Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981
25
• Jón Áskrlsson ok nafni hans
Lárusson eltast við knöttinn.
Ljósm. Sor.
Á lauKardaKÍnn áttust við á
Akureyri Þór og ÍA í 1. deild.
Leikurinn fór fram á malarvelli
Þórsara þar sem aðalleikvanKur-
inn er enn ekki orðinn leikhæfur.
Þetta hefur vafalaust haft sín
áhrif á leikinn sem var ekki beint
skemmtileKur fyrir auKað. mikið
um miðjuþóf ok færin voru af
mjöK skornum skammti. Úrslit
leiksins urðu 0—0 ok var það
eftir atvikum sannKjarnt.
Fyrri hálfleikur
Skagamenn léku gegn strekk-
ings vindi í fyrri hálfleik og
byrjuðu þeir leikinn af miklum
krafti og gerðu harða hríð að
marki Þórsara, án þess þó að
skapa sér umtalsverð færi. Þórs-
arar hristu fljótt af sér slenið og
komust smátt og smátt betur inn í
leikinn og jafnaðist hann þá mjög.
Það fyrsta sem undirritaður sá
ástæðu tii að hripa niður var á 22.
mín. Árni Stefánsson tók þá
aukaspyrnu fyrir Þór langt úti á
vellinum til hægri við markið. Hár
bolti hans fór yfir alla varnar-
menn Skagamanna og sömuleiðis
Tilþrifalítið jafntefli
Bjarna í Markinu en hann smaug
rétt framhjá stöng marksins.
Fjórum mín. síðar kom svo besta
færi hálfleiksins og reyndar eina
færi Skagamanna sem talandi er
um, þá komst Kristján Oigeirsson
framhjá varnarmönnum Þórs og
einn innfyrir en fast skot hans af
markteigshorni hafnaði í hliðar-
netinu. Aðeins tveim min. síðar
átti svo Júlíus Ingólfsson gott skot
af 25 m færi en knötturinn fór rétt
yfir mark Þórsara. Það sem eftir
lifði hálfleiksins fóru leikurinn að
mestu leyti fram á milli vítateig-
anna og voru gæði hans ekki til að
hrópa húrra fyrir.
Seinni hálfleikur
Skagamenn hafa eflaust fengið
orð í eyra í hálfleik því þeir komu
mjög ákveðnir til seinni hálfleiks
og tóku leikinn strax í sínar
hendur. En það var þó einn galli á
gjöf Njarðar við leik þeirra og var
hann sá að þeim tókst aldrei að
komast nær marki Þórsara en að
vítateig. Þeir léku ágætlega sam-
an úti á vellinum og áttu Þórsarar
oft á tíðum ekkert svar við
ágætum samleik þeirra en þegar
að teignum kom var sem allur
vindur væri úr þeim og rann hver
sóknarlotan á fætur annarri út í
sandinn, og áttu þeir ekki eitt
einasta færi allan hálfleikinn.
Þórsarar náðu aftur á móti
skyndisóknum sem margar hverj-
ar gerðu mikinn usla í vörn
Skagamanna. Á 23. mín. seinni
hálfleiks kom svo besta færi
leiksins og féll það í skaut Þórs-
urum. Árni Stefánsson tók auka-
spyrnu nálægt miðlínu vallarins.
Hann spyrnti háum bolta inn í
teig Skagamanna þar sem Óskar
Gunnarsson fékk hann rétt fyrir
utan markteig, hann var ekkert að
tvínóna við hlutina heldur skaut
viðstöðulausum þrumufleyg sem
small í þverslánni og út í teiginn
þar sem Jón Lárusson kom aðvíf-
andi og fékk boltann en honum
tókst ekki að stýra honum rétta
leið í netið og Skagamenn sluppu
svo sannarlega með skrekkinn í
þetta sinn.
Það sem eftir var hálfleiksins
var svipað fyrri hluta hans nema
hvað Þórsarar voru meira inni í
myndinni.
Liðin
Lið Þórs sýndi ekki margt
fagurt í þessum leik og var leikur
þeirra mjög gloppóttur en þó var
baráttan ágæt í liðinu. Leikur
þeirra byggðist að mestu upp á
skyndisóknum sem oft gáfu góða
raun því liðið hefur yfir að ráða
eldfljótum framherjum sem geta
verið skeinuhættir. í þessum leik
var Eiríkur markvörður bestur
Þórsara og lék hann af miklu
öryggi allan tímann.
