Morgunblaðið - 26.06.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.06.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 Engin afskipti aí deil- um um skákeinvígið - segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra „VIÐ HÖFUM þegar Kert ráð- stafanir varðandi málefni fjol- skyldu Korehnois, hér heima í Kejjnum sovéska sendiráðið, en é>t á ekki von á að til frekari aðjterða verði gripið,“ sajfði Ólaf- ur Jóhannesson utanrikisráð- herra i samtali við Morjtunblaðið í Kaer. Ráðherrann var að því spurður hvort utanríkisráðuneytið hygðist með einhverjum liætti styðja við bakið á Friðriki Ólafssyni forseta FIDE, í deilum hans við Sovét- menn um einvígi Korchnois og Karpovs í skák sem nú hefur verið frestað. Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra sagði, að fjallað væri um þetta mál á vettvangi skákhreyf- ingarinnar, Alþjóðaskáksam- bandsins, og því væri þess ekki að vænta að íslensk stjórnvöld hefðu þar afskipti af því, eða tækju það upp innan Norðurlandanna, Atl- antshafsbandalagsins eða á öðrum vettvangi. Afmælisgjafasjóður biskups: Kaup á prédikunar- stóli i Hallgrímskirkju NOKKRIR vinir séra Sigurbjarn- ar Einarssonar, biskups, hafa stofnað sjóð til kaupa á prédikun- arstóli í Hallgrímskirkju i Reykjavik. Fyrstu gjafir sjóðsins eru einmitt andvirði gjafa þeirra sem þeir hefðu ella gefið hiskupi á 70 ára afmæli hans, 30. júni. Ilerra Sigurbjörn Einarsson Biskup hefur fagnað þessu frumkvæði, enda er Hallgríms- kirkja sóknarkirkja hans og hjart- ans mál. Dr. Sigurbjörn er fyrsti prestur Hallgrímssafnaðar, sem stofnaður var í ársbyrjun 1941 og hefur hann prédikað þar margoft þau 40 ár sem liðin eru síðan. Aðstandendur sjóðsins vilja bjóða öllum þeim, sem hafa hugs- að sér að gleðja biskup með blómum, skeytum eða öðrum gjöf- um að leggja andvirði þeirra fremur í þennan gjafasjóð. Tekið er á móti framlögum hjá kirkjuverði í Hallgrímskirkju. Bók mun liggja frammi í kirkjunni alla næstu daga og eru gefendur beðnir um að skrifa nöfn sín í hana. Bókin mun verða afhent biskupi að kvöldi afmæiis hans. Sem fyrr segir, hefur biskup fagnað þessari hugmynd og sagt að fátt gleðji sig meira en að Hallgrímskirkja verði fullgerð sem fyrst. Hallgrímskirkja verður opin daglega frá 9—6 næstu daga. (Fréttatilkynning.) Séð yfir vinnslusalinn þar sem humarinn er unninn, en yfir 100 manns vinna við humarvinnsluna i landi. (Ljósm. Einar). Hornafjörður: Stefnir í metvertíð hjá humarbátum Höfn. Hornafiröi, 21. júní. HUMARVERTÍÐIN hefur gengið mjög vel það sem af er og aflinn er orðinn alls um 147 tonn, en var um 118 tonn á sama tíma i fyrra. Á annað hundrað manns starfa við hum- arvinnsluna og að sögn Krist- jáns Jónssonar stefnir i enn eina metvertiðina ef aflabrögð vcrða áfram svona góð. Unnið er öll kvöld og laugardaga i humarvinnslunni. Þrír aflahæstu bátarnir eru Æskan SF 140 með rúmlega 13,5 tonn af slitnum humri, Þinganes með 11,7 tonn og Garðey með 11,2 tonn. Mestan afla i róðri hafa fengið Jón Bjarnason SF 3 og Æskan, rúmlega 3 tonn hvor bátur, en Æskan var mun skem- ur í veiðiferðinni. Undanfarið hefur verið mjög léleg veiði hjá netabátum og hafa þeir nú tekið upp net sin. Óvíst er hvað er framundan hjá þeim. Einar Ástand á sjúkrahúsunum í samt lag eftir nokkrar vikur: Flestir læknar komnir til starfa spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Tekið við spurningum um garðyrkju til 1. júlí HAFLIÐI Jónsson, garðyrkju- stjóri, hefur svarað spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkjumál síðan í maímánuði sl. Úpphaflega var ráðgert, að þátturinn yrði aðeins í fáar vikur, en svo margar spurningar hafa borizt, að nauðsynlegt hef- ur reynzt að halda lengur áfram. Nú er ákveðið að þátturinn hætti í júlíbyrjun. Tekið verður á móti spurningum lesenda til 1. júlí og munu svör Hafliða við þeim birtast fljótlega. Lesendur geta hringt til Les- endaþjónustu Morgunblaðsins milli kl. 11—12 árdegis í dag, föstudag og nk. mánudag og þriðjudag og lagt fram spurn- ingar sínar. FLESTIR læknar. sem sagt höfðu upp störfum sínum snemma í mánuðinum, komu til vinnu á sjúkrahúsin i gær- morgun