Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981
3
Kristján Ragnarsson, formaður LIU:
„Flotann á ekki að
endurnýja með
gömlum skipum44
Neytendasamtökin hafa látið gera skilti, sem þau hafa stillt út i Austurstræti framan við Hressinnarskál
ann. Myndin er af skiltinu, en á þvi er fólk hvatt til að ganga í samtökin.
Hreindýr um 2000 talsins:
617 dýrum fleira en í fyrra
SAMÞYKKT hefur verið að leyfa
innflutning á fjórum togveiði-
skipum frá Bretlandi og koma
þau væntanlega til Akraness,
Dalvikur, Garðs og Hafnarfjarð-
ar á þessu ári og þvi næsta.
Sjávarútvegsráðherra hafði
milligöngu um kaupin á skipun-
um og fóru menn á hans vegum
til að skoða þau I Bretlandi og
leizt vel á þau. í samtali við
Morgunblaðið sagði Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, hins
vegar, að hann hefði ýmislegt að
athuga við þessi skipakaup og
teldi fráleitt að flytja inn átta
ára gömul skip. Að þeim tima
liðnum væri flest það bezta búið i
skipum og komið væri að endur-
nýjun á mörgum hlutum.
Kartöflur
frá Þykkva-
bæ um miðj-
an ágúst
„VID vonumst til að fara að
senda ykkur kartöflur til
Reykjavikur svona 10. til 12.
ágúst og verða það fyrstu
kartöflurnar sem þangað fara i
ár.“
Þetta sagði Magnús Sigur-
lásson í Þykkvabæ er Morgun-
blaðið hafði samband við hann.
Sagði hann að þetta væru góðar
kartöflur í ár, tíðin hefði verið
mjög góð og útlit væri fyrir
mjög góðri uppskeru enda hafa
þeir ekki orðið fyrir neinu áfalli
með ræktunina. í fyrra var farið
að senda kartöflur til Reykja-
víkur ívið seinna og vonaðist
Magnús til þess að kartöflurnar
í ár væru ekki síðri en þær sem
komu upp í fyrra.
Seiðakönn-
un tafðist
vegna bilana
HIN ÁRLEGA seiðakönnun á veg-
um Hafrannsóknastofnunarinnar
hefur tafist í nokkra daga vegna
smávægilegra bilana i leitartækj-
um. Var áætlað að tvö skip
stofnunarinnar færu út á þriðju-
dag en vegna bilunarinnar kemst
ekki annað skipið, Hafþór, fyrr en
i fyrsta lagi klukkan tvö i dag og
hitt. Árni, litlu seinna.
Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson-
ar fiskifræðings er þetta árleg
könnun á fjölda og útbreiðslu
fiskseiða og eru það aðallega þorsk-
ur, ýsa, loðna og karfi sem litið
verður á. Sagði Hjálmar verka-
skiptinguna vera svipaða og vant
væri. Arni væri á íslandssvæðinu
og Hafþór þá í Grænlandshafi, við
Austur-Grænland og á svæðinu
milli Vestfjarða og Grænlands.
Þetta er að sögn Hjálmars þriggja
til fjögurra vikna verk. Þessum
rannsóknum er ætlað að gefa
fyrstu vísbendingu um styrkleika
árganga þessara tegunda sem
nefndar hafa verið hér að framan.
Rannsóknir þessar hafa verið
gerðar í nokkuð mörg ár og hafa
komið nokkuð vel út. Á síðasta ári
var lítið af karfaseiðum en þorskur
og ýsa í meðallagi. Loðnan var í
slöku meðallagi.
Niðurstaða úr þessum leiðangri
er að vænta, að sögn Hjálmars, í
byrjun september.
„Auk viðhaldsins, sem orðið er
talsvert á þetta gömlum skipum,
má nefna, að aðstaða fyrir áhöfn-
ina og til vinnu um borð er ekki
eins og gengur og gerist í nýrri
skipum,“ sagði Kristján Ragnars-
son. „Kaupin eru meðal annars
réttlætt með úreldingu skipa, en
úreldingarsjóðurinn er fjármagn-
aður af útgerðarmönnum. Ég tel
ekki, að þessi sjóður eigi að vera
hvati til kaupa á gömlum skipum.
Flotann á ekki að endurnýja
með gömlum skipum. Endurnýj-
unin á að vera með nýsmíði og
menn eiga að geta fengið skip
smíðuð þar sem það er hagkvæm-
ast hverju sinni, en ekki að vera
beittir þvingunum svo þeir láti
smíða innanlands á verði, sem
útgerðin getur engan veginn stað-
ið undir.
Við eigum meira en nóg af
skipum til að stunda þær veiðar,
sem leyfðar eru, eins og sést á því
að alltaf aukast veiðitakmarkan-
irnar. í sumar hefur það sýnt sig,
að framboð af fiski hefur verið svo
mikið, að siglt hefur verið með
verulegt magn til Færeyja. Þetta
tel ég afar óheppilegt því á þennan
hátt fer fiskurinn til keppinauta
okkar á t.d. freðfisk og saltfisk-
mörkuðum," sagði Kristján Ragn-
arsson.
I HREINDÝRATALNINGU sem
gerð var á hálendi Austurlands
þann 11. júli siðastliðinn sáust 1941
dýr og er það 617 dýrum fleira en i
fyrra. í skýrslu sem gerð hefur
verið um talninguna kemur fram
að i dýrahópnum voru 533 kálfar,
1342 kýr og vetrungar og 46 tarfar.
Dreifing dýranna um hálendið er
svipuð og verið hefur og er megin-
þorri dýranna á Snæfellssvæðinu.
í ár er leyft að veiða allt að 615
Leyft að veiða
615 dýr
dýr og er veiði leyfð á tímabilinu 1.
ágúst til 20. september, en mennta-
málaráðuneytið getur leyft hrein-
dýraveiðar á öðrum árstíma, mæli
sérstakar ástæður með því. í skýrsl-
unni kemur fram að mesta aukning-
in á hreindýrum er í Kringilsárrana
og er talið að þau dýr séu flest komin
af Fljótsdalsheiði. Fjölgun dýra á
Vesturöræfum er talin stafa af
flutningi dýra og þá einkum af
svæðunum austan Kelduár. Auk
þeirra dýra sem fram komu í
talningunni fréttist af um 30 dýrum
á Jökuldalsheiði og 7 á Fljótsdals-
heiði og voru flest dýrin tarfar. Því
er álitið að lágmarksfjöldi hreindýra
norðan og vestan Kelduár og Lagar-
fljóts sé um 2000 dýr.