Lið í A er vissulega mjög líkam-
lega sterkt en það hefur ekki allt
að segja því þeir ná einhvern
veginn ekki að nýta það sem
skyldi.
Það kom á óvart hversu slök
framlína liðsins er en þeir sköp-
uðu sér vart færi í leiknum og
kann það ekki góðri lukku að stýra
ef framlína er ekki fær um að
skapa sér færi. Þeir léku ágætlega
saman úti á vellinum en það er
einfaldlega ekki nóg þegar enda-
hnútinn vantar. Þeir voru mjög
jafnir í leiknum og var enginn sem
stóð öðrum framar.
Dómari var Magnús V. Péturss-
on og dæmdi hann leikinn vel.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild Þór — IA
0:0
Áminning: Guðmundur Skarp-
héðinsson Þór fékk gult spjald.
Áhorfendur: 712.
Dómari: Magnús V. Pétursson.
Sor.
Lið FII: llreKKViður ÁKÚstsson 7 Lið VíkinKs: Diðrik Ólafsson 7 Lið Þórs: Eirikur Eiríksson 7
Guðmundur Ililmarsson 5 Magnús Þorvaldsson 7 Ililmar Iialdvinsson fi
Logi Ólafsson 4 Þórður Marelsson 7 Sigurbjörn Viðarsson 6
Jón II. Garðarsson 5 Ragnar Gíslason 5 Þórarinn Jóhannesson 5
Helgi Ragnarsson 5 Helgi Helgason fi Árni Stefánsson 5
Ingi Björn Albertsson 5 Ómar Torfason fi Örn Guðmundsson 6
Sigurþíir Þórólfsson 4 Jóhannes Bárðarson 5 Óskar Gunnarsson 5
Pálmi Jónsson 6 Heimir Karlsson fi Guðjón Guðmundsson 4
Viðar Halldórsson fi Jóhann Þorvarðarson 5 (iuðmundur Skarphéðinsson fi
Tómas Pálsson 5 Lárus Guðmundsson 6 Jón Lárusson 5
Arnljótur Arnarson vm. 4 Gunnlaugur Kristfinnsson 5 Jónas Róbertsson 5
Magnús Stefánsson vm. 5 Hafþór Helgason vm. 4 Lið ÍA:
Lið UBK: Guðmundur Ásgeirsson 6 Lið KA: Bjarni Sigurðsson Guðjón Þórðarson 5 6
flelgi Helgason 6 Aðalsteinn Jóhannsson fi Júlíus Ingólfsson 6
Ómar Rafnsson fi Steinþiir Þórarinsson 5 Sigurður Lárusson G
Valdemar Valdemarsson 6 (iuðjón Guðjónsson fi Sigurður Ilalldórsson 6
Ólafur Björnsson fi Ilaraldur Haraldsson fi Jón Áskelsson 6
Vignir Baldursson 5 Erlingur Kristjánsson 5 Kristján ólgeirsson 4
Hákon Gunnarsson 5 Eyjólfur Ágústsson 5 Jón Alfreðsson 6
Björn Egilsson 4 Jóhann Jakobsson fi Sigþór Ómarsson 5
Jón Einarsson fi Gunnar Gíslason 6 Guðbjörn TryKKvason 5
Ilelgi Bentsson 6 Elmar Geirsson fi Árni Sveinsson 6
Sigurjón Kristjánsson 5 Ásbjörn Björnsson 6 Jón Gunnar Jónsson (vm) 4
Gísli Sigurðsson vm. 4 Gunnar Blöndal 7' — sor.
