Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri: Ef ni sem okkur er engin skömm að flytja - en miðdegissagan hefur hlotið talsverða gagnrýni „ÉG ER ekki sammála þessari saKnrýni. Ég get skilið hvers vegna á henni stendur en ég heí ekki aí henni þungar áhyKKjur.“ hetta sasði Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins er hann var inntur eftir þeirri KaRnrýni er komið hefði fram á lestur miðdejfissögu í útvarpinu, Praxis eftir rithöfundinn Fay Weldon í þýðinRu Dajjnýjar Kristjáns- dóttur. „GaKnrýnin hefur verið tals- vert mikil miðað við það sem maður á að venjast. Það sem vekur athygli í sambandi við þessa gagnrýni og ég held að sé meginskýringin, er að þessi höf- undur sem þarna á í hlut lýsir hugsunarhætti, viðhorfum og tilfinningalífi kvenna. Bæði reynslu. þeirra og afstöðu til ýmissa hluta í tilverunni á miklu naktari og hreinskilnari hátt en maður hefur oft átt að venjast í svona sögum. Ég held að það sé fyrst og fremst það að 0 INNLENT vegna þess að í bókinni eru lýsingar og þar eru tekin fyrir viðhorf sem að hefur verið „tabú“ að tala um hingað til. Það er þess vegna sem þessi bók hefur valdið svona miklum hræringum hjá sumum hér. Ekki það að einstakar lýs- ingar hennar séu neitt sóðalegri eða djarflegri heldur en gerst hefur, heldur vegna þess að höfundurinn leyfir sér að tala um hluti sem hafa verið eins og ég segi hálfgert bannorð hingað til. Sagan er að mínum dómi bæði vekjandi og umhugsunarverð, vel gerð saga og vel skrifuð, auk þess vel þýdd og vel lesin og þarna tel ég að séu á ferðinni nútímahókmenntir sem eigi fullt erindi til okkar. Ég tel að þarna sé á ferðinni efni sem okkur er engin skömm af að flytja," sagði Hjörtur Pálsson að lokum. Malbikunar- framkvæmdir í Borgarnesi liorgarm si. fi. ágúst. ÞESSA da«ana er verið að leKKja olíumalbik á nokkrar götur í Borg- arnesi. Verið er að leggja á Biiðv- arsgötu en auk hennar verður lagt á Þórólísgötu. Þórunnargötu. Sæ- unnargötu. Kjartansgötu. hluta Þorsteinsgötu. Dílaha'ð og Borgar- vík. Þá verður lagt olíumalhik á nokkur hilasta-ði. Þau helstu eru: við nýja Mjólkur- samlagið, en það er þeirra stærst, við hótelið, J.L.-húsið, Vírnet h.f. og apótekið. Nú alveg á næstunni verð- ur einnig lagt olíumalbik á brúar- fyllinguna við Borgarfjörð. Það er Loftorka sf. sem er verktaki við útlagningu olíumalbiksins en Miðfell hf. við framleiðslu þess við Stóru- Fellsöxl í Skilmannahreppi. Efninu er síðan ekið hingað á vörubifreið- um. IIBj. Legg til að blaðstjórnin segi af sér - segir Jón Baldvin „ÞETTA ER nú kannski ekki bein- línis traustsyíirlýsing. hvorki á hlaðið né ritstjórnina, en hún kem- ur frá blaðstjórnarmanni og hún er fullkomlega virðingarverð og um- ra“ðuverð og hún er snar þáttur af þessari deilu." sagði Jón Baldvin Ilannibalsson ritstjóri Alþýðublaðsins í samtali við Morg- unhlaðið í gær. er hann var spurður álits á þeim ummaium Björns Pdaz a ÚTSALAN HEFST Á MORGUN Friðfinnssonar i Mbl. í gær. að átökin á Alþýðuhlaðinu ýti undir þá skoðun að leggja beri blaðið niður. „Það er löngu kominn tími til,“ sagði Jón Baldvin ennfremur, „að Alþýðuflokkurinn, og þá einkum forysta hans fari að gera það upp við sig og taka af skarið um, hvort Alþýðublaðið eigi bara að hjara án nokkurs stuðnings flokksins eða hvort flokkurinn vill halda því úti og leggja eitthvað á sig til að svo megi verða. Frá því ég byrjaði á þessu blaði hef ég lagt fram tillögur til blaðstjórnar um breytingar á því. Breytingar þær þyrftu ekki fyrst og fremst að fela í sér stækkun eða hallarekstur, heldur fela þær í sér að blaðið