Morgunblaðið - 01.07.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 01.07.1981, Síða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 „HAHH SAGDI PetTA EKKl' ÉG SÁ þ/S WKEVFA VARŒNAR! * ást er... o ... að veita vernd og umhyggju. TM Reg. U.S. Pat. Ott.-all rtghts rtsarvad • 1980 los Angates Tlmes Syndlcata — Ék vissi ekki að þetta var voKKteppi. þexar é|? keypti það. — Ef þú vissir hvað öll þessi meðul kostuðu. myndurðu fá hjartaáfall. HÖGNI HREKKVlSI JA , B/NHVSR PANTAOI þþóiA KL'OÍKERPU ! " Það þarf enga forsjárstefnu f yrir kaupmenn og neytendur Neytandi í Reykjavík skrif- ar: Eg hefi mér til furðu verið að lesa um deilurnar vegna lokunarskyldu verzlana. Og mér er ógerlegt að skilja hvaðan einhverjum ákveðnum hópi kaupmanna kemur vald til að semja um að enginn þeirra megi veita neytendum þjónustu. I Mbl. í gær kemur fram í viðtali við nýkjörinn fulltrúa í framkvæmdastjórn Kaupmannasamtaka íslands að kaupmenn eru alls ekki allir í þessum samtökum. Þar segir: „Kannski hafa störf innan Kaupmannasamtak- anna verið of einhæf, þar sem þar eru aðallega matvöru- kaupmenn ...“ Því fer fjarri að talað sé fyrir munn allra kaupmanna, þegar verzlanir eru opnar svona stutt. í páskablaði Mbl. er sagt frá verzluninni Hag- kaupi, og forráðamenn þar spurðir hve lengi þeir vildu hafa opnar verzlanir, ef þeir mættu ráða. Þeir segja: „Okkar skoðun er sú, að opið ætti að vera til kl. 20.00 alla daga og laugardaga kl. 10— 18 .-.. Við teljum það mikinn misskilning að það mundi leiða til hærra vöruverðs, því að það kæmi miklu betri nýting á fastafjármuni, sem gerði meira en að vinna upp aukalaun vegna helgidaga- vinnu. Þetta mundi þýða minni fjárfestingarþörf í verzlun í framtíðinni. Okkar reynsla er ennfremur sú, að verzlunarfólkið vill vinna. Unnið er á vöktum og í reynd verðum við að skammta vakt- irnar. Þetta er aðeins spurn- ing um skipulag. Reynist ein- hver hafa of langan vinnudag, þá er bara bætt við fólki. Þetta kemur aðeins út í því að fleira fólk fær vinnu við sama starf. Og við álítum rúman opnun- artíma teljast til þjónustu- hlutverks verzlunarinnar. Það vill oft gleymast. Það er ekki gott að fólk þurfi að örvænta um að ná í búð eftir vinnu eða að hjón geti til dæmis ekki skoðað og verzlað saman á laugardögum.“ Þetta er kjarni málsins. Fulltrúi verzlunarfólks heldur að hann tali fyrir munn alls afgreiðslufólks eða að það sé í þess hag að verzlanir séu sem mest lokaðar. Það er reginmis- skilningur. Þegar ég afgreiddi sjálf í matvöruverzlun, nánar til tekið hjá Silla og Valda í Glæsibæ, þá fengum við frí í staðinn heila daga í miðri viku, ef við unnum á laugar- dagsmorgni eða föstudags- kvöldi. Það kom sér svo vel fyrir mig, að ég hætti að vinna úti eftir að loku var fyrir þá tilhögun skotið. Kosturinn við þetta var sá, að ég gat á heilu frídögunum í miðri viku tekið til og útréttað allt fyrir okkur hjónin í skrifstofum og stofn- unum, svo maðurinn minn þyrfti ekki ár vinnu til þess. Hann tók svo við á föstudags- kvöldum eða laugardags- morgnum á heimilinu. Og þeg- ar ég kom heim um hádegið höfðu hann og krakkarnir, sem voru laus úr skóla, allt í lagi. við áttum svo öll helgina nokkurn veginn heila saman. Verkefnin á heimilinu skiptust miklu betur. Eg veit líka um heilmargar konur, sem vildu vinna hluta- vinnu á ýmsum tímum eða síðdegisvinnu og fram á kvöld og aðrar sem vilja vinná venjulegan vinnudag. Svo það er fjarstæða að sama fólkið þurfi að standa of langan vinnudag. Þetta er bara allt of mikil einföldun á lífinu og forsjárpólitík hjá stjórn verzl- unarmannafélagsins. Loks kemur að neytendum, sem enginn virðist hirða um, þegar verið er að binda af- greiðslutímann í svo knappan ramma. Þetta fyrirkomulag er Reykjavíkurborg til skammar. Enginn hefur opið lengur en hann vill, og því á ekki að þvinga kaupmenn heldur til að hafa opið skemur en þeir vilja sjálfir. Það þarf enga forsjá fyrir þá eða verzlunarfólkið. Um fréttamenn á ríkisfjölmiðlum Starfsmenn á fréttastofu sjónvarps skrifa um frétta- menn á ríkisfjölmiðlunum: í Velvakanda sunnudaginn 28. júní, var grein um ráðn- ingu fréttamanna á ríkis- fjölmiðlana undir fyrirsögn- inni: „Hverjir eiga að fá félagsskírteini á fréttastof- um?“ eftir „Einn, sem öllum hnútum er kunnugur“. Þar er því haldið fram, að ef starfskröfur þær, sem nú teljast eðlilegar, hefðu gilt hingað til, hefðu nafnkunnir fréttamenn, svo sem Magnús Bjarnfreðsson, Ómar Ragn- arsson, Ólafur Ragnarsson, Arni Gunnarsson og Kári Jónasson ekki fengið fréttamannsstarf hjá ríkis- fjölmiðlunum á sínum tíma. Hér er um vísvitandi blekkingar að ræða, sé bréf- ritari „öllum hnútum kunn- ugur“, eins og hann segir sjálfur. Staðreyndin er sú, að allir ofangreindir menn voru ann- að hvort með stúdentspróf eða starfsreynslu við fjöl- miðlun og sumir með hvort tveggja, er þeir voru ráðnir. Það hlýtur að teljast eðli-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.