Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
~7
7
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
í mannlífinu dregur hver
dám af sínum sessunaut, og
oft eru tekin misgrip á þeim
sem líkir eru. Eins er þetta í
orðlífinu. Ein orðmynd lagar
sig eftir annarri vegna að-
stæðna, án þess um eigin-
legar hljóðbreytingar sé að
ræða. Það heitir áhrifsbreyt-
ing (analogia) á finu máli,
enda er þá þorri manna
tekinn að nota þá orðmynd
sem áhrifsbreytingin hefur
komið á kreik. Þangað til,
meðan aðeins fáir aðhyllast
nýjungina, heitir hún rang-
mæli og málvilla.
Ung stúlka eða dóttir
nefndist mær, svo sem son-
urinn er nefndur mögur.
Orðið beygðist svo að fornu:
mær, um mey, frá meyju, til
meyjar. Ljóst er að æ-ið í
nefnifalli er í vonlitlum
minnihluta gagnvart ey-
hljóðum aukafallanna, enda
hefur orðið sú
áhrifsbreyting, að nefnifallið
er nú í vissum samböndum
fremur haft mey en mær.
María mey segja fleiri en
María Mær. Hrein mey er
fremur sagt en hrein mær,
og samsetningin ungmey er
víst algengari en ungmær.
Hins vegar gæti orðmyndin
mær verið allt eins tíð, ef
þetta síðasta væri haft í
tveimur orðum: ung mær.
Á hinn bóginn hefur öfug
áhrifsbreyting, þ.e. að þol-
fallið breytist í mær fyrir
áhrif frá nefnifalli, ekki ver-
ið „viðurkennd". Það er enn
málvilla.
Hún Maja litla tnefl Ijosa hárið.
hún likist helst álfamær.
heyrist mér vera sungið.
Enn verra þykir, þegar
æ-myndin er komin inn í
þágufall. í vondu ljóði segir:
Og missti brátt sjónar á
mærinni tárablautu.
Þetta finnst mér og fyrir
fleiri hluta sakir, ærið
smekklaust, en engan veit ég
enn hafa sagt til mærar í
eignarfalli.
Þá er hitt, þegar menn
rugla saman áþekkum orð-
myndum, t.d. sögnum sem
hljóma líkt eða líta svipað út.
Hversu oft höfum við ekki
heyrt og séð undanfarið að
kveða sér hljóðs í stað þess
að kveðja sér hljóðs, eins og
það er að réttu lagi. Hann
kvaddi (ekki kvað) sér
hljóðs, og hún hefur kvatt
(ekki kveðið) sér hljóðs.
Þá er ekki sama hvort
menn nota sögnina að heyja,
t.d. í merkingunni að afla
sér, eða heygja, sem merkir
að verpa haug yfir, jarðsetja.
í víðiesnu blaði mátti fyrir
skömmu lesa að margir
hefðu heygt sér ómetanlega
reynsluþekkingu. Þetta er
vissulega rangt, en ekki skal
gert lítið úr þeim vanda sem
því fylgir að beygja sögnina
að heygja í merkingunni að
afla sér. Líklega væri eðli-
legast að segja að menn
hefðu heyjað sér ómetanlega
reynsluþekkingu. Naumast
er hægt að segja háð í því
sambandi. Hvort tveggja
þykir mér ljótt og myndi
reyna að sniðganga vandann
með því að nota aðra sögn í
þessari stöðu.
En vandinn í sambandi
heyja er víðtækari. Sögnin
beygist að fornu heyja, háði,
háð, þ.e.a.s. sú sem merkir að
gera, framkvæma (ekki sú
sem merkir að stunda hey-
skap) og er einna algengust,
þegar sagt er frá stríði. Þau
hljóðlögmál, sem valda því
hversu 2. og 3. kennimynd
eru ólíkar hinni fyrstu, er of
flókið að rekja hér, en nú
kemur til áhrifsbreyting.
Mönnum þykir munur kenni-
myndanna of mikill og búa
til nafnháttinn að há í sam-
ræmi við háði, háð, en vafa-
söm verður sú sagnmynd að
teljast. Mér þykir ekki ris-
mikið málið, þegar sagt er að
há stríð, og þá er líka stigið
yfir mörk annarrar sagnar,
sem frá fornu fari hefur
beygst há, háði, háð og
merkir að verða mönnum til
trafala eða gera þá vanhæfa.
Enn er að nefna rugling
sagnanna að rækja og rækta.
Sá sem rækir trú sína, er
trúrækinn. Vera má að trú-
arræktun sé ekki fjarstæða,
að minnsta kosti mátti lesa
um það fyrir skömmu, að
íbúar Bretagne í Frakklandi
væru vel kaþólskir og rækt-
uðu vel trú sina. (Bréf Páls
IV, 9.) Ég hefði samt fremur
sagt að þeir ræktu vel trú
sína.
Alkunna er hversu menn
rugla saman sögnunum að
drúpa (drúpti, drúpt) — vera
112. þáttur
álútur og drjúpa (draup,
drupum, dropið) — leka (í
dropatali). Á þetta er fyrr
minnst hér í þáttunum og
sagt sem svo að ekki fari vel
á því að maður drjúpi höfði,
því að fyrr megi menn lúta
en að leki af þeim höfuðið.
