Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 Eftir Arna Helgason Mér barst í dag góður gestur, blaðið Norðurljósið á Akureyri. Að vísu hefi ég fengið heimsókn þess ár eftir ár, og eftir að það kom út einu sinni á ári í bók, hefir óþreyjan eftir blaðinu orðið meiri. Þessi bók sem er í stóru broti og 80 blaðsíður auk kápu, er verðlögð af ritstjóra á 40 krónur bókin, sem er sáralítið verð þegar miðað er við innihaldið sem allt er mannin- um til uppbyggingar, og sama hvar niður er borið í blaðinu. Dæmisögur úr hinu daglega lífi með kristilegu ívafi sem ritstjór- inn er svo fundvís á að ná í blaðið, og ekki má gleyma konu hans, sem á þarna mjög góð og litrík viðtöl við konur, sem hafa merkilega lífsreynslu að baki, hafa fundið veginn til lífsins, ef svo mætti að orði kveða, en það er sá mesti fjársjóður sem nokkur getur eign- ast. Að eiga áttavitann sem Krist- ur réttir hverjum manni, er sú lífsgæfa sem ekkert fær grandað né staðið á móti. Norðurljósið er á tímamótum á þessu ári. Það eru 70 ár síðan það hóf göngu sína. Merkilegast við það spor, sem þá var stigið, er, að það er ekki íslenskur ríkisborgari sem hefur útgáfu þess, heldur erlendur maður, enskur að mál- fari, áhugasamur íslandsvinur sem kemur hingað til að láta gott af sér leiða, segja íslendingum frá reynslu sinni og hvernig allt hafi snúist sér til gæfu eftir að hann tók við Jesú Kristi sem persónu- legum frelsara sínum. Tók hann alvarlega og vildi fylgja honum eftir hans fyrirmælum og fyrir- mynd. Hann vissi eins og þeir, sem með honum störfuðu, hvers virði hann gæti verið fyrir hvern þann sem honum veitti viðtöku. Þessi maður var Arthur Gook. Hann hóf trúboð á Akureyri og söfnuðurinn á Sjónarhæð setti verulegan svip á Akureyri og land allt með tilkomu Norðurljóssins. Og Gook gerði meira. Hann kom sér upp stóru safni allskonar lyfja við öllum þá þekktum sjúkdómum, sendi þau fólki til hjálpar um allt land, þannig að hann hugsaði bæði um líkama og sál mannsins. Mér er þetta minnisstætt sér- staklega sem barni. Amma mín, Guðný Sigurðardóttir, keypti Norðurljósið. Hún las það dyggi- lega og leiðbeiningarnar um hjálp í viðlögum og margar pantanir lyfja sendi hún til Akureyrar og hafði tröllatrú á þeim og ekki minnist ég þess að hún hafi orðið fyrir vonbrigðum. Þá má og ekki gleyma því hversu ötullega Mr. Gook, eins og hann var venjulega nefndur, barðist fyrir að útvarp kæmist á hér á landi og dreymdi um að þannig væri hægt að Öytja boðskapinn inn á hvert heimili í landinu. Og hann lét ekki þar við standa, ég held hann hafi verið langt kominn með að reisa litla sendistöð á Akureyri þegar Ríkis- útvarpið komst á dagskrá. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að Norðurljósið og boðskapur þess hafði í æsku minni mikil áhrif víða um land og hefur enn þótt bóka- og blaðaflóðið á landi voru hafi tekið stökkbreytingum með hverju ári. Norðurljósið eign- aðist fljótt vini um allt land og ég get sagt að það hafi gengið í ættir í þriðja og fjórða lið. Eg las það sem barn og enn er það kærkom- inn gestur á mínu heimili. Enn er boðskapur þess ferskur og lifandi. Svo augljós og sannfærandi eins og ætíð áður. Þá varð það mikið