Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Aldrað fólk í Reykjavík heimsótt „Mér orðið stirt um stef, og stílvopn laust í höndum, í langnættinu lítið sef, ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtarböndum. Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi ég fram á veginn. Gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin“. Svo kvað Bólu-Hjálmar í kvæði sínu Feigur Fallandason. Það er eitt sem við eigum flest sameiginlegt, að eldast og verða gömul. Það eru margir sem leiða ekki hugann svo oft að ellinni, en hvernig skyldi gamla fólkinu líða, hvað hugsar það og hvernig er það að eldast, finna sjónina sína daprast, heyrnina minnka, giktina gera vart við sig og fæturna svíkja sig. Blm. fór i heimsókn til fólks sem komið var á níræðisaldurinn og spjállaði við það um aðbúnað og líðan. Gíslína Magnúsdóttir Maður verður að vera léttur í anda Ég get nú ekki sagt að ég sé upp með mér af því að búa hér, en mér líður mjög vel. Það er hún Gíslína Magnúsdóttir fædd 18. janúar árið 1889 sem segir frá. Ég er alltaf sívinnandi og svo er ég mjög léttlynd að eðlisfari, sagði hún. Ég prjóna mikið og sel vöruna síðan úti í bæ, það er enginn „buisness" í að selja það hérna. Nú elskan mín, svo spila ég vist tvo tíma á dag og oftast er ég í gróða. Mér hefur alltaf þótt svo gaman að spila. Ég var sköpuð til að vinna. Aðspurð hvernig ellin virkaði á hana sagðist hún vera svo ung ennþá að hún hefði ekki hugmynd um það hvernig það væri að vera gömul. Það er reglusemin sem gildir vinan, þegar um heilsuna er að ræða. Ég legg mig alltaf á mínútunni tíu mínútur fyrir eitt og er komin á ról aftur tíu mínútur fyrir tvö. Síðan fer ég alltaf á sama tíma að sofa. Nú svo var ég að koma af ættarmóti og mér finnst ég vera miklu léttari eftir þá ferð. Ég fékk svo mikla hreyfingu og víðáttan var svo mikil. Maður verur að vera léttur í anda vinan. Annars geturðu nú ekki farið að skrifa þetta bull, þá fara allir að hlæja. Annars er þá markinu náð ef fólk getur hlegið, þá hlæ ég bara með. Ég hef fengið mesta auðinn sem nokkur getur fengið, góða heilsu og eignast yndisleg börn. En góða, förum nú að hætta þessu og fáum okkur heldur kaffisopa. Sigurjón Snjólfsson Stórkostlegt að vera hér Á Minni-Grund býr maður að nafni Sigurjón Snjólfsson, fædduf 8. mars árið 1889. Ég hef verið hér í sex ár, og það er alveg stórkostlegt að vera hér og maður fær allt sem mann vanhagar um, sagði Sigurjón aðspurður. Ég hugsa að það sé hvergi hugsað betur um gamalt fólk. Það er hver dagur öðrum betri hérna. — Hvað gerir þú á daginn? — Ég las nú mikið áður fyrr og skrifaði líka mikið. Núna skrifa ég aðallega sendibréf en les lítið. „Nú, svo geng ég um það bil klukkustund á dag og ég hef alltaf haldið því fram að það væri best að búa á íslandi fyrir jafnt unga sem aldna. Það er ekki erfitt að vera gamall í dag. Ég er fyllilega sáttur við lífið og tilveruna. Við gamla fólkið getum ekki sífellt verið að gera kröfur því við höfum allt sem við þörfnumst hérna á Minni- Grund. Hér eru margar skemmtanir fyrir okkur og messur eru einnig. Trygg- ingaféð mitt nægir mér alveg og þetta er allt alveg ágætt. Maturinn hérna er virkilega fínn og ég hef aldrei átt betra að venjast. Ragnheiður J. Árnadóttir Það er erfitt að vera upp á aðra komin Ég veit að það þýðir ekkert að vera að kvarta, sagði Ragnheiður J. Árnadóttir frá Tröllatungu fædd 25. júní árið 1890 er blm. hitti hana að máli að Hrafnistu einn sólskinsdag fyrir skömmu. Hér hef ég verið í sex ár núna og veit alveg hvað ég er að segja. — Líkar þer vel að búa hér? — Ég kom hingað af spítala og hef verið mikið lasin. Helst vildi ég ekki vera hér. Það þýðir lítið að tala um hvernig mér líður. Síðan ég hresstist hef ég dundað mér við að sauma og svo eiga að vera hérna skemmtanir á fimmtudögum og stundum koma einhverjir klúbbar og sjá um skemmtiatriði. Það er eitt sem má gjarnan koma fram, að starfsfólkið er alveg dásamlegt og maður verður að þakka Guði fyrir að maður sér, heyrir og getur klætt sig sjálfur. En það er óskaplega erfitt að vera upp á aðra komin. Aðbúnaðurinn hér er í sjálfu sér ágætur, en t.d. þegar ég kom hingað fyrst var ég í þakherbergi á fjórðu hæð. Þar er engin bjalla svo ég gat ekki látið vita af mér hefði ég skyndilega orðið alvarlega veik. En síðan var ég flutt hingað niður og það er allt annað. Annars er margt sem bæta mætti fyrir okkur gamla fólkið. Ellilaunin eru t.d. tekin upp í elliheimiliskostnaðinn og þá er lítið eftir. Þetta mætti gjarnan lagfæra svo gamla fólkið gæti veitt sér eitthvað. Kristinn Jóhannesson Það var hrikalegast að þurfa að hætta að vinna Kristinn Jóhannesson og eig- inkona hans, Anna Sigrún Jóns- dóttir, leigja hjá öryrkjabanda- laginu að Hátúni 10B. Þau eru fædd árið 1904. Blm. hitti þau hjón að máli og spurði hvað gert væri fyrir gamla fólkið sem byggi þarna. — Það er nú lítið. Hér er bara hver í sinni íbúð og fólk hefur lítil samskipti sín á milli. Annars fer konan mín á dagspítalann hérna tvisvar í viku þar sem hún er mikill sjúklingur. Hér gekk undirskriftalisti um sjúkradeild sem íbúar hér vildu fá að fara á ef einhver veiktist, en enn hefur ekkert komið út úr því. Einnig vildi ég gjarna mega leita til læknanna hér í húsinu, en þeir segjast ekki mega sinna okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.