Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981 15 Fjöldamorð í Sýrlandi WashinKton. 25. júní. AP. MIKIÐ blóðhað varð í borginni llama i Sýrlandi 24. april sl. þosar sýrlenskir hermenn lóru um hana. brutust inn i ibúðir ok höfðu á brott með sér unglinga og fuliorðna menn. samkvæmt frétt Washington Post i dag. Vitni segja að hermennirnir hafi myrt allt frá 150 uppi „nokkur hundruð“ menn. Mikil áróðursstarfsemi gegn Hafez Assad Sýrlandsforseta hef- Kommún- istar valda vandræðum Lundon. 25. jiini. AP. TALSMAÐUR brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði 1 dag að erfið- ara yrði að skiptast á leynilegum upplýsingum við Frakka í framtið- inni nú þegar kommúnistar eru sestir þar i rikisstjórn. Hann sagði að þetta væri þó vandamál sem ætti að verða auðvelt að leysa. Kommúnistar hafa setið í ríkis- stjórnum Portúgals og íslands, sem bæði eru aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, en leyniskjölum bandalagsins hefur verið haldið frá þeim. George Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, kom í dag til London. Hann sagði við komuna að Banda- ríkin og Bretland ættu sér sama markmið en ekki yrði auðhlaupið að ná því. Bush var að koma frá París þar sem hann sagðist ekki vera alls kostar ánægður með setu kommún- ista i ríkisstjórn. Styrkir til stáliðnaðar lagðir niður Luxomburg. 25. júní. AP. Efnahagshandalagslöndin náðu samkomulagi i dag um að hætta að styrkja stáliðnað í löndunum úr ríkissjóðum í lok ársins 1985. Vestur-Þjóðverjar hafa lengi lagt þetta til svo að samkeppni stál- framleiðcnda landanna yrði rétt- látari og þeir sætu allir við sama borð. Stáliðnaður i Vestur-Þýzka- landi hefur ekki notið ríkis- styrkja. Það tók iðnaðarráðherra land- anna langan tíma að ná samkomu- lagi um þetta. Að lokum samþykktu þeir að stofna sjóð til styrktar starfsmönnum stáliðnaðar sem kunna að missa vinnuna þegar iðnaðurinn þarf að standa á eigin fótum. Þeir samþykktu einnig framleiðslukvóta fyrir næsta ár til að reyna að draga úr stálfram- leiðslu en offramleiðsla hefur verið á stáli undanfarið og verðið þess vegna sveiflast nokkuð til. Ríkisstjórnir aðildarlanda Efna- hagsbandalagsins verða að sam- þykkja samkomulagið fyrir 1. júlí næst komandi. ur verið rekin í Hama. Þar er miðstöð bókstafstrúarmanna úr Sunni Múhameðstrúflokknum sem hefur gagnrýnt Assad harðlega fyrir að veita einstaklingum úr Alawite-trúflokknum góðar stöður í ríkisstjórninni og hernum. Um 70% Sýrlendinga eru Sunni Mú- hameðstrúar en 14% Alawite. Vitni að blóðsúthellingunum sagðist hafa heyrt skothvelli frá því snemma morguns fram undir hádegi. „Ég hafði aðeins gengið örfá skref þegar ég kom að hrúgu af líkum, síðan sá ég hverja hrúguna á fætur annarri. Þær voru ábyggilega milli 10 og 15. I hverri hrúgu voru um 25, 30 lík.“ Washington Post sagði að upp- lýsingum vitnisins og sendiráðs- starfsmanna bæri ekki alveg sam- an. Þeim kæmi ekki saman um dagsetningu en fjöldamorðin hefðu verið framin milli 22. og 28. apríl. Sendiráðsstarfsmenn sögðu blóðbaðið hefnd fyrir árás and- stæðinga Assads á landvarnar- menn úr sósíalistaflokki hans og á nágrannaþorp Hama þar sem að Alawite-trúflokkurinn er sterkur. Vonast er tll að þessi vél sem er aðeins knúin sól- arorku komist bráðiega klakklaust yfir Ermar- sund. Hún flaug stuttan spöl i Frakklandi fyrir skömmu og aðdáendur fylgdust hugfangnir með. Frekari aftökur í Iran Beirút. 25. júní. AP. ENN einn stuðningsmaður Abolhassan Bani-Sadr fyrrverandi forseta Iran var leiddur fyrir skotsveit í dag samkvæmt fréttum út- varpsins í Teheran. Þá hafa írönsk stjórnvöld tekið 44 af lífi síðan Bani-Sadr var hrakinn frá völdum fyrir fimm dögum síðan. Meðal þeirra sem hafa verið líflátnir eru 7 Bahai- trúar sem voru ákærðir um njósnir og fjáröflun fyrir ■ ísrael. írönsk stjórnvöld héldu leitinni að Bani-Sadr áfram í dag en ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. Mikil upplausn ríkir í landinu og meðal annars réðust upp- reisnarmenn frá Kúrdan- héraði á jarðarför í borginni Mahabad í dag og myrtu sex manns. Samkomulag i sjonmali: VONIR manna kviknuðu i dag um að brátt tækist að binda enda á mótmælasvelti IRA-manna i Maze- fangelsinu á Norður-lrlandi eftir að fulltrúar bresku rikisstjórnar- innar og fanganna höfðu gefið frá sér yfirlýsingar um að þeir væru ef til vill reiðubúnir til samnings- gerðar. Báðir aðilar bentu á nauðsyn þess að binda enda á deilur fanganna og stjórnvalda sem hafa leitt til mik- illa óeirða í Ulster-héraðinu. Ekkert virtist þó benda til þess að þokast hefði í samkomulagsátt með deiluaðilum. Yfirmenn á Norður- Irlandi kváðu litla ástæðu til bjart- sýni þrátt fyrir yfirlýsingarnar. SUMARGLEÐIN ’81 SUMARGLEÐIN Nú á að taka því létt hefst í Stapa í kvöld kl. 10, á morgun Hótel Akranesi kl. 9 (Miöasala frá kl. 8). Tveggja tíma stanzlaus skemmtiatriði og dans á eftir fram á rauða nótt. Danspar kvöldsins verðlaunað sérstaklega. Skonrokkarinn Þorgeir Ástvaldsson, reitir af sér rokkið með tilheyrandi takti. w wu mumum Nýja platan SUMAR- GLEÐIN SYNGUR fer sigurför um landið — kynnt og árituð, hvar sem Sumar- gleðin kemur fram. BINGO meö sérlega glæsilegum vinningum. Sumargleði-verðlaunin hafa aldrei verið glæsi- legri en í sumar. Þ.á m. Suzuki-bifreið. Myndsegulband Video-2000. Akai hljómtækjasamstæöa. Stereo útvörp og kassettu- tæki allt frá Nesco. Reiöhjól frá Fálkanum o.fl. o.fl. PRINS POLO í syngjandi stuði, hressasti sjóarinn á svæðinu í hrika- legu ástandi og dreyfir að sjálfsögöu uppáhaldskexinu með „stæl“. FINNI FRIK tekur það alltaf lótt. Hinn alíslenzki pönkari frá Hrak- hólum í Oldudal veröur í meiriháttar stuöi. TAKIÐ ÞÁTT í GLÆSI- LEGUSTU SKEMMTUNUM SUMARSINS LETT OG FJORUGT LIÐ SEM SER UM AÐ KOMA ÖLLUM í SUMARGLEÐISKAP Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason, Magnús Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson, ásamt hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.