Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRlÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 Framleiðsluráð landbúnaðarins: Afurða- og rekstrarlán, niður- greiöslur og útf lutningsbætur landbúnaðarráðherra (Steingrím- ur Hermannsson) hafi skipað til að fja.Ha um rekstrar- og afurða- lán, að hún skyldi gera tillögur til ráðuneytis „svo sem fært þykir um tilhögun afgreiðslu rekstrar- og afurðalána landbúnaðar, sem tryggi að bændur fái í hendur þá fjármuni sem þeim eru ætlaðir um leið og lánin eru veitt, samanber ályktun Alþingis 27. maí 1979 um beinar greiðslur til bænda". í áliti nefndarinnar kom fram, að hún „gerir ekki tillögur um breytta tilhögun afurða- og rekstrarlána umfram það sem greinir í 1. og 2. áfanga nefndar- álitsins". Þetta er meginniður- staðan, þó svo nefndin vekji at- hygli á þeirri leið sem bent er á í umsögn Seðlabankans. Ráðherra sagði síðar í ræðu sinni: „En síðan væri hægt annað tveggja með samkomulagi eða jafnvel með fyrirmælum að kveða á um það, að því fjármagni sem rennur til fyrirtækjanna í gegnum rekstrar- og afurðalánin verði ráðstafað inn á reikning viðkom- andi bónda, annað tveggja við- skiptareikning eða bankareikning eftir ósk hvers og eins. Þetta er sú leið sem ég hef nú margsinnis látið í ljós, að ég telji að sé fær í þessu máli og er leið sem farin er hjá ýmsum afurða- sölufyrirtækjum. Þannig að um þá leið hefur skapast reynsla. Ég tel, að það sé ekki ástæða til þess að fjalla um tæknileg atriði í sam- bandi við þessi mál, umfram það sem hér hefur komið fram, sem er að vandlega athuguðu máli þeirr- ar nefndar, sem um þetta hefur fjallað og ég fól að athuga þetta sérstaklega, þar eru nefndarmenn sem ég ber fyllsta traust til og ég tel, að niðurstöður hennar séu býsna fullnægjandi, bæði fyrir mitt ráðuneyti og eins fyrir Al- þingi. Hitt er rétt að láta koma til athugunar, og það mun ég vænt- anlega gera í samráði við við- skiptaráðherra, sem er eðlilegt, þar sem þessi mál að formi til, þ.e. afurða- og rekstrarlán heyra auð- vitað undir hann, þá tel ég eðli- legt, að viðskiptaráðherra og land- búnaðarráðherra taki til athugun- ar með hvaða hætti unnt er að koma þarna breytingum við, og hvaða leiðir þurfi að fara í þeim tilgangi. Ég vil hins vegar taka það fram, að ég hef ævinlega verið þeirrar skoðunar, að eins og raunar fram kemur í því sem að framan er Er hægt að breyta framkvæmd, bændum til hags, en jafnframt til framleiðslustýringar? Skömmu fyrir þinglausnir voru málefni landbúnaðar til umræðu i efri deild Alþingis (framleiðsluráð landbúnaðarins). Þar urðu nokkur orðaskipti milli tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokks úr Norður- landskjördæmi vestra, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Pálma Jónsson- ar landbúnaðarráðherra. Skiptust þeir m.a. á orðum um afurða- og rekstrarlán bænda og beinar greiðslur á niðurgreiðslum búvöru og útflutningsbótum til bænda i samræmi við þingsályktun frá 1979. Þessar umræður verða Htillega og lauslega raktar hér á eftir. gagnrýni, sem Alþýðuflokkurinn hefur árum saman haft uppi og þá stefnu, sem hann hefur boðað, að það þyrfti að draga úr óhagkvæmri framleiðslu. Á það hafa bændasamtökin fallizt, og á það hafa þeir, sem nú stýra landbúnaðarmálum einnig fall- izt og það hefur því verið viðurkennt, að þessi gagnrýni, sem um langt árabil hefur verið flutt af Alþýðuflokki, lengi fyrir daufum eyrum, hefur nú fengið hljómgrunn, og þær aðferðir, sem gripið hefur verið til, hafa haft tilætluð áhrif og til þess var auðvitað leikurinn gerður. Alþ njíi Kaf fyrir- mæli um breytintfar Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði ugg í mönnum varðandi framleiðslumál í landbúnaði, ekki sízt vegna kvótakerfis, sem væri illframkvæmanlegt til lengdar og skaðvænlegt heilbrigðri þróun landbúnaðar. Hann vék og að þingsályktun frá í maí 1979 um beinar greiðslur til bænda, en í þessari ályktun hefði þingið kveðið upp úr um vilja sinn varðandi sérstakar regl- ur um rekstrar- og afurðalán landbúnaðar, er tryggja áttu bændum þessa fjármuni í hendur um leið og lánin væru veitt. Jafnframt átti ríkisstjórnin að láta fara fram athugun á því, hvernig heppilegast væri að koma við breytingum á greiðslum út- flutningsbóta og niðurgreiðslna, þannig að þær nýtist betur. Varðandi fyrra atriðið, rekstr- ar- og afurðalánin, hafi Seðla- bankinn „bent á augljósa og ein- falda leið til þess að koma fjár- munum bænda til þeirra í sam- ræmi