Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 171. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 40 sovézk herskip á Eystrasalti Kaupmannahofn. 0. ágúst. AP. RÚSSAR sondu i dag tundur- spilli (>k tvær freinátur KOKnum dönsku sundin til styrktar stærsta flotanum sem þeir hafa dreKÍð saman á Eystrasalti i a.m.k. 15 ár að sögn dönsku leyniþjónustunnar. Sænsk yfirvöld tilkynntu að nú væru 40 eða fleiri sovézk herskip suður af eynni Gautlandi og mestu landgönguæfingar Rússa fram til þessa væru um það bil að hefjast, m.a. með þátttöku kjarn- orkukafbáta og flugvéla- móðurskipsins „Kiev“, stærsta skips sovézka flotans. Danir telja að æfingarnar hefjist á mánudag og þriðjudag. í Washington er sagt að æfingarn- ar standi ekki í sambandi við ástandið í Póllandi. I dag lauk „friðargöngu" sem var farin til Parísar, m.a. til eflingar hugmyndum um „kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd". Olof Palme, leiðtogi sænskra sósíal- demókrata, ræddi við norræna friðargöngumenn í París i dag og lýsti yfir stuðningi við baráttu þeirra í sjónvarpsviðtali. Ola Ullsten, utanríkisráðherra Svía, kom aftur til Stokkhólms í dag frá Mexíkó þar sem hann ræddi við Alexander Haig, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Ullsten bar til baka blaðafréttir um að aðstoðarmaður hans, Leif Leifland, mundi semja um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd þegar hann færi til Moskvu snemma í næsta mánuði. Síðustu skipin á Eystrasalti komu frá Murmansk. Fjórir sov- ézkir tundurspillar búnir eld- flaugum hafa verið sendir til Eystrasalts þar sem Rússar hafa sex kjarnorkukafbáta. „Rússar kalla Eystrasalt friðarhaf ... Það sem nú er að gerast bendir ekki til þess að svo sé,“ sagði danskur talsmaður í dag. Lech Walesa sagði við blaðamenn þegar hann kom til fundar með ráðherrum i gær: „Ef ég teldi ekki að viðræður okkar við ráðherranefndina yrðu árangursríkar mundi ég ekki koma. heldur fara i veiðiferð á þessum sólríka degi.“ Aukinn þrýstingiir á pólsku stjórnina Varsjá. 6. áKÚst. AP. VERKAMENN og námumenn á kolasvæðunum i Slésiuhéruðum Póliands hófu verkfallsviðbúnað i dag og hótuðu að leggja niður vinnu til að auka þrýstinginn á ríkisstjórnina i viðræðum hennar við leiðtoga Samstöðu um mat- vælakreppuna, en þær virðast ekki ganga vel. Verkamenn á Kielce-svæðinu í Mið-Póllandi efndu til tveggja tíma viðvörunarverkfalls og lýst var yfir verkfallsviðbúnaði á öðr- um stöðum. í Katowice, miðstöð iðnaðarhér- aðanna í Slésíu, var sagt að 800.000 til 900.000 verkamenn af 1,V4 milljón verkamanna á þessu svæði væru reiðubúnir til verk- falla. Leiðtogi Samstöðu, Lech Wal- esa, sem lét í ljós bjartsýni þegar hann settist að samningaborði með Mieczyslaw Rakowski aðstoð- arforsætisráðherra, sagði í fund- arhléi: „Hér er ekkert spennandi að gerast." „Samstaða talar um brauð og kjöt og ríkisstjórnin talar um íranir lofa að láta Frakka fara heim París, 6. ájcúst. AP. TV/ER TILRAUNIR Frakka tll að flytja franska borgara heim frá Iran fóru út um þúfur I dag. en íranir sögðu að þeim yrði leyft að fara úr landi i næstu viku. Talsmaður franska utanríkisráðuneytisins sagði: „Við erum ekki áhyggjufullir, við höfum ekki ástæðu til þess,“ en Francois Mitterrand forseti hélt fimm tíma fund um málið óg hætti við að fara frá París um helgina. Mitterrand ráðlagði um 140 Frökkum í íran að fara úr landi eftir mótmæli við franska sendiráð- ið. Rúmlega 60 Frakkar urðu sér úti um vegabréfsáritanir, en þeim var meinað að fara með Air France í morgun þar sem íranir sögðust þurfa að kanna fjárhagslega og lagalega stöðu þeirra. Önnur flug- vél beið í Istanbul, en fékk ekki lendingarleyfi. En Iranir gáfu í skyn að Frakk- arnir fengju að fara með áætlunar- flugvélum iranska flugfélagsins á mánudaginn og miðvikudaginn. ír- anskur talsmaður sagði að Frakk- arnir hefðu ekki verið beðnir að fara, þeir væru gestir og myndu njóta fyllsta öryggis í íran. Mitterrand sagði í gær að mót- mælin við sendiráðið gætu orðið stjórnlaus og franskir embættis- menn minnast oft á gíslana í bandaríska sendiráðinu. Mitterrand kallaði einnig Guy Georgy sendiherra heim, en íranir lýstu hann „óæskilegan", þar sem Frakkar hefðu ekki svarað kröfunni um framsal Abolhassan Bani-Sadr fv. forseta. Talsmaður Mitterrands sagði að Bani-Sadr yrði ekki