Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981
47
Eftirfarandi jjrein hefur blaðinu
borist frá MÍKren-samtökunum:
Mígrenköst einkennast af röð
æðabreytinga sem ýmsir þættir
stuðla að hjá næmum einstaklingi.
Læknar eru sammála um að ein-
kenni frá öðrum líkamshlutum en
höfði komi fyrir hjá mígren-
sjúklingum s.s. hjartsláttarköst,
brjóstverkir, kviðverkir, stað-
bundinn bjúgur eða breytingar á
blóðráðs. Þessi einkenni sem
stundum eru kölluð mígrenjafn-
gildi (migraine equivalents) geta
ýmist komið fram samtímis höf-
uðverkjaköstum eða milli þeirra
og valdið erfiðleikum við sjúk-
dómsgreiningu.
Þótt flestar kennslubækur um
mígren viðurkenni mígrenjafn-
gildi og minnist venjulega stutt-
lega á kviðarholsmígren þá hafa
fáar rannsóknir verið gerðar á
þessu efni.
SJÚKDÓMSTILFELLI
Eftirfarandi lýsing á við dæmi-
gerðan sjúkling með kviðarhols-
mígren: Þegar ég var 16 ára fór ég
að finna fyrir sárum kviðverkjum
annað slagið. Kastið gat byrjað á
hvaða tíma sólarhrings sem var
án augljósrar ástæðu. Þetta byrj-
aði ekki með meltingarfæratrufl-
unum og matur virtist ekki skipta
máli. Verkurinn byrjaði með djúpt
liggjandi óljósum óþægindum rétt
ofan nafla og varð smám saman
að þungum en þolanlegum verk.
Verkurinn jókst svo á næstu 2—3
klukkustundum, þangað til hann
náði hámarki en lagaðist síðan.
Þegar verkurinn var verstur var
hann óþolandi, líktist höggi í
magann. Það fylgdi alltaf hrollur,
útlimakuldi, vægur hjartsláttur,
ógleði en aldrei uppköst. Þegar
verkurinn minnkaði fann ég fyrir
þarmahreyfingum og stundum
fylgdi vindgangur og jafnvel væg
hitahækkun. Þessi köst kvöldu
mig í a.m.k. 2 ár, stundum mánað-
Aukin gallframleiðsla, minnkuð
magasýruframleiðsla, magaslapp-
leiki valdandi auknum tæmingar-
tíma maga og ýmsar breytingar á
gallvegahreyfingum hafa verið
taldar koma í kjölfar mígrenihöf-
uðverkjakasts. Þessar breytingar
geta valdið ógleði, óþægindum og
magaverkjum. Það er samt sem
áður mögulegt að kviðarholsmí-
greniverkur eigi rætur sínar að
rekja til æðabreytinga svipað og
gerist í höfuðverkjaköstunum.
Hingað til hafa engar athuganir
stutt þessa hugmynd. Það má
samt minnast á eitt áhugavekj-
andi tilfelli. 54 ára gamall maður
sem þjáðist af mígrenihöfuðverk
og kviðarholsmígreni gekkst undir
gallblöðrubrottnám vegna gall-
blöðrusteins. Eftir aðgerðina hélt
hann áfram að fá endurtekin
verkjaköst undir hægra rifjabarð.
Eftir þessi köst mátti jafnan sjá
greinilega aukna æðateikningu í
örinu eftir skurðinn. Ergotamine
tartrate sló á verkinn.
Kviðarholsmígren
ÚTBREIÐSLA
Við rannsóknir sem Apley og
Naish gerðu á 1000 skólabörnum
kom í ljós að 108 fengu endurtekin
kviðverkjaköst, stúlkurnar þó
oftar en piltarnir. Lik einkenni og
mígrenhöfuðverkur voru miklu al-
gengari meðal ættingja barna með
kviðverkjasögu heldur en ættingja
samanburðarhóps. Öster gaf upp
12,3% tíðni endurtekinna kvið-
verkjakasta hjá 2.200 börnum og
unglingum. Við rannsókn á 9.000
skólabörnum fann Bille að í hópi
73 barna á aldrinum 9—15 ára
með alvarlegt mígren fengu 15
(20,5%) endurtekin kviðverkja-
köst. 16 árum síðar var sami
hópur athugaður og kom þá í ljós
að aðeins einn fékk endurtekin
köst. Er það skoðun flestra að
kviðarholsmígren sé algengara í
bernsku og hverfi venjulega á
fullorðinsárum.
