Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 1

Morgunblaðið - 09.08.1981, Side 1
64 SIÐUR 173. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 9.IRA skærulið- inn látinn Iklfast. 8. áKÚst. AP. THOMAS Mcllwee. sem hefur verið í mótma'lasvclti í Maze- fannelsinu í Belfast i fi2 daKa. lést í morgun. Hann er níundi IRA-ska'ruliðinn. sem látist hef- ur eftir mótmælasvelti. Mcllwee afplánaði ævilangan fanelsisdóm fyrir sprennjutil- ræði. Hann var handtekinn 1976. Skæruliðar IRA hófu mótmæla- svelti í fangelsum N-írlands [>ann 1. marz síðastliðinn. Þeir fara fram á „mannúðlegri" með- ferð í fangelsi en brezk stjórn- völd segja kröfuna í raun rétt- indi pólitískra fanga og slíkt komi ekki til greina, þar sem í hlut eigi glæpamenn. Síðustu dægrin hafa umfangsmiklar og fjölmennar mótmælaaðgerðir farið fram í Póllandi þar sem athygli hefur verið vakin á miklum matvælaskorti í landinu. Ekki sér fyrir endann á matvælaskortinum né þessum mótmælaaðgerðum, og meðfylgjandi mynd var tekin í Lodz fyrir skömmu er konur fylktu liði á götum úti. Húsmæður tóku börn sín með sér eins og sjá má. Saudi-Arabar leggja fram friðartillögur Vilja stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með hinn arabiska hluta Jerúsalem sem höfuðborg - reiðubúnir að viðurkenna ísrael Veita ekki flugtaks- heimild París. 8. áKÚst. AP. STJÓRN stærstu samtaka franskra Nugumfcrðarstjóra, en þau eru fimm samtals, skipuðu félagsmönnum i dag að veita ekki flugvélum er væru á leið til Handaríkjanna flugtaksheimild. Formaður samtakanna sagði. að flugumferðarstjórarnir myndu ekki leyfa flugvélum ann- ars staðar frá, er væru á leið til Handarikjanna. að fara um franskt flugstjórnarsvæði. Um 45% franskra flugumferð- arstjóra eru i viðkomandi sam- tökum. og kemur ákvörðun stjórnarinnar til framkva-mda síðar í dag. Akvörðunin var tekin til að styðja haráttu handarískra flugumferðarstjóra. sem eru i verkfalli. en samtökin frönsku lýstu því yfir, að það fyrirkomu- lag sem nú væri á flugumferðar- stjórnun í Bandaríkjunum, væri ha'ttulegt að þeirra mati. Engar tafir urðu á áætlunar- flugi til Bandaríkjanna frá Ileathrow í dag, og aðeins smávægilegar tafir frá öðrum helztu flugvöllum í Evrópu. For- stoðumenn brezkra flugfélaga, þar á meðal Sir Freddy Laker, lýstu því yfir í dag, að fylgst væri mjög náið með framvindu flug- umferðarstjórnunar i Bandarikj- unum. og að óhætt væri að segja, að fyllsta öryggis væri gætt, og öryggi farþega og flugvéla ekki i neinni ha ttu. Kivadh. Saudi-Arahíu. 8. avrust. AP. FAÍID KRÓNPRINS í Saudi Arabíu hefur lagt fram friðar- áætlun í Mið-Austurlöndum í sjö liðum. í tillögum sinum gerir krónprinsinn ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestinumanna og að höfuðhorg þess verði gamli hluti Jerúsalem. l>á gerir krón- prinsinn að tillögu sinni, að öll ríki fyrir botni Miðjarðarhafs verði viðurkennd. Með tillögu sinni er talið, að krónprinsinn sé að hvetia riki araha til að viður- kenna ísrael, gegn því að ísrael- ar fallist á tillögur Saudi-Araba. Almennt er talið að krónprins- inn sé áhrifamesti maður stjórn- arinnar í Riyadh. Hann ásakaði gyðinga í Bandaríkjunum um að reyna að koma í veg fyrir sölu AWACS-ratsjárflugvéla til Saudi-Arabíu. „Það fyllir mælinn ef þingið í Washington stöðvar sölu vélanna. Aðrar dyr eru okkur opnar," sagði krónprinsinn án þess að skýra nánar hvað hann átti við. Tillögum Fahds var dreift af fréttastofu Saudi-Arabíu í morgun. