Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 plnrgiui Útgefandi nirifafcft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Ma*thías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. ótt töluverðar umbæt- ur hafi orðið í lífeyr- ismálum á undanförnum arum er misréttið enn hróplegt. Opinberir starfs- menn njóta enn margfallt bétri lífeyrisréttinda en al- mennir launþegar og það eru að sjálfsögðu skatt- greiðendur, sem standa undir þeim mismun. Með síðustu kjarasamningum við opinbera starfsmenn var enn aukið á þetta misrétti. Lífeyrir lífeyr- issjóða er að vísu verð- tryggður nú orðið en sá grunnur, sem lífeyris- greiðslur eru byggðar á, er misjafn og veldur því, að þjóðfélagsþegnarnir sitja ekki við sama borð í þess- um efnum. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á stöðu nokk- urs hóps eldra fólks í lífeyrismálum nú, þegar langflestir landsmenn eiga aðild að einhvers konar lífeyrissjóðum. í fyrsta lagi er ljóst, að eldra fólk, sem um þessar mundir er að komast á eftirlaunaald- ur og gerðist aðili að lífeyr- issjóðum fyrir u.þ.b. 10 árum, þegar þeir voru að ryðja sér til rúms að marki hefur safnað takmörkuðum réttindum á þeim stutta tíma, sem síðan er liðinn. Þetta fólk býr við allt önnur og verri kjör í ell- inni, en t.d. opinberir starfsmenn, sem nú eru að láta af störfum og eiga jafnlanga starfsævi að baki. í öðru lagi er líklega töluverður hópur af fólki, sem lokið hefur starfsævi sinni að mestu í engum lífeyrissjóði og nýtur engra lífeyrisréttinda. í sumum tilvikum nýtur þetta fólk einskis lifeyris vegna þess, að það veit ekki hver réttur þess er og ekki hefur verið hugsað nægilega vel um að kynna fólki þennan rétt. Samkvæmt upplýsingum, sem fram komu í frétt í Mrgunblaðinu í fyrradag veita lög um eftirlaun aldr- aðra, sem sett voru á árinu 1970 og tekið hafa nokkr- um breytingum síðan, eldra fólki nokkurn rétt til lífeyris. Skilyrði fyrir því að fólk fái lífeyri sam- kvæmt þessum lögum er, að viðkomandi sé fæddur fyrir 1914 eða á því ári og hafi starfað í a.m.k. 10 ár eftir 55 ára aldur. Líkur benda til, að töluverður hópur fólks, sem á rétt á lífeyri samkvæmt þessum lögum, fái hann ekki, vænt- anlega vegna þess að fólki er ekki kunnugt um þenn- an rétt og að sækja þarf sérstaklega um þennan líf- eyri. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða læt- ur þá skoðun í ljósi í Morgunblaðinu í fyrradag, að nauðsynlegt sé að kanna stöðu þeirra, sem fæddir eru á árunum 1915—1920 og annarra, sem falla ekki undir ákvæði laganna, því að hlutur þeirra sé ekki nægilega góður. Hann bendir ennfremur á, að húsmæður falli ekki undir ákvæði laganna en hins vegar ráðskonur. I velferðar- og velmeg- unarþjóðfélagi nútímans er illt til þess að hugsa, að umtalsverður hópur fólks búi við bág kjör vegna þess, að lífeyrismál voru ekki komin í þann farveg, sem nú er orðið, þegar þetta fólk var að ljúka starfsævi sinni eða langt komið með hana eða vegna þess, að það veit ekki hver réttur þess er. Sumir segja sem svo: þeir sem voru komnir á þennan aldur áður en lífeyrissjóðakerfið breidd- ist út áttu auðvitað að hugsa fyrir ellinni í tíma. En því er til að svara, að það hefur ekki verið auð- velt í óðaverðbólgu undan- farinna áratuga fyrir fólk að safna fé til efri ára. Þeir peningar hafa brunnið upp á báli verðbólgunnar, ef þeir hafa ekki verið festir í fasteignum og ekki er við því að búast, að þorri þjóðarinnar sé svo vel efn- um búinn að geta tryggt afkomu sína í elli