Morgunblaðið - 26.06.1981, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Vinstri menn á
leið til hægri
Itæpan aldarfjórðung hafa vinstri menn í Frakklandi reynt
að ná þar völdum. Ymsar leiðir hafa verið til þess farnar.
Hins vegar náðu þeir ekki meirihlutafylgi meðal kjósenda, fyrr
en greinileg skil voru orðin á milli jafnaðarmanna og
kommúnista. Sigur Francois Mitterrands er sigur franskra
jafnaðarmanna en ósigur franskra kommúnista miðað við þau
átök, sem verið hafa meðal vinstri manna í Frakklandi. Það eru
því vinstri menn á leið til hægri, sem hafa undirtökin í
frönskum stjórnmálum.
Hefði Francois Mitterrand sigrað Valery Giscard d’Estaing í
forsetakosningunum 1974, gátu kommúnistar krafist þess að
vera taldir til sigurvegaranna. Á árinu 1981 verða þeir hins
vegar að láta sér lynda að taka því, sem að þeim er rétt. Um
langt árabil hefur verið um það rætt í Frakklandi, hvort
kommúnistar væru hæfir til stjórnarsetu. Einn þeirra, sem þar
hafa lagt orð í belg, er hinn virti og kunni stjórnlagafræðingur
Maurice Duverger. Hann hefur meðal annars með vísan til
þátttöku Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn íslands bent á það, að
í NATO-ríki séu kommúnistar gjaldgengir til ráðherradóms.
Francois Mitterrand þekkir kommúnista af langri reynslu og
veit, að þá fyrst er forsenda fyrir samstarfi við þá, að þeim sé
mætt af fullri hörku. Frakklandsforseti hefur einnig staðið
þannig að verki í samskiptum sínum við kommúnista, að þeir
hafa orðið að kúvenda í mikilvægum málum ekki síst er snertir
utanríkisstefnuna.
Úr því, að hinir virtustu stjórnlagafræðingar í Frakklandi
hafa tekið ísland sem dæmi í umræðum um stjórnarþátttöku
kommúnista, ætti að vera í lagi fyrir okkur hér að læra dálitið
af Frökkum í þessu efni. Fyrst má þá líta til þess, að franskir
kommúnistar fá 4 af 43 ráðherraembættum í ríkisstjórninni. í
öðru lagi vita kommúnistar, að eins getur farið fyrir þeim nú og
1947, þegar þeir voru beinlínis reknir úr vinstri stjórn. í þriðja
lagi er bannað allt Sovétdekur. í fjórða lagi er kommúnistum
ljóst, að þeir verða að fara að vilja samstarfsaðila síns og síst af
öllu hefur þeim verið veitt neitunarvald um mikilsverð mál.
Nú hefur franski kommúnistaflokkurinn þorað að játa
Kremlverjum ást sína opinberlega og þess vegna er að ýmsu
leyti auðveldara að eiga við flokkinn þar heldur en skoðana-
bræður hans hér á landi, sem hafa kosið að vera eins og
kameljón. Francois Mitterrand telur klókt að taka kommúnista
í stjórn sína vegna þess að þeir ráða yfir einu öflugasta
verkalýðssambandinu í landinu. Það er ástæðan fyrir þeim
„sögulegu sáttum", sem eru að baki ríkisstjórn hans. Hann
lætur kommúnista hins vegar ekki vaða uppi heldur skipar þeim
á hæfilegan bás, honum er ljóst, að þeir gera allt fyrir há
ráðherraembætti og notar sér þann veikleika þeirra til hins
ýtrasta. Að því leyti má segja, að staða stjórnarforystumanns-
ins hér á landi sé öfug við stöðu Mitterrands og niðurstaðan er
einnig allt önnur hér en í Frakklandi. Francois Mitterrand hefði
aldrei tekið þá Svavar, Ragnar og Hjörleif í ríkisstjórn sína upp
á sömu býti og dr. Gunnar Thoroddsen.
Spilin á borðið
Samningar hafa nú tekist í kjaradeilu lækna við fjármála-
ráðherra, hins vegar liggur ekki nægilega ljóst fyrir um
hvað var samið. Læknar hafa krafist launahækkunar og oftar en
einu sinni vísað samkomulagsdrögum heim til föðurhúsanna
meðal annars vegna þess, að launahækkunarkrafan hefur ekki
náð fram að ganga. Ráðherrar hafa látið sem svo, að ekki verði
samið við lækna um launahækkun. Þegar samkomulag liggur
fyrir, hættir fjármálaráðherra Ragnar Arnalds hins vegar að
vera jafn skorinorður og þegar hann hafði í heitingum við
lækna. Nú segist hann ekki vita, hvað þessir samningar kosti og
á það hefði verið lögð áhersla, að þeir hefðu ekki í för með sér
alvarleg fordæmi fyrir skriðu krafna um kauphækkanir. Þessi
svör fjármálaráðherra eru með öllu ófullnægjandi. Það er
skylda fjármálaráðherra og starfsmanna hans að gera opinber-
iega grein fyrir öllum þáttum samkomulagsins við lækna. Varla
getur það verið feimnismál, hvernig skattfé almennings er
varið? Eða ætlar fjármálaráðherra að fara að fordæmi Svavars
Gestssonar heilbrigðisráðherra að fara í felur í útlöndum eða
annars staðar?