yrði gert að vettvangi er jafnaðarmenn skrifi í, sem þing- menn til dæmis skrifi í og fleira í þeim dúr. En blaðstjórn hefur verið steindauð, og hún hefur ekki tekið undir neitt af þessu eða komið með neitt frumkvæði. Til gamans má geta þess, að framkvæmdastjórh blaðsins varð á mistök fyrir nokkru, er gleymdist að panta pappírsrúllur, þá neyddist Alþýðublaðið allt í einu til að stækka um 100% hinn 1. maí sl. — Þetta voru tæknileg mistök við pöntun, sem þýddi að annaðhvort varð að rífa fjórar auðar síður innan úr, eða þá að fylla þær af efni. Síðari kosturinn var valinn, en þetta er dæmigert um afstöðu forystu flokk- sins til blaðsins, og líklega einsdæmi í blaðasögu heimsins, að blað stækki um 100% fyrir mistök! Ég legg til að blaðstjórnin segi öll af sér.“ Jón Baldvin var einnig spurður álits á þeim ummælum Sighvats Björgvinssonar í Morgunblaðinu í gær, er hann sagði að þessi deila væri lítilfjörleg, að deilan væri leyst, og að hann skyldi ekki ástæðuna fyrir þessum látum nú. „Þetta eru látalæti í þingflokks- formanninum," sagði Jón Baldvin, „en það má segja honum til hróss að honum lætur svo vel að látast. Hann hefur sjálfur verið ritstjóri Alþýðu- blaðsins og ef ég þekki hann rétt, hefði hann ekki tekið því þegjandi og hljóðalaust, ef blaðinu hefði verið lokað fyrir honum, eins og nú var gert. Um það, að þetta mál sé ekki af pólitískum toga, vísa ég til yfirlýs- inga ýmissra forystumanna Alþýðu- flokksins, til dæmis formanns verka- lýðsmálanefndar flokksins í viðtali við síðasta Helgarpóst," sagði Jón að lokum. Hætt komn- ir á trillu TVEIR menn á 7 til 8 tonna trillu. Jóni Gestssyni frá Reykjavík. voru ha'tt komnir er leki kom að trill- unni 10 mílur norður af Garðskaga aðfaranótt síðastliðins laugardags i talsverðum vindstrekkingi. Vél hátsins stöðvaðist. en mennirnir náðu að halda honum á fioti þar til hjáip barst frá Ilvai 0. Hvalur 6 tók trilluna í tog og mennina um borð. Trillan var síðan ausin á leið til lands, en hafnsögu- báturinn Þróttur og menn úr björg- unarsveitunum Ingólfi og Fiska- kletti komu á móti Hval 6 og aðstoðuðu við að koma trillunni heilli til Hafnarfjarðar um fimm- leytið í gærmorgun. Mönnunum mun ekki hafa orðið meint af volkinu. Gervasoni í samtali við MbL: Veit ekki hvort ég hef fengið fullnað- arnáðun eða ekki _ÉG VAR látinn laus kl. 13.00 á föstudag. en ég veit ekki hvort ég er nú endanlega frjáls eða hvort ég verð leiddur fyrir rétt síðar." sagði Patrick Gervasoni í samtali við Mhl. en hann kom til Parisar i gær frá Suður-Frakklandi. „Það harst skipun frá yfirmanni hers- ins i Lyon að mér skyldi sleppt tafarlaust. erj hann hafði fengið fyrirmæli um það símleiðis frá varnarmálaráðherra. í byrjun næstu viku munu lög- fræðingar mínir fara í varnarmálaráðuneytið og athuga hver staða mín er. Eins og stendur er ég án allra skilríkja. Ég get ekki sagt af hverju ég var látinn laus nú. Hingað til hefur herinn neitað að láta mig lausan þrátt fyrir fyrirmæli ráðherrans, en það getur verið að þeir hafi nú látið segjast vegna þrýstings frá almenningi, en mál mitt hefur vakið vaxandi athygli, bæði í Frakklandi og erlendis, þar sem átján deildir Amnesty Internation- al hafa tekið upp baráttu í máli mínu. Nú veit ég ekki hvort ráðherrann hefur fyrirskipað að ég yrði látinn laus einungis tii þess að lægja öldurnar og hvort ég verði leiddur fyrir rétt síðar. Náðun ráðherrans frá 14. júlí var ekki tæmandi, þannig að ennþá eru í máli mínu ákærur gegn mér sem ekki hefur verið fallið frá,“ sagði Gervasoni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.