Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 32

Morgunblaðið - 07.08.1981, Síða 32
4 krónur 4 krónur eintakið eintakið FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981 Færeyingar eyðilögðu færaslóðina MÖRG undanfarin ár hafa tveir Akranessbátar aflað vel á handfa ri út af Reykjanesi og hafa oft fengið 3—400 tonn af milliufsa á um tveimur mánuð- um. í fyrravor brá svo við. að færeyskir handfærabátar komu á þessi mið og hreinlega tóku þau yfir. Urðu islenzku skipin frá að hverfa og hefur annar Akranessháturinn. sem stund- aði þessar veiðar. verið seldur frá Akranesi, en hinn er í gagngerri klössun í sumar. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri á Akranesi, sagði í samtali við Mbl., að þessar veiðar hefðu verið árvissar átta sumur og drjúg búbót fyrir útgerðarfyrirtækin. Miðin hefðu ekki þolað mikið, en karlarnir á Reyni og Haraldi frá Akranesi hefðu verið orðnir sérfræðingar í þessum veiðum. Bátar frá Suðurnesjum hefðu einnig verið byrjaðir á færum þarna. Þegar svo 12 færeysk skip komu á þessa slóð í fyrravor dró mjög úr afla og fór svo, að íslenzku skipin hættu, enda þoldu miðin ekki þennan flota. Sagði Har- aldur, að þessi veiðiskapur yrði varla stundaður frá Akranesi yfir sumartímann í nánustu framtíð. Nýr vegur í Mánár- skriðum í SUMAR hefur vinnuflokk- ur unnið að því að leggja nýjan veg í Mánárskriðum um hundrað metrum neðar en vegurinn sem nú er í notkun. Jón Rögnvaldsson hjá Vega- gerð ríkisins sagði að nauð- synlegt hefði verið að leggja nýjan veg neðar í skriðunum vegna þess hve núverandi veg- ur er brattur og hve oft hann hefur reynst erfiður yfirferðar á vetrum í snjó og hálku. Vegurinn var lagður svo ofarlega í upphafi vegna þess að ekki voru til nógu stór og öflug tæki til þess að leggja veginn neðar, en þar er mikið um klappir og framkvæmdin erfiðari. Síidarverksmiðjur ríkisins: Viðræður Arnarflugs og Iscargo VIÐRÆÐUR hafa farið fram milli Arnarflugs og Iscargo um sameininKU eða kaup þess fyrr- nefnda á þvi síöarnefnda. Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Iscargo, staðfesti í samtali við Mbl. í gær að slíkar viðræður hefðu átt sér stað, en hins vegar neitaði hann því að slíkar viðræður hefðu einnig far- ið fram milli Iscargo og Flug- leiða. Kristinn sagði viðræðurnar hafa farið fram að ósk Arnar- flugsmanna, en „Iscargomenn eru ekkert að selja Iscargo", sagði Kristinn. Greiða 4,5% uppbætur á hráefni síðasta árs STJÓRN Sildarverksmiðja ríkis- ins hefur ákveðið að greiða upp- ha-tur á allt hráefni, sem verk- smiðjurnar keyptu á síðasta ári og nema þa-r 4,5%. Uppbæturnar koma ofan á skiptaverð og koma því til skipta. Heiidarupphæðin, scm greidd verður I upphætur, nemur um 3 milljónum nýkróna. að því er Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR. sagði í samtaii við Mbl. i gær. Hann sagði, að síðasta ár hefði rekstur sildarverksmiðjanna í heild gengið vel, síðustu mánuði ársins hefði orðið veruleg verð- hækkun á mjöli og auk þess hefði þá mánuði verið mikið gengissig. Vegna þessa hefði verið ákveðið að greiða uppbæturnar, en slíkt