i framhaldi af nýjum samningum milli lækna og stjórnvalda. Sögðu forráða- menn sjúkrahúsanna að þótt nokkuð væri um að menn væru erlendis, hefði starfsemin farið strax í gang, þótt vissulega tæki nokkurn tíma að færa hana aftur í eðlilegt horf. Grétar Ólafsson yfirlæknir formaður læknaráðs Landspít- ala tjáði Mbl. að fjöldi aðgerða á skurðdeildum hefði þrefaldazt í gær miðað við fyrri daga, en starfsemin kæmist smám sam- an í eðlilegt horf. Taldi hann flestar deildir nægilega vel mannaðar, helzt gæti skapazt hálfgerður flöskuháls vegna of fárra lækna á svæfingadeild. Bætt aðstaða við Laugardals- laug og skíðamiðstöð i Bláfjöllum í BYRJUN næsta mánaðar hefj- ast framkvæmdir við gerð nýrra baða og búningsher- bergja við sundlaugina i Laug- ardal. Reist verður um 1300 fermetra hús auk kjallara að vestanverðu við laugina og á það að rýma um 500 til 600 gesti samtímis. Að sögn Stefáns Kristjánsson- ar, íþróttafulltrúa borgarinnar, hefur það alltaf staðið til síðan Laugardalslaug var byggð að byggja þetta hús. Núverandi bað og búningsaðstaða hefur alltaf verið til bráðabirgða. Er það meiningin að bjóða í húsið fok- helt um mánaðamótin júlí, ág- úst. Það húsnæði sem losnar í sundlaugarhúsinu við flutning þessarar aðstöðu mun verða not- að fyrir almenna heilsurækt. Þar verður komið upp gufuböð- um og nuddaðstöðu ásamt jafn- vel trimmbraut og ljósaböðum. Við breytinguna mun afgreiðsl- an stækka til muna og þar verður hægt að koma fyrir borðum þar sem fólk getur sest niður og notið veitinga sem verða á boðstólum. Stefán sagði ennfremur að byrjað væri á byggingu skíða- miðstöðvar uppi í Bláfjöllum. Þegar væri búið að steypa kjall- arann en verkið var boðið út í heild og er það verktakafyrir- tækið Reynir hf. sem sér um framkvæmdirnar. Stefnt er að því að búið verði að reisa mið- stöðina um næstu áramót. Ný- byggingin verður í grennd við núverandi skála. Það eru sjö sveitarfélög sem standa að byggingunni og er kostnaðinum skipt í hlutfalli við íbúatölu. Sveitarfélögin eru þessi: Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnar- fjörður, Keflavík og Selvogs- hreppur. Á Borgarspítala var svipaða sögu að segja. Þórður Harðar- son yfirlæknir lyfjadeildar sagði ekki hafa orðið vart vandræða í gærmorgun og starfsemi væri hafin af fullum krafti. Skýrslur um sjúklinga, læknabréf og þess háttar verkefni hefðu verið látin sitja mikið á hakanum og væri ljóst að ástandið kæmist ekki í gott horf fyrr en eftir nokkrar vikur. ' Allir aðstoðarlæknar á Landa- kotsspítala komu til vinnu í gærmorgun og sagði Logi Guð- brandsson framkvæmdastjóri spítalans að þar væri öll starf- semi með eðlilegu móti. Flugleiðir: Fyrsta f lug til Amsterdam í DAG taka Flugleiðir upp beinar flugferðir milli Keflavikur og Amsterdam. Frá árinu 1959 til ársins 1968 héldu Loftleiðir uppi áætlunarflugi á þessari leið, en þá með viðkomu í Glasgow. Að áætlunarflug milli Keflavík- ur og Amsterdam er tekið upp að nýju, er framhald þeirrar stefnu félagsins að hafa beint flug milli ýmissa borga í Evrópu og Islands að sumarlagi. Núverandi skrifstofa Flugleiða í Amsterdam var opnuð 15. júní 1979. Áður hafði félagið þar skrifstofu og umboðsaðila allt frá því í apríl 1956. Félagið hefur rekið umfangsmikla sölustarfsemi í Hollandi að undanförnu og þess má geta að á sl. ári fjölgaði hollenskum ferðamönnum sem til Islands komu. Á skrifstofu Flug- leiða í Amsterdam starfa tíu manns. Sölusvæðisstjóri Flugleiða í Hollandi er Frank Nieuwenhuiz- en. Endurskoðendumir voru hérlendis í vikunni STARFSMENN brezka endur- skoðunarfyrirtækisins Cooper & Lybrand voru hér á landi i vikunni, en iðnaðarráðherra fól fyrirtækinu athugun á meintri ha'kkun súráls \ h"í;. ÁÖ sögn ÍJOrléiís Guttormssonar, iðnað- arráðherra, hafa starfsmenn fyrirtækisins „borið sig saman við báða aðila þessa máls, bæði fyrr og siðar, eins og ráð var fyrir gert“. Hjörleifur sagðist enn ekkj *• séð skynjly íynrtækisins um mál- ið, en sagðist vonast til að það yrði á næstunni. Hann sagði að þessi vinna hefði orðið umfangsmeiri en ráð var fyrir gert í upphafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.