Lundberg skoðaði 100 fullorðna
mígrensjúklinga sem komu á
taugadeild í Uppsölum og bar þá
saman við 100 sjúklinga með
spennuhöfuðverk án mígrens. 12
sjúklingar með mígren fengu
endurtekin kviðverkjaköst. Aðeins
einn hinna 100 sjúklinga með
spennuhöfuðverk hafði sögu um
endurtekin kviðverkjaköst án þess
að hafa skurðtækan sjúkdóm í
kviðarholi. Þessi sjúklingur hafði
ættarsögu um mígren bæði í
föður- og móðurætt. Ennfremur
kom í ljós að magabólga með eða
án skeifugarnarsárs var miklu
algengari hjá spennuhöfuðverkja-
hópnum en mígrenhópnum.
arlega en stundum með lengra
millibili.
Eftir þetta fór sjúklingurinn að
fá sígild mígrenköst og hurfu
kviðverkir þá alveg.
EINKENNI KASTA
Athuganir Lundbergs á 26 full-
orðnum sýndu að kviðverkjaköstin
byrjuðu tiltölulega snemma á
ævinni, innan við fertugt hjá
öllum. Flestir sjúklinganna voru
konur. 10 sjúklingar fengu höfuð-
verk og kviðverk samtímis en
hinir fengu þessar verkjategundir
til skiptis. Verkurinn stóð frá 10
mínútum upp í 48 klst. á undan
kviðverkjum. Flestir fengu
verkinn í efri hluta kviðarhols —
hjá 6 byrjaði hann í naflastað og
hjá 5 i neóri hluta kviðarhols.
Enginn fékk verkinn fyrst í kring
um nafla með leiðslu í hægri neðri
fjórðung kviðar (dæmigerð ein-
kenni botnlangabólgu). 18 fengu
ógleði og uppköst um leið og
kviðverkinn. Matur, sýrubindandi
lyf (antacida) og lyf gegn melt-
ingarfærakrampa (anticholinerg-
ica) höfðu lítil eða engin áhrif.
KVIÐARHOLSMÍGREN
VERSUS
KVIÐARIIOLSFLOGA-
VEIKI
Miklar deilur eru um hvort
endurtekin kviðverkjaköst eins og
lýst er að ofan séu mígrenijafn-
gildi eða einkenni um flogaveiki.
Kviðarholsflog eru talin standa
aðeins í nokkrar mínútur. Þau eru
oft samfara rugli og sljóleika.
Sjúklingur sofnar venjulega eftir
kastið. Heilalínurit tekin milli
kasta sýna oft merki um floga-
veiki og flogaveikilyf (t.d. diphen-
ylhydantoin) eru sögð gagnleg.
Rannsóknir á heilalínuritum sem
tekin eru á milli kasta hafa gefið
mjög ruglandi niðurstöður. Apley
og Naish tóku heilalínurit hjá 97
börnum með endurtekin kvið-
verkjaköst og 202 einkennalausum
börnum. 10% þeirra fyrrnefndu og
14,5% þeirra síðarnefndu höfðu
merki um flogaveiki á heilalínu-
riti.
Það var ekkert sem benti til að
börnin í rannsókn Billes og þeir
fullorðnu í rannsókn Lundbergs
hefðu flogaveiki. Ennfremur
sanna flogaveikibreytingar á
heilalínuriti ekki að um flogaveiki
sé að ræða — um tilviljun getur
verið að ræða. Góð verkun floga-
veikilyfja sannar heldur ekki að
verkurinn sé af flogaveikitoga
spunninn. Diphenylhydantoin er
vel þekkt fyrir áhrif sín á æðar og
hjarta og hefur einnig verið notað
sem fyrirbyggjandi lyf handa
mígrenisjúklingum.
Van Buren rannsakaði 100
sjúklinga m.t.t. kviðverkjar sem
fyrirboða flogaveikikasta. M.a. tók
hann heilalínurit og gætti að
þarmahreyfingum meðan stóð á
flogaköstum, sem komið hafði
verið af stað. Aðeins 8 sjúkl-
inganna notuðu orðið sársauki til
að lýsa því sm gerðist í kviðarhol-
inu og þessi sársauki var alltaf
mjög stuttvarandi og aldrei slæm-
ur.