Gifurlega mikið af fiski verkað í skreið:
Framleiðslan yfir 350
þúsund pakkar á árinu
Skortur á fiskmatsmönnum gerir verkendum erfitt fyrir
SKREIÐARSAMLAGIÐ og
Sjávarafurðadeild Sambandsins
ráðgera að senda í sameiningu
1—2 skip í hverjum mánuði það
sem eftir er ársins með skreið tii
Nígeríu. Þegar hafa tvö skip
farið með skreið beint til Nig-
eríu á vegum þessara aðila i ár.
það fyrra í marz, en hið siðara i
byrjun þessa mánaðar, og er
ráðgert að þriðja skipið verði á
ferðinni mjög bráðlega.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Braga Eiríksson, framkvæmd-
astjóra Skreiðarsamlagsins, og
aðspurður um verð sagði hann,
að skreiðin hefði verið seld á
hæstu verðum, sem leyfð voru er
ábyrgðir voru opnaðar í marz og
sú ábyrgð hefði síðan verið fram-
lengd fyrir síðara skipið. Um
skreiðarfarma síðar á árinu
sagði Bragi, að þeir færu á hæstu
mögulegu verðum.
I sameiningu hafa Samlagið og
Sambandið flutt út tæplega 99
þúsund pakka af skreið og haus-
um til Nígeríu í ár, þar af um 36
þúsund pakka af skreið og 63
þúsund pakka af hausum. Þá
hefur Skreiðarsamlagið afskipað
þúsund pökkum af skreið til
Italíu. Um er að ræða fram-
leiðslu ársins 1980 og enn eru
nokkrar birgðir í landinu af
skreið frá síðasta ári. Fara þær
birgðir með næstu skipum og þá
um leið það sem fyrst verður
tilbúið af framleiðslu þessa árs.
Bragi sagði að veturinn hefði
verið heldur erfiður fyrir skreið-
arverkendur vegna mikilla frosta
og snjóa. Það sem af er sumri
hefur tíð verið misjöfn til skreið-
arverkunar, en t.d. á Norðurlandi
sagði Bragi, að tíðarfarið hefði
verið hagstætt undanfarið.
„Við erum að undirbúa afskip-
anir á 1—2 skipum á mánuði
fram á vetur og er ætlunin að
Framleiðsla á þorskhausum
hefur margfaldast síðustu ár,
enda hefur fengist gott verð
fyrir þessa afurð. Myndin er frá
Mjóeyri fyrir utan Eskifjarðar-
bæ. (I.jósm.: RAX).
næsta skip byrji að lesta í byrjun
júlí, en það fer talsvert eftir
fiskmatinu hvernig það gengur,"
sagði Bragi. „Það er mikill skort-
ur á fiskmatsmönnum, en sömu
menn meta skreið og saltfisk og í
báðum greinunum hefur verið
mikil framleiðsla í ár. Skreiðar-
framleiðendur hafa ekki fengið
eins mikið metið og þeir hefðu
viljað, en skreið frá fyrstu mán-
uðum ársins fer að verða hæf til
mats. Skortur á húsnæði háir
framleiðendum og því er nauð-
synlegt að hægt sé að afskipa
eins miklu af skreiðinni um leið
og hún er tilbúin, en þá þyrfti að
gera átak í fiskmatinu. Það
hjálpar þó eflaust til, að búið er
að meta mikið af saltfiskinum og
á næstunni hægist væntanlega
um í fiskmatinu.
Framleiðslan hefur verið gíf-
urlega mikil í ár og skreið hefur
verið hengd upp af mörgum
verkendum í hverri einustu
verstöð. Það kæmi mér ekki á
óvart þó framleiðslan væri kom-
in yfir 350 þúsund pakka, auk
hausa, en engar tölur liggja fyrir
um framleiðsluna. í fyrra voru
fluttir út 238 þúsund pakkar af
skreið og 128 þúsund pakkar af
hausum," sagði Bragi.
Hann var spurður hvort hann
væri bjartsýnn á að afskipanir
og losun í Nígeríu gengi vel það
sem eftir er ársins og sagðist
ekki hafa ástæðu til að ætla
annað. Þó mætti búast við því, að
tregða kæmi í markaðinn síðustu
mánuði ársins, en það væri ekki
óeðlilegt þegar mikið bærist inn
á markaðinn á skömmum tíma.
