Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 39 en hneigist hins vegar mjög að harðstjórn eða ofríki. Fjórða dauðasynd ógnarstefn- unnar er sú, að hún styður harð- stjórnarfyrirkomulag, eflir ofríki, bæði í framkvæmd og skipulags- lega. Þau lönd, sem fjármagna og styðja ógnarstefnu og byggja upp alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi — veita hryðjuverkasveitum hafn- ir og hæli, æfingabúðir og aðsetur, peninga, vopn, stjórnmálalega að- stoð og ríkisfang í viðlögum eru — undantekningarlaust harðstjórn- arríki. Sú skoðun, að ógnarstefna berj- ist gegn kúgunaröflum samfé- lagsins er því fölsk — bókstaflega ranghverfa sannleikans. Alþjóðleg ógnarstefna og hinar ýmsu hreyfingar, sem hún eflir og þjónar, er algjörlega háð fram- haldandi náðargjöfum og góðvild, sem sagt styrkveitingum lögreglu- ríkja. Hryðjuverkamönnum er haldið uppi af gulli og gersemum, vatns- þróm, olíulindum, pyntingum og aðstöðu lögreglunnar í harðstjórn- arríkjum heims. Hryðjuverka- maðurinn er beinlínis prestur og fulltrúi Gulageyjaklasans og alls, sem þar er annast um. Óvinur lýöræðis Hvað sannar fimmtu dauða- syndina? Alþjóðleg ógnarstefna veldur harðstjórnarveldum engum ótta. Sú tegund þjóðríkja getur ávallt varizt með dómsmorðum, skyndi- handtökum, pyntingum á föngum og grunuðum, ásamt algjöru eftir- liti með atferli hryðjuverka- manna. Þar þarf ekki að hlýðnast laga- fyrirmælum eða öðrum aðstæðum mannréttinda og siðareglna. Þess vegna er fimmta syndin sú, að ógnarstefnan getur eyðilagt lýðræðisríki eins og hún eyðilagði Líbanon, en hún getur ekki sundr- að harðstjórnarveldi. Allt, sem hún megnar, er að snúa þjóð, sem berst fyrir fram- förum, frelsi og réttindum inn í myrkur og martröð kúgunar og ofbeldis. Arðrán írelsis Þetta sannar aðra stórkostlega staðreynd um ógnastefnuna. Úr- slitaaðstaða og griðland hennar er hjá einræðisríkjum heims. þaðan koma henni pcningar, þjálfun. vopn og vernd. En samtímis getur hún notið sín með ágætum í frjálsu lýðræðislandi. Hryðjuverkamenn eru úrvals njósnarar fyrir harðstjórnarher- veldin. Sjötta dauðasynd ógnarstefn- unnar er misnotkun frelsis í lýð- ræðisríkjum, arðrænir það ef svo má segja, gerir það hættulegt. Við ógnanir hryðjuverkamanna verður frjálst samfélag að her- væðast. Er kúgað til vopna. En slík hervæðing er um leið óbeinlínis aðför gegn eigin frelsi og ógnun við þær aðstæður og lífsháttu, sem gerir það að lýðræð- islandi, hömlur á mannréttindum. Það er einmitt slík aðstaða, sem ógnarstefnan skapar, þegar svo mætti virðast að beint eða óbeint verði að skerða frelsi og vernd þegnanna, sem villir æskuna til fylgdar við ógnarstefnumenn, svo jafnvel gáfað fólk veit hvorki upp né niður. Það er ógnun við frelsi að leyfa ekki fjölmiðlum að starfa án hafta og eftirlits. Það er ógnun við anda laganna að setja óvænt bráðabirgðalög og sérstakar stjórnaraðgerðir. Það er ógnun gegn almennum réttindum, að neyðast til að halda fólki í fangelsi, meðan mál þess er rannsakað. Það er ógnun við vernd borgara í lýðfrjálsu landi að veita lögreglu og stjórnvöldum yfirgang og tak- marka starfsemi þeirra undir fölskum forsendum. IIvatninK til sjálfsmorðs Samt verkar sjöunda dauðasynd ógnarstefnunnar á þverstæðu- kenndan hátt í öfuga átt og inná enn þá meiri glötunarbraut. Frjálst samfélag, sem andæfir ógnarstefnu með stjórnarfarslegri kúgun eða strangleika kemur sér sjálfu í voða. En samt er sú hætta ennþá alvarlegri og miklu algengari nú á dögum í frjálsu landi, sem í því felst að forðast allar aðgerðir, halda að sér höndum, vopna sig ekki gegn ógnunum hryðju- verkamanna og varpa þannig af sér ábyrgð gagnvart lögum og reglu. Hryðjuverkamenn telja sig heppna, ef þeir orsaka hnignun. En þeir hrósa sigri, ef þeir eru hunzaðir. Sjöunda dauðasynd ógnarstefnu er þess vegna sú, að hún slævir vilja menningarsamfélagsins til að verja sig. Því miður eru þar dæmin degin- um ljósari. Til eru stjórnvöld, sem ganga til samninga við hryðjuverkamenn, samninga, sem ekki stefna að því að eyða þeim né afvopna þá, stundum geta slíkir samningar verið nauðsyn, heldur samninga, sem óhjákvæmilega gefa kröfum þeirra rétt að meira eða minna leyti. Til eru stjórnvöld, sem gera ráð .... og það er engin furða því