Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 3

Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 35 Skilningur - fordómar sama hversu fjölmennt gæslulið er á staðnum. Síðastliðið ár höfum við tölu- vert unnið að því að efla samstarf fræeyskra og íslenskra ungtempl- ara. ísland og Færeyjar hafa sérstöðu meðal Norðurlandanna hvað legu snertir og eiga að mörgu leyti við svipuð vandamál að stríða hvað varðar áfengis- og félagsmál. Þess vegna finnst okkur eðlilegt að samstarf is- lenskra og færeyskra ungtemplara verði aukið. I sumar koma hingað 15 Færeyingar og dvelja í 3 vikur á heimilum íslenskra ungtempl- ara. Á næsta ári fara íslenskir ungtemplarar til Færeyja. Til- gangurinn með þessum heimsókn- um er að skapa tengsl og persónu- leg kynni sem síðar geti leitt til nánara samstarfs. I haust höldum við hér ráð- stefnu í samvinnu við Samtök norrænna ungtemplara. Þátttak- endur verða frá öllum Norður- löndunum. Loks má geta þess að íslenskir ungtemplarar eru í gegnum nor- rænu samtökin meðlimir í Alþjóðasambandi ungtemplara, alheimsmót eru haldin annað hvert ár. Eitt slíkt var haldið í Stokkhólmi sl. sumar. Þar voru 700 ungtemplarar saman komnir frá 16 þjóðum, þar af 20 frá íslandi. Árið 1982 verður mótið haldið í Bergen og árið 1984 er röðin komin að okkur. Þetta verð- ur mikill viðburður og stórt verk- efni fyrir okkar litlu samtök,“ sagði Árni. Afstaða ungling- anna mótast af hefðum sam- félagsins — Að lokum. Þú nefndir áðan að félagar í ungtemplarahreyfing- unni væru færri nú en oft áður. Þú nefndir líka nokkrar skýringar á þeirri þróun. En hvernig er af- staða unglinganna yfirleitt til bindindismála. Eru þau talin vera feimnismál? Er það tíska að drekka áfengi? „Afstaða unglinganna mótast mjög af þeirri hefð sem komin er á neyslu áfengis í samfélaginu, endurspeglar hana. Hinir full- orðnu viðhalda þessari hefð dyggi- lega með sinni eigin áfengis- neyslu, en þykjast þess hins vegar umkomnir að dæma unglingana í þessum efnum ef þeim verður á. Mættu margir líta í eigin barm hvað þetta varðar. Skoðanir ungl- inganna eru sveigjanlegri en skoð- anir hinna fullorðnu. Fyrir bragð- ið eru unglingarnir opnari fyrir ólíkum skoðunum og oft skemmti- legri til viðræðna en fullorðnir sem oft vilja einangrast í fordóm- um sínum og hneykslan á skoðun- um annarra fari þær ekki saman við þeirra eigin skoðanir. En unglingarnir eru í dag frem- ur mótfallnir bindindissemi. Skýr- ingar eru vafalaust margar en ein gæti verið sú að unglingar tengja áfengisneyslu því að verða full- orðnir og öðrum óháðir. Áfengis- neysla verður þannig oft tákn þroska og hugrekkis í augum þeirra. Þetta viðhorf þykir svo sjálfsagt meðal unglinganna að þeir sem vilja breyta á annan hátt eiga erfitt með það. Þeir verða fyrir miklum þrýstingi frá félög- unum. Mér finnst þó að á þessu sé að verða breyting. Frjálslegri um- ræða um áfengismál hefur orðið til þess að nú þora unglingarnir frekar að ræða málin ofan í kjölinn og jafnvel taka afstöðu gegn áfenginu án þess að eiga það á hættu að verða fyrir aðkasti fyrir bragðið. Þannig er þetta ekki sama feimnismálið og fyrr þó að þess gæti vissulega enn. Á meðan fólk er jafn háð afstöðu hvers annars til neyslu áfengis og raun ber vitni þá verður það tíska að neyta þess. Tískunni til grundvall- ar liggur þörfin á því að falla að umhverfi sínu, þ.e. öðru fólki, óttinn við að skera sig úr.“ eftir Hallgrím Gíslason Grein sú, er hér fer á eftir er byggð að mestu leyti á fundargerð frá pallborðsumræðum um mál- efni fatlaðra, sem fóru fram á landsþingi J.C. hreyfingarinnar þann 29. maí 1981. Atvinnumál: Öllu fólki er nauðsynlegt að hafa nóg fyrir stafni, en oft vill ganga erfiðlega fyrir fatlaða að komast út á hinn almenna vinnu- markað, þótt starfsgetan sé næg og það viðurkennd staðreynd að forföll fatlaðra vegna veikinda séu minni en almennt gerist og sam- viskusemi þeirra oft á tíðum meiri en hjá okkur þessum „heilbrigðu". Fatlaðir þurfa að lifa lífinu til jafns við aðra og sumir eiga fyrir fjölskyldu að sjá, en þrátt fyrir að skilningur á högum fatlaðra hafi aukist mikið á síðari árum, virðist hann öllu meiri i orði en á borði og þekkingarleysi almennings á mál- um þeirra er alltof algengt. Sú hugsun að fatlaðir eigi að búa á stofnunum og vinna á sérstökum vinnustöðum er ennþá ríkjandi. Fatlaðir íslendingar eru ekki ein- hver sér þjóðfélagshópur, þeir eru hluti af samfélaginu, hluti