Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 37 Hugleiðing um veitingamennsku eftir Steingrím Sigurðsson Ljósm. stRr. Bolvíkingurinn, Theodór, spilar sjómannalaK írá lokadaKsböllum fyrir vestan. Að snæða úti Það var ítólsk vika í veitinga- húsinu Rán við Skólavörðustíg, og ítalski tónmenntamaðurinn Dem- etz ásamt franska kokkinum Monsieur Eric Paul Calmon frá Suður-Frakklapdi hafði reynt að setja tóna í matseldina með kúnst og mekaník. Einar Logi virtuoso lék ítalskar melódíur á rafknúna orgelið; hann var klæddur rjóma- lituðum hitabeltisjakka frá brezkri nýlendu og níðsvörtum smókingbuxum með þverslaufu og lék án þess að hafa sleitur á heilu „syrpurnar" í gegn. Útlendingar á ferð hér á landi og íslenskir sátu yfir réttum og mungáti, sem þykir við hæfa, einkum fyrir þá, sem kunna með að fara og snyrtilegar ungar stúlkur í smekklegum pils- um og skóm gengu um beina og sýndu viðmót. Þær bera með sér þokka og eru með hreinan svip. Og ekki má gleyma karlmönnunum, framleiðslumönnunum, sem sýndu lipurð. Þetta var á dögunum, þegar veðrið var sem bezt, og Fönvindar bárust til landsins, að því er fréttir hermdu. Les garcons — eða þjónarnir — eru flestir ungir, að undanskildum einum gömlum í hettunni, sem lengi vann til sjós á millilandaskipum sem hoffmeist- ari — hann er öðru vísi búinn en hinir og klæðist úniformi, sem minnir á gestameistara á virðu- legu ensku hóteli, jafnvel Savoy eða Mayfair í London. Fer vel á, því hægt er að gera sér í hugar- lund, hvílíka reynslu í mannlegum samskiptum og mannþekkingu er hægt að heyja sér í jafn vanda- sömu og hárnákvæmu starfi og þjónsstarf er — einkum ef hægt er að mæla slíka aðviðun í tugum ára við mismunandi skilyrði og sí- breytilega tíma — og er ekki einmitt nú verið að tala um í ræðu og riti um hinn menntaða heim, að komin sé til skjalanna ný sálfræði með öllu óskyld þeirri gömlu — meira að segja Freud sem olli byltingu á sínum tíma, er sagður úreltur. Þetta var aðeins hugleiðing yfir kjötseyðinu ítalska með makkar- ónum út í - BRODO DI CARNE CON TORTELLINI - og léttsölt- uðu (hvítlauks-) brauðskonsunni með smjörinu, sem ljúft var að borða. Og svo kom aðalrétturinn - SAGNE AL PARMIGIANO - sem er safaríkur réttur, jafnvel holdlegur, kraftgefandi og trúlega neyttur af ítölum til að fjörga sál og líkama, en þannig á máltíð að vera eða eins og stefnumót með tiihlökkun eða ástarfundur með tilheyrandi leikreglum og siða- reglum. Suðrænar þjóðir eru lengi að borða og una við slíkt álíka lengi og við annað, sem er skylt ljúfri máltíð með undanfara, millileik, aðalieik og eftirleik. Borðnauturinn hafði pantað annan forrétt en súpuna. Það var ítalskur hors d’euvre — ANTI- PASTO CON PROSCIUTTO SAL- AME E SCOTT ACETI - forrétt- „Hann tók til óspilltra málanna og bragðvökvar hans fóru í gang að því er virtist. Máltíðin fór fram í þögn að mestu — svo vel bragðað- ist.“ ur af hinu og þessu tæi. Hann virtist kunna að meta réttinn, enda matmaður af guðs náð. Svo var borinn fyrir hann aðalréttur, sem hann hafði sérpantað — SCALOPPINE AL MARSALA - CALVOLFIORE AL FORNO - INSALATA MISTA. Hann tók til óspilltra málanna og bragðvökvar hans fóru í gang að því er virtist. Máltíðin fór fram í þögn að mestu — svo vel bragðaðist. Nokkrum kvöldum áður hafði sá, sem þetta ritar, setið við borðið Horngrunn við gluggann, sem veit út að rasphúsinu, og honum varð hugsað til þeirra í sjálfskaparvít- inu .... hinum megin við götuna, sem liggur upp brekkuna að Hall- grímskirkju, sem er ekki síður gott mótív fyrir málara en St. Ceur á Montmartre í París. (Ein- hvern veginn minnir Skólavörðu- holtið og grennd stundum á París, — það er svo margt hægt að finna í Reykjavík — og óþarft að leita langt yfir skammt). Kvöldsólin endurspeglaðist í gluggum