Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 3
hafi kvartað yfir lánafyrirgreiðslu, þá er hitt staðreynd, að ullariðnaðurinn hefði aldrei komist þangað, sem hann er í dag, ef fjárhagsfyrigreiðslan hefði verið mjög tak- mörkuð, en betur má ef duga skal.“ Fleiri þættir spila inn í velgengni ullar- iðnaðarins eins og viðhorfsbreytingar, sem hófust um og eftir 1970. Fólk vildi hverfa aftur til náttúrunnar, leitaði að vörum úr náttúrulegum efnum. Á svipuðum tíma komu olíuverðhækkanir, sem gerðu ullina samkeppnishæfari gagnvart gerviefnum." Tímabundnir erfíðleikar Núverandi útflutningsskeið ullarvara hófst árið 1962, þegar Samband íslenskra samvinnufélaga hóf útflutning á vélprjón- uðum peysum til Sovétríkjanna og Álafoss og Hilda hf. hófu að þreifa fyrir sér með útflutning handprjónavara til Bandaríkj- anna. Þessi þrjú fyrirtæki eru nú stærstu framleiðsluaðilarnir á ullarvörum með yfir 90% af útflutningsverðmætum þeirra. Á ýmsu hefur gengið í ullarfatafram- leiðslunni þau ár, sem hún hefur verið starfandi, enda þótt ekki hafi verið lát á söluaukningunni undanfarin ár. Á þessu ári hefur sveifla á erlendri mynt skapað nokkra örðugleika og í því samhandi spurðum við Þráin Þorvaldsson, hvernig hækkun dollarans kæmi við ullarfataút- flutninginn? „Ef farið er eitt ár til baka, þá fékkst svipað verð fyrir vörurnar, reiknað í íslensk- um krónum, á öllum mörkuðum. Síðan skeður það að dollari hækkar mjög gagnvart Evrópumynt, sem gerir það að verkum að til dæmis vara, sem seld er til Þýskalands MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 Eins og allur fatnaður frá Alafoss, þá er þessi kjóll úr 100% ull og er hann úr kvenfatalín- unni Álafoss Breeze fyrir árió 1982. Ljósm. María (íuó- mundsdóttir. 35 kostar 74 krónur, en á Norður-Ameríku- markaði kostar sama vara 100 krónur. Þetta þýðir að þau fyrirtæki, sem flytja út til Norður-Ameríku hagnast á sínum viðskipt- um, en þeir, sem selja til Evrópu verða fyrir tjóni.“ „Þessi sveifla á myntinni ætti þó ekki að þurfa að hafa áhrif á sölu í Evrópu, ef aðrar efnahagslegar aðstæður eru í lagi. Hins vegar má gera ráð fyrir að innkaupafólk í Norður-Ameríku fari í vaxandi mæli að gera innkaup sín í Evrópu og má þá búast við að fólk spyrji okkur ullarútflytjendur, af hverju getum við ekki fengið vöruna eins ódýra í okkar landi? Þráinn sagði ennfremur, „ég býst þó ekki við að þetta ástand á gjaldeyrismörkuðum verði varanlegt, því væri óhyggilegt að hætta sölu á Evrópumarkaði þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Því búið er að leggja í gífurlegan kostnað við markaðsöflun og kynningu á ullarvörum og hafa ullarfata- útflytjendur náð góðri fótfestu á þessum mörkuðum. Það mundi þýða gífurlegt átak og kostnað að koma markaðnum í sama horf og hann er í nú, ef hætt yrði sölu til Evrópulanda.“ Hver er framtíðin? Hve lengi verður íslenskur ullarfatnaður í tísku? Um það getur enginn sagt, en engin merki eru á lofti enn um að áhugi á vörunni sé að minnka. Það er líka athyglisvert, að í því slæma efnahagsástandi, sem ríkt hefur víða erlendis, hefur salan aldrei verið meiri. í slíku ástandi hugsar fólk meira um, hvað það fær fyrir peningana sína. Þá er kostur að hafa þekkta vöru, sem þykir bæði falleg og vönduð að allri gerð. Víð bjóðum þér 26" PHILIPS IHasjói fyrirtl.597 með fjarstýringu á boiðið! Það er ótrúlegt en alveg satt. Nýju litasjónvörpin hafa sjaldan verið á betra verði. Tökum til dæmis v vinsælustu sjónvarpstækin frá Philips, falleg litasjón- varpstæki með 26“ skermi og og fjarstýringu. Þau kosta 11.597,- krónur, heimsend og stillt. Þettaverð er miðað við staðgreiðslu, en auðvitað koma ýmsir greiðslumátar til greina, þá með mismunandi verði eftir greiðslugetu þinni. Þá er einnig rétt að geta þess, að þú getur fengið 26“ litasjónvarp án fjarstýringar fyrir kr. 9.980.- miðað við staðgreiðslu. Philips litasjónvörpin eru til í mörgum stærðum og gerðum. Annað dæmi um góð kaup eru til dæmis Philipstækin með 20“ skermi, sem kosta aðeins 7.705.- krónur, sé miðaðvið staðgreiðslu. Þetta eru frábær litasjónvörp í einu orði sagt. Philips hefur getið sér mjög gott orð fyrir vöruvöndun og framleiðslugæði. Þetta kemur ekki síst fram í myndgæðum og góðu verði. Sölumenn okkar veita þér fúslega frekari upplýsingar um litasjónvarp, sem hæfir heimili þínu. Nú er tfrninn til að litvæðast fyrir veturinn! PHIUPS heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.