við eindregna og ákveðna ályktun Alþingis", þannig að rík- isstjórn, hver sem hún er, ætti ekki að geta skotið sér undan framkvæmdinni. Ég á því von á, að viðskiptaráðherra geri gang- skör að því að hrinda þessu máli í framkvæmd. Þessi háttur myndi bæta mjög hag bænda, því það er ekki ónýtt að fá lán á 29% vöxtum þegar vextir almennt í þjóðfélag- inu eru komnir upp í allt að 50% og í yfir 50% verðbólgu. Varðandi síðara atriðið var það að sjálfsögðu mergurinn málsins að koma þessum fjármunum, sem þar um ræðir, framhjá afurða- sölufélögum beint til bændanna, að verulegum hluta a.m.k., en þeir væru ekki á flækingi einhvers staðar annars staðar svo lengi að verðbólgan æti þá upp að drjúgum hluta. Eyjólfur vék síðan að samþykkt Búnaðarþings 1979 varðandi þá hugmynd sína, að hluti niður- greiðslna og útflutningsbóta verði greiddar beint til bænda, hvar málinu var vel tekið. Hann minnti á reglugerð um framkvæmd laga um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins (frá í ágúst 1979). Þar segir m.a. í b-lið, 2. gr.: „Að greiða með samþykkt ríkis- stjórnar hluta af niðurgreiðslum til framleiðenda í samræmi við framleiðslumagn að ákveðnu marki, en síðan stiglækkandi eftir því sem framleiðslan vex. Full greiðsla skal ná til 400 ærgildisafurða eins og þær voru viðmiðunarárin samanber a-lið, samkvæmt landsmeðaltali, en greiðslan lækkar um 5% fyrir umframafurðamagn á hverju ær- gildabili, þó aldrei meira en 25%. Hæsta skerðing kemur á fram- leiðslu þeirra framleiðenda er ekki búa á lögbýlum, nema þeir hafi meirihluta tekna sinna af búvöru- framleiðslu. Um greiðslu til fé- lagsbúa fer samkv. 7. málsgr. a-liðar og þessum ákvæðum eftir því sem við á. Afurðaverð til framleiðenda samkvæmt verðlagsgrundvelli breytist til samræmis við þessa beinu greiðslu eftir því sem um er Eiður Guðnason í umræðu um framleiðsluráð landbúnaðar i efri deild Alþing- is á siðustu dögum þings sagði Eiöur Guðnason (A) að „fram- leiðslustjórnunaraðferðir, sem upp hefðu verið teknar, hafi skilað árangri til að draga úr óhagkvæmri framleiðslu. Ein af þessum aðferðum er fóðurbætis- skatturinn“. Eiður sagði sumt í fram- kvæmd fóðurbæ.tisskattsins „orka vissulega tvímælis", en „það er rétt að hafa í huga í þessu sambandi, að það hefur verið fallizt á í meginatriðum þá samið við ríkisstj. Samkomulag um þessa greiðslu skal gert til minnst eins árs í senn. Greiðslur skulu sendar framleiðendum eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Heimilt er Framleiðsluráði að greiða á bankareikning eða til verslunaraðila eftir tilvísun við- komandi framleiðanda." „Þetta, sem fest var í reglugerð í ágúst 1979, hefur þó ekki verið notað eins og þar er ráð fyrir gert. I framleiðsluráðslögunum sjálf- um og einnig í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er að því íað, að unnt sé að notast við þessar aðferðir, en þar segir m.a.: „Að greiða hluta af niðurgreiðslum til Eyjólfur Konráð Jónsson framleiðenda í samræmi við fram- leiðslumagn allt að ákveðnu marki, en síðan stiglækkandi eftir því sem framleiðslan vex þar fyrir ofan. Heimilt er að ákveða rétt frumbýlinga í samræmi við bú- stofn þeirra." Afrétturinn skilar búsmala á haustnóttum. Pálmi Jónsson Þetta er meira og minna í samræmi við þær athuganir, sem Stéttasamband bænda lét gera veturinn 1979 og skilaði í greinar- gerð í bréfi sem Árni Jónsson undirritar 6. marz 1979, og stílað er til mín, en þar bendir hann á ýmsar leiðir til þess að hafa stjórnunaráhrif á framleiðslu- magn með þessum aðferðum, í stað kvótakerfis, sem virðist nú raunar andvana fætt.“ Eyjólfur hvatti landbúnaðar- ráðherra til að „gera gangskör að því að framkvæma þessar laga- heimildir og reglugerðarákvæði og þingsályktun" frá 1979. Framkvæmdaerfiðleikar — mál í athuKun Pálmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði kvótakerfið þá aðferð, „sem Framleiðsluráð og Stéttasambandið valdi sem fyrstu leið til þess að hafa áhrif á framleiðsluþróun. Ég fullyrði ekki, hvað þetta kvótakerfi verður lengi við lýði, en ég vænti þess, að hægt verði að beita ákvæðum þess með meiri sveigjanleika, svo helztu ágallar þess hverfi. Það hættulegasta, sem slíkt kerfi hef- ur í för með sér, ef það verður viðvarandi, er, að það kynni að skerða framtaksmöguleika bænda." Ráðherra sagðist hafa aukið við erindisbréf nefndar, sem fyrri Eiður um landbúnaðarstefnuna: Verið að framkvæma stefnu Alþýðuflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.