Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 29 1 Jórunn Guðnadóttir Allir verða einhverntímann gamlir Hún Jórunn Guðnadóttir fædd 8. október 1895 býr á Hrafnistu. Blm. spurði hvernig henni líkaði dvölin þar. — Það er nú lítil reynsla komin á það ennþá, ég hef bara verið hér í mánuð. Annars held ég að það sé gptt að vera hér, þó þekki ég ennþá fáa. Áður bjó ég alein og það var alls ekki gott fyrir mig. Það er nú reyndar dálítið erfitt að flytja úr stóru húsi og hingað, selja allt sitt. En ég reyni að hugsa sem minnst um það og læt börnin um þetta. Maður verður að sætta sig við þetta því allir verða jú einhverntímann gamlir, ekki satt? — Hvað er gert hér á daginn? — Hér spilar fólk, en það get ég lítið gert af þar sem ég bæði sé og heyri illa. Á kvöldin horfir fólkið á myndsegulband, en það er enginn texti með á skerminum. Hér er hugsað vel um fólkið og það er ekki hægt að kvarta, held ég. Maður á að vera þakklátur fyrir það sem fyrir mann er gert og þakka fyrir það sem maður hefur. Þegar hausta tekur byrjar hér föndur og sitthvað fleira, held ég. Þorgils Bjarnason Maður verður barn í annað sinn Þorgils Bjarnason er fæddur 22. febrú- ar árið 1896. Hann býr ásamt konu sinni Hólmfríði Benediktsdóttur að Laugavegi 11. Blm. tók Þorgils stuttu tali og spurði hvort þau fengju einhverja húshjálp og hvernig það væri að verða gamall. — Ég hef verið lasinn undanfarið og konan vill ekki fara á elliheimili. Það sem er hvað verst hjá gamla fólkinu eru peningavandræðin. Maður þarf að borga húsaleigu og ýmislegt, s.s. síma, rafmagn o.fl. Við höfum sótt um húsnæði hjá félagsmálastofnuninni en aldrei fengið svar. Nú svo fáum við húshjálp tvisvar í viku og þess á milli hlaupa barnabörnin fyrir mann ef það er eitthvað sérstakt. Það er nú orðið ósköp lítið sem maður getur gert á daginn. Ég reyni að fara út tvisvar á dag og ganga dálítið ef ég get, annars þoli ég kuldann svo ósköp illa. i Elísabet Einarsdóttii Ég hef nógan tíma til að hugsa Elísabet Einarsdóttir er orðin 84 ára gömul og býr á Langholtsveginum. — Æi veiztu, ég vildi heldur vera á barnaheimili en á elliheimili, enda hefur enginn boðið mér það hlutskipti ennþá. Fólkið þar má ekki vera kátt heldur á alltaf að vera sígrátandi. Fólki er oft hrúgað í herbergi og það ætti með réttu að loka þessum elliheimilum. Þau eru eiginlega biðstofa dauðans. Nei aldrei skyldi neinn voga sér að setja mig á elliheimili. — Hvað aðhefstu á daginn Elísabet? — Ég hef nú verið mikið á sjúkrahúsum, en auðvitað ertu sett á ellilaun þegar þú hefur ekkert annað að gera. Ég les ekki mikið þar sem það er svo lítið að marka það sem ritað er núorðið. En ég gríp í prjónana mína við og við (eins og sást vel ef litið var í kringum sig). Ég hef nógan tíma til að hugsa eins og þú getur nú rétt ímyndað þér að gamalt fólk geti. Þú átt aldrei eftir að hitta kerlingu eins og mig. — Ertu ánægð með aðbúnað gamals fólks almennt? — Það þyrfti sko miklu að breyta í þessu þjóðfélagi ef gamla fólkið ætti að hafa það sómasamlegt. Nú orðið geta börnin ekki einu sinni hýst foreldra sína. Það er þó meira en ég get sagt. Það þyrfti einnig að minnka kynslóðabilið sem er orðið svo mikið núna og svo væri ekki úr vegi að gamla fólkið fengi aðeins hærri