Það er mjög sennilegt að flest
tilfelli endurtekinna kviðverkja-
kasta séu ekki ein tegund floga-
veiki. Sé flogaveiki sjúkdóms-
greind í slíku tilfelli verða gild rök
að liggja að baki og helst verða
flogaveikibreytingar að sjást á
heilalínuriti sem tekið er meðan á
kasti stendur.
KVIÐARIIOLSMÍGREN
OG GALLVEGAHREYFI-
TRUFLUN
I aldaraðir hefur mígrenihöfuð-
verkur verið téngdur gallfram-
leiðslu og gallblöðrustarfsemi.
Nokkrir Frakkar hafa rannsakað
tengsl milli gallblöðrusjúkdóma
og mígrenis. Af 243 sjúklingum
með gallsteina höfðu 72 (29%)
mígreni og 47 (67%) af 70 sjúkl-
ingum með gallvegahreyfitruflun
kváðust hafa höfuðverk af mí-
grenitegund. A hinn bóginn höfðu
76 (19%) af 400 mígrenisjúkling-
um gallsteina og 24% sjúkl-
inganna fengu endurtekin verkja-
köst á gallblöðrusvæði án þess að
röntgenrannsóknir sýndu gall-
blöðrusjúkdóm. Endurtekin gall-
köst án áþreifanlegra orsaka líkj-
ast mjög þeim endurteknu kvið-
verkjaköstum í hægri efri hluta
kviðarhols sem hafa verið talin
mígreni. Því miður hafa fáar
rannsóknir verið gerðar á því hvað
gerist í raun og veru í kviðarhol-
inu meðan stendur á mígreni-
höfuðverkjakasti eða
mígrenikviðarholsverkjakasti.
MEÐFERÐ
Ýmsir hafa greint frá bata í
kviðverkjaköstum eftir Ergotam-
inetöku. Fáein tilfelli hefur verið
hægt að meðhöndla fyrirbyggj-
andi með lyfjum sem notuð eru til
að fyrirbyggja mígrenihöfuðverk.
ÁLYKTANIR
Sumir höfundar eru enn í vafa
um hvort kviðarholsmígreni sé
yfirleitt til og telja að stundum
séu sjúklingar sem í raun og veru
þarfnist skurðaðgerðar sjúkdóms-
greindir ranglega á þennan hátt.
Nú eru samt sem áður fyrir hendi
augljósar staðreyndir sem benda
til að sérstök tegund endurtekinna
kviðarverkjakasta geti komið
fyrir hjá mígrenisjúklingum og að
greiningu á kviðarholsmígreni sé
hægt að byggja á eftirfarandi
skilyrðum:
1. Fjölskyldusaga um mígreni.
2. Að sjúklingur hafi mígrenisögu
3. Endurtekin kviðverkjaköst sem
alltaf eru eins.
4. Engin kviðarholseinkenni milli
kasta.
5. Byrjun kviðverkjakasta á unga
aldri (fyrir fertugt; aðallega
hjá konum).
6. Tímalengd kasta sé frá einum
upp í marga klukkutíma.
7. Staðsetning verkjar í efri hluta
kviðarhols.
Það að höfuðverkurinn og kvið-
verkurinn fari saman styður
greininguna en er ekki nauðsyn-
legt. Það ætti að útiloka skurð-
tæka orsök fyrir kviðverknum
áður en farið er að meðhöndla
sjúkling með mígrenilyfjum sem
venjulega gefa góðan árangur.
Eftir P.O. Lundberg, prófess-
or. Uppsala. Svíþj<>ð. Þessi grein
birtist i Newsletters, Chicago.
vorblaði 1979.
býð. M.Á.
Kaupfélag Héraðsbúa:
Heildarveltan rúmir 14 milljarðar
AÐALFUNDUR Kaupfélags Hér-
aðsbúa var haldinn í Valaskjálf á
Egilsstöðum þann 2. mai. Fund-
inn sátu fulltrúar frá öllum
deildum félagsins, alls 68 manns.
Auk þess sátu fundinn stjórn-
armenn, endurskoðendur og
nokkrir starfsmenn. Tveir heið-
ursgestir sátu fundinn, Björn
Kristjánsson, Grófarseli, heiðurs-
félagi KIIB, og Hermann Ágústs-
son, Reyðarfirði, sem nýlega hef-
ur látið af störfum á skrifstofu
Kaupfélags Héraðsbúa þar eftir
langt og farsælt starf.
