Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981 55
Reykjavík 1960 - 1980 - 2000
íbúar á íbúb í flégfyartk /$79
TAFLA 2. íbúar Reykjavíkur vestan Elliðavogar.
Fjöldi íbúa
1962 1979 1983 (AR'65) 2 íb./íbúð
Gamli bærinn (innan Hringbr.- Snorrabr.) 20.000 12.708 15.000 11.158
Vesturbærinn 9.000 7.118 11.500 6.246
Hlíöar - Tún - Rauðar-
árholt 14.000 9.374 16.000 8.248
Laugarnes - Langholt -
Vogar og Heimar 19.000 14.500 22.000 8.052
Haaleitishverfi 1.000 3.725 5.500 2.566
Hvassaleiti - Smáíbúða-
hverfi og Fossvogur 8.200 11.319 14.000 9.816
Heildarfjöldi íbúa 71.200 58.960 84.000 46.086
muni standa lengi í stað eða fara
hækkandi. Lítill áhugi virðist enn
meðal almennings á Vesturlönd-
um á sambýli fleiri en tveggja
kynslóða, þótt vaxandi áhuga á
„kynslóðahúsum" megi sjá í nýleg-
um verkum skipuleggjenda. Aftur
á móti ber nú meira á því en áður,
að miðaldra fólk sé farið að huga
fyrr að hentugu húsnæði til að
eyða elliárunum í (þ.e. minnka við
sig húsnæði). Þetta mun allt leiða
til eftirspurnar eftir fjölbreyti-
legu húsnæði. Annars vegar rúm-
góðum 2ja—3ja herbergja íbúðum
í sambýlishúsum, fyrir einhleyp-
inga og eldra fólk, og hins vegar
meðalstórum sérbýlishúsum fyrir
aldurshópinn 35 til 50 ára sem
verður tiltöluiega stór á næstu
árum.
Ef við lítum á þróun í aldurs-
samsetningu borgarbúa, er ljóst,
að minni árgangar en undanfarin
ár munu innan tíðar bætast við á
húsnæðismarkaðinn, en í úthverf-
um Reykjavíkur er tiltölulega
mikið af litlum fjölbýlishúsaíbúð-
um, sem hentað gætu miðaldra og
eldra fólki sem vildi minnka við
sig í húsnæði. Ef þetta miðaldra
og eldra fólk myndi flytja í
auknum mæli í úthverfin, ynnist
tvennt í einu. Jafnvægi skapaðist í
aldursdreifingu í borginni og
meiri festa kæmi á búsetu í
úthverfum. Við þetta myndi losna
um stærri íbúðir í eldri hverfum
borgarinnar, sem hentað gætu
hinum mikla fjölda af barnafólki,
25 til 39 ára, sem hefur hug á að
flytja úr fjölbýlishúsaíbúðunum í
Arbæjar- og Breiðholtshverfum.
Þessi húsnæðisskipti milli aldurs-
hópa gætu dregið verulega úr
nýbyggingaþörf í Reykjavík.
Helstu atriðin í framansögðu
eru: mannfjölgun verður hæg í
Reykjavík næstu áratugina og
mun miðaldra og eldra fólki fjölga
hlutfallslega mest miðað við ald-
urssamsetningu í borginni í dag.
Ibúðaþörf mun fara stiglækkandi
á næstu 20 árum og aukning á
fjölda einhleypinga og áður giftra
mun líklega ekki verða eins ör og á
síðustu 20 árum. Draga mun úr
árlegri fækkun íbúa í eldri hverf-
um borgarinnar, því víða í Reykja-
vík er hlutfallið íbúar á íbúð þegar
komið niður undir 2 manneskjur á
hverja íbúð.
Hugleiðingar um
markmið og stefnu í
þróun Reykjavíkur
I hinu nýja skipulagi fyrir
framtíðarbyggðasvæði Reykjavík-
ur AR ’81 eru tvö markmið sett
ofar öðrum, það er:
að tengja byggð við byggð, til
þess að nýta eins vel og unnt er
þær þjónustustofnanir sem þegar
eru á jaðarsvæðum og hins vegar
að nýta með eins hagkvæmum
hætti og unnt er það húsnæði og
það landrými sem fyrir er i
borginni.
Sú spurning, sem skipulagsyf-
irvöld í Reykjavík standa nú
frammi fyrir, er ekki lengur: er til
nóg byggingarland innan borg-
armarkanna, heldur hvar er rétt
að staðsetja ný íbúðar-, iðnaðar-
og þjónustusvæði og hvar er
æskilegt að auka nýtingu á landi
og húsnæði í byggðum hverfum?
Ut frá umferðarsjónarmiði, þ.e. að
draga úr langkeyrslum milli heim-
ilis og atvinnustaða, og sjónar-
miða þeirra er vilja öflugan mið-
bæ, þarf að auka ibúðarbyggð
vestan Kringlumýrarbrautar og
auka atvinnustarfsemi austar i
borginni. Ef Reykjavíkurflugvöll-
ur yrði fluttur, fengist mikið
landrými undir íbúðarhverfi og
miðbæjarstarfsemi. Árið 1977
voru rúm 12 þúsund atvinnutæki-
færi umfram fólk á vinnufærum
aldri vestan Kringlumýrarbrautar
í Reykjavík. Hér þarf þó að hafa
aðgát á, því nú eru mörg stærri
fyrirtæki borgarinnar að færa
aðalstöðvar sínar í iðnaðarhverfin
í Ártúnshöfða og Borgarmýri.
Hvað verður um allt það atvinnu-
húsnæði sem þessi fyrirtæki flytja
úr, verður það áfram notað undir
atvinnustarfsemi?
