Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Sólarlandaferðir: 15% hækkun frá febrúar vegna gengisbreytinga „I>AÐ ER einsdæmi á Vesturlönd- um aö svo miklir átthajfafjötrar Fanginn í Marokkó: Reynt að fá fangelsisvist- ina stytta .VII) hófum fenxið skýrslu frá danska sendiráðinu i Marokkó ok þar kemur fram að móguleiki er að áfrýja dóminum oi{ einnÍK hefur sendiráðið kannað hvort hæift sé að stytta fangavistina ok að sektin verði eitthvað lækkuð. Þeir möKU- leikar virðast vera fyrir hendi ok það er verið að kanna þá," saKði Gunnar Snorri Gunnarsson í utan- ríkisráðuneytinu i samtali við MorKunblaðið í Kær. Piltur þessi hefur hlotið 5 mánaða fangelsisdóm hérlendis fyrir fíkni- efnamisferli og einnig er í rannsókn hjá Fíkniefnadómstólnum annað mál á hendur honum. séu lagðir á þá sem vilja ferðast til útlanda eins og gert er á Íslandi með álagningu á gjald- eyri og flugvallaskatti," sagði Steinn Lárusson, formaður Fé- lags íslenskra ferðaskrifstofa i samtali við Mbl. „Flugvallaskatt- ur mun hækka úr 112 krónum i 160 krónur fyrsta september og verð á sólarlandaferðum hefur hækkað i kringum 14% frá þvi verðlistinn var gefinn út í febrú- Steinn sagði að ferðaskrifstofur hefðu rétt til þess að fara fram á að fólk borgaði hækkun á farmiða sínum ef þeir hækkuðu um meira en fimm prósent vegna gengisfell- ingar. Hann sagði einnig að hækka mætti verðið ef olíuverð hækkaði mikið en hann sagði að ekki hefði þurft að grípa til þessháttar ráðstafana í sumar svo heitið geti. Hann sagði hinsvegar að vegna hækkunar dollars um síðustu helgi myndu sólarlanda- ferðir nú hækka um rúmlega eitt prósent. Strandferðaskipið Vela á strandstað í gærmorgun. Ljósm. Mbl. SteinKrímur Siglufjörður: Vela strandaði við „miimisvarða“ SÍKlufirAi. 6. áxúst. Strandferðaskipið Vela frá Ríkisskip strandaði í svarta- þoku laust fyrir klukkan 07.00 í morgun. Líklegt er talið að skipstjórn- armenn hafi ruglast á hafnar- görðum sem sáust í ratsjánni, en hafnargarðurinn sem Vela sigldi að og strandaði við er „minnisvarði um hafnarfram- kvæmdir", en áratugir eru síðan vinna við hafnargarðinn hófst, en er ekki lokið enn. Enda hefur garðurinn aldrei verið notaður, auk þess sem dýpi við hann er aðeins 1—2 metrar. Vela losnaði af strandstað af eigin rammleik eftir 2ja-*-3ja tíma „skak“. Litlar líkur eru til að skipið hafi skemmst, því þarna er sandbotn. Steingrímur Milljóna króna krafizt af myndsegulbandaleigum Jón Ragnarsson í Regnboganum kærir þær fyrir ólöglega dreifingu mynda, sem hann hefur þegar keypt sýningarrétt á Gullregn á Akureyri UM ÞESSAR mundir er gullregn víða í blóma og til mikils skrauts í görðum. Á Akureyri eru fögur gullregns-tré sunnan undir mörgum húsum, og er hið mesta augnayndi að blómum þeirra, þótt eitruð séu. Meðal fegurstu trjáa af þessari tegund er gullregnið við Oddeyrargötu 10, þar sem Júdit Jónbjörnsdóttir, kennari, á heima, og birtist hér mynd af þvi. — Sv.P. „ÉG ER hér með myndir, sem ég er búinn að greiða stórfé fyrir sýningarrétt á hér á landi, bæði fyrir kvikmynda- hús og myndsegulbönd og ég sætti mig alls ekki við að síðan komi til einhverjir aðil- ar og leigi sömu myndirnar út til almennings, báeði fyrir og