Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 31 r Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum Oddný setti nýtt ísl.-met í 100 m ODDNÝ Árnadóttir úr ÍR setti nýtt íslandsmet í 100 metra hlaupi á meistaramóti íslands i Kaerkvöldi. Tími hennar var 12.22 sek. í úrslitahlaupinu sigraði Oddný og hljóp þá á 12.18 sek. en meðvindur var of mikill. Met Oddnýjar miðast við rafmagns- timatöku. Ingunn Einarsdóttir á best 11,8 sek. á handtimatöku. Ágætis árangur náðist á mótinu í gærkvöldi. Hjörtur Gislason náði sinum besta tíma í 110 m grinda- hlaupi. 14.56. Timi hans er betri en Islandsmetið í greininni en fæst ekki staðfest þar sem með- vindur var of mikill. Sigurður Sigurðsson var mjög nálægt því að fara yfir 5,25 metra i stang- arstökki og setja nýtt met. Sér i lagi var þriðja tilraun hans góð. t>á felldi hann naumlega. Mikil keppni var í 100 metra hlaupi karla. Vilmundur Vil- hjálmsson KR hafði forystuna í hiaupinu þar til á síðasta metran- ÚRSLIT á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum í gærkvöldi urðu þessi: Kringlukast karla: m Erlendur Valdimarsson ÍR 54,98 Þráinn Hafsteinsson ÍR 46,94 Helgi Þ. Helgason USAH 46,24 1500 m hlaup kvenna: Guðrún Karlsdóttir UBK 4,50,17 um. Þá skaust Sigurður Sigurðs- son framúr honum á marklínunni. Oddur Sigurðsson treysti sér ekki til að hlaupa vegna meiðsla. Gunnar Páll sigraði í 1500 metra hlaupinu, hljóp létt og vel. Lengi vel leit út fyrir að Sigurður P. Sigmundsson FH ætlaði að sigra, hann tók mikinn sprett þegar einn hringur var eftir og náði 20 metra forystu. En hann ætlaði sér um of og hafnaði í fjórða sæti. Annar í hlaupinu varð Magnús Haraldsson FH á sínum besta tíma, 4:05,44. Magnús er í mikilli framför og hefur bætt sig mjög í sumar. Það er greinilegt á árangri frjáls- íþróttafólksins á mótinu að mikil breidd og gróska er nú í frjálsum íþróttum um þessar mundir. Næsta stórmót verða Reykjavík- urleikarnir og þar verður væntan- lega um skemmtilega keppni að ræða. Meistaramótinu lýkur í kvöld. — ÞR. Laufey Kristjánsd. HSK 5,08,94 Sigurbjörg Karlsd. UMSE 5,13,96 400 m hlaup kvenna: sek. Sigríður Kjartansdóttir KA 56,12 Unnur Stefánsdóttir HSK 57,44 Hrönn Guðmundsdóttir UBK 58,43 400 m hlaup karla: Egill Eiðsson UÍA 49,67 Ólafur Óskarsson HSK 51,94 íslandsmótið í útihand- knattleik hefst í kvöld íslandsmeistaramót í hand- knattleik utanhúss 1981, fer fram á grasvöllum á milli sund- laugarinnar í Laugardal og Laugardalsvallar. Verða þar 2 til 3 vellir sem hægt er að nota í einu. Vegna þess hve erfitt er að fá tíma fyrir mótið, verður það nú að þessu sinni iátið fara fram um eina helgi og því verður keppt á fieiri en einum velli í einu og þátttökuliðunum skipt i riðla. Mótið hefst föstudaginn 7. ág- úst nk. kl. 18.00. Þá leika i mfl. Hópferð til Akureyrar Valsferð á Akureyri Stuðmenn Vals fara frá Arnar- flugi (bak við Loftleiðahótel) í dag kl. 17.00 á leik Vals og KA. Sætapantanir í síma 29577. Stuðmenn kvenna FH og Fram og síðan í mfl. karla Þróttur gegn ÍR og FH gegn Val. í meistarafl. karla eru þátt- töku liðin 7 og er þeim skipt í 2 riðla. A-riðill B-riðill No. 1 Þróttur No. 1 Fylkir no. 2 FH. no. 2 HK no. 3 Valur no. 3 KR no. 4 ÍR. í meistarafl. kvenna eru þátt- tökuliðin 5 og keppa i einum riðli. Mfl. kvenna No. 1 Þróttur no. 2 Víkingur no. 3 FH no. 4 Fram no. 5 ÍR í 2. fl. kvenna eru þátttökuliðin 5 og keppa í einum riðli. 