Morgunblaðið - 07.08.1981, Side 5
íslending-
ar á orku-
ráðstefnu
í Nairobi
DAGANA 10.-21. ágúst
næstkomandi verður haldin
ráðstefna í Nairobi í Kenya
um nýjar og endurnýjanlegar
orkulindir.
Sameinuðu þjóðirnar standa
að ráðstefnunni og er tilgang-
ur hennar að stuðla að al-
þjóðasamstarfi varðandi nýt-
ingu nýrra og varanlegra
orkulinda til að mæta síauk-
inni orkunotkun mannkynsins,
einkum í þróunarríkjunum.
Ráðstefnunni er ætlað að
fjalla um fjórtán tegundir
orkugjafa, sólarorku, jarðhita,
orku fallvatna, virkjun sjávar-
falla, kol, mó o.fl.
Af íslands hálfu sækja
ráðstefnuna Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra,
sem verður formaður sendi-
nefndarinnar, Tómas Á. Tóm-
asson, fastafulltrúi Islands
hjá Sameinuðu þjóðunum, sem
verður varaformaður sendi-
nefndarinnar, Jakob Björns-
son, orkumálastjóri, og dr.
Guðmundur Pálmason, for-
stöðumaður jarðhitadeildar
Orkustofnunar.
Auk þess mun Andrés Svan-
björnsson, framkvæmdastjóri
Virkis hf., sækja ráðstefnuna
sem áheyrnarfulltrúi, segir í
frétt frá utanríkisráðuneyt-
inu.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981
5
Akureyri. 2. ágúst.
Munkaþverárkirkju voru
afhentir tveir forkunnarfagr-
ir altariskertastjakar við
messu í dag. Andvirði annars
gaf Auður Kristjánsdóttir
Hólm fyrir andlát sitt (d.
1976) til minningar um for-
eldra sína, Fanneyju Frið-
riksdóttur (d. 1955) og Krist-
ján Ilelga Benjaminsson (d.
1956). sem bjuggu lengst á
Ytri-Tjörnum í Ongulsstaða-
hreppi. Hinn stjakann gáfu
eiginmaður Auðar, Adolf
Leonard Hólm. dýralæknir,
og börn þeirra, Sylvia Flor-
ence, Oswald Benjamín. Ro-
bert Leonard Kristján og Roy
Frá ættingjamótinu í Freyvangi.
Munkaþverárkirkja fær góðar gjafir
Herluf, til minningar um
Auði. I»au bjuggu i Gimli.
Manitoba.
Adolf og hjónin Sylvia Flor-
ence og dr. David Frame Simp-
son, sem eiga heima í Detroit,
voru viðstödd guðsþjónustuna
í dag og afhentu gjafirnar, en
bróðir Auðar heitinnar, sr.
Bjartmar Kristjánsson, veitti
þeim viðtöku fyrir hönd kirkju
og safnaðar og færði gefendum
þakkir. — Þess má geta, að
meðhjálparinn, Baldur Krist-
jánsson, bóndi á Ytri-Tjörn-
um, og organistinn, Hrund
Kristjánsdóttir, eru einnig
börn Fanneyjar og Kristjáns.
Stjakarnir eru einarma,
smíðaðir úr koparblöndu af
Finnboga Theódórssyni
(Kristjánssonar frá Ytri-
Tjörnum), en teiknaðir af
Hrefnu Magnúsdóttur, eigin-
konu sr. Bjartmars. Gísli
Loftsson, leturgrafari, gróf
áletranir, en þær eru grafnar
með höfðaletri. Á öðrum stjak-
anum stendur: „Ljós skal skína
fram úr myrkri", en á hinum:
„Jesús sagði: „Ég er ljós
heimsins.""
Að messu lokinni söfnuðust
afkomendur og venslafólk
Fanneyjar og Kristjáns á
Ytri-Tjörnum saman í félags-
heimilinu Freyvangi til kaffi-
drykkju og annars fagnaðar.
Þar flutti Kristján Baldursson,
tæknifræðingur, minni afa
síns og ömmu og auk þess var
mikill almennur söngur undir
stjórn og með undirleik þeirra
Hrundar og Sylviu.
