Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 23 Misjafn sauður í mörgu fé Hvað viltu segja um vinnubrögð bókmenntagagnrýnenda dag- biaðanna og þá einkum út frá þinni reynslu? „Eg les flesta þá ritdóma sem birtast í þeim blöðum sem ég kemst yfir. Hvað gagnrýnendum viðkemur, þá held ég að þar sé misjafn sauður í mörgu fé. Sumir þeirra vinna vel og eru málefna- legir en aðrir ættu að láta það ógert að eiga við þessa hluti. Mér finnst einkennandi hjá mörgum ungum gagnrýnendum, sérstak- lega þeim sem kenna sig við vinstri stefnu, að þeir eru ein- strengingslegir og alltof uppteknir af sínum kredduhugmyndum um það, hvernig eigi að skrifa bækur. Annað hvort rífa þeir niður bók- ina, þar sem ekki stendur steinn yfir steini, eða hæla henni og ekkert þar á milli. Þessi einstefna er ljótur löstur á gagnrýnendum." Nú var bók þín „rifin niður“ ef svo má að orði komast, af tveimur gagnrýnendum. Seturðu þá í síðari flokkinn? „Já, tvímælalaust. Hér veit ég að þú átt við Hrafn Jökulsson hjá Tímanum og Valdísi Óskarsdóttur hjá Dagblaðinu. Vissulega lái ég þessu fólki ekki að hafa sínar neikvæðu skoðanir á bók minni. En af því að þau voru ráðin af dagblöðum til gagnrýninnar, þá hefðu þau mátt beita viðurkenndri bókmenntagreiningu. Bókmennta- greiningu, sem byggðist á for- sendu og eðli verksins sjálfs, en það tel ég vera grundvallarkröfu til þess fólks sem er að kynna verkið fyrir alþjóð." Og ég hvet Eðvarð til að halda áfram. Ekki í takt við raunveruleikann „Hrafn segir að sagan sé „ekki í takt við raunveruleikann". En mér er spurn: Hvað er raunveruleik- inn? Ég var unglingur þegar ég skrifaði söguna og ég get alls ekki fallist á það að ég hafi ekki upplifað raunveruleikann. Valdísi Óskarsdóttur ætla ég hins vegar ekki að fjölyrða um annað en það, að ritdómur hennar var það ómál- efnanlegur og óskýr, að hvorki vinir mínir sem margir eru há- menntaðir né ég sjálfur, gátum skilið það til fulls sem hún skrif- aði. Meira vil ég ekki um það segja, en ég held að hún hafi fengið nóg á baukinn þegar ýmsir menn deildu á hana í lesendabréf- um, vegna þessa. Það er víst ekki sérlega vinsælt að höfundar svari fyrir sig, margir líta þá á að þeir þoli ekki gagnrýni, en af því að þú vildir að ég segði umbúðalaust frá þeirri reynslu sem ég fékk af minni fyrstu bók, þá hef ég ekki gert neitt annað að segja en það sem mér býr í brjósti." Guðstrú á sterkar rætur í mér í bókinni koma fram trúarvið- horf. Trúir þú á Guð? „Já, það geri ég. Barnatrúin á sterkar rætur í mér. Þegar ég var strákur var ég um tíma í sumar- búðum KFUM í Vatnaskógi og þar kynntist ég hversu mikilvægt það er að hafa trú á hið góða í lífsbaráttunni. Það hefur veitt mér mikla fyllingu síðan. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég bið bænir, bæði þegar mér vegnar vel og illa. Ég efa það ekki að trú mín hefur gefið mér mikinn styrk og ég vænti þess að hún megi verða leiðarljós í skrif- um rnínum í framtíðinni." Ert þú metnaðarfullur rithöf- undur — með frægðardrauma í kollinum? „Ekki lengur. Það var með mig eins og oft er með börn að ég átti mér framtíðardrauma. Einhvern tíma hafði mig langað til að verða mikill rithöfundur, en það er bara eins og með önnur bernskubrek, að barnið vill alltaf verða einhvers virði. Það er þó nokkuð síðan ég hætti frægðardraumunum og gerði mér grein fyrir því, að velferð einstaklingsins, andleg velferð, er ekki fólgin í því að baða sig í sviðsljósinu og verða almenn- ingseign — síður en svo! Mestu máli skiptir að vera sjálfum sér samkvæmur, áreiðanlegur og traustur og taka tillit til samborg- ara sinna,“ sagði Eðvarð og hér gerðum við smá hlé á samtalinu og hann bauð mér upp á kaffisopa. Hef kynnst mörgum smáborgurum Eðvarð hefur fengist mikið við félagsmál. Verið formaður ung- mennafélagsins á Hellissandi og framkvæmdastjóri Héraðssam- bands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Einnig