betrun- arhússins og fangavörður með gyllta hnappa var að fægja bílinn sinn fyrir utan. Guð deilir ekki jafnt, hvorki í lífi né lystisemdum. Þarna í kyrrlátu veitingahúsi var setið yfir krásum í fullkominni afslöppun og notið tilverunnar í sálarró á meðan ógæfusamir með- bræður urðu að bíta í það súra epli að mega ekki njóta frelsis til athafnar sem þessarar að neyta málsverðar á aðlaðandi stað á réttri stundu. Menn voru áður fyrri dæmdir upp á vatn og brauð — það var viss sálfræði í því að svipta menn í hegningarskyni aðgangi að lífs- nautnum svo sem eins og mat og drykk. Það var í sjálfu sér meiri refsing en að þurfa að dúsa mislengi í tugtun, að sitja af sér eins og svo er kallað. Á meðan fólk hefur frelsi og hæfileika til að njóta þess að sitja á veitingastað, sem hefur upp á jákvætt að bjóða eins og stemningu og sálrænan þrifnað, þá er tilveran góð og þá lætur veröldin blítt. Góður andi í veitingamennsku skapar menn- ingu í mannlegum samskiptum og hefur félagslega þýðingu og mikil lifandi skelfingar ósköp er það mikið atriði, að alsgáðum borgur- um sé með öllu óhætt að sækja staði, þar sem vín er haft um hönd. Þetta siðastgreinda er til umhugsunar fyrir þá, sem reka svoddan staði hér í Reykjavík. Frakkar sækja og næra sinn anda á kaffihúsum — kaffihúsamenn- ing þeirra er hluti af þeirra þjóðarsál — þeir nota kaffihúsin óspart, yrkja þar sín kvæði, skrifa þar skáldsögur og leikrit, sbr. Jean Paul Sartre, fá þar hug- myndir í list, og svo ótal margt. Þar njóta þeir þess að vera til, enda reyna þeir að skapa á þeim andrúmsloft með aðalaðandi blæ. Allt þetta leitaði á hugann í umrætt skipti, er greinarhöf. sat einn síns liðs við gluggann og horfði úr yfir götuna á milli þess sem hann neytti kóteletta fram- reiddra á franska vísu af Mon- sieur Eric Calmon, sem er Suður Frakki. I þeim svifum bar að roskin hjón af meginlandinu — þau gátu ekki verið annað en Þjóðverjar, enda þótt þau væru töluvert dökk yfirlitum. Það var þegar setinn Svarfaðardalurinn í veitingastofunni og því ekkert sjálfsagðara en að bjóða þeim tylling við Horngrunn, borðið við gluggann. Þau virtu lengi fyrir sér matseðilinn, en Þjóðverjar eru, sem kunnugt er, hagsýnir og spara við sig í mörgu og skiptir þar ekki máli, þótt þeir séu margir í góðum álnum. Þetta var auðsæilega steinríkt fólk. Þau kynntu sig með hernaðarlegum settlegheitum — jawohl bitte schön — og kom á daginn að herrann reyndist vera vínkaupmaður frá Múnchen (von Ribbentrop sálugi var líka vín- kaupmaður, áður en hann komst til valda í þriðja ríkinu), en af prússneskum uppruna og með franskt húgenottablóð í æðum eins og nær allir háttsettir liðsfor- ingjar og generálar í Wehrmacht, sem stóðu að tilræðinu við Hitler 19. júlí 1944, en þeir voru jafn- framt taldir slyngustu liðsfor- ingjarnir í hernum) — og lafðin dæmigerð valkyrja eða panzer- bryndreki í kvenlíki eins og marg- ar hartþjálfaðar þýzkar konur eru. Vínkaupma'ðurinn virtist ráða ferðinni og greinilega vera húsbóndi á sínu heimili. Hann spurði um verðið á kótelettunum og pantaði þær svo ákveðið og bað um bier með. Bara að sá gamli verði nú ekki fyrir vonbrigðum með mjöðinn var hugsað og þá skaut úpp í hugann mynd af leirkrús með þýzku lageröli, brugguðu í Múnchen. Þýzkarinn fór viðurkenningarorðum um framleiðsluna og inntur eftir því í alvöru, hvort hann teldi veit- ingarnar standast þær kröfur, sem gerðar eru á meginlandinu (vínkaupmaðurinn hefur ferðast mikið um flest lönd Evrópu vegna viðskipta sinna) kvað hann svo vera og bætti því svo við, að matur og framleiðsla og viðeigandi vín væri eitt mikilsverðasta kynn- ingaratriði hverju þjóðlandi. Að sjálfsögðu. Það gefur auga leið. Hótelmenning og veitingahús- menning hér hlýtur að vera ein allra mikilvægasta kynning