Víkingarnir frekar heppnir
- en furðuleg dómgæsla því miður eftirminnilegasta atvikið
VÍKINGUR sigraði KA 2—1 i 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu á
Laugardalsvellinum um helgina og hélt þar með sínu striki i
toppharáttunni. Úrslitin voru tæplega í samræmi við Kang leiksins
eða tækifærin sem buðust og Vikingarnir geta að nokkru leyti þakkað
Róbert Jónssyni fyrir stóran hlut, en hann lék stórt hlutverk á
afdrifariku augnabliki. Þannig var mál með vexti, að á síðustu minútu
íyrri hálfleiksins, er staðan var 1—0 fyrir Viking, fékk KA
hornspyrnu frá vinstri. Elmar sendi knöttinn inn i vitateig Vfkings og
þar stökk Erlingur Kristjánsson og hugðist skalla. Einn Vikinga sótti
að honum og rak fót sinn hærra i loft upp en góðu hófi gegndi og
flautaði Róbert, að þvi er virtist til að dæma aukaspyrnu á Viking. En
á sama augnablikinu hrökk knötturinn til Gunnars Gislasonar, sem
afgreiddi hann með þrumuskoti í netið. Og Róbert benti um leið á
miðjuna. dæmdi mark. KA-menn fögnuðu mjög, en Vikingarnir
virtust eðlilega lítið kátir. Mótmæltu þeir ákaflega og fór svo, að
Róbert breytti dómi sinum í óbeina aukaspyrnu á Viking. Úr henni
spyrnti Gunnar enn á markið og Vikingur nokkur handlék knöttinn
þá greinilega á marklínu án þess að Róbert gerði athugasemd ...
Þetta reyndist afdrifaríkt, því skorað, fjaraði frumkvæði liðsins
þegar aðeins 13 mínútur voru út það sem eftir lifði hálfleiksins.
liðnar af síðari hálfleik, skoruðu Að vísu var liðið ívið hættulegra
Víkingar markið sem reyndist fyrstu mínúturnar eftir markið,
vera sigurmarkið áður en yfir en síðan voru það hinir líkamlega
lauk. Þá braust Lárus Guð- sterkari KA-menn sem voru
mundsson fram völlinn eftir að sterkari aðilinn. Víkingarnir voru
hafa fengið góða stungusendingu. þá afar ósannfærandi og á 20.
Hann renndi knettinum síðan til mínútu varð uppi fótur og fit hjá
Jóhanns Þorvarðarsonar, sem þeim, er Gunnar Gíslason fékk
skoraði með föstu jarðarskoti, knöttinn skyndilega í góðu færi
2—0. Annars höfðu Víkingar feng- eftir mikið harðfylgi Gunnars
ið óskabyrjun í leiknum og strax á Blöndal. Diðrik var kominn allt of
10. mínútu leiksins skoraði liðið framarlega í markið, en náði samt
fyrra mark sitt. Það var gullfall- að slæma hendinni í knöttinn, er
egt, Heimir Karlsson splundraði Gunnar freistaði þess að spyrna
þá vörn KA með þversendingu til yfir höfuðið á honum. 12 mínútum
Þórðar Marelssonar, hann var síðar sluppu Víkingar aftur með
hægra megin inni í vítateignum, skrekkinn er Elmar Geirsson stal
lék nær og sendi fasta sendingu knettinum af Diðrik, náði að
fyrir markið þar sem Lárus Guð- senda hann fyrir markið þar sem
mundsson var fyrir og skoraði Gunnar Gíslason var fyrir og
örugglega af stuttu færi, 1—0. skallaði á markið. En Diðrik hafði
En eftir að Víkingur hafði náð sér á strik og varði ágætlega.
Víkingur —
KA £i I
Besta færi Víkings kom annars á
39. mínútu, er Heimir náði knett-
inum af Jóhanni Jakobssyni rétt
fyrir utan vítateig KA, sendi inn á
Lárus sem skaut fram hjá.
Eftir að staðan var orðin 2—0
fyrir Víking, lögðu KA-menn allt í
sölurnar og sóttu nokkuð á kostn-
að varnarinnar. Skyndiupphlaup
Víkings urðu þá býsna beitt á
köflum, en alltaf vantaði þó
herslumuninn. Hins vegar náðu
KA-menn að skora og minnka
muninn og verður ekki annað sagt
en að þeir hafi átt markið meira
en skilið. Og fallegt var það,
Élmar sendi knöttinn inn á víta-
teig Víkings frá hægri, Hinrik
Þórhallsson renndi honum við-
stöðulaust út til Jóhanns Jakobs-
sonar og þrumuskot hans hafnaði
neðst í markhorninu án þess að
Diðrik kæmi nokkrum vörnum við,
2—1. Aðeins fjórum mínútum
síðar kom til kasta Diðriks og
sýndi hann þá markvörslu á
heimsmælikvarða, er hann varði
glæsilega þrumuskot Gunnars
Blöndal. Þegar KA skoraði voru 19
mínútur til leiksloka, en leikurinn
var mjög opinn það sem eftir var
og virtust bæði liðin jafn líkleg til
að bæta við mörkum. Opin færi er
þó varla talandi um.