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna hefur mælt með sölu AWACS-véla til Saudi-Arabíu en meirihluti öldungardeildarinnar er andvígur sölunni. Fréttaskýr- endur benda á, að um 20% af innfiuttri olíu til Bandaríkjanna komi frá Saudi-Arabíu og einnig að Saudi-Arabar hafa staðið fast gegn olíuhækkunum í OPEC, sam- tökum olíuframleiðsluríkja. Krónprinsinn hvatti stjórn Bandaríkjanna til að viðurkenna frelsissamtök Palestínu, PLO, þó samtökin hafi ekki beinlínis verið nefnd á nafn. Þá hvatti hann Reagan til að leggja Camp David- samkomulagið á hilluna. Hann sagði reynsluna sanna að sam- komulagið væri aðeins dautt pappírsplagg. Þetta er í fyrsta sinn sem Saudi-Arabar leggja fram áætlun um lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún er í sjö liðum: 1. ísr ælsmenn dragi allt herlið sitt til baka frá svæðum sem hertekin voru í sex daga stríðinu 1967 þar með talinn hinn arab- íska hluta Jerúsalem. 2. Israelsmenn leggi niður land- nám gyðinga frá 1967; á vestur- bakka Jórdanár, Gaza-svæðinu og Golan-hæðum. 3. Trúfrelsi verði viðurkennt í Landinu helga; gyðingatrú, isl- ömsk trú og kristin trú. 4. Réttur 2 milljón Palestínu- manna verði viðurkenndur. Þeim verði heimilt að snúa aftur til heimalands síns og bætur verði greiddar þeim, sem kjósa að snúa ekki til baka. 5. Vesturbakki Jórdanár verði settur undir stjórn Sameinuðu þjóðanna á meðan breytingar þessar standa yfir. 6. Ríki Palestínumanna verði stofnað og að hinn arabíski hluti Jerúsalem verði höfuðborg ríkis- ins. 7. Öll ríki fyrir botni Miðjarðar- hafs verði viðurkennd, þar með talið Israel. Samið í Bólivíu l.a Paz. 8. ánúsl. AP. LEIÐTOGI uppreisnarinnar í Bóliviu og þriggja manna herfor- ingjastjórn landsins tilkynnti í morgun að samkomulag hefði náðst um áa'tlun til lausnar deilu uppreisnarmanna og stjórnar- innar og um útnefningu nýs forseta í stað Luis Gareia Meza. Uppreisnarmennirnir hafa við- urkennt völd þriggja manna her- foringjastjórnarinnar og snúið aftur til búða sinna. Til að koma á móts við uppreisnarmenn, hefur herforingjastjórnin fallist á að kalla brottvikna liðsforingja aftur til starfa og leyfa útlægum liðs- foringjum að flytjast aftur til landsins. Jafnframt varð að sam- komulagi, að herforingjastjórnin kallaði alla ráðamenn í her lands- ins til fundar til að kjósa nýjan forseta. Fyrrverandi hermaður í Rauða hernum: Brezhnev st jórnaði töku Wallenbergs Stokkhólmi. 8. ágúst. AP. LEONID Brezhnev, forseti Sov- étríkjanna. stjórnaði sérþjálf- aðri sveit. sem árið 1945 hand- tók sænska diplómatinn Raoul Wallenberg í Búdapest. Yaakov Menaker, fyrrum yfir- maður í Rauða hernum, sem var i Búdapest 1945, heldur þessu fram í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet í dag. Wallenberg aðstoðaði tugi þúsunda gyðinga frá klóm nazista í síðari heims- styrjöldinni. Menaker er nú búsettur í ísrael, en hann fékk heimild til að yfirgefa Sovétríkin árið 1979. Hann heldur því fram í viðtal- inu, að Brezhnev, sem var ofursti í 18. herdeildinni, hafi stjórnað handtökunni. Því er haldið fram, að Sovétmenn hafi grunað Wall- enberg um að vera bandarískan njósnara og því hafi hann verið handtekinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.