á landi og þjóð .... Þetta voru bakþankar og minn- ingar, sem rifjuðust upp, þegar beðið var eftir þriðja réttinum, itölskum ostrétti með perum; Ein- ar Logi hélt áfram að leika á rafmagnsorgelið. Gestir voru að koma og fara. Þjónustuliðið var á þönum. Þriðji rétturinn var allt í einu kominn á borðið og hann fór vel með hinu sem á undan hafði verið neytt. Og nú var aftur farið að hugleiða gildi þess að neyta góðs matar á góðri stundu á góðum stað, sem veitir öryggi og sálrænan þrifnað, en orkar ekki á mann sem staður, sem villir á sér heimildir og er innst inni hálfgert fjós eða tilvalinn staður fyrir hópmennsku og múgrænu; það þarf vissa töfrabragðaleikni til að búa til lystilegan mat — jafnvel er talað um að þurfi að hafa yfir særingar yfir mat og drykk og er viss sannleikur í því. Og það er sumstaðar gert eins og allir vita. Það stóð á matseðlinum með öllum ítölsku titlunum, að Signor Sigurður Demetz Franzson hefði séð um matreiðsluna, sá italski tónmenntamaður, sem heiðraði Akureyringa með nærveru sinni um langt árabil. Svo mikið er víst, að stemningin yfir matnum minnti á hvítan galdur, og ef Demetz hefði verið spurður nánar um særingar yfir matnum, hefði hann verið vís til að jánka því. Þá rifjast upp, að kona ein hér í Reykjavík, en ættuð undan Jökli á Snæfellsnesi, sem löngum lagaði kaffi ofan í blaðamenn og prent- ara Vísis, sagðist ævinlega fara með særingar yfir kaffinu, sem hún lagar, og líka yfir pönnukök- unum, sem hún bakar langtum betur en flestar aðrar konur. Næsta dag var enn litið inn á veitingahúsið við Skólavörðustíg gegn rasphúsinu. Þá sat Vestfirðingur með seltu í blóðinu við orgelið og spilaði án afláts. Hann hafði annan tón en Einar Logi, enda úr Bolungarvík. Hvor þeirra hefur til síns ágætis nakkvat. Það var pantað kaffi og nú sást franski kokkurinn, Mon- sieur Paul Eric Calmon, sem svaraði Dagblaðsritstjóranum og benti á nokkrar staðreyndir til fróðleiks. Calmon eða Eric eins og fólkið kallar hann er úr fjölskyldu, sem hefur stundað franska veit- ingamennsku og matargerðarlist gegnum kynslóðir. Til gamans má geta þess, að Eric hefur starfað á ýmsum stöðum í Frakklandi í grein sinni, bæði á vesturströnd- inni (Courseulles — sur — Mer og Caen) og í suðausturhluta lands- ins (í Dreux, 75 km suður af París og Joiyau de la Marne, sem er skammt frá París). Það er kapítuli út af fyrir sig að fjalla um franska matargerðarlist, sem er eins og annað í franskri list, málaralist, kvikmyndagerðarlist, skáldsagna- list, ljóðlist og leikritagerð, svo að nokkuð sé talið, í sér umslagi og gætir þar ýmissa áhrifa og stefna og viðhorfa. Fer það eftir héröðum í Frakklandi, hvernig þau liggja landfræðilega og hráefni úr nátt- úrunni, sem er þar fyrir hendi. Alla hina fjölbreytilegu frönsku matargerðarskóla með hinu og þessu ívafi (ítölsku, spönsku, þýsku, skandinavísku og þar fram eftir götunum) á Monsieur Eric að hafa í hendi sér, og í ofanálag hefur hann unnið á Savoy í London. Eric byrjaði fjórtán ára gamall í faginu — og hefur örugglega heiðurskennd í sinni atvinnugrein og listgrein — það fannst, svo að ekki var um að villast, á kótelett- unum (í frönskum stíl), sem áður er getið.... Nú spilaði Bolvíkingurinn sjó- mannalag, sem hefur trúlega hljómað á lokadagsböllum fyrir vestan. Það féll inn í andrúms- loftið og kallaði fram tóna hafs- ins, Ránar öðru nafni. Svo var haldið út í sólina .... Einhell vandaóar vörur ARGON - SUÐUVÉL Þriggjafasa, fjölhæf vél. Skeljungsbúðin Suöuriandsbraut 4 simi 38125 Heídsölubirgðr: Skejjungur hf. Smávörudeild Polar Mohr Útvegum þessar heims- þekktu þappírsskuröar- vélar beint frá verk- smiöju. ■W_^Lr SöyirllgKUigjyir SÍKfí hitamælar Vesturgötu 16, sími 13280.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.