Morgunblaðið - 26.06.1981, Side 25

Morgunblaðið - 26.06.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981 25 + Ævintýraleg velgengni þeirra fjórmenninganna er senn á enda þar sem bæði pörin eru skilin. Anni-Frid og Benny skildu eftir níu ára hjónaband, hann hafði fundið sér aðra og aðeins rúmum mánuði eftir skilnaðinn hafði hún jafnað sig og tekið saman við vin hans. Anni-Frid segir að þó þau séu öll góðir vinir ennþá muni samstarfið ekki endast lengur en sem svaraði tveim LP-plötum. Fjárhagslega þurfa þau engar áhyggjur að hafa því ABBA malaði milljónir sem öllum er skynsamlega varið. fclk í fréttum + Já, blessað stríðið, svona getur það leikið fólk, sagði þessi ungi fótalausi maður er myndin var tekin af honum í Beirut. Hann hefur lifað á betli þar í borg síðan hann missti báða fætur í sprengingu. Húsið á sléttunni + Leikkonan Karen Grassle, eða frú Ingalls eins og hún heitir í þáttunum um Húsið á sléttunni, segist ekki vera svo mjög ólík þeirri persónu sem hún leikur þar. Hún er mikil kvenréttindakona og notar þá mánuði sem hún fær frí til að gera myndir, skrifa greinar og flytja erindi um þessi mál. Karen er ekki gift heldur býr hún ein með köttunum sínum og líður alveg prýðilega. Annað áhugamál hefur hún og það er að ferðast um Egyptaland þar sem hún segist fá hvíld sem ekki væri hægt að fá í Ameríku. Nauðungaruppboö sem auglýst var í 79., 81. og 85. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1980, á Kjarrhólma 22, — hluta —, þinglýstri eign Siguröar Þorkelssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 30. júní 1981 kl. 15:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1979, á Vatnsendalandi 102, þinglýstri eign Guölaugar Sigmarsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 30. júní 1981 kl. 17:00. Bæjarfógetinn í Kópavogi Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 106. og 110. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1980, á Álfhólsvegi 149 — hluta —, þinglýstri eign Guörúnar Halldórsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 30. júní 1981 kl. 10:45. Bæjarfógetinn í Kópavogi Miss Georgia Psillider sérfræðingur frá Esteé Lauder verður til viðtals og leiðbeiningar um val á snyrtivörum, frá Esteé Lauder, á eftirtöldum stöðum,frá kl. 12.00—18.00. 26/6 Snyrtistofan Maja, Bankastræti U. 29/6 S.S. Glœsibæ, snyrtivörudeild. 30/6 Hafnarborg, Strandgötu. 1/7 Maja, Bankastræti H. Komið, verslið og þiggið glæsilega gjöf áð auki. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.