Gamall er sá skólabrand-
ari úr orðskýringum, þegar
sagt var um baðmull: „Ég
skil nú vel orðið bað, en ég
veit ekki hvað þetta mull er.“
Þetta kemur í hugann þegar
ég les þessa tilvitnun í téðu
Pálsbréfi: „Látið loðmullina
snúa inn á meðan þið saum-
ið.“
Mér fer eins og manninum
að ég veit ekki hvað þetta
mull er, og þekki ekki sam-
setninguna loðmull. Kannski
getur einhver frætt mig um
hana. Aftur á móti þekki ég
orðið loðmulla, bæði um
mann, sem er óákveðinn og
deigur í afstöðu, svo og
hríðarveður í logni og síðan
sitthvað annað sem ósköru-
legt og linkulegt er.
Ekki veit ég hvaða nafn-
gift á að klína á þá vitleysu
sem lesin var um daginn, en
þá sagði orðrétt í blaði, sem
fyrr meir þótti fremur vel
skrifað: „Sólin er farin að
bera því við að skína.“
Líklega á þetta að tákna að
öðru hvoru sjái til sólar,
fremur en sólin hafi uppi
einhverjar viðbárur um skin
sitt eða skinleysi, og má þó
við öllu búast í tíðarfarinu,
þegar svo er komið, að „...
þá gerði allt upp í 10 stiga
næturfrost dag eftir dag
(auðk. hér) og hafði það mjög
slæm áhrif."
Nærri má nú geta. Svo ill
sem næturfrost eru á sínum
tíma, hljóta þau að hafa sýnu
skaðvænlegri áhrif á daginn.
Loks er að gleðjast yfir
því, að hið góða orð ekjuskip,
ættað frá Tryggva Helgasyni
á Akureyri, heyrðist oftar en
einu sinni í útvatpsfréttum
fyrir skemmstu. Þetta er
nýyrði fyrir ro-ro-skip. Vilja
menn þá ekki líka, að tillögu
Tryggva, endurlífga orðið
þura í merkingunni hljóðfrá
þota. Þura merkti ör, líklega
skylt orðinu þurs sem upp-
haflega merkti þann sem
böðlast hratt áfram, sbr. og
sögnina þyrja, þurði, þurið
— þeysast og geysast.
Kápan auglýsir
Sumarútsalan
Hefst á morgun — Mikil verölækkun
Þakkarávarp
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með
heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á 80 ára afmœli
mínu þann 26. júlí sl.
Guð blessi ykkur öll.
Björn Jónsdúttir,
Selási 2fí,
Ef(ilsstödum.
Færi ykkur öllum, nær og fjær, hugheilar
þakkir fyrir kveðjur og vinsemd mér sýnda á
85 ára afmælisdegi mínum 27. júlí sl.
Lifið heil.
Geir Zoéga
Stálklæðning með níðsterkri PVC
húð á þök og veggi.
Mikið litaúrval. Allir fylgihlutir.
varanleg og fagleg lausn. Mjög
hagstætt verð.
Tilboð yður að kostnaðarlausu.
Sala og uppsetningarþjönusta:
© S.S.lnnréttingar sími 21433
GENGI VERÐBRÉFA 9. ÁGÚST 1981
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
1969 1. flokkur
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1 flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
Kaupgengi
pr. kr. 100.
6.944,05
6.464,28
4.729,94
4.251.74
3.689.51
3.138,84
2.328,83
2.145,42
1.480,88
1.211,98
912,82
864.73
698,99
649.17
543.75
443,16
349.75
295.76
229,47
177.74
140.18
123,35
Meöalávöxtun spariskírteina umfram verö-
tryggingu er 3,25—6%.
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
A — 1972
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
Kaupgengi
pr. kr. 100.
2.297,12
1.891,86
1.616,54
1.377,08
948,23
948,23
635,07
607.07
464,84
433,93
Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun
p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef-
in út á handhafa.
HLUTABRÉF
Tollvöru-
geymslan hf.
Skeljungur hf.
Fjárfestingarf.
Islands hf.
Kauptilboö
óskast
Sölutilboö óskast
Sölutilboö
óskast.
VEÐSKULDABRÉF VEDSKULDABREF
MED LANSK JARAVISITÖLU: ÓVERÐTRYGGD:
jpgeng m.v. nafnvexti Ávöxtun Kaupgengi m.v. nafnvexti
2’/*% (HLV) umfram (HLV)
1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 97,62 98,23 5% 1ár 68 69 70 72 73 86
2 ár 96,49 97,10 5% 2úr 57 59 60 62 63 80
3 ár 95,39 96,00 5% 3 ár 49 51 53 54 56 76
4 ár 94,32 94,94 5% 4 ár 43 45 47 49 51 72
5 ár 92,04 92,75 5’*% Sár 38 40 42 44 46 69
6 ár 89,47 90,28 6%
7 ár 86,68 87,57 6%%
8 ár 83,70 84,67 7%
9 ár 80,58 81,63 7%% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐ
10 ár 15 ár 77,38 69,47 78,48 70,53 8% 8V4% BRÉF í UMBOÐSSÖLU
MtnraTIMMrÚM iflMIM Hfl
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.