Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 BILAVÖRUR Heildsölubirgðir WAGNER samlokur blikkarar bílaperur n >in- Hella luktir í úrvali OSRAM bílavörur JL • RJ Heildverzlun Jóhann Olafsson & Co. h/f, 43 Sundaborg 13, 104 Reykjavík. Sími: 82644. 0 B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Helgi P. Briem utanríkismál íslendinga í umhoði þeirra. Þó má segja að í reynd hafi Islendingar á þessu tímabili tekið utanríkisviðskiptin að mestu leyti í eigin hendur. Var Helgi meðal þeirra sem ruddu þá braut og lögðu um leið grundvöll þess að Islendingar tækju utanríkismálin að öðru leyti í eigin hendur svo sem þeir hlutu að gera er þeir slitu sambandinu við Dani. Sendiherrastörfum Helga er ég annars ekki ýkja kunnugur af eigin reynslu, en þykist þó mega fara um þau nokkrum orðum. Athygli mína hefur vakið Nefndarálit milliþinganefndar í sjávarútvegsmálum 1933—34, en nefndin átti að kanna hag og afkomu sjávarútvegsins. í álitinu greinir frá því að borizt hafi fá svör við fyrirspurnum um bættar og fjölbreyttari verkunaraðferðir og markaðsmál. Fiskifulltrúinn á Spáni, Helgi P. Briem, hafi þó sent nefndinni greinileg svör og síðan fylgir ýtarleg greinargerð frá hon- um um markaðsmál og vænlegar verkunaraðferðir. Er af þessu ljóst að á skömmum tíma hafði hann aflað sér rækilegrar þekk- ingar á fisksölu og fiskverkun- armálum. Ég hygg að þetta sé dæmigert um þá alúð sem hann lagði við störf sín. Hann kynnti sér þegar í upphafi sögu, menn- ingu, atvinnuvegi og stjórnmál í þeim þjóðlöndum, þar sem hann starfaði. Hann lagði mikla rækt við þau sambönd, sem hann taldi að Íslendingum mættu að gagni koma, ekki eingöngu á sviði við- skipta og stjórnmála heldur einn- ig mennta og menningar. Góð kynni auk traustrar þekkingar á mönnum og málefnum auðvelduðu honum allan erindisrekstur og fyrirgreiðslu. Fyrir þessu hef ég orð og ummæli margra mætra manna. Hitt er svo annað mál, að mikið af störfum sendiherra er eðli málsins samkvæmt unnið í kyrrþey og trúnaði og verður þeim því ekki lýst í einstökum atriðum. Eins og aðrir íslenzkir sendi- herrar var Helgi jafnan fáliðaður í sendiráði sínu, en þá kom sér vel hvílík hamhleypa hann var til vinnu. Ekkert verk var látið bíða til morguns sem afgreiða mátti í dag. IV. Þrátt fyrir umfangsmikil og erilsöm embættisstörf gaf Helgi sér tíma til að sinna fræði- mennsku og ritstörfum. Var hann afkastamaður þar sem annars staðar. Árið 1925 hafði hann tekið að kanna handrit Jörundar hunda- dagakonungs í British Museum. Tók hann sig síðan til er hann hafði lokið prófi í hagfræði 1928 og samdi mikið rit um byltingu Jörundar. Sögu hins skammvinna lýðveldis sem stofnað var á íslandi 1809. Leitaðist hann þar við að meta hvernig menn hefðu brugðizt við þeim atburðum innan land og utan. Dró hann saman margt áður ókunnra heimilda og sýndi fram á með skarplegum rökum að ísland hefði í valdatíð Jörundar haft öll einkenni fullvalda ríkis. Má segja, að Helgi tæki hér að nokkru leyti upp þráðinn frá langafa sínum, Gunnlaugi Briem, sýslumanni, sem nokkuð kom við sögu þessara atburða; setti m.a. saman ritgerð, þar sem hann reyndi að skilgreina lagalega stöðu íslands eftir valda- töku Jörundar, embættismönnum til leiðbeiningar um það hversu bregðast ætti við hinu „nýja lýð- veldi“. Ritið nefndi Helgi Sjálfstæði íslands 1809, og kom það út 1936. Fyrir það hlaut hann doktorsnafn- bót í sagnfræði 1938. (Doktorsritið bar raunar heitið Byltingin 1809, en ekki er ástæða til að ræða hér ástæður til þess.) Rit þetta er mikið að vöxtum, tæpar 600 bls., og verður um langan aldur helzta undirstöðurit um þessa atburði. Eitt hlutverk sendiherra er að annast landkynningu. Þann þátt starfseminnar rækti Helgi ekki eingöngu á þann hátt að svara