happ Norður- ljósinu og vinum þess að þegar Gook hafði stýrt blaðinu um langt skeið tók við því Sæmundur Jó- hannesson kennari, sem að vísu hafði í félagi við Gook borið hag blaðsins fyrir brjósti og átt í því margar góðar greinar. Hann varð svo ritstjóri þess og nú á hann einnig afmæli sem ritstjóri þess í 25 ár, svo þetta má kallast veglegt afmælisár. Sæmundur er fram- úrskarandi vandvirkur ritstjóri og efnið vinnur hann af þeirri alúð sem þeim einum er gefið, sem aldrei hafa efast um gildi krist- indómsins, skilið þá sem á undan fóru og fórnuðu öllu fyrir lífið í Kristi eins og það svo oft hefir verið orðað. Maður getur treyst því að í blaðinu er ekkert annað en bendandi efni á gömlu göturnar, á það allt sem gefur lífinu gildi, og eykur lifsánægju hvers þess sem tekur það alvarlega, og fylgir. Og það geta allir verið sammála um að ef rödd Krists hljómaði virki- lega með öllum mönnum, þá væru ekki allar þessar hörmulegu frétt- / ir í blöðum og fjölmiðlum dag eftir dag. Þótt Sæmundur sé kominn á níræðisaldur eru engin ellimerki að sjá á blaðinu né því sem hann lætur frá sér fara, og ég veit að margir hafa verið hrifnir af að hlusta á þegar hann keppti við unga manninn í útvarpinu um þætti biblíunnar. Hann fullyrðir aldrei neitt nema hafa kynnt sér það rækilega. Þá hafa erindi þau sem hann hefir flutt í útvarpinu undanfarin ár vakið athygli. Sæmundur skilur að það má aldrei láta deigan síga meðan guð gefur manni líf og heilsu. Ef maður getur látið gott af sér leiða þá er það heillavænlegt og gott að geta bent á og sagt: Hann var trúr. Hitt vitum við líka að margt er í veikleika gert, en Kristur hefir boðið að gefast ekki upp og þessvegna er kristniboðið, þess vegna eru menn sem hafa heyrt og fundið þá miklu blessun sem guð gefur þeim sem tekur hann trúan- legan, ötulir við að fara út og segja öðrum frá sinni gæfu og þar má segja að eigi við málsháttur- inn: Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það er engin goðgá að tala um Norðurljósið sem blað hins sanna lífs. Ég vildi með þessum orðum minna á Norðurljósið. Það er enginn svikinn af því og á þessum upplausnartímum í andlegum skilningi, þar sem menn vísvitandi og óafvitandi láta eiturefni villa sér sýn, þá er mikil þörf á kristilegum blöðum með boðskap eins og Norðurljósið flytur þegn- um þjóðfélagsins. Megi rödd þess hljóma hátt og snjallt í landinu og „Þótt Sæmundur sé kom- inn á níræðisaldur eru engin ellimerki að sjá á blaðinu né því sem hann lætur frá sér fara, og ég veit að margir hafa verið hrifnir af að hlusta á hann þegar hann keppti við unga manninn í út- varpinu um þætti biblí- unnar. Hann fullyrðir aldrei neitt nema hafa kynnt sér það rækilega.“ fleiri og fleiri eignast það sér til andlegrar uppbyggingar. Það er ekki lítil vinna að halda úti slíku riti og ég veit að það sem gefur kraftinn er að ritstjórinn hlýtur að finna að það hefir orðið mörgum til blessunar. Það er örvun að halda áfram og verða sannkallað ljós í því andlega myrkri sem nú því miður, grúfir í of miklum mæli yfir jörðinni. Mig langar til í lokin að taka hér örstuttan kafla úr forystu- grein ritstjórans: „Norðurljósið fæddist í raun og veru í