íþróttum, og er vonandi að þessi efnilegi íþróttamaður vaxi við mótlætið. Únnar er sonur Vilhjálms Ein- arssonar ólympíuverðlaunahafa, sem þekktur var fyrir keppnis- hörku. Það er á huldu hvaða möguleika íslenzka boðhlaupssveitin hefur í 4x100 og 4x400 metra boðhlaupi. Óþarft er hér að ætlast til mikils þar sem ekki hefur getað orðið af samæfingum vegna skiptinga, en geta má; að í síðustu keppni setti sveitin Islandsmet í 4x400 metr- um. Það yrði bónus ef nýtt met sæi dagsins ljós að þessu sinni. Frlðlsar Ibrðttlr • Friðrik Þór óskarsson stóð sig með stakri prýði í Evrópuhikar- keppninni fyrir tveimur árum, og vonandi lætur hann sitt ekki eftir liggja að þessu sinni. ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.