lífeyri. Lára Siggeirs Eg hef alveg nóg að starfa Það var sama hvar blm. knúði dyra, alltaf var gestrisnin einkennandi fyrir gamla fólkið. Lára Siggeirs er fædd árið 1897. Eftir að hafa þegið hjá henni veitingar, spurði blm. Láru hvað hún gerði við tímann á daginn. — Þrjá daga í viku fer ég niður í Hafnarbúðir. Ég er sótt hingað heim klukkan 8.30 á morgnana og keyrð niður í Hafnarbúðir. Þar borða ég og föndra náttúrulega þar sem ég verð alltaf að hafa eitthvað í höndunum, og hlusta á upplest- ur. Fólkið þar er alveg yndislegt. Síðan um fjögurleytið erum við svo keyrð heim aftur af alveg indælum manni. Hina dagana hef ég alveg nóg að starfa, ég á nóg af góðum kunningjum og svo er alveg nóg fyrir mig að gera í sambandi við heimilið. Ég gæti aldrei hugsað mér að fara á elliheimili því þar er allt svo eyðilegt og ég er yfir höfuð mikið á móti þeim. Svo framarlega að maður sé með fulla heilsu á maður ekki heima á elliheimili. Þar vantar öll huggu- legheit og þá meina ég að maður sé útaf fyrir sig. Ég skal nú segja þér að á meðan ég er með „fulle fem“ þá fer ég ekki á elliheimili. i Mínir beztu tímar voru þegar ég var á sjónum, þá kom maður víða. Maður getur þó yljað sér við minningarnar frá þeim tímum. Veistu, þegar maður eldist þá breytist margt og með mig er það þannig að ég fer að gleyma hlutunum. Annars er kannski besta lýsingin sú að þegar maður fer að verða gamall, þá verður maður barn í annað sinn. — Færðu ekki einhverja hjálp við heim- ilisstörfin? — Jú, jú, ég fæ stúlku tvisvar í viku til að hjálpa mér við gólfin en annars geri ég hitt sjálf. Stúlkurnar sem koma hingað og aðstoða mig eru afskaplega almennilegar. Ég er annars mjög sátt og ánægð, ellilaun- in duga alveg og meira en það. Ánnars finn ég svo sjaldan fyrir ellinni. Ég hef alltaf verið ákaflega hraust, svo er Guði fyrir að þakka, en ef ég finn fyrir blessaðri ellinni, þá segja allir að ég verði afskaplega geðstirð, segir Lára og hlær eins og henni er tamt. Við fáum heimilishjálp tvisvar í viku sem hjálpar okkur með hreingerningarnar. Annars er rólegt að búa hér og hér er verzlun á neðstu hæð, sem er mjög þæglegt fyrir okkur. Nú svo erum við nú að reyna að eiga bíl en urðum sár þegar okkur var neitað um bílastyrk þar sem við erum bæði öldruð og sjúklingar en Anna þó meiri sjúklingur. Það er erfitt að láta ellilifeyrinn duga fyrir húsaleigu sem er 1300 krón- ur, hita, rafmagni, bílnum, mat og svo t.d. ef þú ætlar að þvo í þvottavélinni niðri, þarftu að borga auka fyrir það. Já, það fylgir margt ellinni. Það sem mér finnst hvað hrikalegast, það var að hætta vinna, þá er í rauninni lífið búið og maður er bara í geymslu, þangað til dauðinn knýr á dyr. Þetta er agaleg tilfinning. En konan vill ekki fara á elli- heimili og þá er hér ágætt að búa. Og á meðan við getum verið svona útaf fyrir okkur og séð um okkur sjálf þá megum við þakka fyrir. W kaupmenn- verslunarstjórar AVEXTIR IKUNNAR Jarðarber — bláber — epli rauð — epli grœn — epli gul — appelsínur — sítrónur — grape-aldin — perur — vínber grœn — ferskjur — nektarínur — melónur — vatns- melónur — plómur — ananas — kíwi — avocado — bananar — mandarínur — EGGERT KRISTJANSSOIM HF Sundagörðum 4, simi 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.