eftir að þær eru teknar til sýninga, hvernig svo sem þeir hafa komizt yfir þær. Það gefur auga leið að það er höfundarréttur, sem ég er hér að greiða fyrir og því hef ég Útkoma Alþýðublaðs enn í óvissu „VIÐ Kjartan Jóhannsson og nokkrir fleiri sátum á löngum fundi i ga'rkveldi sem var bæði kurteis- og heiðarlegur og freistuðum þess að leysa dciluna um þessa næturheimsókn í Blaðprent og eftirleik hennar." sagði Vilmundur Gylfason ritstjóri Alþýðublaðsins í samtali við Morgunhlaðið i gærkvöldi. „Það var rætt um að við hittumst aftur í kvöld. cn síðan var hringt til mín og mér tilkynnt að ekkert yrði af fundinum. Ég spurði þá hvort Kjartan hafnaði fundi með ritstjóra Alþýðublaðsins og var svarið já. Síðan heyrði ég fréttatilkynn- ingu frá framkvæmdastjórninni lesna í útvarpið í kvöld og var þar traustsyfirlýsingu hafnað. Þá var það gefið í skyn að við á ritstjórn- inni hefðum brotið samkomulag, en það er ósatt, við stóðum við allt okkar. Hins vegar voru þeir Kjartan Jóhannsson og Björn Friðfinnsson alla helgina að brjóta þetta samkomulag, með því að reyna að fá aðra til að taka við Alþýðublaðinu,“ sagði Vilmundur. „Bæði Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvinsson eru með í þessum leik ásamt Birni Frið- finnssvni, en Björn er búinn að leika hvern afleikinn á fætur öðrum og búinn að draga heila flokksforystu á eftir sér til að bjarga næturheimsókninni í horn. Ef þessir menn eiga eftir að stjórna íslandi í framtíðinni, þá hjálpi okkur Guð,“ sagði Vil- mundur. „Dæmi um það hversu óheiðar- legur málflutningur Kjartans Jó- hannssonar og félaga hans er, er að þeir halda því stöðugt fram að ég og mín ritstjórn höfum brotið eitthvert samkomulag, með því að neita að skrifa Alþýðublaðið eftir helgi, nema því aðeins að við fengjum traustsyfirlýsingu. Á sama tíma halda þeir því fram að Jón Baldvin hafi átt að koma inn á blaðið eftir umrædda helgi. Nú spyr ég: HVernig má það vera, að þeir þykjast hafa gert samkomu- lag við mig, um blað sem þeir héldu að Jón Baldvin væri að fara að ritstýra? Allir sjá að þetta eru raktir ósannindamenn," sagði Vilmundur Gylfason. Vilmundur sagði, að með þessu teldi hann útilokað, að Alþýðu- blaðið kæmi út á laugardaginn, eins og hann hefði vonað. Mbl. reyndi í gærkvöldi að ná tali af Kjartani Jóhannssyni, formanni Alþýðuflokksins, en án árangurs. Kjartan sagði hins veg- ar í samtali við Mbl. fyrr um daginn, að hann teldi traustsyfir- lýsingu á ritstjórn Alþýðublaðs- ins óþarfa. Þá hafði Mbl. í gær- kvöldi samband við Bjarna P. Magnússon, formann fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins og blaðstjórnar Alþýðublaðsins, en hann vildi ekkert um málið segja. Framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins sendi í gær út tilkynn- ingu um einróma samþykkt sína um málefni Alþýðublaðsins. í samþykktinni segir m.a. að með samkomulagi, sem framkvæmda- stjórn og ritstjórn gerðu á föstu- daginn hafi málinu verið lokið af hálfu framkvæmdastjórnarinnar og fylgt hafi heit ritstjórnar, aö málinu væri þar með einnig lokið af hennar hálfu. Blaðstjórn hafi svo á þriðjudag borizt fregnir um að „ritstjórnin neitaði að vinna sín störf í samræmi við almenna vinnu- skyldu