Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
Einar Baldvin Baldursson:
Lenínismi og lýðræði
Svar til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar
Dagana 29. og 30. apríl skrifar
Hannes H. Gissurarson tvær
greinar í Morgunblaðið í tilefni
heimsóknar byltingarmannsins og
fræðimannsins Ernest Mandels til
íslands.
Greinaskrif H.H.G. eru athygl-
isverð fyrir þá sök að hann hefur
ólíkt flestum pólitískum lags-
bræðrum sínum leitast við að
setja fram fræðilega (ekki endi-
lega sérlega vandaða) gagnrýni á
marxismann. Það hefur oft lítið
verið um svör. Ein af ástæðunum
er sú að Alþýðubandalagið sem
vísar til marxismans í stefnuskrá
sinni starfar þvert á meginreglur
marxismans. Alþýðubandalags-
fólki er því lítill akkur í að verja
marxismann.
Staða Mandels
Þess vegna hefði mátt vænta
þess að H.H.G. tæki fegins hendi
heimsókn E. Mandels sem er einna
fremstur í röðum marxískra
fræðimanna. Hann hefur af hálfu
borgaralegra fræðimanna og
menntastofnana hlotið verulega
viðurkenningu. Til dæmis var
hann sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót við Freie Universitát í
Vestur-Berlín og var nýlega feng-
inn til að halda hinn árlega Alfred
Marshall-fyrirlestur á vegum
stjórnmála- og hagfræðideildar
Cambridge-háskóla. Þennan fyrir-
lestur hefur háskólinn nýlega gef-
ið út í einni af ritröðum sínum.
Mandel hefur ekki einskorðað sig
við fræðistörf heldur hefur hann
einnig verið virkur þátttakandi í
allri pólitískri umræðu og er einn
af fremstu gagnrýnendum þess
hagfræði- og stjórnmálastraums
sem H.H.G. tilheyrir.
Heimsókn Mandels ætti því að
hafa verið ágætt tækifæri fyrir
H.H.G. til að setja gagnrýni sína
fram við einn af helstu formæl-
endum marxismans. í greinum
sínum einbeitir H.H.G. sér hins-
vegar að fremur óvönduðum skæt-
ingi. Það er fátt um hálendi í
hugmyndaheimi H.H.G. en þessar
greinar eru samt að stökkva yfir
garðinn þar sem hann er lægstur.
SkipulaKskenninK
Leníns
Auk skætingsins í garð Mand-
els, leitast H.H.G. einnig við að
setja fram gagnrýni á pólitísk og
fræðileg sjónarmið Mandels. Ann-
ars vegar hagfræðileg sjónarmið
hans sem marxista og hins vegar
afstöðu hans til flokkskenningar
lenínismans. Það er síðara atriðið
sem er útgangspunktur þessarar
greinar. Greining lenínismans
verður ekki aðskilin frá kenning-
um Marx og þess vegna skulum við
fyrst líta á nokkur atriði í marx-
gagnrýni H.H.G.
ÖreÍKnarkenningin
Hannes heldur því fram að
öreignarkenning marxismans
byggi á þeirri fullyrðingu að laun
eða kaupgeta verkalýðsins verði
sífellt minni og hafnar kenning-
unni á þessum forsendum. Ef gætt
er að vaxandi örbirgð verkalýðsins
í þriðja heiminum er spurning
hvort að kaupgeta verkalýðsins á
heimsmælikvarða fer ekki lækk-
andi og í kreppuþróun síðustu ára
hefur kaupgeta verkalýðsins alls
staðar farið lækkandi. Þetta er
hins vegar ekki grundvöllur ör-
eignarkenningar marxismans, svo
Hannes hefur farið húsavillt. Ör-
eignarkenningin inniheldur tvær
meginyrðingar.
Sú fyrri gerir ráð fyrir því að
þeim fjölgi sífellt hlutfallslega
sem byggja allt lífsviðurværi sitt
á því að selja vinnuafl sitt. Þetta
þýóir að bændum og öðrum smá-
eigendum fækki og að lífskjör og
skilyrði hinna svokölluðu milli-
hópa (t.d. menntamanna) verði
sífellt líkari lífskjörum verkalýðs-
ins.
Sú síðari undirstrikar tilhneig-
inguna til þess að bilið milli hinna
ríku annars vegar og meginþorra
samfélagins hins vegar fari sífellt
vaxandi. Andstætt því sem
H.H.G. segir útilokar þessi kenn-
ing alls ekki að lífskjör verkalýðs-
ins batni og það verulega á
ákveðnum tímabilum. Á tímabil-
inu 1945 til 1965 fóru lífskjör
verkalýðsins í iðnvæddu löndun-
um batnandi. Hins vegar var
gróðasöfnun atvinnurekenda svo
margfalt meiri, að bilið milli
þessara stétta jókst raunverulega.