V2000 er eina kerfið sem býður uppá mynd- kassettu sem hægt er að snúa við og hefur þar af leiðandi helmingi lengri upptöku og sýningartíma. Þar að auki er hver klst. helmingí ódýrari en á spólum hinna kerfanna og „fljótandi haus“ tryggir truflanalausa afspilun á hvaða V2000 tæki sem er. Það var skynsam legt af þér að bíða eftir rétta kerfinu. Nú er það komið - auðvitað frá Philips. fyrir og leggja fram lausnarfé í hendur hryðjuverkamanna eða leyfa einstaklingum að gera það, aðstoða jafnvel sjóði, sem afhenda þeim féð. Til eru stjórnvöld, sem veita yfirlýstum glæpamönnum lausn að kröfum og á ábyrgð hryðju- verkamanna, samþykkja um leið aðstöðu þeirra, réttindi og allan hag og umfram allt lögmæti þeirra til slíkra samninga sem sjálfsagt. Til eru stjórnvöld, sem eftirláta eða leyfa hryðjuverkamönnum opinber og sérstök réttindi póli- tískra fanga. Til eru stjórnvöld, sem láta að kröfum ýmiss konar þaulskipu- lagðra starfsreglna hryðjuverka- manna, vegna fyrirspurna hins opinbera eða alþjóðlegra rann- sókna, vegna staðhæfinga um illa meðferð á grunuðum eða hand- teknum hryðjuverkamönnum. Til eru dagblöð og aðrir fjöl- miðlar, oft jafnvel ríkisútvörp, sem setja lýðræðisstjórnendur og hryðjuverkamenn við sama borð Framtíðin brosir við V2000 Philips V2000 kerfið mun örugglega halda velli því myndkassettan getur óbreytt tekið við öllum hugsanlegum tækni- nýjungum s.s. mun lengri upptökutíma og steríó hljóði. Framleiðendur meira en 20 meiriháttar merkja í video- heiminum hafa nú þegar valið V2000,-sömu merkja og finnast á u.þ.b. helmingi allra sjónvarpstækja í Evrópu. miðað við siðmenningu þeirra og rétt. Til eru ríkisstjórnir, sem bregð- ast hvað eftir annað þeirri skyldu sinni að sýna fólki sínu fram á, að hryðjuverkamenn séu ekki mis- skildir stjórnmálamenn. Þeir eru glæpamenn, vissulega alveg sérstæðir glæpamenn, að því leyti að vera afbrigðilega hættu- legir okkur öllum og valda ein- stæðum ógnum ekki einungis fórnarlömbum, sem þeir myrða og misþyrma purkunarlaust, heldur öllum í siðvæddu samfélagi, nema glæpamönnum sömu gerðar og sjálfir þeir. I stuttu máli sagt sjöunda dauðasynd ógnarstefnunnar er að freista siðmenningar til sjálfs- morðs. Þessar sjö banvænu hættur verður að líta í ljósi þeirrar staðreyndar, að ógnarstefnan er ekki staðbundin ógnun jafnvægis, heldur allsherjarógnun aflsins. Það er ekki einungis að innviðir ógnarstefnunnar hafi hlotið betri og sterkari uppbyggingu og hönn- VR2020 er yfirburða tæki Philips VR2020 hefur því sem næst ótrúlegt minni. Það er hægt að stilla á 5 mismunandi upptökurá 16 daga tímabili og sjálfvirki snuðrarinn finnur mynd- efni á kassettunni á met-tíma. Enaðalatriðiðerað Philips VR2020 er tæki sem gert er fyrir rétta kerfið: VR2000. un, heldur hefur sjóndeildarhring- ur og dirfska hryðjuverkamanna aukizt og eflzt í velgengni þeirra. Við verðum að búast við að taka á móti auknum og bættum vopna- búnaði af þeirra hálfu. Við getum ekki afskráð þann möguleika, að hryðjuverkamönnum takist að fá í hendur kjarnorkuvopn eða jafn- vel, að þeir læri að framleiða þau. Ognarstefna er ekki lengur neitt aukaverkefni, eitthvað sem við eigum að taka við sem sjálfsögðu í lífi og starfi, einhver smáóþæg- indi. Hún er rannveruleg, risavaxin og vaxandi hótun gegn friði og öryggi allra lýðræðisríkja heims, það er að segja þeirra, sem lifa við lög og rétt. Hún er alþjóðleg ógnum I því liggur styrkleiki hennar og vald. Því valdi verður aðeins mætt og það afklætt sinni blekkingargrímu og brotið niður, með alþjóðlegri viðurkenningu á ógnum þess, og alþjóðaframkvæmd, sameinaðra krafta siðmenningarafla til að brjóta það niður. 5000 króna útborgun Philips VR2020 kostar aðeins 18.950 krónur og útborgunin er aðeins 5000 krónur. Um leið og þú kaupir tæki hjá Heimilis- tækjum verður þú félagi í Philips Videoklúbbnum, sem veitir þér30% afslátt á leigu myndefnis. Ef þú leigir að meðaltali 4 spólur á viku sparar það þér 2500.- krónuráári! Philips V2000 slær í gegn - hvað sögðum við ekki! heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. lyrirárisíðan spáðumvið byltingu! Nú hafaGrundig, B&OJLuxor, Pye, Siemens og 11T tekið upp Philipskerfið V2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.