fram- seldur, en kröfunni yrði svarað er nauðsynleg skjöl hefðu borizt. íranir skipuðu Georgy að fara úr landi innan þriggja daga, en fréttir herma að hann hafi heldur ekki fengið að fara með Air France og haldi áfram samningaviðræðum um örugga heimferð frönsku borgar- anna. Forseti íranska þingsins hótaði í dag að skera niður framlög til lögreglu vegna slælegrar verndar sem þingmenn hafa fengið. Nú hafa 27 þingmenn af 220 verið myrtir. Kaupmenn lokuðu búðum sínum í dag til að mótmæla öldu banatil- ræða. hugmyndafræði," sagði Jan Rul- ewski, róttækur fulltrúi í samn- inganefnd Samstöðu. Jafnframt var miðstjórnarfundi kommúnistaflokksins frestað frá sunnudegi til þriðjudags, en engin skýring var gefin. Frestunin er talin vísbending um alvarlegar áhyggjur flokksins af matvæla- kreppunni. Mótmælin valda stjórninni vax- andi ugg og hún sagði í skýrslu í dag: „Pólland tapar fleiri og fleiri milljörðum, land okkar verður fátækara og fátækara eftir því sem lausn kreppunnar dregst á langinn." (I Brussel var sagt í dag að Efnahagsbandalagið hefði til at- hugunar að senda nýjar afurðir og grænmeti til Póllands, en magn var ekki tilgreint). í Moskvu vitnaði Tass í málgagn pólska hersins sem varaði við því að „öllum mætti og öllum ráðurn" yrði beitt til að verja sósíalistarík- ið Pólland og þeir sem „héldu að engin barátta yrði háð fyrir sósí- alisma gerðu reginskyssu". Grein- in var lesin í heild í fréttaþætti ríkissjónvarpsins. Togstreita eykst í Bólivíu I.a Paz. fi. ágúst. AP. Yaldaharátta uppreisn- armanna og stuðnings- inanna Luis Garcia \lcza. fráfarandi forseta í Bóli- viu. harðnaði í dag og uppreisnarmenn héldu því fram að herforingjastjórn landsins mundi fvrirskipa árás á virki þeirra i Santa Cruz. V erkalýðshreyf ingi n COB, sem er bönnuð, hefur lýst yfir verkfalli um allt landið og það er í gildi þótt ekki sé vitað hve þátttaka í því er almenn, þar sem í dag er þjóðhátíðardagur Bólivíu og vinnustaðir eru lokaðir. Símasamband hefur rofn- að i sumum hlutum höfuð- borgarinnar og til Santa Cruz. Fréttir herma að rit- stjórar og stuðningsmenn uppreisnarmanna hafi verið handteknir, og samkvæmt góðum heimildum er fjöi- skylda fráfarandi forseta flúin til Argentínu. Verðstöðvun til áramóta í Noregi Frá frúttaritara Mbl. í Osló í gær. NORSKA stjórnin kom í dag á almennri verðstöðvun. sem gildir frá 3. ágúst til áramóta. og lagði til að tekjuskattur yrði lækkaður um 750 milljón- ir norskra króna. Skattalækkunin kemur þeim Norðmönnum til góða, er hafa allt að 150.000 n.kr. í tekjur, að sögn Ulf Sand fjármálaráðherra. Hann sagði að stjórnin mundi einnig leggja til að nýrri skipan yrði komið á eftirlaun. Sand sagði að með skattalækk- uninni mundi samkeppnishæfni aukast um einn af hundraði og komið yrði í veg fyrir að verð- bólga færi yfir 14% á þessu ári. Verdens Gang hafði sagt að tekjuskattur yrði lækkaður, þar sem búizt væri við að visitalan, sem verður kunngerð á mánudag, færi yfir 126,5 stig. Alþýðusam- bandið sagði í vor að ef það gerðist yrði farið fram á kaup- hækkanir. _ Lauré. Reagan ætlar að sitja við sinn keip WashinKton. 6. ágúst. AP. REAGAN-STJÓRNIN hafði að engu vaxandi reiði verkalýðsleið- toga í dag og hélt áfram að segja upp flugumferðarstjórum, þar sem þeir eru i ólöglegu verkfalli. og félag þeirra lýsti því yfir að þótt Bandaríkjastjórn „hneppti þá í fjotra og stngi þeim i fangelsi mundu þeir ekki hefja aftur vinnu“. Þrír fjórðu áætlunarflugs voru með eðlilegum hætti í dag til og frá öllum flugvöllum nema hinum , 22 stærstu. Umferð á stærstu flugvöllum var helmingi minni en venjulega. Talsmaður Hvíta hússins, David Gergen, sagði að uppsagnarbréf væru send í pósti eins fljótt og frekast væri unnt. Frá sjónarhóli Ronald Reagans forseta ætti að nota daginn til að endurskipu- leggja kerfið án verkfallsmanna, en það gæti tekið tvö ár. Verkalýðssambandið AFL-CIO og fjöldi annarra verkalýðsfélaga hafa lýst yfir stuðningi við verk- fallsmenn og hlaðmenn íhuga verkfall. Brezkir flugumferðarstjórar brugðust harkalega við uppsögn- um starfsbræðra sinna og sögðu afstöðu Bandaríkjastjórnar „vikt- oríanska“. Stuðningsyfirlýsingar bárust einnig frá Frakklandi og Danmörku og hollenzkir flugum- ferðarstjórar báðu Reagan form- lega að ógilda uppsagnirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.