með fasteignakaupunum. Lífeyrissjóðakerfi lands- manna er orðið allviðamik- ið. Aðkallandi verkefni er að huga að stöðu þess eldra fólks sem hér hefur verið gert að umtalsefni og brýnt er að koma á jafnrétti í lífeyrismálum, og eyða því misrétti, sem nú ríkir milli opinberra starfsmanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Þetta sýnist vera eðlilegt verk- efni fyrir launþegafélögin og má raunar furðu gegna hversu sofandi þau hafa verið í þessu mikla hags- munamáli félagsmanna sinna. Þar ber þó að nefna eina undantekningu sér- staklega, sem er Verzlun- armannafélag Reykjavíkur og forsvarsmenn þess, sem hafa gert stórátak í lífeyr- ismálum félagsmanna sinna og raunar á margan hátt haft forystu um um- bætur í lífeyrismálum á undanförnum árum. Umbætur í lífeyrismálum Reykj avíkurbréf Laugardagur 8. ágúst.. Nýr lífsstíll Á undanförnum árum hefur nýr lífsstíll verið að ryðja sér til rúms víða um lönd, ef nota má svo stór orð um þær þjóðlífsbreytingar, sem verið hafa í gerjun um skeið bæði hjá okkur og öðrum. Segja má, að kjarni þessa nýja lífsstíls felist í orðunum: heilbrigð sál í hraustum líkama. Hér er átt við þá þjóðlífsbreytingu, að fleiri og fleiri leggja stund á íþróttir og útivist af einhverju tagi og stór- aukinn áhugi er á því, sem kalla má heilbrigt mataræði. ÍÞróttir, sem áður voru stund- aðar af fáum útvöldum eru nú orðnar almenningsíþróttir. Lík- lega hefur sundíþróttin fyrst íþrótta orðið almenningseign. Geysilegur fjöldi fóiks iðkar sund nánast daglega. Um hollustu þess þarf ekki að ræða. Borgarstjórn- armeirihluti sjálfstæðismanna lagði mikla áherzlu á uppbyggingu sundstaða enda hafa talsmenn almenningsíþrótta jafnan verið áhrifamiklir í röðum sjálfstæð- ismanna og þá ekki sízt í borgar- stjórn. Nágrannabæir Reykjavík- ur eiga veruiegt starf óunnið í þessum efnum og eiga að leggja áherzlu á að fylgja fordæmi höf- uðborgarinnar í uppbyggingu sundstaða. Fjölmargir íbúar ná- grannabæja sækja sundstaði Reykjavíkur daglega og sýnir það að þörfin er fyrir hendi. Það var rétt ákvörðun hjá fjármálaráð- herra á dögunum að afnema söluskatt af aðgangseyri sund- staða. Það á ekki að skattleggja viðleitni almennings til þess að stunda heilbrigt líf. Skíðaiðkun hefur orðið almenn- ingsíþrótt á undanförnum árum. Geysilegur fjöldi fólks leggur nú stund á skíðamennsku og þá ekki sízt ungt fólk. Stundum heyrist talað af nokkurri fyririitningu um skíðaiðkun og þá tízku, sem henni fylgi. Þetta er auðvitað grundvall- armisskilningur. Skíðaíþróttin gerir landsmönnum kleift að hag- nýta kosti íslenzkrar vetrarveðr- áttu. Löngum var það svo, að fólk horfði með kvíða til vetrarins og skammdegisins en nú er svo kom- ið, að fleiri og fleirí hugsa til vetrartímans með fögnuði, ekki sízt vegna þess, að þá fer tími skíðaiðkunar í hönd. Með þessum hætti lærum við að hagnýta kosti okkar harðbýla lands. Skíðaiðkun stuðlar að heilbrigði fólks og það á með ölium ráðum að ýta undir þátttöku almennings í þeirri íþrótt. Margir kvarta undan því, að það sé dýrt að koma sér upp útbúnaði til þess að stunda skíða- mennsku. Það er athugunarefni fyrir fjármálaráðherra, hvort unnt er að lækka aðflutningsgjöld á skíðabúnaði. í raun og veru er ekki hægt að hugsa sér hollari frístundaiðju fyrir börn og ungl- inga en skíðaiðkun. Skíðaferðir hafa lengi tíðkast í skólum lands: ins en þær eru of sjaldan. í skólastarfinu ætti að leggja stór- aukna áherzlu á skíðaiðkun og ýta undir það að skólanemendur leggi stund á