Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 132. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 4 andófsmenn koma fyrir rétt og a.m.k. 26 félagar úr verkalýðs- hreyfingunni Samstöðu voru í mót- mælasvelti til að knýja á um að þeir yrðu látnir lausir. Fjórir þeirra voru enn í. mótmælasvelti í dag, 15. daginn í röð, í Katowice, þar á meðal kona Moczulskis, Maria. Tilgangur- inn er að fá menn leysta úr haldi er voru fangelsaðir fyrir 11 árum fyrir að sprengja upp byggingu. Líðan þeirra er sögð góð. Jafnframt beina bandalagsríki Póllands athyglinni að loforðum pólskra leiðtoga um skjótar aðgerðir gegn „gagnbyltingu", „andsósíal- isma“ og „andsovétisma". En í dag var enn unnið skemmdarverk á sovézku stríðsminnismerki, að þessu sinni í Gizycko, Norðaustur-Pól- landi. Einhver skvetti málningu á sovézkt stríðsminnismerki í Lublin á laugardaginn. Biaðið „Rude Pravo“ í Prag sagði atburðinn i Lublin sýna að áhyggjur Kremlverja af Póllandi væru rétt- lætanlegar. Samstaða gagnrýndi einnig atburðinn og leiðtogi hennar, Lech Walesa, kallaði hann ögrun gegn verkalýðshreyfingunni. Yfirvöld telja KPN aðhyllast hægristefnu og öfgafulla þjóðern- isstefnu. Fjórmenningarnir, sem mættu fyrir rétti í dag, eru ekki aðeins ákærðir fyrir að kollvarpa ríkisstjórninni, heldur einnig fyrir að veikja hernaðarmátt landsins. Viðurlögin eru frá fimm ára fangelsi til lífstíðarfangelsis. Fjórmenningarnir hafa verið í haldi síðan í fyrrahaust er Moczulski gagnrýndi leiðtoga Póllands í viðtali við „Der Spiegel" og gaf í skyn að sá tími kæmi er Pólland segði sig úr Varsjárbandalaginu. Um 140 manns fylgdust með réttarhöldunum í dag og þegar sumir hrópuðu og klöppuðu er ákæran var lesin upp, hótaði dómarinn að ryðja salinn. Fólkið var með pólskan fána og borða, sem á stóð: „Pólitísk réttarhöld eru smán- arblettur á pólsku þjóðinni.“ Sakborningarnir hafa stöðugt haldið fram sakleysi sínu, en sam- tökin virðast njóta lítils fylgis. Samstaða hefur barizt fyrir frelsun þeirra eins og annarra pólitískra fanga, en tekið fram að hreyfingin styðji ekki stefnu þeirra. Fjórir pólskir andófsmenn, sem eru ákærðir fyrir starfsemi fjandsamlega rikinu, fyrir rétti í Varsjá í gær. Leiðtogi þeirra, Leszek Moczulski, er standandi. Hinir sakborningarnir eru Romuald Szeremietiew, Tadeusz Stanski og Tadeusz Jandziszak. Varsjá. 15. júnl. AP. FJÓRIR andstæðingar kommúnista úr fámennum samtökum hægri- manna. „Bandalagi sjálfstæðs Pól- lands“ (KPN), voru leiddir fyrir rétt í dag og hlýddu á ákæru um að þeir hefðu stofnað til samsæris um að kollvarpa pólsku ríkisstjórninni. en leiðtogi þeirra, Laszek Mocz- ulski. lýsti þvi yfir að hann mundi berjast gegn ákærunni með „laga- legum ráðum“. Þetta eru fyrstu réttarhöld af þessu tagi i Póllandi síðan ólga verkamanna hófst í fyrrasumar og búizt er við að þau verði löng. Moczulski og félagar hans voru fluttir úr Rakowiecka-fangelsi Varsjá fyrir 10 dögum, á sama tíma Beirút. 15. júnl. AP. HÁLF MILLJÓN stuðningsmanna íranska byltingarleiðtogans aya- tollah Khomeini þustu út á götur Teheran i dag eftir gagnrýni trúarleiðtogans á andstæðinga sina og áskorun hans til Abolhass- an Bani-Sadr forseta að biðjast opinberlega afsökunar á mistök- um sínum. Hópar vinstrisinna og þjóðernis- sinna sem styðja forsetann höfðu hvatt til víðtækra mótmælaaðgerða í höfuðborginni, en þær virðast hafa runnið út í sandinn vegna harðrar ræðu Khomeinis, er var útvarpað. Khomeini lýsti fund stjórnarand- stæðinga „ólöglegan" og „óislamsk- an“ og átaldi Bani-Sadr fyrir að leyfa andstæðingum ríkisstjórnar- innar að kynda undir ólgu í hans nafni. Hann skoraði á forsetann að „iðrast" í útvarpi og sjónvarpi. í fylkishöfuðborginni Ahvaz í suðurhluta írans var sagt að stuðn- ingsmenn Bani-Sadr hefðu farið út á göturnar í Behbehan og hrópað: Khomeini trúarleiðtogi á fundi með starfsmönnum „aðalstöðva menningarhyltingarinnar" i Teheran. „Aðeins einn maður er yfirmaður hersins og hann er Bani-Sadr.