Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981 opna fyrir sig. Því ef mönnum er meira um tjón en þjófnaði og það eru kunnugt um að dyr séu ekki einnig dæmi þess að menn hafi verið búnir læstar innan frá, er þetta ósköp að kaupa einangrun í tveggja hæða auðvelt fyrir þá. Eldvarnaeftirlitið hús og komið að öllu ónýtu. Það er gerir það að kröfum sínum að allir margs að gæta og aldrei of varlega útgangar og neyðarútgangar, séu farið, það er ef til vill leiðinlegt að læstir með snerillæsingum, svo auð- segja að menn þurfi að fylgjast með veldara sé að komast út, ef hættu eignum sínum jafnvel um miðjar ber að höndum. En auk þess þyrftu nætur. Þá er það einnig mjög að vera öryggislæsingar á öllum mikilvægt að þeir, sem vita um, eða útgöngum, svo hægt sé að ganga hafa orðið vitni að innbrotum, láti tryggilega frá þeim, þegar ekki er vita og hafi gott samstarf við verið að vinna í húsinu. lögregluna, því með því eru þeir að Þá er rétt að geta þess að hjálpa samborgurum sínum fremur þjófavarnakerfi eru enn fremur en lögreglunni." óalgeng hér á Islandi og stafar það „ÁRIÐ 1972 voru innbrot í Reykjavík alls 737 og næstu árin voru þau að meðaltali 700 á ári og 1975 voru þau 732. í febrúar 1975 hóf lögreglan samvinnu við atvinnurekendur og húseig- endur alls konar og upp úr því fer innbrotum í borginni fækkandi. 1976 voru þau 607, 1977 510 og fækkar síðan stöðugt næstu árin og í fyrra voru þau aðeins 450. Verstu mánuðirnir eru marz, apríl og maí, en þá eru innbrot að meðaltali í kringum 60. 70% þeirra, sem eru handteknir á innbrotsstað, eru innan við 20 ára og 1980 voru 30% þeirra 15 ára og yngri, sá yngsti aðeins 10 ára,“ sagði Grétar Norðfjörð, lögreglumaður, er Morgunblaðið ræddi við hann um innbrot í Reykjavík og varnir gegn þeim, en hann hefur um árabil unnið að innbrotavörnum. Grétar Norðfjörð lögregluþjón um afbrot og þjófavamir í Reykjavík Rætt við Innbrotavarnir í flest- um tilfellum einfaldar í hverju er samvinna lögreglunnar og húseigenda fólgin? „Þetta er í flestum tilfellum frem- ur einfalt, við brýnum fyrir húseig- endum að ganga þannig frá húseign- um sínum að þær bjóði ekki inn- brotsþjófa hreinlega velkomna, eins og oft hefur verið raunin á. Það þarf að loka gluggum og dyrum þannig að ekki sé auðvelt að brjóta þær upp og mikilvægt er að hafa bak og hliðar- lóðir vel upplýstar, sérstaklega ef þær eru afskekktar. Nú síðan eru auðvitað ýmis fleiri atriði, sem koma til og eru ekki síður mikilvæg, en með því að gefa upplýsingar um þau í blaðaviðtali, gefur maður auðvitað einnig óæskilegum „gestum" upplýs- ingar og því vil ég ekki segja meira um þjófavarnirnar að svo stöddu. En það er rétt að geta þess að þó góður árangur hafi náðst, er ábyggi- lega hægt að gera betur og því mega menn ekki sofna á verðinum. Hlut- verk lögreglunnar er fyrst og fremst að fyrirbyggja afbrot og að því vinnum við að sjálfsögðu, en það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir slíkt svo nokkru nemi, nema með samvinnu hins almenna borg- ara.