Hin almenna yrðing H.H.G. er
að allt frá því að Marx setti
öreignarkenningu sína fram hafi
lífskjör verkalýðsins farið batn-
andi og þess vegna hafi hann
öngvan áhuga sýnt á sósíalisman-
um. Hannes heldur því fram að
þetta vandamál hafi verið út-
gangspunktur Leníns þegar hann
setti fram flokkskenningu sína.
Það er sjálfsagt að benda Hann-
esi á það að ekki var það veiferð
eða ríkidæmi sem einkenndi
lífskjör verkamanna og bænda í
Rússlandi á tímum Leníns.
ÚtganKspunktur Leníns
Andstætt því sem Hannes held-
ur var útgangspunktur Leníns
ekki skortur rússneskra öreiga á
baráttuvilja. Nóg var um baráttu-
gleði, en marksæknina skorti.
Útgangspunktur Leníns var hin
auðsæju takmörk þeirrar vitund-
ar sem sprettur af kjarabarátt-
unni einni saman. Lenín fjallaði
um þá mótsetningu að um leið og
sérhver ávinningur verkalýðsins í
kjarabaráttunni er fallvaltur með-
an borgarastéttin situr við stjórn-
völinn með her og lögreglu sér til
hjálpar, felur sú vitund sem
sprettur af kjarabaráttunni ekki
sjalfkrafa í sér skilning á nauðsyn
þess að svipta borgarastéttina
völdum.
Byltinf; eða valdarán
Þetta vandamál reynir skipu-
lagskenning Leníns að leysa.
Mat Hannesar á þessari lausn
er að hlutverk byltingarflokksins
eigi að vera að taka ómakið af
öreigunum og gera byltingu á
eigin spýtur — með öðrum orðum
valdarán.
Það er hreinasta einfeldni að
ímynda sér, að borgarastéttin með
her sinn, lögreglu og fjármagn, sé
svo auðunninn andstæðingur að
fámennur úrvalshópur geti unnið
bug á henni. Ýmislegt hefur Lenín
verið sakaður um, en einfeldnings-
háttur er ekki ein af algengustu
ásökununum, og það er með réttu.
Lenín margbenti á, að borgara-
stéttin er svo valdamikill and-
stæðingur að alger forsenda sig-
urs er sameiginlegt átak verka-
lýðsstéttarinnar allrar. Þessi
skilningur er einn af hornsteinum
skipulagskenningar Leníns. Styrk-
ur borgarastéttarinnar er svo
mikill að þröng kjarabarátta
megnar ekki að fella hana. Til
þess þarf pólitíska stefnu sem
byggir á vísindalegri greiningu.
(
Stefna kjaraharáttunnar
Þó kjarabaráttan geti ekki unn-
ið bug á auðvaldskerfinu neitaði
Lenín því auðvitað ekki að hún
gæti skapað sósíalíska vitund.
Hvernig ættu annars að skapast
þeir byltingarsinnar sem eru for-
sendur byltingarsinnaðs flokks?
Lenín undirstrikaði að í sérhverju
verkfalli fælist kím byltingarinn-
ar. Hin einfaldasta baráttuaðferð
felur í sér tilhneiginguna til sósí-
alískra markmiða. Það er full-
komlega meðvitað, að hér er talað
„Heimsókn Mandels
ætti því að hafa verið
ágætt tækifæri fyrir
H.H.G. til að setja
gagnrýni sína fram
við einn af helstu
formælendum marx-
ismans. í greinum sín-
um einbeitir H.H.G.
sér hinsvegar að frem-
ur óvönduðum skæt-
* * 44
mgi.
um tilhneigingu. eða möguleika,
ekki fullvissu.
Hlutverk
byltingarflokksins
Byltingarflokkur Leníns er
bandalag einstaklinga sem hafa
öðlast þennan skilning. Hlutverk
flokksins er að afla þeirrar
reynslu og upplýsinga sem eru
forsenda marxískrar greiningar
og stefnumótunar. Síðan er það
markmið byltingarflokksins að
nota niðurstöðurnar, til að taka
virkan þátt í verkalýðsbaráttunni,
til að gæða hana marksækni og
skapa forsendurnar fyrir út-
breiðslu byltingarvitundar.
