Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 1. júlí Bls. 33—64 Áhugi stórveldanna eykst á oliu og gasi Norðmanna eftir John C. Ausland í Osló Fram til þessa hafa Norð- menn næstum einvörðungu hugsað um það. hvaða áhrif olíu- «>g gasiindir þeirra hafi á heimaveili. Utanrikispólitisku áhrifin ve«a þó smátt «>k smátt þyngra í umræðum þeirra. Til marks um það má nefna nýleg afskipti Banda- ríkjamanna af gassölu til ríkja á meKÍniandi Evrópu «>« frásaKnir af setlagarannsókn- um Sovétmanna á því svæði í Barentshafi, sem bæði Norð- menn ojí Sovétmenn gera til- kall til. Bandaríkjamenn og ýmsir aðrir bandamenn Norðmanna hafa lengi verið óánægðir með þá stefnu, sem Norðmenn hafa mótað um nýtingu olíu- og gaslinda sinna, þeir telja hana of varfærnislega. Þeim stóð ekki á sama, þegar norska ríkisstjórnin ákvað 1974, að hámarksframleiðsla Norð- manna á olíu og gasi skyldi nema 90 milljónum tonna á ári. Þegar þessi ákvörðun var tek- in, náði framleiðslugetan hins vegar ekki þessu magni, svo að deilum um heildarmagnið var að mestu haldið leyndum innan Alþjóðaorkumálastofnunar- innar í París. Bandaríkjamenn hafa síðan einkum látið í ljós áhyggjur sínar vegna gasframleiðslunn- ar. Á síðasta ári gerðu Banda- ríkjamenn athugasemd út af verðinu á norsku gasi. í apríl á þessu ári hvöttu Bandaríkja- menn Norðmenn til að flytja eins mikið af gasi og þeir gætu til meginlands Evrópu. í þeirri hvatningu fólst viðleitni til að fylgja fram stefnu Ronald Reagans, sem miðar að því, að Vestur-Evrópuríki verði ekki háðari gasi frá Sovétríkjunum en orðið er. Norðmenn hafa tekið þessum ábendingum Bandaríkjamanna rólega. Um gasverðið hafa þeir kurteislega sagt, að þeir ætli sér smátt og smátt að gera gasið jafn dýrt og olíu. Um flutning á gasi til meginlands- ins sagði Arvid Johansen olíu- og gasráðherra, að Norðmenn seldu Bretum nú þegar talsvert magn af gasi og einnig megin- landslöndunum bæði af Eko- fisk-olíu- og gassvæðinu og Frigg-gassvæðinu. Hann bætti því við, að um miðjan þennan áratug myndu þeir flytja meira til meginlandsins, þegar lokið hefði verið við að leggja gas- leiðsluna frá Statfjord-svæð- inu um Noreg til meginlands- ins, en ákvörðun um þessa leiðslu var tekin fyrir skömmu. Norska ríkisstjórnin hefur lengi velt því fyrir sér, hvað gera eigi við gasið frá Stat- fjord-svæðinu. Sú hugmynd kom fram að senda það til meginlandsins eftir safn- leiðslu. Hins vegar var horfið frá henni, þegar önnur gas- svæði fundust ekki á leiðinni frá Statfjord til meginlandsins. Bretar lögðu til, að lögð yrði leiðsla frá Statfjord til Skot- lands, sem flytti allt gasið af svæðinu. (Hluti Statfjord- svæðisins er innan breskrar lögsögu.) Þá kom einnig í ljós, að um miðjan þennan áratug losnaði rými í Ekofisk-gas- leiðslunni til Emden í Vestur- Þýskalandi. Að athuguðu máli ákvað norska Stórþingið 10. júní, að Statfjord-gasið skyldi flutt til Þýskalands um Noreg. Leiðslan á að liggja frá Statfjord til Karstö, sem er fyrir norðan Stavanger. Þar á að skilja í sundur „þurrt“ og „rakt“ gas. „Þurra" gasið á að senda til Emden um Ekofisk-leiðsluna. „Raka“ gasið á að nota í norskum iðnaði. Stórþingið ákvað einnig 10. júní, að framleiðsla skyldi haf- in á Heimdal-svæðinu. Gasið þaðan verður einnig