“ Tjón af völdum inn- brota í Reykjavík árið 1980 er ekki undir 200 milljónum gkr. Hvað með tjón af völdum inn- brota? „Tjónið er auðvitað gífurlegt og meira en margir gera sér grein fyrir, nærri lætur að meðal tjón í innbrot- um í Reykjavík á síðasta ári hafi verið um 300.000 gkr. Þannig er heildartjónið á árinu um 200 millj- ónir gkr, eða 405.000 gkr á dag. Inn í þessar tölur tek ég bæði það, sem stolið er og skemmt og oft eru skemmdirnar mun meiri en verð- mæti þess, sem stolið er. Það á einkum við, þegar brotizt er inn í skrifstofubyggingar og hver hurðin á eftir annarri brotin og húsgögn skemmd. Á hinn bóginn er ekki mikið skemmt þegar farið er inn í geymslur eða verkfæraskúra, en í slíkum tilfellum er með ólíkindum hve mikil verðmæti eru skilin eftir í rándýrum rafmagnsverkfærum og handverkfærum, sem auðvitað hverfa og virðist auðvelt að losna við og koma í verð. Hvað geymslurnar áhrærir er sjaldan um eins mikil verðmæti að ræða, en kannski veru- leg verðmæti fyrir þá, sem fyrir tjóninu verða. Þar er oft um per- sónulega muni að ræða, sem eru eigendunum gjörsamlega óbætan- legir vegna persónulegra minja, en ekki mikils virði á sölumarkaði. Dæmi þess að stolið sé úr flíkum við rúmstokk sofandi fólks Þá er rétt að benda fólki á að skilja ekki eftir mikil verðmæti heima hjá sér. Það eru fjölmörg dæmi þess að menn hafi það fyrir vana að taka með sér heim að kvöldi, kannski öll sín viðskipti og eru kannski með fleiri hundruð þúsundir króna heima í stofu yfir nóttina. Það eru mörg dæmi þess að brotizt er inn hjá sofandi fólki og að stolið er úr flíkum á stól við höfðalag þess. Þannig að segja má að ekki séu til þær tegundir innbrota, sem ekki eru framin hérlendis, en þau eru vissu- lega ekki í eins miklum mæli og erlendis, en það er framið eitt og hálft innbrot á dag að jafnaði á ári hverju í Reykjavík. En það má segja að eðlileg innbrotatíðni í Reykjavík undanfarin ár sé um 2 innbrot á dag. Þetta kemur þó auðvitað ekki svona jafnt út, það geta komið allt að 10 innbrot um eina helgi og þá er aðeins miðað við hús, ekki þann fjölda fyrirtækja, sem brotizt er 'inn í í hverri byggingu." Nær alltaf farið inn um opnanleg fög Hvernig er oftast farið að við innbrot? „Það er nær undantekningalaust farið inn um opnanleg fög, það er að segja að brotin er rúða í opnanlegum glugga, ég tala nú ekki um ef þeir eru skildir eftir opnir og svo er farið í gegn um hurðir og innganga helzt í portum eða baklóðum og í kjöllurum. Þetta þarf allt að vera vel frágengið, ef ekki á illa að fara. Það má nefna sem dæmi að fyrir skömmu var farið inn um glugga í fyrirtæki, sem staðið hefur opinn í 31 ár að sögn eigenda án þess að nokkuð kæmi fyrir. Hefði glugginn verið lokaður, hefði enn ekkert komið fyrir. Þessi gluggi er aðeins 20 cm í þvermál og það minnsta sem okkur er kunnugt um að farið hafi verið inn um er 15 cm og í slíkum tilfellum er að sjálfsögðu um börn að ræða og þá er einnig til í dæminu að einhver eldri hafi sent barnið inn til að láta það líklega af því að hingað til hafa menn getað varið sig gegn þjófum með því að ganga tryggilega frá húsnæði sínu og þannig sparað sér kerfið, þangað til þeir vakna svo upp við vondan draum. Þessi kerfi eru nokkuð dýr og menn hafa ekki gert sér grein fyrir notagildi þeirra og í mörgum tilfellum er þeim ekki einu sinni haldið við, þó að þau séu til staðar og þá er málið orðið alvarlegt. En frumástæðan fyrir því að svo lítið er um þessi kerfi er sú að við eigum aðeins við „áhugamenn í faginu" að etja.