Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.08.1981, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Með morgunkaffinu BUSSTOP „VBK.ru H|?e-|MS<ILINM ! HANN Ll'lTJR ELLl- LföA C)T MIPAÐ VIE> 56 X(?A ALDUR." HÖGNI HREKKVlSI /rqÁ&Æ&r '.. Tjía/o* *rro/?£ö/o/3/Á/ AVjV-? £Dí-L/A//V/ £/? /c~Oæ/C>/As // " TM R«g U.s P*l Oll-AllrigM»f«i«r**d © 10T7 Lo% Ar*Q*l«» T1m«a 8-2« GlorauKnaverslunin er í næsta húsi! ást er... ... að baða barnið. Skattheimtan og röng tölvuvinnsla SÍKurjón Helgi Kristjánsson, Framnesvegi 11. kom til Vel- vakanda ok sagði sinar farir ekki sléttar: „Ég er námsmaður í Fjöl- brautaskólanum, og vann í fyrrasumar. Ég fór til gjald- heimtunnar og borgaði upp það sem á mig var lagt. Þurfti að fá lánað til að borga upp álögð gjöld 1980. Þegar ég byrjaði að vinna, var svo strax rifin af mér greiðsla fyrir 1. ágúst 1980, þótt ég væri búinn að borga. Ég fór og talaði við þá í gjaldheimtunni og ætlaði að fá þetta endurgreitt. Slíkt virðist ekki vera með í kerfinu. Ég fór nokkrum sinnum til þeirra og þeir kváðust ekkert geta gert, því ekkert væri komið til þeirra um þetta. Ríkisféhirðir víst ekki búinn að tilkynna að hann væri búinn að taka af mér. Ég fékk því aldrei endurgreitt. Ég sendi bréf með skatt- skýrslunni minni og vitnaði í skattalöggjöfina, þar sem seg- ir að maður eigi rétt á vöxtum, þegar svona kemur fyrir. En nú fæ ég útskrift frá þeim, þar sem eru talin álögð gjöld á mig og dregin frá inneign mín en engir vextir. Þeir reikna þar enga vexti, eins og þeim ber skylda til. Þetta er það sem heitir ólögmæt lántaka. Þeir taka lán, án þess að hafa til þess heimild. Ég er ekki sá eini, sem þetta hefur komið fyrir. Bara sá eini, sem virðist hafa reynt að gera eitthvað í málinu. Ég veit að þarna er vitleysa í tölvu- vinnslunni. Bókað í mismun- andi forritum og talvan veit ekki betur. Hún getur ekki leiðrétt þá. Þetta þyrfti allt að vinnast út frá einni skrá, en það er ekki gert. Og afleið- ingarnar koma svo niður á einstaklingunum. Bókhald ríkisféhirðis er alveg sér, al- gerlega óháð bókhaldi skatt- heimtunnar. En auðvitað ætti skattheimtan að hafa aðgang að bókhaldi ríkisféhirðis," sagði Sigurjón að lokum, „þannig að gjaldheimtan geti á hverjum tíma umsvifalaust séð hvað maður er búinn að borga, og ríkisféhirðir séð hvort maður hefur gert upp.“ Hvað verður um háhyrningana? Edda Bjarnadóttir skrifar: Eins og ekkert hafi í skorist hefur Sædýrasafninu enn einu sinni verið veitt leyfi til þess að veiða háhyrninga. Skv. frétt Morgunblaðsins þann 30. júlí sl. má það veiða 8 hvali á komandi hausti. Þar segir, að safnið muni hagnast um svo og svo margar Kristinn Alexandersson hafði samhand við Velvakanda og sagði: „Sonur minn, sem ber út Morgunblaðið, slasaðist smá- vegis fyrir Verzlunarmanna- helgina. Þá voru vandræði með blaðburðarfólk, svo ég tók að mér að trítla sjálfur fyrir hann á morgnana með blöðin. Þá tók ég eftir því hve merkingum í húsum er ábótavant. Dyrabjöll- ur eru illa merktar og póstkass- ar jafnvel ekki til, hvað þá merktir, sumsstaðar bara ein- milljónir takist því að fylla kvótann. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Aðeins er búið að semja um sölu tveggja dýra og því alveg undir hælinn lagt hvaða örlög kunni að bíða hinna sex. Að fenginni fyrri reynslu mætti ætla að settir væru lág- hvers staðar rifur. Ég bar út á Hjallavegi og þar i kring og held svei mér að upp undir helming- ur húsa hafi verið illa merktur. Ég vissi ekkert hvort blöðin áttu að fara í kjallarann eða á hæð. Þessvegna vil ég koma ábend- ingu á framfæri við fólk, að það merki dyrabjöllur sínar og póstkassa skilmerkilega, bæði vegna blaðaburðakrakkanna og sjálfs sín vegna, svo það fái blöðin skilmerkilega og ekki sé verið að ónáða það með því að hringja á vitlausa bjöllu. marksskilmálar, að búið sé að tryggja þessum ólánssömu dýr- um samastað áður en þau eru fönguð. Hvernig væri að rifja upp atburðinn, sem gerðist veturinn 1978—’79? • í fangabúöum suöur meö sjó synda hvalir í steyptri þró. Þeim Irfið er oröið lítils viröi í lauginni suöur af Hafnarfiröi, því útsærinn víöi er fyrir þeim falinn, frelsiö og gleöin hnigin í valin. — í djúpum þönkum er þrælasalinn. Dýrin vill færa til fjarlægra landa og fjársterkum selja hæstbjóöanda. Um hálfa veröld hann vöruna býður en viðskiptin bregöast og tíminn líöur. Vefurinn kemur, illviðrin emja, óvægin fangelsi hvalanna lemja. Um langar nætur meö napra vlnda nötrandi dýrin í angist synda. En þrælasalinn í hlýjunni heima heldur áfram aö láta sig dreyma Ijúfa drauma um erlenda auöinn. — Úti í hríðinni bíöur dauöinn. — Margur veröur af aurum api. Andvaraleysi skal goldiö meö tapi. Hvalir, sem Irfsglaöir léku í sæ liggja í steinkeri fannbarin hræ. Virðingarfyllst, Edda Bjarnadóttir. Illa merkt hús og dyrabjöllur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.