Það er ljóst, að hin fyrirhuguðu
íbúðarhverfi í Ártúnsholti, Selási,
Norðlingaholti og umhverfis
Rauðavatn tengjast betur fram-
tíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu
en byggð norðan Grafarvogs. Eftir
20 til 30 ár verða Breiðholtshverf-
in nokkuð miðsvæðis á höfuðborg-
arsvæðinu með góðum hraðbraut-
artengingum, Ofanbyggðavegi og
Reykjanesbraut, við suðurhluta
höfuðborgarsvæðisins, þar sem
verður án efa ör uppbygging
næstu áratugina (sjá mynd 3b).
Þótt Reykjavík byggist ekki suður
á bóginn eftir 1983, eins og mælt
var með í AR ’65, nálgast Reykja-
vík eins mikið það markmið og
,hægt er innan núverandi borg-
armarka með þessari nýju suð-
austurstefnu.
Aðalatriðið er þó, að á tímum
vaxandi orkukreppu og hægfara
mannfjölgunar þurftu borgaryf-
irvöld að finna leiðir til betri
nýtingar á mannvirkjum og landi
innan núverandi byggðamarka, og
takmarka með því útþenslu borg-
arinnar eins og mögulegt er.
Tengja þarf betur íbúðar- og
athafnahverfi í Reykjavík. Það er
ótrúlegt, að í ekki stærri borg en
er hér á höfuðborgarsvæðinu er
meðalvegalengd milli heimilis og
atvinnu milli 5 og 6 km. í AR ’81
er stefnt að meiri blöndun ibúðar-
hverfa og atvinnusvæða en verið
hefur síðustu áratugina (um 25%
landrýmis nýrra íbúðarhverfa fari
undir hreinlega atvinnustarf-
semi).
Mun stærri hluti af lánum
Húsnæðismálastofnunar þarf því
að fara til endurbóta og endurnýj-
unar á núverandi húsnæði í borg-
inni á komandi árum. Það þarf
ekki annað en að bera saman
aldurspýramída Reykjavíkur 1960
og 1980 (mynd 2) til að sjá, að
nýbyggingaþörf í Reykjavík hlýt-
ur að verða mun minni næstu 20
ár en var seinustu 20 ár. Þetta á
þó aðallega við íbúðarhúsnæði, því
fjöldi fólks á vinnufærum aldri í
Reykjavík verður mikill á kom-
andi árum.
Eitt atriði, sem algjörlega hefur
gleymst í umræðu um framtíðar-
byggð borgarinnar, er, að þjón-
ustubyrði Reykjavíkur er hlut-
fallslega mun meiri nú en var
fyrir 20 árum. Borgin hefur því
tæplega fjárhagslegt bolmagn til
þess að byggja upp ný íbúðar-
hverfi með sama hraða og þegar
Breiðholtshverfin byggðust upp
1968 til 1979. Hvað yrði um
miðbæinn og eldri hverfi Reykja-
víkur, ef byggðar yrðu rúmlega
800 íbúðir á ári á Korpúlfsstaða-
svæðinu? í nágrannalöndum
okkar beggja vegna Atlantshafs-
ins, sérstaklega á Norðurlöndum,
standa nú heilir hverfishlutar
nýlegra fjölbýlishúsahverfa hálf-
tómir vegna offramboðs á íbúðum
í þessari húsagerð og óska al-
mennings um íbúðir í minna
sambýli eða sérbýli.
Þrátt fyrir skort á leiguhúsnæði
í Reykjavík í dag, ættu borgaryf-
irvöld að flýta sér hægt og halda
uppi jöfnu, en hóflegu framboði af
íbúðarlóðum fyrir sérbýli eða
minni fjölbýlishús á næstu árum
og umfram allt að líta inn á við og
huga að leiðum til að virkja og
nýta betur þá byggð sem fyrir er í
borginni. Reykjavík má ekki
hrörna innanfrá, eins og gerst
hefur allt of víða í borgum erlend-
is.
1. júní 1981
Dr. Bjarni Reynarsson
landfræðingur
Fullkomin sjúkrabifreið
keypt til Skagaf jarðar
VÉLADEILD Sambandsins
Ármúla 3, Reykjavík, hefur ný-
lega tekið að sér umboð fyrir
fyrirtækið Star-Line í Florida
USA sem sérhæfir sig í innrétt-
ingum og yfirbyggingum sjúkra-
bíia.
Fyrsti bíllinn, sem er af Chevro-
let Chevy Van-gerð, árgerð 1981 er
nú kominn til landsins, pantaður
af RKÍ-deild Skagafjarðar.
Sjúkrabifreið þessi er sú full-
komnasta sem hingað til hefur
verið flutt til landsins, með flest-
um þeim öryggis- og hjálpartækj-
um 'séúr Völ' ér á, ’ e'rtdá válin af
kaupendum í samráði við fram-
leiðendur með tilliti til langra og
erfiðra sjúkraflutninga.
Völ er á margvíslegum búnaði
frá Star-Line, svo sem innrétting-
um í venjulega sendibíla einnig
með eða án upphækkaðs topps, þá
er einnig fáanlegur svokallaður
Star-Mod sem er einskonar kassi
hlaðinn sjúkratækjum sem settur
er á Chevrolet Pick-Up.
Verð á Chevrolet Chevy Van
Star-Liner er um kr. 200.000,-
kominn á götuna án allra tolla og
söluskatts.
..............tPrMtattlkynntnVO' -
Hhmi nýju sjúkrabifreið, sem mr fer til Skagafjarðar. veitt móttaka.