Lenínismi
og lýðræði
Skipulagskenningu lenínismans
er gjarnan borið það á brýn að
vera ólýðræðisleg. Þá er gjarnan
vísað til þess að Lenín benti
margfaldlega á það að virkir
félagar í byltingarflokknum yrðu
alltaf minnihluti innan verka-
lýðsstéttarinnar. í rauninni eru
þessi viðhorf dæmi um þá lýðræð-
isvitund sem einkennir lenín-
ismann. Útgangspunktur Leníns
er í þessu tilfelli hin gífurlega
breidd innan verkalýðsstéttarinn-
ar og hinn mikli munur á lífsskil-
yrðum og viðhorfum innan henn-
ar. Enginn einn flokkur með
sæmilega skýr stefnumið getur
náð til stéttarinnar í heild sinni.
Fjölflokkakerfi er óhjákvæmilegt
og ómissandi innan verkalýðs-
stéttarinnar. Sérhver meiriháttar
barátta verkalýðsstéttarinnar er
því um leið samfylking milli
mismunandi strauma, um ákveðin
skilgreind markmið. Eitt af mik-
„Engill frá ísaköldu landi“
UNDIR þessari fyrirsögn kom
í blaðinu Stuttgarter Nach-
riehten. 8. maí sl. grein eftir
músíkgagnrýnanda blaðsins.
Roselinde Mylo. um 21. kon-
sert í St. Michaels-kirkju i
Stuttgart. þar sem flytjendur
voru Guðrún Sigríður Frið-
björnsdóttir. mezzósópran.
Roman Schimmer, fiðla. og
Siegfried Miiller-Murrhardt,
orgel.
Um þennan konsert, 3. maí
1981, segir m.a. svo: „Sannköll-
uð engilsrödd, frábærlega
hrein, með ríkulegum, drama-
tískum tjáningarmöguleikum
birtist okkur á 21. hljómleikum
St. Michaels-kirkju. Þessi
dýrmæta söngrödd er gefin
íslenzku mezzósópran-söng-
konunni, Guðrúnu Friðbjörns.
Þrjú íslenzk kirkjulög eftir
Jón Leifs, sungin á hljómríku,
svolítið koksettu, frummálinu,
voru heillandi sakir „ný-greg-
óríanskrar" hrjúfrar alvöru.
Þau bera jarðbundið raunveru-
leikans svipmót, laus við allt
flos og flúr, bæði í sönglínu og
undirleik. Michaels-kirkja er
kunn fyrir mikinn hljómburð.
„Vertu, guð faðir" söng Guð-
rún; með ágætlega raddstilltu
orgeli hljómaði það eins og upp
hæfist fullskipaður kór með
norrænum „Brynhildum", til
þess að vegsama Óðin.
Guðrún Friðbjörns frum-
flutti á þessum konsert nýtt
verk eftir þýzka tónskáldið
Alexander Gabriel (f. 1930),
„Synesiskur Morgunsöngur",
fyrir mezzósópran og orgel, við
texta eftir gríska skáldið og
biskupinn Synesios (um 400 e.
Kr.).
Gagnrýnanda farast svo orð:
„Mannsröddin hlýtur hér lít-
úrgískt hlutverk en orgelið
styður með breiðu litrófi. Sam-
eiginlegt forte og fortissimo
fylltu til hins ítrasta kirkju-
rými og stefndu til þess óend-
anleika út yfir rúm og tíma,
sem táknrænn er fyrir guð-
konungs-hugtak allra eingyðis-
og fjölgyðis-trúarbragða.
I Telemann-kantötunni, „Til
hæða fer þú með fögnuði",
fyrir mezzósópran, fiðlu og
orgel, skreytti Roman Schimm-
er flutning með leiftrandi
fiðlutón, en Guðrún Friðbjörns
flutti einsöngshlutverk sitt
með persónulegum einkennum
og undirstrikaði mjúka, hlýja
sönglínu verksins. Organistinn
studdi lýtalausan kólóratúr-
söng af nærgætni og kost-
gæfni."
Önnur verk á efnisskrá voru
orgelverk eftir Moffat, William
Boyce og Bach og fiðluverk
eftir Vitali, Hándel og Moffat.
Guðrún Friðbjörns hlaut
Henrik-Steffens-námsstyrkinn
1980 og hefir stundað söngnám
í Múnchen hjá próf. Marianne
Guðrún Friðbjörns
Shech og í Stuttgart hjá próf.