og samkvæmt samkomu- lagi frá föstudegi". Þarna hafi verið um einhliða slit blaðamanna á vinnusamningi að ræða, sem framkvæmdastjóri Alþýðublaðs- ins hafi ekki getað svarað með öðrum hætti, en að senda viðkom- andi bréf með tilkynningu um viðtöku á einhliða uppsögnum og niðurfellingu launagreiðslna. kært eigendur myndsegul- handaleiga til Rannsóknar- lögreglunnar fyrir ólöglega dreifingu mynda, sem ég hef keypt höfundarréttinn á,“ sagði Jón Ragnarsson í Regn- boganum, er Mbl. ræddi þetta mái við hann. „Þetta er í mörgum tilvikum svo að jafnvel þúsundir manna hafa séð myndirnar áður en ég tek þær til sýninga og það er auðvitað augljóst hvert fjár- hagslegt tap ég hlýt að bera vegna þessa, það skiptir hundr- uðum þúsunda fyrir hverja mynd. Hér er vissulega um stórfellt svikamál að ræða, bæði ólöglegur innflutningur og eins að dreift er og fjölfaldað efni af spólum, sem ekki er leyfi til, þó að í mörgum tilfellum sé þó um það að ræða að dreifingaraðilar hafi keypt sýningarrétt af ein- hverjum þeirra mynda, sem hér eru í gangi. Þó ég hafi riðið á vaðið í þessu máli, er ég ekki einn um það, hin kvikmyndahúsin eru með þessi mál í athugun og þess verður ekki langt að bíða að ótvíræður höfundarréttur okkar verði við- urkenndur, svo og lög og reglur um meðferð efnis myndsegul- bandsspóla," sagði Jón að lokum. Bók í minningu Magnúsar Kjartanssonar „ÞETTA er alveg á undirbúnings- stigi, en það hefur verið tekin ákvörðun um að út verði gefin sérstök bók í minningu Magnúsar Kjartanssonar og verður farið i það á næstu mánuðum að safna efni I hana," sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins i sam- tali við Morgunblaðið i gær. „Það hefur hinsvegar ekki verið ákveðið nákvæmlega með hvaða hætti efnis- val verður." sagði Svavar. Svavar sagði að ákvörðunin um útkomu bókarinnar væri fyrst og fremst Alþýðubandalagsins, en einn- ig hefði samráð verið haft við Þjóðviljann og Mál og menningu og gert væri ráð fyrir að útgáfan yrði sameiginleg. Ekki sagði Svavar að farið væri að vinna að bókinni og því ómögulegt að spá um hvenær hún kæmi á markað, enda hefði ákvörð- unin ekki verið tekin fyrr en á miðvikudag. Útför Magnúsar Kjartans- sonar var gerð í gær sól, eftir Jóhannes úr Kötlum við rússneskt þjóðlag og söng Garðar Cortes einsöng. Á milli atriða söng kór Internationalinn og að lokum söng kórinn nokkur erindi úr ljóðinu Allt eins og blómstrið eina. Einnig lék strengjakvartett og var hann skipaður fjórum stúlkum. Að lokum lék organist- inn annan sorgarmars, einnig eft- ir Beethoven. Á meðan á athöfninni stóð stóðu nokkrir einstaklingar fyrir utan kirkjuna með íslenska og rauða fána. ÚTFÖR Magnúsar Kjartansson- ar fyrrverandi ráðherra og rit- stjóra var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni. Flutti Þórarinn Guðnason læknir útfararræðu og Þorsteinn ö. Stephensen leikari las ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Sr. Sigur- jón Einarsson sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri jarðsöng. Organisti var Sigurður ísólfsson og lék hann sorgarmars eftir Beethoven úr 3ju sinfóníu hans. Síðan var sungið ljóðið Er hnígur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.