Lið Víkings var lengst af ekki
mjög sannfærandi að þessu sinni
og sigurinn varla sanngjarn nema
ef vera skyldi fyrir þær sakir að
liöið nýtti færi sín betur. Diðrik
Ólafsson var besti maður liðsins
að þessu sinni, Þórður Marelsson,
Magnús Þorvaldsson og Ómar
Torfason áttu góðan leik. Þeir
Heimir, Jóhann og Lárus áttu
góða spretti, en hurfu þess á milli.
Lið KA sómir sér vel í deildinni og
verður tæplega í fallbaráttu. Liðið
leikur ekki eins netta og fágaða
knattspyrnu og Víkingur, en bar-
áttan er slík í liðinu, að langt má
fara á. Að vísu keyrði um þverbak
á köflum, einkum þegar ýmsir
leikmanna liðsins hefja nöldur og
leiðbeina dómaranum óbeðnir.
Gunnar Blöndal og Gunnar Gísla-
son voru sterkustu menn liðsins að
þessu sinni og Ásbjörn Björnsson
skilaði sínu einnig mjög vel meðan
hans naut við. Elmar átti sprett
og sprett, en annars gengur það
yfir alla leikmenn KA, að þeir
börðust af feikilegum krafti og
gáfu sinn hlut aldrei eftir, ekki
einu sinni er staöan var orðin 2—0
fyrir Hæðargarðsliðið.
I STÚTTU MÁLI
íslandsmótið 1. deild: Víking-
ur:KA 2-1 (1-0)
MÖRK VÍKINGS: Lárus Guð-
mundsson (10. mín.) og Jóhann
Þorvarðarson (58. mín.)
MARK KA: Jóhann Jakobsson (71.
mín.)
SPJÖLD: engin.
DÓMARI: Róbert Jónsson.
— KK-
• KA í sókn, Ásbjörn Björnsson og ómar Torfason kljást um knöttinn með miklum tilþrifum.
LjÓ8m. RAX.
ólafur Björnsson og Sigurjón Kristjánsson sækja að marki FH.
Ljósm. RAX.
Blikarnir enn ósigraðir
- en verða ekki í toppbaráttunni með sama áframhaldi
FIIIIREPPTI sitt fyrsta stÍK i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu á
lauKardaKÍnn og kannski má segja að það stÍK hafi fengist gegn
óliklegasta velli. eða gegn UBK á eigin heimavelli. Sú staðreynd að
UBK var mörgum sinnum sigurstranglegri aðilinn fyrir leikinn kann
að hafa spilað inn i úrslitin. en ef nokkuð þá ætti hið unga og
bráðefnilega lið UBK að hafa lært mikið af úrslitunum. ekki sist, að
vanmeta ekki andstæðinginn. Einnig, að það er ekki nóg að leika
betur og skapa sér fleiri tækifæri. Það verður að nýta þau færi og það
gerði UBK ekki. Lokatölur urðu 0—0 og eru það orðnar óþægilega
algengar lokatöiur i 1. deildinni.
Eins og kemur fram í inngangi
þessa pistils, þá lék UBK allan
tímann betur, jafnvel ágætlega á
köflum. En það er erfitt að segja
að lið eigi sigur skilinn, þegar
misheppnast að skora úr fleiri
dauðafærum en einu. Það liggur
við að sannara sé að segja að
jafntefli hefði verið sanngjörn-
ustu úrslitin einmitt vegna þess að
það reyndist leikmönnum UBK
ofviða að skora. Auk þess fengu
FH-ingar sín færi en gekk ekkert
betur að nýta þau. Þrátt fyrir
augljósan getumun á liðunum
verður því að segja að úrslitin hafi
verið sanngjörn.
Það var reyndar FH sem átti
fyrstu alvarlegu atlöguna að
marki á 9. mínútu leiksins, eftir
tilþrifalitlar þreifingar framan af.