þessa íþrótt. Stóraukinn áhugi á ferðalögum og útivist hér innanlands er einn þáttur í hinum nýja lífsstíl íslend- inga. Undraheimar íslenzkra ör- æfa eru að opnast landsmönnum. Fyrir nokkrum áratugum voru það örfáir sérvitringar, sem lögðu á sig ferðalög um óbyggðir lands- ins og nutu þeirra fríðinda að vera einir á ferð. Síðan fór ákveðinn hópur útlendinga að sækja á þessar slóðir og fyrir svo sem einum áratug var þýzka jafnvel algengara tungumál í óbyggðum að sumarlagi en íslenzka. Nú er þetta að breytast eins og margt annað. Ferðafélögin eiga ríkan þátt í því að stuðla m.a. að gönguferðum um óbyggðirnar með byggingu sæluhúsa. Alveg eins og örfáir einstakl- ingar hófu ferðir um óbyggðir að sumarlagi fyrir nokkrum áratug- um hefur fámennur hópur ungra manna lagt fyrir sig skíða- og snjósleðaferðir um þessi svæði að vetri til. Islenzkur vetur er harður á þessum slóðum og í slíkar ferðir leggja ekki nema þjálfaðir menn og vel búnir. En vel má vera, að þeir séu þessi árin að leggja drög að því, að landsmenn geti síðar meir kynnzt töfrum öræfanna að vetri til, sem áreiðanlega eru ekki minni en að sumarlagi. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á framtaki nokkurra ein- staklinga, sem gera fólki kleift að fara í jöklaferðir og kynnast með þeim hætti enn einum þætti ís- ienzkrar náttúru. Hér hefur verið staðnæmst við sund, skíðaiðkun og ferðalög og útivist í óbyggðum landsins. Hér má líka nefna, að gönguferðir verða stöðugt vinsælli hjá fólki allt árið um kring enda mjkið af skemmtilegum gönguleiðum t.d. í nágrenni Reykjavíkur og hefur Morgunblaðið m.a. viljað stuðla að því með birtingu þáttanna Spöl- korn út í buskann, sem gerðir eru af Ferðafélagi íslands og eru fólki til leiðbeiningar um hæfilegar gönguferðir um helgar. Enn má benda á „reiðhjólaæðið", sem grip- ið hefur um sig á þessu ári og er auðvitað af því góða. Stundum er talað um sólarlandaferðir af virð- ingarleysi, sem ekki á við, því að þjóðin þarf á því að halda að komast í sól og það stuðlar að heilbrigði fólks. Þess vegna á að meta að verðleikum framtak þeirra frumherja í íslenzkum ferðamálum, sem gert hafa al- menningi kleift að komast til sólarlanda jafnvel árlega, ferðir, sem áður voru einungis á færi hinna efnameiri. Loks má nefna stóraukinn áhuga landsmanna á matargerð og heilbrigðu mataræði. Allt er þetta þáttur í hinum nýja lífsstíl landsmanna, sem menn hafa kannski ekki áttað sig á en er af hinu góða og jákvæður þáttur í þjóðlífi okkar — sem vissulega þarf á jákvæðum viðhorfum að halda. Nóg er af neikvæðu nöldri og öfundsýki í garð náungans. Andstæður um verzlun- armanna- helgi í þessu sambandi er kannski ástæða til að vekja athygli á þeim andstæðum í frístundaiðkun fólks, sem fram koma um verzlunar- mannahelgina á hverju ári. Að þessu sinni, eins og jafnan áður, voru fréttir um ölvun um þessa miklu ferðahelgi áberandi í frétt- um fjölmiðla í síðustu viku. Raun- Svalbarðseyri við Eyjafjörð. ar má ætla, að nokkur hluti þjóðarinnar bíði spenntur eftir fréttum í útvarpi um sjálfa helg- ina og í blöðum eftir helgina, ekki um það, hvort fyllirí hafi verið hér og þar heldur hvað svínaríið hafi verið mikið. Og fréttirnar létu ekki á sér standa nú fremur en endranær. Það er bersýnilega tilhlökkun- arefni töluverðs hóps fólks, og því miður ekki sízt unglinga og ungs fólks, að leggjast út um verzlun- armannahelgina tii þess að drekka áfengi í óhófi. Alvarlegasti þáttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.