Fanney Friðriksdóttir og
Kristján Helgi Benjamínsson
eignuðust 12 börn, 6 dætur og 6
syni. Afkomendur þeirra munu
nú vera orðnir 155, en ekki
gátu þeir nærri allir verið
viðstaddir ættingjamótið.
Sv. P.
Frá afhendingu kertastjak-
anna. Frá v.: Adolf Leonard
Ilólm. Sylvia Florence. dóttir
hans. dr. I)avid Frame Simp-
son. maður Sylviu. og sr. Bjart-
mar Kristjánsson.
Götumynd frá Dublin en þar er öilu friösamlegra en i Belfast.
Hljóðvarp kl. 20.05
Irland fyrr og nú
„írland fyrr og nú“ heitir
söguskýringarþáttur f umsjón
Ilerdisar Tryggvadóttur. Að
þessu sinni les hún erindi, sem
hún hefur þýtt, eftir J. Meldun
D'Arcy lektor í enskum bók-
menntum við Háskóla íslands.
Ilann hefur verið búsettur á
ísiandi frá árinu 1976.
Herdís sagði að sagan hefðist
árið 1171 með íhlutun Englend-
inga á írlandi og síðan eru sam-
skipti íra og Englendinga rakin
fram á þennan dag og að gengið
hefði á ýmsu síðan. Þá sagði hún
að þessi mál væru sérstaklega til
umræðu nú vegna hungurverkfall-
anna. „Hatrið á milli mótmælenda
og kaþólikka er orðið margra alda
gamait og rótgróið í fólkinu og eru
deilur nú ekki fyrst og fremst
trúarlegar heldur efnahagslegar.
Mótmælendur eru um 65% íbúa í
Ulster-héraði (Norður-írlandi) og
hafa tögl og haldir þar. Kaþólskur
maður er sama og efnalítill maður
þar,“ sagði Herdís.
Baráttan stendur fyrst og
fremst um að kaþólikkar vilja
sameina Ulster við Irska lýðveldið,
en hinir vilja halda óbreyttu
sambandi við Bretland. Ég vil
endilega taka fram að D’Arcy
segir, að það sé á hans ábyrgð, sem
hann segir síðast í erindinu um
þetta ástand eins og það er nú,“
sagði Herdís Tryggvadóttir að
lokum.
Hljóðvarp kl. 11.00
Sögur af sterkum manni
„Ég man það enn“ hcitir þátt-
ur f útvarpinu sem hefst klukkan
11.00 og er í sumjón Skeggja
Ásbjarnarsonar. Meðai efnis i
þættinum að þessu sinni eru
minningarbrot frá hernskudög-
um Magnúsar Einarssonar. kenn-
ara.
Að sögn Skeggja fjallar Magnús
einkum um sterkan mann sem
ke'' Geira sem Magnús kynntist
á unglingsárum sínum og lýsir
Magnús aðdáun sinni á honum
sem ræður m.a. við þungan seðja
sem strákarnir geta ekki bifað. Þá
segir frá því er verið var að taka
saman hey. í teignum er mikill
steinn og strákarnir fara að tala
um það hvort Geiri geti nú ekki
fært steininn, en hann neitar því.
Svo er það í kaffihiéi að einn
strákanna hendir sér upp í galta,
sem ekki var fuilgerður. Hann
rekur upp voðalegan skræk því
hann lendir á steininum, sem
Geiri hefur verið búinn að kasta í
laumi upp í galtann, sem var í
axlarhæð. Ymsar fleiri sögur fara
af Geira, að sögn Skeggja, og þá
verður einnig ýmislegt annað efni
í þættinum.
Þaö stendur í lögum, það stendur hér.
Að þeir eigi að hafa vit fyrir mér.
Þeir slefa út ræðum, þeir jarma í kór.
Þeir segja að ég verði slæmur af
FRÆBBBLARNIR
Ný 4-laga plata
FÁLKINN*
Suðurlandsbraut 8, sími 84670, Laugavegi 24,
sími 18670, Austurveri, sími 33360