fyrirspurnum og dreifa upplýsing- um, ef um var beðið, heldur með því að setja saman bækur. Þegar hann var aðalræöismaður í New York samdi hann bókina Iceland and the Icelanders, og kom hún út í New Jersey 1945. Er þar að finna mjög greinargott yfirlit um sögu, menningu og atvinnuvegi á íslandi auk þess sem bókin er prýdd mörgum myndum. Og á sendi- herraárum sínum í Svíþjóð átti hann samvinnu við ljósmyndar- ann Hans Malmberg um útgáfu myndabókarinnar Island. Ritaði Helgi inngang og myndatexta, sem voru einkar hnyttilegir. Þessi bók kom einnig út á ensku. Þá ritaði Helgi bókina Suður- lönd, sem kom út 1953 í bóka- flokknum Lönd og lýðir, sem Menningarsjóður gaf út. Hún fjallar um Spán, Portúgal og Ítalíu. Er hún fróðleg og skemmti- leg aflestrar. Eins og fyrr segir var honum árið 1961 falið að sjá um útgáfu samninga íslands við erlend ríki. Var þetta vandasamt verk því að bæði var álitamál við hvaða samn- inga Dana frá því fyrir 1918 íslendingar teldust bundnir, og eftir 1918 vantaði nokkuð á að allir samningar væru birtir í Stjórnartíðindum. Kostaði það mikla leit að hafa upp á þeim. Þessu mikla verki lét Helgi sig ekki muna um að ljúka á tveimur árum. Samningar Islands við er- lend ríki nefnist ritið, sem út kom 1963 í tveimur vænum bindum. Ritinu fylgir formáli, þar sem Helgi gerir grein fyrir útgáfunni og þeim álitamálum, sem leysa þurfti og svo eru þar ýtarlegar skrár. Á titilblaði stendur: Helgi P. Briem „bjó undir prentun". Verður ekki sagt, að hann geri hlut sinn meiri en efni standa til. Eftir þetta hefur komizt festa á útgáfu milliríkjasamninga og óvissa væntanlega úr sögunni. Auk framangreindra bóka ritaði Helgi fjölmargar greinar í blöð og tímarit, einkum á sviði sagnfræði, en annars var honum fátt mann- legt óviðkomandi. Hann var til dæmis ágætlega að sér í trúar- bragðasögu og náttúrufræði, eink- um jarðfræði. Frjór var hann í hugsun og hugmyndaríkur, setti iðulega fram djarfar og snjallar kenningar — stundum umdeildar. Hann sá til að mynda nokkra meinbugi á frásögn Landnáma- bókar um vetursetu Hrafna-Flóka í Vatnsfirði á Barðaströnd og varpaði þá þeirri kenningu fram að Flóki hefði setið í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp (sbr. Tidskr. för Samfunnet Sverige Island 1951). Ekki hefur þessi skoðun þó fengið hljómgrunn. í ritinu Ice- land and the Icelanders sem áður er nefnt og út kom 1945 vakti hann, að ég hygg fyrstur manna, athygli á því að Ásbyrgi væri gamall farvegur Jökulsár á Fjöll- um (sbr. bls. 18). Er þetta nú almennt viðurkennt meðal jarð- fræðinga. Þegar hægjast tók um opinber embættisstörf tók Helgi til við mikið rannsóknarefni: að kanna tengsl fornrar menningar Norður- landa og Ira við forna menningu Ameríku. Hafði hann það að leiðsögutilgátu, að tengsl forn- Islendinga við Ameríku og sam- gangur þar í milli hefði verið öllu meiri en heimildarrit greina. Tínir hann til fjölmörg mjög athyglis- verð dæmi, en vafalaust munu þessar kenningar fá misjafnan hljómgrunn. ^ Frá unga aldri hafði Helgi mikið yndi af ferðalögum — fór meðal annars á unglingsárum sínum frá Reykjavík austur í Odda á reiðhjóli auk þess sem hann stundaði ósleitilega göngu- ferðir. Starf hans síðar á ævinni veitti honum mikil tækifæri til ferðalaga svo að hann varð með víðförlustu íslendingum. Og hann ferðaðist með opin augu, kynnti sér rækilega allt sem fyrir augu bar, náttúruna sjálfa, mannlíf og mannvirki. VI I stjórnmálum fylgdi Helgi Framsóknarflokknum að málum — en annars lét hann þau að mestu afskiptalaus. í trúmálum var hann frjálslyndur og um- burðarlyndur, hafnaði eindregið öllu sem hann taldi vera ein- strengingslegur rétttrúnaður. Hann kynnti sér rækilega sálar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.