Engler. Hún mun og taka
virkan þátt í „Sommeraka-
demie Johann Sebastian Bach“
undir stjórn próf. Helmuth
Rilling.
ilvægustu hlutverkum byltingar-
flokksins er einmitt að skapa
baráttusamstarf milli hinna ólíku
afla. Sjálf byltingarathöfnin hlýt-
ur að vera samfylkingarathöfn.
Lenín og Trotský sögðu að rússn-
eska byltingin hefði verið kóróna
samfylkingarbaráttunnar. Þegar
talað er um forystuhlutverk bylt-
ingarflokksins er ekki síst átt við
forystu í baráttunni fyrir sam-
stöðu. Ef verkalýðsstéttin væri
svo samhent að hún sameinaðist
sjálfkrafa í einum flokki væri
engin þörf fyrir skipulagskenn-
ingu lenínismans. Þessu má snúa
við og segja að lenínisminn sé
óhugsandi í framkvæmd án póli-
tískrar fjölbreytni og fjölflokka-
kerfis.
Dæmi Hannesar
Eina dæmið um „ólýðræðislega
afstöðu“ sem Hannesi tekst að
finna í bæklingi Mandels um
lenínismann, er fyrirlitning
Mandels á þeim flokkum sem
byggja stefnuskrá sína á skoðana-
könnunum. Er helst á Hannesi að
skilja að hann álíti skoðanakann-
anir eina rétta grundvöll flokks-
stefnu.
Nú vill hins vegar svo til að
íslenskar skoðanakannanir. sýna
að meirihluti áhangenda Sjálf-
stæðisflokksins styður ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsens. Meirihluti
þingflokks Sjálfstæðisflokksins og
H.H.G. er henni hins vegar and-
vígur.
Út frá mælikvarða Hannesar
sjálfs er Sjálfstæðisflokkurinn því
ólýðræðislegur.
Svar lenínista við þessari spurn-
ingu er ótvírætt. Auðvitað er það
ekki þessi aðstaða sem sannar
ólýðræðislegt eðli Sjálfstæðis-
flokksins. Það er lýðræðislegur
réttur og raunverulega skylda
hvers skoðanahóps að berjast
fyrir lögmætum sjónarmiðum sín-
um óháð því hvort meirihlutinn
styður þau eða ekki. Ef allir eiga
að vera sammála þeim meirihluta
sem er til staðar hverju sinni,
fellur sérhvert lýðræðiskerfi um
sjálft sig.
Lenínistar viðurkenna rétt
meirihlutans til að ráða þróun
samfélagsins og öll okkar barátta
beinist að því að koma á fót
samfélagi þar sem málum er svo
háttað. í rökréttu framhaldi af
þessu teljum við hverjum og
einum það skylt að segja það sem
viðkomandi telur rétt og satt án
tillits til þess hvað aðrir meina. Þó
við séum í minnihluta reynum við
að sannfæra meirihluta verka-
lýðsstéttarinnar um nauðsyn sósí-
alismans. Það afhjúpar ólýðræðis-
lega afstöðu Hannesar sjálfs að
snúast gegn þessu.
Þau lýðréttindi sem þekkjast í
dag eru tilkomin vegna baráttu
verkalýðsins. Andstæðinga lýð-
réttinda er í öðrum herbúðum að
finna.
Fjöldi ferða-
manna á
Snæfellsnesi
Stykkishiilmi. 26. júni 1981.
ÓVENJULEGA er nú mikið um
ferðafólk hér á Snæfellsnesi. t
Stykkishólmi hefir hótelið haft
mikið að gera og erlendir ferða-
menn koma hingað i hópum. Bæði
að öll aðstaða á hótelinu. fagurt
landslag og útsýni og þá hvað ekki
síst ferðir út um eyjar hafa aukið
ferðamannastrauminn hingað sl.
ár.
Hótelstjórinn í Stykkishólmi,
Guðrún Þorsteinsdóttir tjáði mér í
dag að miðað við þennan tíma árs
væri nýting hótelsins meiri en hún
hefði nokkurn tímann verið frá því
hún tók við hótelinu. Margir koma
aftur og sumir panta fyrir næsta ár
um leið og þeir fara. Þá eru
áætlunarferðir hingað daglega í allt
sumar fram og til baka og eins fer
m.b. Baldur 5 ferðir um Breiðafjörð
um há sumarið og nota margir sér
það um leið og þeir hafa aðsetur á
hótelinu.
Lætur fólk það sem gistir á
hótelinu mjög vel yfir þjónustu og
góðu atlæti. I sumar er bókað flesta
dagana eða með mesta móti. Þó eru
nokkrir dagar óbókaðir. Fréttaritarl