“ Mest brotizt inn í gömlu hverfunum Eru einhver hverfi í borginni, sem verða verr úti í innbrotafaraldrinum en önnur? „Já, því er ekki hægt að neita. Aðalinnbrotasvæðið í Reykjavík tak- markast af Ánanaustum að vestan og Kringlumýrarbraut að austan og er innan Miklubrautar og Hring- brautar. Þarna er framinn bróður- partur allra innbrota. Þetta er gamla hverfið, illa er gengið frá íbúðar- og verksmiðjuhúsum. Þing- holtin, Laufásvegurinn og Berg- staðastrætið verða oft fyrir barðinu á innbrotsþjófum og fólk þarna þarf fyrst og fremst að gæta sín og ganga tryggilega frá húsum sinum ef þau eru yfirgefin í lengri eða skemmri tíma, sérstaklega um nætur er sjálfsagt að hafa einhversstaðar logandi í þeim ljós. Þá er einnig talsvert brotizt inn í byggingar í smíðum og þá aðallega í Breiðholtinu og þá er venjulega Unglingar úr öllum stéttum þjóðfélagsins lenda á afbrotabrautinni Verðið þið varir við einhverja „stéttaskiptingu" innbrotsþjófanna? „Við getum nú ekki gefið slíkt upp, en segja má þó að börn og unglingar úr öllum stéttum þjóðfélagsins lendi einhvern tíma út á afbrotabrautinni, en ég býst ekki við að það stafi endilega af heimilisástæðum, heldur fremur af vinahópnum, sem viðkom- andi umgengst. Það er talsvert um einmana unglinga, sem eru að leita sér vina, allir verða jú að eiga vini, og lenda þá kannski í höndum illa þenkjandi unglinga og leiðast þannig út í innbrot og annað tilheyrandi, eingöngu til að hafa félagsskap. Og mér er óhætt að fullyrða það að 8 af hverjum 10 unglingum, sem við höfum afskipti af vegna innbrota, koma ekki undir hendur okkar nema einu sinni. Þess ber þó að gæta, að oft viðurkenna þeir, sem teknir eru í fyrsta skipti, þátttöku í tugum innbrota. Þá er oft um að ræða heila flokka, sem gengið hafa um og brotizt inn og það er venjulega svo að þeir halda miskunnarlaust áfram að brjótast inn þar til þeir eru handteknir, það er hreinlega eina leiðin til að stöðva þá en eftir það heyrir það til undantekninga að sömu unglingarnir komizt undir okkar hendur aftur. Þá taka greini- lega foreldrar eða aðstandendur í taumana. Þeim hefur ekki verið það ljóst hvað barnið hafði aðhafst, enda erfitt að fylgjast með slíku, auk þess sem enginn vill trúa því að barnið hans sé komið út í eitthvað misjafnt. Þegar svo á reynir vaknar fólk upp við vondan draum og reynir að gera allt, sem í valdi þess stendur til að benda barninu á þau mistök, sem það er að gera og í flest öllum tilfellum tekst það. Það er einnig athyglisvert að stundum koma innbrotabylgjur barna og unglinga úr einhverjum ákveðnum skólum, en ég vil ekki segja að einn skóli sé verri en annar, eða eitt hverfi öðru verra." „Án samstarfs borgara og lö takmarkaður árangur í laus Skommdurverk á bilum eru mjon nh'onn og þá er Kjarnan hrotið og eyðilagt það sem utan á þeim er. Oftast er farið inn um opnanlegjög í innhrotum, gluggar cda hurðir þá stungnar upp eins og á þessari mynd. Þvi er aldrei um of hrýnt fyrir fólki að ganga vel frá hurðum og gluggum til að koma í veg fyrir innhrotin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.