hefði ekki verið gert áður. Loðnuveiðar íslendinga mega hefjast 10. ágúst, þ.e. á mánudag og Búist við að ákvörðun loðnu- verðs geti dregist á langinn hafa 52 skip leyfi til loðnuveiðanna. Fyrstu skipin halda af stað á Jan Mayen-svæðið í dag. Loðnuverðs- ákvörðun var vísað til Yfirnefndar Verðlagsráðs á þriðjudag, og í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Óskari Vigfússyni, formanni Sjó- mannasambands Islands, að um greiðslur fyrir hráefni hafi verið að ræða undir borðið og það „þurfi að fara fyrir dóm“. Því hafi seljendur vísað loðnuverðsákvörðun til Yfir- nefndar. Jón Reynir Magnússon var spurður um þetta mál og sagði hann það almennt hafa verið vitað, að um tíma síðastliðinn vetur, greiddu nokkrar verksmiðjur hærra verð en lágmarksverð Verð- lagsráðs gerði ráð fyrir. Líklegt að síldarkvótinn verði 15% minni en í fyrra Hann sagði, að þannig hefði SR greitt 10% fram yfir lágmarks- verðið um tíma og hefðu 3 skip nýtt sér þetta boð. Jón sagðist gizka á, að 10% hefðu þýtt 35 krónur aukalega fyrir hvert tonn að með- altali. Morgunblaðinu er kunnugt um, að verksmiðjan á Eskifirði og verksmiðja Isbjarnarins á Seyðis- firði buðu 30 krónur ofan á hvert tonn af loönu, sem landað var hjá þeim fyrirtækjum. Jón Reynir Magnússon sagðist hafa litið svo á, að þetta verð fyrir loðnuna hefði átt að koma tii skipta. Ef svo hefði ekki verið gert þá væri við aðra að sakast en SR. Einn fundur hefur verið haldinn í Yfirnefnd Verðlagsráðs um loðnu- verðið, sem á að gilda frá byrjun haustvertíðar. Þar er oddamaður Bolli Rollason, Ingólfur Ingólfsson og Páll Guðmundsson eru fulltrúar seljenda, en þeir Jónas Jónsson og Guðmundur Kr. Jónsson fulltrúar kaupenda. Á fyrsta fundinum var rætt um stöðu mála og beðið er útreikninga Þjóðhagsstofnunar. Jón Reynir sagðist allt eins búast við, að verðákvörðunin drægist á langinn. „Það kæmi mér ekki á óvart þó þetta yrði mikið þref og erfið fæðing," sagði Jón Reynir. Er hann var spurður hvers vegna, sagði hann helztu ástæðurn- ar vera þær, að nú væri ekkert fé til í Verðjöfnunarsjóði til að styrkja þessa vinnslu og verð á mjöli og lýsi væri nú talsvert lægra í dollurum en var í byrjun ársins. Hann sagði, að ekkert væri búið að selja fyrirfram af lýsi, en e.t.v. um 10 þúsund tonn af mjöli. Fyrir próteineiningu af mjöli fengjust nú um 7,20—7,30 dollarar, en verðið var í kringum 9 dollara um síðustu áramót. Fyrir tonn af lýsi fást nú um 370—380 dollarar, en í fyrra- vetur fengust um 430 dollarar fyrir lýsistonnið. „LOÐNUFLOTINN er nú óum deilanlega mjög illa settur og stoðugt hefur sigið á ógæfuhlið- ina og þvf finnst okkur ótækt annað. en þessi skip hafi mögu- lcika á síldveiðum í haust." sagði Kristján Ragnarsson f samtali við Morgunbiaðið. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur hins vegar lagt til. að loðnuskipin svokölluðu fái ekki ieyfi til síldveiða i haust, en þessu hefur stjórn LÍÍI mótmælt. Tillaga sjávarútvegsráðuneytis- ins er þess efnis, að nótabátum, þó ekki loðnuskipunum, verði leyft að veiða 24.500 tonn af síld í haust, en reknetabátar fái að veiða 18 þús- und tonn. I fyrra veiddu loðnu- skipin um 8 þúsund tonn af síld, en nú er ekki gert ráð fyrir, að þau fái leyfi til síldveiða. Samtais mælir sjávarútvegsráðuneytið með veiðum á 42.500 tonnum af síld í reknet og hringnót og þýðir það um 15% samdrátt frá kvóta Ráðherra leggur til að loðnubátar fái ekki síldveiðileyfí síðasta árs. Að auki verður eitt- hvað magn veitt í lagnet. 'flllaga fiskifræðinga var að 40 þúsund tonn yrðu hámarkið á vertíðinni i haust. „Er loðnuvertíðin hefst nú næstu daga leggja skipin upp með minni kvóta en í fyrrahaust. Nú er kvótinn 618 þúsund tonn fram á næsta vor, en ef litið er aftur í tímann kemur í ljós, að haust og vetur 1978-79 veiddu loðnuskipin rösklega eina milljón tonna. Á þessum árum voru menn að fjár- festa í nýjum skipum og dýrum breytingum og þá töldu fiskifræð- ingar, að ekki þyrfti að takamarka veiðarnar eins og nú hefur orðið raunin á. Því finnst okkur ótækt, að þessi skip fái ekki að fara á síldveiðar," sagði Kristján. Á stjórnarfundi LÍU á þriðju- dag var fjallað um síldveiðarnar í haust og í samþykkt fundarins kemur fram, að stjórn LÍÚ leggur til, að loðnubátar fái að veiða síld í haust. Þar sem hins vegai sé fyrirsjáanlegt, að veiðarnar v> rði takmarkaðar frá því sem vai í fyrra, leggur LÍÚ til, að kvóti allra skipa verði minnkaður um 15% eða sem nemur samdrætti í há- marksafla. Hins vegar verði ekki um það að ræða, að einhverjum bátategundum verði bannaðar síldveiðar í haust. Tillaga þessi var send sjávarútvegsráðuneytinu og verður fjallað um mál þetta næstkomandi mánudag. Á fundi útgerðarmanna fyrir nokkru var fjallað um tillögu þess efnis, að kvóti verði settur á hvern einstakan reknetabát eins og tíðk- ast á nótabátum. Tillagan var felld með 30 atkvæðum gegn 11. Flugleiðir: Tvær DC-8 í pílagrím- flug fyrir Alsírmenn FLUGLEIÐIR hafa gengið frá samningum við Alsirmenn um pílagrímaflug fyrir þá I haust, en það hefst 9. september nk. að sögn Sigurðar Ilelgasonar. for- stjóra Flugleiða. Sigurður Helgason sagði enn- fremur, að samið hefði verið um leigu á tveimur DC-8-þotum til flugsins, sem mun taka um tvo mánuði, með um tveggja vikna hléi. Aðspurður sagði Sigurður, að strax 9. september myndu Flug- leiðir geta sett eina DC-8-þotu sína í flugið, en nauðsynlegt væri að taka aðra á leigu til að byrja með þar sem háannatíminn í áætlunarfluginu væri enn ekki á enda. Pílagrímaflugið hefst nú um hálfum mánuöi fyrr en það gerði á síðasta ári. Fyrrihluti verkefnisins verður í september og hefst eins og áður sagði 9. september, en síðari hlutinn verður í október. Sigurður Helgason sagði, að mjög mikið yrði flogið og yrði mikill fjöldi flugliða viðriðinn þetta flug. Hins vegar væri ekki hægt að r.egja til um það nákvæmlega hversu margir þeir yrðu, þar sem flug- áætlanir lægju ekki fyrir ennþá. Gert er ráð fyrir, að aðallega verði flogið frá Oram í Alsír til Jeddah í Saudi-Arabíu, en þaðan verður fólkinu væntanlega ekið til Mekka. Reiknað er með, að fluttir verði a.m.k. 12—13 þúsund far- þegar í þessum ferðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.