af okkur. Það er nauðsynlegt að gefa fötluðum tækifæri til að starfa úti á hinum almenna vinnumarkaði og sjálfsagt er að ráða þá til þeirra starfa, sem þeir geta stund- að til jafns við aðra. Til eru lög, sem gefa atvinnurekendum kost á að fá endurgreiddan hluta af launum fatlaðra, sé viðkomandi ráðinn í 2 ár eða lengur. Einnig eru til lög um ákveðinn forgang fatlaðra til starfa hjá opinberum stofnunum, en framkvæmdin hef- ur ekki farið eftir þeim. Það getur verið mjög varasamt að setja of mikið af slíkum lögum, þvi lagaleg skylda skapar þungt andrúmsloft, sem getur fyrr eða síðar komið niður á öllum þeim, er í hlut eiga. Þeir sem ráða atvinnutækifærun- um þurfa að hafa nokkuð frjálsar hendur og því þarf hugarfar þeirra í garð fatlaðra í starfi að verða jákvæðara en nú er. Fordómar: Fötlun manns má ekki koma í veg fyrir að hann geti notað hæfileika sína, hann á sama rétt til lífsins gæða og aðrir. En víða er pottur brotinn í hugsanaferli fólks. Það gengur erfiðlega að fá þá „heilbrigðu" til að líta á fatlaða sem jafnoka sína, sem fullgilda þjóðfélagsþegna. Fyrir skömmu féll dómur í máli nokkru í Munchen í Þýzkalandi, þar sem konu einni voru dæmdar miskabætur vegna þess að sænsk- ir unglingar í hjólastólum eyði- lögðu fyrir henni sumarfríið og jafnvel hefur verið rætt um það að banna unglingum í hjólastólum að eyða sumarleyfum sínum á Spáni. En þurfum við út fyrir land- steinana til að finna hliðstæðv dæmi um fordóma í garð fatlaðra? Nei, því miður er þess ekki þörf, eigum við að velta aðeins fyrir okkur hvað gerðist í Reykjavík, þegar Kleppsspítalinn ætlaði að kaupa hús við Laugarásinn? Jú, íbúarnir mótmæltu, vegna þess að þeir töldu að eignir þeirra myndu lækka í verði. Hvað gerðist þegar pöntuð var íbúð fyrir fimm þroskahefta einstaklinga í verka- mannabústað í Reykjavík? Því var mótmælt, það þótti ekki passa inn í reglurnar. Var það skilningur eða voru það fordómar sem réðu ferðinni, þegar rætt var um það í einu islensku sveitarfélagi að halda þroskaheft- um innan girðingar, meðan ferða- mannatíminn stæði yfir, vegna .þess að þeir þóttu ekki nægilega góð auglýsing fyrir þorpið? Þessi dæmi sýna það að hinn jákvæði hugsanaháttur er víða einungis í orði, við erum vart reiðubúin til að taka ýmsum óþægindum, sem gætu skapast. Getur þú til dæmis hugsað þér að vinna við hlið fatlaðra? Getur þú hugsað þér að bjóða fötluðum út að borða eða á skemmtun? Hið opinbera: Lög og heimildir eru fyrir hendi til að fatlaðir nái jafnrétti við hina, sem heilbrigðir teljast, en í lögunum eru margir varnaglar, t.d. „ef þörf er á“ eða „ef ástæða þykir til“ og reyndin hefur orðið, sú, að langur tími fer í fram- kvæmdirnar og jafnvel hefur það komið fyrir að beiðnir um fjár- stuðning til handa fötluðum hafa verið lagðar til hliðar, verið geymdar (,,gleymst“) þar til búið var aö fylla gjaldahliðina. Sem dæmi um þetta má nefna að Bæjarstjórn Akureyrar „gleymdi“, er hún var að gera fjárhagsáætlun fyrir árið 1981, að afgreiða beiðni um að sett yrði á stofn ferðaþjón- usta fyrir hreyfihamlaða og aldr- aða. Þörf slíkrar þjonustu er brýn á Akureyri og hef ég fyrir satt að 10 starfsmenn á Bjargi þurfi á þessari þjónustu að halda, auk þess sem aldraðir myndu trúlega notfæra sér þjónustu sem þessa, ef hún væri fyrir hendi. Viljayfirlýsingar um ýmisskon- ar stuðning við málefni fatlaðra eru fyrir hendi hjá stjórnmála- flokkunum, en það þarf að velja og hafna, því ekki er hægt að gera allt í einu og virðast þessi mál alls ekki hafa þann forgang sem skyldi. Ár fatlaðra: Fatlað fólk, hvers eðlis sem fötlunin er, er lifandi fólk, og því ekki nema sjálfsögð mannréttindi að því sér gert kleift að lifa lífinu á eins eðlilegan hátt og framast er unnt. Enn er langt í land og mikið starf óunnið áður en takmarki alþjóðaárs fatlaðra er náð. En eigum við ekki að leggjast öll á eitt, spyrja okkur hvert og eitt. Hvað get ég gert? Hvernig get ég orðið að liði? Við skulum hafa það að leiðarljósi að ár fatlaðra verði ekki eins og blaðra, sem springur á gamlárskvöld, meðan verið er að syngja: „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Gerum öll ár að ári fatlaðra og við skulum setja okkur það mark- mið að vinna af kappi að málum þeirra, í þeirri von að við fáum að lifa þann dag, er takmarkið næst. Takmarkið: Fullkomin þátttaka og jafnrétti. BAWOT l' ALCiSÓRm SÖMtfí rmn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.