2. fl. kvenna No. 1 Reynir Sandgerði no. 2 Víkingur no. 3 FH no. 4 Fram no. 5 ÍR Handknattleiksskóli Hauka er hafinn Handknattleiksskóli Hauka i Hafnarfirði tekur nú til starfa á ný. Það var í tilefni af barnaár- inu 1979, að Haukar efndu til handknattleiksskóla fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára. Leikið var á mini-völlum með mini-boltum og mörkin sem not- uð voru við hæfi barna á þessum aldri. Mæltist þetta framtak Hauk- anna vel fyrir hjá þeim 100 krökkum sem þátt tóku í skólan- um. Af sérstökum ástæðum varð þvi ekki við komið að halda skólanum áfram siðastliðið sumar. en nú er þráðurinn tekinn upp aftur þar sem frá var horfið. Kennt verður í og við Haukahúsið á sömu völlum og síðast. Lokadaginn eru foreldrar og aðrir venslamenn boðnir vel- komnir á svæðið til að fylgjast með skólaslitum, en þá fer fram keppni og afhending verðlauna. Ollum þátttakendum sem ljúka skólanum verða afhent viður- kenningarskjöl i lokahófi sem fram fer i Haukahúsinu, og verður þar ýmislegt góðgæti á boðstólum. Allir krakkar á aldrinum 6 til 11 ára eru velkomnir i hand- knattleiksskóla Ilauka og for- eldrum er bent á að veittur er sérstakur systkinaafsláttur frá þátttökugjaldi sem er aðeins 80 kr. á barn. Ómar Jóhannsson skoraði sigur- mark ÍBV beint úr hornspyrnu. Langstökk kvenna: Bryndís Hólm ÍR 5,80 Svava Grönfeldt UMSB 5,40 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 5,34 Þristökk karla: m Friðrik Þór Óskarsson ÍR 14,36 Kári Jónsson HSK 13,50 Jason ívarsson HSK 13,13 110 m grindahlaup: sek. Hjörtur Gísiason KR 14,56 Gísli Sigurðsson UMSS 15,11 Stefán Hallgrímsson KR 15,47 Sleggjukast: m Erlendur Valdimarsson ÍR 49,38 Jón Ö. Þormóðsson 40,42 Stefán Jóhannsson Á 35,64 Stangarstökk: m Sigurður T. Sigurðsson KR 4,80 Kristján Gissurarson KR 4,60 Gísli Sigurðsson UMSS 4,05 100 m hlaup karla: sek. Sigurður Sigurðsson Á 10,93 Vilmundur Vilhjálmsson 10,96 Aðalsteinn Bernharðss. UMSE 11,12 1500 m hlaup karla: min. Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 4,04,40 Magnús Haraldsson FH 4,05,44 Guðmundur Sigurðss. UMSE 4,07,08 100 m hlaup kvenna: sek. Oddný Árnadóttir ÍR 12,18 Geirlaug Geirlaugsdóttir Á 12,27 Valdís Hallgrímsdóttir KA 12,36 Fflfilsar (brúttir IBV slapp fyrir liorn - sigraði Þrótt 1—0 í gærkvöldi ÞAð VERðA lið ÍBV og Fram sem mætast í úrslitaleik bikar- keppni KSÍ í ár. ÍBV sigraði lið Þróttar 1—0 á Laugardalsvellin- um í gærkvöldi í 4 liða úrslitun- um. Það var Ómar Jóhannsson sem skoraði sigurmark leiksins. Á 12. mínútu fyrri hálfleiks fengu Eyja- menn hornspyrnu. Ómar fram- kvæmdi spyrnuna og spyrnti fast og vel fyrir markið. Mikiil snún- ingur var á boltanum og skrúfaði hann sig í markhornið nær, án þess að nokkur leikmaður kæmi við hann. Rétt mínútu síðar átti Sigurlás Þorleifsson mjög gott marktækifæri, en gott skot hans var vel varið. Besta marktækifæri Þróttar í síðari hálfleik kom á 33. mínútu. Baldur Hannesson braust í gegn og náði að skjóta í dauða- færi. Páll Pálmason var ekki á þeim buxunum að láta skora hjá sér. Hann gerði sér lítið fyrir og varði meistaralega. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik og mikil barátta var í leikmönnum beggja liða. Lið Þróttar kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og barðist þá af miklum dugnaði og lék oft Sex á Frjálsíþróttasamhand íslands hefur valið sex unglinga til þátt- töku í Evrópumeistaramóti ungl- inga í frjálsiþróttum. sem fram fer í Ilollandi eftir rúmar tvær vikur. Sexmenningarnir eru Eg- ill Eiðsson ÚÍA, sem keppir í 400 metra hlaupi, Kristján Harðar- son ÚBK. sem keppir í lang- stökki. Sigurður Einarsson A. sem keppir í spjótkasti. Ragn- heiður Olafsdóttir FH. sem kepp- ir i 1500 metra hlaupi. Helga Ilalldórsdóttir KR. sem keppir í 100 metra grindahlaupi og 200 metra hlaupi. og íris Grönfeldt UMSB. sem keppir í spjótkasti. Sigurður Einarsson er valinn með þeim fyrirvara að hann verði vel. En þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn allan síðari hálfleikinn tókst liðinu ekki að jafna metin. Má segja að heilladísirnar hafi verið með liði IBV. Marktækifæri Þróttara voru slík að með ólíkind- um var hvernigjjau fóru forgörð- um. Tækifæri IBV voru sárafá. Besta tækifærið í síðari hálfleik kom á 65. mínútu. Þá lék Kári Þorleifsson laglega í gegn og náði að skjóta góðu skoti af stuttu færi en það var varið. Ingólfur Sveins- son IBV fékk að sjá rauða spjaldið á 74. mínútu og var vikið af leikvelli. Eftir það léku Eyjamenn einum færri. Pressa Þróttar var mjög mikil í lok leiksins, en allt kom fyrir ekki. Á 43. mínútu leiksins fékk Bjarni Harðarson Þrótti boltann óvaldaður svo til á marklínunni fyrir opnu marki. En eins og áður fór tækifærið for- görðum. Bjarni hitti ekki boltann. Lið Þróttar lék nokkuð vel í leiknum. Besti maður liðsins var Ásgeir Elíasson sem lék sérlega vel, var mjög virkur í leiknum og mataði samherja sína stöðugt með góðum sendingum og byggði vel upp. Hjá ÍBV átti Páll Pálmason góðan leik í markinu, þá var Ómar Jóhannsson góður. —ÞR. orðinn g<>ður af meiðslum sem hann hefur átt við að stríða. Fararstjórar verða Sveinn Sig- mundsson gjaldkeri FRÍ og Ölaf- ur Unnsteinsson. Firmakeppni Hauka í knattspyrnu HIN árlega firmakeppni Ilauka verður haldin á Hvaleyrarholts- velli dagana 7.. 8. og 9. ágúst 1981. Þátttökugjald er kr. 600.-. Þátttökutilk. og upplýsingar á Ilvaleyrarholtsvelli. íþróttasamband fatlaðra sendir 7 börn til þátttöku í alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra harna. sem haldið verður í Gateshead (Newcastle) i Bretlandi 3. —10. ágúst nk. Þar keppa þau í sundi og frjálsum íþróttum en börnin eru úr röðum hreyfihamlaðra og þroskaheftra. úm 30 þjóðir senda fötluð börn til þessa móts og eru þau hvaðanæva að úr heiminum. Börnin sem fara héðan eru í fremri röð á myndinni. talið f.v.: Margrét Sna'björnsdóttir. Ásdis Gísladóttir, Jóhann Magnússon. Guðný Ólafsdóttir. Sigurður Pétursson. Sigurður Axelsson og Gestur Guðjónsson. í aftari röð eru þjálfarar og fararstjórn, talið f.v.: Hlynur Guðmundsson, Ágústa Olesen og Bjarki Bjarnason. *****

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.