hefur hann setið í ótal nefndum, verið formaður skólafélags Héraðsskólans í Reyk- holti og ritstjóri fjölda skólablaða og kynningarrita um hin ýmsu efni. Hann er ekki nema 21 árs og hefur þó alla þessa reynslu að baki. Ég spyr hann, eftir að hafa tekið mér góðan tíma við kaffi- drykkjuna, hvaða hæfileika menn þurfi að vera gæddir til að hafa áhrif og vera leiðandi í félagsmál- um. „í fyrsta lagi verða menn að vera tilbúnir til að fórna miklum tíma í þetta,“ sagði Eðvarð. „Þeir verða að gefa sig í þetta af heilum hug, af því að þeir vilja vinna fyrir sjálfan sig og aðra Þeir verða líka að vera samvinnuþýðir. Ég hef kynnst mörgum í gegnum mín félagsstörf, sem eru óttalegir smá- borgarar, en það er einmitt slíkt fólk sem kemst aldrei langt og nýtur ekki langvarandi trausts. Smáborgarar eru þeir menn, sem segja eitt í dag og annað á morgun og gera sjálfa sig að aðalatriði í félagsstörfunum og reyna að upp- hefja sig með þeim; eru með persónulegt skítkast, gagnrýna hart og gefa þess minna af sér til uppbyggilegrar starfsemi. Þetta fólk fer verulega í taugarnar á mér. Félagsmálaáhugi er ekki sannur þegar menn eru stöðugt að togast á um persónulega smá- muni.“ Hvað ertu að skrifa núna? „Um þessar mundir er ég að skrifa framhalda bókarinnar „Gegnum bernskumúrinn" og er áætlað að hún komi út næsta ár ef ekkert kemur fyrir." Vinnur á nóttunni Hvenær skrifar þú? „Ég skrifa mest á nóttunni þegar aðrir sofa. Ég er mikill næturhrafn og finn þá mest þá kyrrð sem mér er nauðsynleg til þessarar vinnu. Allavegana eftir að ég flutti til Reykjavíkur. — Það er ekki eins friðsælt hér og á Hellissandi." Hverskonar bækur hafa haft áhrif á þig? „Engin bók öðrum fremur," sagði Eðvarð og vildi ekki telja neinar upp. „Oftast hafa kvik myndir skilið meira eftir sig í huga mér, t.d. Gaukshreiðrið, Heimkoman — svo einhverjar séu nefndar. Hvaða bækur ég les? Þær eru helst um guðfræðileg efni, sálarfræði og aðra heimspeki. Eina tímaritið sem ég er áskrif- andi að er Kirkjuritið og finnst mér það vera firna gott og vandað. Ég gríp í eina og eina íslenska skáldsögu af og til, því auðvitað vil ég fylgjast með hvað aðrir eru að skrifa." Ætla út i kennslu næsta vetur Lifir þú á því að skrifa? „í sumar reyni ég að gera það, já. Að skrifa bók getur orðið góð fjárfesting, en kerfið er nú einu sinni þannig uppbyggt, að maður fær litlar greiðslur fyrir verk sitt fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það hefur komið út. í sumar held ég mér að mestu gangandi á „free-lance“ blaðagreinum. í vetur hyggst ég fara ú í kennslu ef ég fæ einhvers staðar stöðu — en há- skólinn verður látinn bíða a.m.k. til næsta árs,“ sagði þessi ungi rithöfundur að lokum. Ég þakkaði honum fyrir kaffið og spjallið, og óskaði honum góðs gengis á lista- brautinni. Viðtal: Tryggvi V. Lindal. Frá 1. ágúst 1981 hafa oröið eigendaskipti að Sæigætisgerö- inni Opal HF. Hlutafélagið hefur hætt rekstri, en nýtt firma undir nafninu Sælgætisgeróin Opal tekiö vió. Stjórn Sælgætisgeróarinnar Opal HF. þakkar viðskiptavinum sínum öllum ánægjuleg viðskipti á undanförnum 36 árum og væntir þess aó fyrirtækió og hinn nýi eigandi megi áfram njóta þeirra í rekstri. í samræmi vió ofanritaó mun ég, Einar Ólafsson, framvegis reka Sælgætisgeróina Opal. Mun ég leitast vió aó halda uppi þvi merki, sem fyrri eigendur hafa áunnió fyrirtækinu meó vörugæóum og þjónustu og vænti þess aó mega njóta þeirra vióskiptasambanda er þeir hafa stofnað. Heimilisfang og símanúmer helst óbreytt. SÆLGÆTISGERÐIN OPAL HF. Jón Guólaugsson, forstj. Skeljatanga 1, Rvík. SÆLGÆTISGERÐIN OPAL Einar Ólafsson, forstj. Drápuhlíð 48, Rvík. HÁRSNYRTISTOFA LI J OG VERSLUN Sérhæfum okkur í klippingum Vll Op/ó virka daga kl. 9-18 og laugar- daga frá kl. 9-12. Verið velkomin. SALON Á PARIS Hafnarstræti 20. (Nýja húsinu við Lækjartorg). Sími 17840.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.