Jón H. Garðarsson komst þá í
færi, fremur þröngt þó, en Guð-
mundur Ásgeirsson lokaði marki
sínu vel. Eftir þetta skall hver
sóknarbylgjan af annarri á
FH-markið. Ómar Rafnsson fékk
besta færið á 14. mínútu, er hann
hitti ekki knöttinn í opnu færi
eftir að Jón Einarsson hafði skot-
ist upp að endamörkum og sent út
aftur til Ómars. Sigurjón Krist-
jánsson átti gott skot naumlega
framhjá og nokkrum sinnum var
harður darraðardans á vítateig
FH, eftir að hinir knáu framherj-
ar UBK höfðu einleikið inn í
teiginn. En útkoman var engin,
Blikarnir freistuðust um of til að
ætla sér of mikið, ætluðu alltaf að
leika á einn í viðbót. Síðan þegar
einhver hugðist taka sig til og
reyna skot, þá fór knötturinn
oftar en ekki vel framhjá mark-
rammanum. Menn fór því að
gruna frekar snemma, að mörkin
yrðu ekki mörg að þessu sinni, ef
þau yrðu þá nokkur.
Undir lok fyrri hálfleiks brutust
FH-ingar skyndilega úr prísund-
inni og fengu bestu færi sín í
leiknum. Pálmi fékk fyrst tæki-
færi á markteigshorni UBK, en
náði ekki að hemja knöttinn í
rokinu. Hættan var þó ekki liðin
hjá, aftur kom knötturinn fyrir
mark UBK, Tómas Pálsson skall-
aði niður til Inga Bjarnar sem var
í dauðafæri á markteig. En skot
hans hafnaði beint í fanginu á
Guðmundi markverði. Þar sluppu
heimamenn með skrekkinn.
Síðari hálfleikur hófst með
mögnuðu atriði hjá Jóni Einars-
syni. Varla var mínúta liðin, er
hann átti þrumuskot af 10—12
metra færi, en Hreggviður varði
glæsilega. Sókn UBK brotnaði
ekki á bak aftur, liðið fékk horn-
spyrnu og fljótlega upp úr henni
var Jón aftur kominn með tærnar,
náði knettinum af markverðinum
og skaut á autt markið. En á
siðustu stundu dreif að fjölda
FH-inga og einum þeirra tókst að
moka knettinum burt. UBK sótti
áfram mun meira og tvívegis
komst Helgi Bentsson í gegnum
vörn FH án þess þó að gera
félaginu skráveifu. Sigurjón
Kristjánsson átti einnig lúmskt
skot naumlega framhjá og hefði
það hæglega getað verið endur-
sýning á sköti sem hann átti gegn
Víkingi, að öðru leyti en því að þá
hafnaði knötturinn í netinu. FH
lagði lítið til málanna í sókninni
að öðru ieyti en því, að Pálmi
Jónsson átti hættulegt skot frá
vítateig, sem fór rétt yfir mark
UBK. En er líða tók að lokum
leiksins, virtust Blikarnir æ ólík-
legri til þess að bjarga sér úr
klípunni og síðustu tíu mínúturn-
ar átti liðið ekki hættulega atlögu
þrátt fyrir linnulitla sókn. 0—0
var því staðreynd.
Blikarnir eru enn ósigraðir, en
ljóst er þó, að liðið verður ekki
meistari með sama áframhaldi.
Vörn liðsins er jöfn og sterk, ekki
líkleg til að bregðast liðinu. Miðj-
an var ekki nógu beitt að þessu
sinni og munaði mest um að
Vignir var nokkuð frá sínu besta.
Framherjarnir voru eins og fyrri
daginn geysilega duglegir og
ótrúlega oft tókst þeim að skapa
sér möguleika úr litlum efnivið,
einungis með dugnaði sínum og
r- 0:0
• Jón Einarsson og Ingi
Björn Albertsson kljást
um knöttinn.
hörku. En liðið er ekki nógu
heilsteypt og færin sem bjóðast
verður að nýta. Kannski það lagist
ekki fyrr en að Sigurður Grétars-
son verður kominn í slaginn á ný.
Það ku verða í byrjun júlí, en
Blikarnir verða einhvern veginn
að leysa þetta mál mun fyrr.
FH-ingar börðust grimmilega
allan leikinn og ljóst á frammi-
stöðu þeirra að þessu sinni, að þeir
ætla ekki að gefa eftir sæti sitt í 1.
deild þegjandi og hljóðalaust.
Hreggviður varði mjög vel að
þessu sinni og var besti maður
liðsins, aðrir voru jafnir.en betur
má þó ef duga skal.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild: UBK—FH 0:0
Áhorfendur: 500.
Áminningar: Guðmundur
Hilmarsson FH.
DÓMARI: Vilhjálmur Þór.
— KK.
Knattspypna)