Aðspurður um skreiðarmark-
aðinn á Italíu sagði Bragi, að
Skreiðarsamlagið hefði sent
þangað þúsund pakka af skreið í
ár, en á síðasta ári seldu íslend-
ingar 28 þúsund pakka af skreið
til Ítalíu. „Ítalía verður vafalaust
áfram mikill kaupandi skreiðar,
en ýmislegt er þó óljóst með
þennan markað í ár og á þessu
stigi er ekki vitað hvað kaupend-
ur geta greitt. Stjórnvöld hafa
sett 30% bindiskyldu i fjóra
mánuði á innflutning, vextir
hafa hækkað um tæplega 30% og
gengi lírunnar hefur hrapað
gagnvart dollar, þannig að ýmis
ljón eru á veginum," sagði Bragi
Eiríksson að lokum.
Mikið verður rætt
um friðunaraðgerðir
- segir Þórður Ásgeirsson um fund Alþjóða hvalveiðiráðsins
ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið kemur
saman til fundar f Brighton dag-
ana 20. til 25. júlí nk. og að sögn
Þórðar Ásgeirssonar forseta ráðs-
ins verða þar mjög á dagskrá
ýmsar tillögur um hvalveiðibann.
Liggur fyrir tillaga um allsherjar-
hann á allar veiðar, en nái hún
ekki fram að ganga sagði hann
ýmsar aðrar tillögur koma fram.
Þórður Ásgeirsson sagðist ekki
geta spáð um hvaða meðferð friðun-
artillögur myndu fá, en greinilegt
væri að fleiri tillögur væru nú uppi
en áður, ef tillaga um allsherjarfrið-
un verður ekki samþykkt. Þannig
sagði hann að fram kæmi tillaga um
bann við veiðum í atvinnuskyni,
bann við atvinnuhvalveiðum á
Norður-Atlantshafi, bann við veið-
um verksmiðjuskipa frá árunum
1983 til 1984, allsherjarbann við
búrhvalaveiðum og hugsanleg væri
tillaga um friðun búrhvala, lang-
reyðar og sandreyðar. Þórður Ás-
geirsson sagði að það færi síðan
eftir gangi mála á fundunum hvað
yrði tekið á dagskrá um mat á
einstökum stofnum. Yrði í því efni
stuðst við niðurstöður vísindanefnd-
arinnar, en hún mun ljúka fundum
sínum nokkrum dögum fyrir fund
Alþjóða hvalveiðiráðsins og skila
skýrslu um hann. Þá mun einnig
verða rætt um nýjar aðferðir varð-
andi mat á stærð hvalastofna og
kvaðst Þórður búast við miklum
umræðum um þau atriði.
Þrjár nýjar þjóðir hafa bætzt í
ráðið, Kína, Indland og Costa Rica.
Þórður Ásgeirsson hefur verið for-
seti ráðsins undanfarin ár og lýkur
hann nú 3. starfsári sínu, sem er
hámarksstarfstími forseta. íslenzk
stjórnvöld hafa ekki enn ákveðið
afstöðu sína til friðunartillagna og
bjóst Þórður við að það myndi gert
þegar fyrir lægju niðurstöður vís-
indanefndarinnar og byggt yrði á
þeim.
„Verndum Staðarkirkju
í Steingrímsfirði“
Þegar forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, og sýslumaður
Strandasýslu, Hjördís Hákonar-
dóttir, kvöddust á sýslumörkum
Strandasýslu á Holtavörðuheiði
lýstu þær yfir sameiginlegum
áhuga sínum á að Staðarkirkja í
Steingrímsfirði yrði vernduð
vegna sagnfræðilegs gildis fyrir
framtíðina.
Hér fara á eftir hvatningarorð
þeirra, sem forseti íslands las vjð
það tækifæri:
„Staður í Steingrímsfirði á sér
langa og merka sögu sem prests-
setur um aldir og eitt af höfuðból-
um Strandamanna. Með nýrri
vegalagningu kemst hann í þjóð-
braut á leið sem tengir Stranda-
sýslu, Isafjarðarsýslu og Barða-
strandarsýslu. Það er okkar nú-
tímamanna að varðveita Staðar-
kirkju sem minjar um mannlíf og
menningu liðinna tíma því víst er,
að þar munu margir fara um í
framtíð.
Við undirritaðar viljum hvetja
til þess, að hafist verði handa hið
fyrsta um viðgerð á kirkjunni, svo
hún megi standa traust á ný í
sinni upprunalegu mynd. Við
leggjum hér með af mörkum vísi
að sjóði frjálsra framlaga til að
hrinda verkinu í framkvæmd.
Vigdís Finnbogadóttir,
Hjördís Hákonardóttir."
Forseti og sýslumaður afhentu
síðan Karli Loftssyni oddvita á
Hólmavík framlög sín til varð-
veislu. Þegar liggja fyrir drög að
því hvernig söfnuninni verður
háttað undir kjörorðinu: „Vernd-
um Staðarkirkju í Steingríms-
firði."
FréttatilkynninK Irá Hkrif-
stufu fursrta fslands.