“ Khomeini hefur vikið Bani-Sadr úr því starfi. Annars staðar virðist ekkert hafa orðið úr mótmælaaðgerðum stuðn- ingsmanna Bani-Sadr. Hundruð þúsunda khomeinisinna gengu fylktu liði um helztu götur Teheran, en ekkert bar á hópum stjórnarand- stæðinga. Skothljóð heyrðust nokkrum sinnum og myrkur varð í borginni þegar rafmagnslaust varð. Khomeini talaði aðeins um Bani- Sadr í ræðu sinni sem „þennan herramann". Reiði hans beindist aðallega gegn Þjóðfylkingunni, flokki stjórnarandstæðinga undir forystu Karim Sanjabi fv. utanrík- isráðherra. Reiði hans virtist stafa af þeirri fullyrðingu að Þjóðfylk- ingin hafi gengið til samstarfs við Khalq-flokk marxista. „Þessi Þjóðfylking er vítaverð. Ég hvet ykkur til að segja skilið við hana. Ég var góður við hana og tók á móti ieiðtogum hennar, en ég vissi ekki þá hvað þeir höfðu í hyggju. Ég vissi ekki að þeir mundu rísa gegn Kóraninum." 500.000 stuðningsmenn Khomeinis út á götumar Olíulækkun í Bretlandi Londun, 15. júni. AP. VERÐ á brezkri Norðursjávar- oliu hefur veriö lækkað um 4,25 dollara í 35 dollara tunnuna að sögn BP og Shell i dag. Ríkisfyrirtækið BNOC, sem er meirihlutaaðili í vinnslu olíu úr Norðursjó, ákvað hækkunina. BP kveðst telja hækkunina viðun- andi, þótt félagið færi fram á 5 dollara lækkun. BNOC bauð 2 dollara lækkun 6. júní, en við- skiptavinir töldu það ekki nóg. Lækkunin mun skerða tekjur brezka ríkisins um 850 milljónir punda á ári. Lækkunin var nauð- synleg vegna lækkunar annars staðar. Hátt verð Norðursjávar- olíu hefur einkum spillt sam- keppnisaðstöðu BP gagnvart keppinautum fyrirtækisins sem hafa fengið olíu frá Saudi-Arabíu á 32 dollara tunnuna. BP hefur tapað allt að 10 milljónum punda á viku að undanförnu. Erfiðar viðræður PekinK. 15. júni. AP. ALEXANDER Ilaig. utanrikisráð- herra Bandarikjanna. ræddi við kin- verska leiðtoga i Peking i dag, annan daginn i röð, og ýmislegt benti til þess að viðra'ðurnar gengju ekki vel. Bandarískir embættismenn voru mjög ánægðir með viðræðurnar í gær og sögöu þá að báðir aðilar hefðu mjög likar skoðanir í heimsmálunum. Sömu embættismenn neituðu að skýra frá því hvaða mál hefðu verið rædd í dag og vildu jafnvel ekki segja hvort Taiwan, aðalásteytingarsteinninn í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, hefði verið á dagskrá. Róleg viðbrögð við stórsigri sósíalista París, 15. júní. AP. VIÐBRÖGÐ í kauphollinni í Paris í dag við öruggum sigri vinstrisinna i fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær voru misjöfn, gagnstætt þvi sem uppi varð á teningnum eftir sigur Francois Mitterrands í forsetakosn- Ingunum. Viðskipti gengu rólega fyrir sig þrátt fyrir æpandi fyrirsagnir dag- blaða með fréttum um mikla fylgis- aukningu sósíalista. Samkvæmt lokatölum fengu vinstriflokkarnir 55,7% atkvæða en hægriflokkarnir 43,1%. Meira máli skiptir ótrúleg fylgis- aukning sósíalistaflokksins, sem tölvuspár segja nær öruggan um hreinan meirihluta á þinginu, sem er skipað 491 fulltrúa, þannig að hann geti stjórnað án stuðnings kommún- ista. Kunnugir menn í kauphöllum segja að margir kaupsýslumenn séu ánægðir með úrslitin þar sem þau dragi úr hættu á mikilvægu hlutverki kommúnista í ríkisstjórn Mitter- rands eftir kosningarnar. Frönsk hlutabréf hafa lækkað um einn fjórða í verði síðan forsetakosn- ingarnar fóru fram. Fjárfestingaraðilar óttast fyrir- ætlanir um þjóðnýtingu En frankinn stendur vel að vigi gagnvart dollar, hefur hagnazt á falli hans og hækkaði i dag. Samkvæmt lokatölum unnu sósial- istar og róttækir vinstrimenn 49 þingsæti í fyrri umferð og sam- kvæmt tölvuspám fá þeir milli 244 og 300 þingsæti, en þurfa 246 sæti til að fá hreinan þingmeirihluta. Kommún- istar fengu sjö þingsæti i fyrri umferð og munu fá um 45 alls. Á siðasta þingi höfðu sósíalistar 117 þingsæti, en kommúnistar 86. Flokkur gaullista og miðflokkur- inn UDF unnu 50 sæti hvor í gær. Gaullistar höfðu 155 sæti á síðasta þingi og flokkur þeirra var stærstur, en nú er því spáð að þeir fái á milli 90 og 115 þingsæti. UDF er spáð 65 til 87J)ingsætum. I fyrirsögnum franskra blaða er talað um „sögulegan sigur“ sósíal- istaflokksins, sem fékk 37,6% at- kvæða eða meira fylgi en nokkru sinni fyrr, þó ekki eins mikið og gaullistar 1968 er þeir hlutu 46,3% atkvæða. Jafnframt hefur fylgi kommúnista minnkað í 16,1% úr 20%, sem þeir hafa vanalega fengið. Sjá bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.