Steinþór Magnússon formaður
félagsins setti fundinn og flutti
skýrslu stjórnar. Þorsteinn
Sveinsson kaupfélagsstjóri flutti
fundinum skýrslu um störf félags-
ins og rekstur á liðnu ári og skýrði
reikninga sem lágu fyrir fundin-
um.
Heildarveltan á árinu 1980 var
14.037.987,00 gkr. og hafði aukist
milli ára um 53%. Heildarsalan á
árinu var 5,3 milljarðar gkr. og
varð söluaukning 63% að meðal-
tali miðað við árið áður. Fjárfest-
ingar á árinu námu 277 milljónum
gkr. og voru stærstu verkefnin,
sem unnið var að, bygging sölu-
skála á Egilsstöðum og endurbæt-
ur á kjörbúðinni á Reyðarfirði.
Skuldir viðskiptamanna við félag-
ið jukust um 56% á árinu 1980 en
innistæður jukust um 40% á sama
tíma. Eignir, þar með taldar
vörubirgðir, voru afskrifaðar eins
og lög leyfa, en auk þess sam-
þykkti fundurinn tillögu um út-
hlutun í stofnsjóð félagsmanna kr.
15.000.000,00 gkr. Einnig var út-
hlutað í menningarsjóð
4.000.000,00 gkr. Menningarsjóð-
urinn úthlutar fé til ýmissa sam-
félagsverkefna eftir ákvörðun
stjórnarinnar hverju sinni.
Miklar umræður urðu á fundin-
um um störf og stefnu félagsins.
Jón Kristjánsson félagsmála-
fulltrúi talaði á fundinum fyrir
drögum að áliti Kaupfélags Hér-
aðsbúa um stefnuskrá samvinnu-
hreyfingarinnar og voru þessi mál
rædd. Fól fundurinn stjórn og
félagsmálafulltrúa að ganga end-
anlega frá áliti um þessi mál.
í fundarhléi var fundarmönnum
boðið að skoða brauðgerðina sem
var um þessar mundir að flytja í
nýtt húsnæði, og einnig fram-
kvæmdir við nýja söluskálann.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga Ingimar Sveinsson, Egils-
stöðum, aðalmaður, og Hrafnkell
Björgvinsson á Víðivöllum, vara-
maður. Voru þeir báðir endur-
kjörnir. Hrafn Sveinbjarnarson,
Hallormsstað, var endurkjörinn
endurskoðandi og sr. Einar Þ.
Þorsteinsson á Eiðum til vara. Á
aðalfund Sambandsins voru
kjörnir Þorsteinn Sveinsson,
Steinþór Magnússon og Ingimar
Sveinsson.
Fyrir fundinn kom út ársrit
félagsins, Samherji, en ritið hefur
að geyma skýrslu kaupfélags-
stjóra, reikninga og annað efni um
samvinnumál. Samherji hefur
verið gefinn út sem ársrit félags-
ins síðan árið 1969. Ritinu hefur
nú verið dreift til félagsmanna í
Kaupfélagi Héraðsbúa.
(Frétt frá KHB)
Sadat í viðtali:
Líbýumenn
birgja írani upp
með vopnum
Kairú. 29. júni. AP.
SADAT Egyptalandsforseti sog-
ir í viðtali við vikuritið _Mayo“
að hann hafi sannanir fyrir þvi
að Gaddafi forseti Libýu sendi
vopn og sprengiefni til írans i
striðinu við Iraka. Það var
ritstjóri hlaðsins sem ræddi við
forsetann og staðhæfði Sadat að
hann hefði séð loftmyndir frá
Libýu þar sem verið var að setja
vopn og sprengiefni um borð i
iranskar risaþotur og þyrfti
naumast frekari vitna við.
í viðtalinu skýrði Sadat einnig
frá því að E1 Eraki, fyrrverandi
sendiherra Marokkó í Egypta-
landi hefði komið þangað í sl.
viku með skilaboð frá Hassan
konungi. Kvaðst Sadat hafa neit-
að að hitta hann, því að hann
þyrfti að hugsa sig um vel og
rækilega áður en hann gæti
íhugað að taka upp samband við
Hasson konung á nýju.