flutt í gegnum Ekofisk til Þýska- lands. Stórþingið samþykkti jafn- framt, að vinnsla yrði hafin á hluta af svæði 34/10, sem kallað hefur verið Gullblokkin og er auðugt gas- og olíusvæði nálægt Statfjord. Gasið þaðan verður sent til lands um Statfjord-leiðsluna. Heildarkostnaðurinn við þessi verkefni öll mun nema að minnsta kosti 40 milljörðum norskra króna, og hafa Norð- menn aldrei ráðist í jafn um- fangsmikið verk. Þegar til þess er litið, hve hér er um stórkostlegar fram- kvæmdir að ræða og hve mikil áhrif þær munu hafa á norskt efnahagslíf og þjóðlífið al- mennt, má segja, að Stórþingið hafi tekið ákvarðanir um þær á óhæfilega skömmum tíma. Ríkisstjórnin mótaði stefnu sína 8. apríl og lagði tillögur sínar fyrir Stórþingið. Iðnaðar- nefnd þingsins skilaði áliti innan tveggja mánaða, eða 3. júní. Viku síðar, 10. júní, fóru fram fimm klukkustunda um- ræður um það í þinginu, og síðan voru tillögur ríkisstjórn- arinnar samþykktar með smá- vægilegri breytingu varðandi Gullblokkina. Norsku blpðunum þótti ým- islegt aðfinnsluvert varðandi málsmeðferðina en ekki málið sjálft. Þó verður að telja gagn- rýni þeirra léttvæga, því að blöðin lögðu sig óvenju lítið fram um að skilgreina einstaka þætti málsins, meðan það var þó enn á umræðustigi. Um jarðfræðirannsóknir Sovétmanna á umdeilda svæð- inu í Barentshafi er það að segja, að þær hristu aðeins upp í mönnum, þegar frá þeim var skýrt í seinni hluta maí, en þá beindist athyglin þó almennt að síðustu starfsdögum Stór- þingsins .og yfirlýsingum stjórnmálamanna þar. Svo virðist sem Sovétmenn hafi Norðmönnum stendur ekki á sama um þessa athafnasemi Sovétmanna og þykir sér mis- boðið með henni. 1976 fældu Sovétmenn Norðmenn frá jarð- fræðirannsóknum á þessum slóðum með því að hefja eld- flaugatilraunir þar. Áhugi á norðursvæðunum hefur síður en svo minnkað við það, að tilraunaboranir undan Norður-Noregi út af Tromsö benda til þess að þar sé að finna olíu og gas, eins og talið var líklegt með hliðsjón af setlagarannsóknum. Norðmenn hafa eins og í upphafi sagði einkum hugað að innri áhrifum olíunnar, en nú er áhugi stórveldanna að verða greinilegri. Á næstu árum munu þau vilja iáta enn meira til sín taka að þessu leyti. Kortið sýnir gasleiðslu- kerfið frá Statfjord-svæð- inu á móts við Björgvin til Karstö fyrir norðan Stav- anger og þaðan til Emden í Vestur-Þýskalandi. byrjað rannsóknir sínar í Bar- entshafi 1976. Af einhverjum óskýrðum ástæðum gerði norska utanríkisráðuneytið ekki athugasemdir við þær fyrr en á síðasta ári. Síðan hafa að sögn engin sovésk rannsókna- skip sést á umdeilda svæðinu. Til greinahöfunda ÓVENJU mikið efni hefur borizt Morgunbiaðinu í vor og sumar. og hefur blaðið ekki getað birt margt af því nema með löngum fyrirvara. Það mælist að sjálfsögðu misjafnlega fyrir. Það eru því vinsamlega tilmæli til þeirra, sem í blaðið skrifa, að þeir stytti mál sitt. en að öðrum kosti eiga þeir á hættu að greinar þeirra bíði von úr viti þvi að ekki er unnt að anna öllu því efnismagni. sem að berst. Morgunblaðið harmar að það skuli ekki alltaf geta orðið við óskum greinahöfunda um skjóta birtingu — en á því eru ekki tök. meðal annars vegna sumarleyfa starfsfólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.