okt. 1911. Árgangurinn var dagsettur í jan. 1912. Af þeim árgangi voru prentuð 2500 eintök og seldust öll. Árið 1912 átti að ferma mig þótt naumast væri ég á fullum lögaldri. Sendur var ég til saumakonu á Hvammstanga sem Ósk hét og var Sveinsdóttir. Hún gat ekki sinnt mér þegar í stað og veik sér frá. Sá ég þá blað á rúmi hennar. Nafn þess var Norðurljósið. Mynd var framan á blaðinu. Hún var af lambi á klettastalli. Yfir myndinni stóð: Garibaldi og lambið. Blaðið greip ég samstundis því myndin vakti athygli mína. Eftir þetta langaði mig til að sjá Norðurljósið aftur. Móðir mín þurfti að sitja yfir konu, sá blaðið og fékk það lánað. Ég las það og sneri mér til Krists." Hvað skyldu margir geta sagt hið sama, og hvað skyldi Norður- ljósið hafa orðið mörgum vegvísir á leiðinni til betra lífs. Það veit guð einn. Um leið og ég þakka fyrir blaðið og efni þess, vil ég færa ritstóran- um, Sæmundi Jóhannessyni, bestu afmælisóskir og bæn um að hann megi enn lengi fá náð guðs til að stýra þessu blaði landsmönnum til heilla. Stykkishólmi 17. júní 1981. Manndráp í fangelsi Manaxua. Nicaraaua. 29. júni. AP. FANGAR sem hlynntir eru hinum látna einræðisherra Somoza og félagar þeirra, tóku í morgun ótiltekinn fjölda fanga- varða sem gísla á laugardag en aðrir fangaverðir brugðu þá við, hófu skothríð á fangana, og drápu nítján og særðu 28 að því er innanríkisráðuneyti Nicara- gua sagði frá í dag. Flestir fanganna sem uppreisnina hófu voru fyrrverandi félagar í þjóð- varðliði Somoza meðan hann var og hét. Timman enn efstur Ijis 1‘almas. Kanaricyjum. 29. júni. AP. TIMMAN frá Hollandi er enn í efsta sæti á Alþjóðaskákmótinu á Kanaríeyjum eftir að hafa sigrað Bent Larsen frá Dan- mörku í áttundu umferö. Aðrar skákir enduðu með því að Korc- hnoi vann Manuel Bellon frá Spáni, Seriawan sigraði Garcia Padron frá Spáni, aðrar skákir fóru í bið eða enduðu með jafntefli. Röð efstu manna er að Timm- an hefur 7 vinninga, Seirawan fimm og einni skák frestað, Larsen 3,5 og tveimur skákum frestað, Korchnoi hefur 3,5 og einni skák hans var frestað. Averoff aðstoðar- forsætis- ráðherra Aþcnu 29. júní. AP. GEORGES Rallis, forsætisráð- herra Grikklands, tilkynnti í dag að Evanghelos Averoff Tos- itsas, varnarmálaráðherra, verði einnig aðstoðarforsætis- ráðherra og þar með næst æðstur ráðherra. Er talið að Rallis geri þetta tii að styrkja sUórn Nýdemókrataflokksins fyrir þá hörkukosningabaráttu sem fer senn í hönd. PASOK- bandalag Andreas Papandreu er talið mjög sigurstranglegt í þeim kosningum. Sæmundur G. Jóhannesson „Norðurljósið“ nn er í ið rennilegt ætlað er að an akstur um veg ISUZU er sterk Endingargóður, en þægile kraftmikill. Smlðaður með nytsemi frá degi til dags. Þi akstur utan vegar finnst fljótt borgarakstri og lætur vel að st útlit dylst sterk grind, fjöðrun og leysur. Val erum bensín- eða díslivé ískulegur frágangur úti og inni og ríkulegur sportbúnaður vekur sérstaka athygli. Isuzu Trooper-jeppinn er ( sérflokki hvortsém liti frágang eða aksturshæfni. Væntanlegur til landsins fljotieg 8 6 á y,ri # VÉLADEILD SAMBANDSINS ns fijótiegæ1” Ármúla 3 Reykjavík Sími38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.