Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
49
það nú var. í „endurhæfingabúð-
unum“ hafði enginn þrótt til eins
né neins. Það gerðist ekkert. Ekki
vitundaragnarögn. Hver lá í sínu
fleti, en það fer ekki á milli mála,
að allir vorum við að hugsa heim.
Og þrátt fyrir ákvarðanir byrjaði
einhver að raula jólasálm. Ósköp
hljóðlega, en barst frá einum til
annars og allir tóku undir, mátt-
vana röddum. og hjáróma. Og
afleiðingin varð vitanlega sú, að
við fylltumst af tilfinningasemi og
margir brustu í grát og söngurinn
hljóðnaði ...
Á jóladag átti að vera gúllas og
kartöflur í matinn. Þegar að okkur
kom var allt búið, við fengum
einhverjar sósuskófir, annað var
nú ekki jólamaturinn okkar. Þetta
var um miðjan dag og ekki borið
fram meira þann daginn. Þetta
var miklu verra en á venjulegum
degi.
Eftir jól kom nýárið. Við óskuð-
um hver öðrum gleðilegs árs og
ræddum um, hvort þetta myndi
verða sigurárið og lokaár styrjald-
arinnar. Við fengum litlar og
lélegar fréttir og það fór um
búðirnar mikil svartsýni í fyrstu
vegna þeirra frétta.
Um þær mundir gaf maginn í
mér sig fyrir alvöru. Ég gat ekki
lengur neytt ofan í mig mat.
Meltingin var öll í þvælu. Ég hafði
ekki þrótt til eins né neins. Og
heilsufarinu hjá Norðmönnunum
fór nú fyrir alvöru að hraka.
Dagarnir voru endalausir — að ég
nú ekki tali um endalaus kvöldin.
Til að reyna að herða okkur upp,
komum við okkur saman um að
halda fyrirlestra um ólík efni. Að
sumu leyti var þetta kjörin sam-
kunda til slíks. Jottit talaði um
siglingar, sem hann hafði unun af,
Olaf Abrahamsen, sem var ungur
maður, talaði um stúdentalíf og
stúdentafélög, Age Skogen, sem
var útivistarunnandi, talaði um
fjallaferðir, Magnus Schei um
sjómennsku. Ég talaði um Sovét-
samfélagið, sem ég vissi meira um
en flestir, enda hafði ég lesið mér
mikið til um það. Það var merki-
lega mikill áhugi á þessu „fyrir-
lestrahaldi". Samt voru alltaf ein-
hverjir sem sofnuðu út frá fyrir-
lestrunum, stundum meira að
segja fyrirlesarinn sjálfur.
Þegar kom fram á veturinn var
ástandið engu að síður alveg
óbærilegt. Fæstir gátu staðið á
fótunum lengur. Næstum allir
urðu að gera þarfir sínar í kopp-
ana inni í herbergjunum. Allir
voru sársjúkir í maga. En um
þetta leyti bárust okkur pakkar
með mat og þá urðum við að
standa andspænis þeirri sam-
vizkuspurningu hvað við ættum að
gefa mikið af því sem var í
bögglunum meðföngum okkar.
Raunin varð sú, að við gáfum sem
allra minnst. Ástandið var þannig,
að hver varð að hugsa um sig og að
klóra sig út úr þessu á eigin
spýtur.
Norðmennirnir í Vaihingen
sýndu engu að síður ótrúlegan
viljastyrk. Þrátt fyrir að við
værum beinahrúgur og gætum
varla legið og þaðan af síður sezt,
reyndum við samt að halda okkur
við. Eftir að fréttir tóku að berast
um að framsókn bandamanna
væri farin að harðna, hleypti það
okkur kapp í kinn. Ef okkur tókst
að skjögra fram á klósettið, hvað
þá heldur ef okkur heppnaðist að
komast fram á þvottaherbergið og
þvo okkur reglulega fannst okkur
sem við hefðum fengið miklu
áorkað."
Þegar fór að vora heyrðu þeir
sögusagnir um flutninga á föngum
til Svíþjóðar fyrir meðalgöngu
Rauða krossins. Vonir þeirra
Norðmannanna glæddust og
kraftaverkið gerðist. Það komu
bílar Rauða krossins að sækja þá.
16 af 29 sem komu til Vaihingen
22. nóvember voru lifandi. En
margir svo veikburða að þeir voru
bornir í sjúkrakörfum í bílana.
Tryggve Bratteli komst heim til
Osló 15. maí 1945 eftir þriggja ára
fangavist í búðum nazista.
(Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
og cndursagði.)
Tryggve Bratteli: Fange i Natt
og Taake
Tiden Norsk Forlag.
i Dachau. Fangi hljóp á rafmagnsgiróinguna utan um búóirnar og dó
samstundis.
Soltnir menn og þróttlausir, sem reyndu þó í lengstu lög aó halda sér
á lífi.
Loksins fundu Rauða kross-bílarnir leiðina til Vaihingen og feröin heim var hafin.
komu þær úr dýnunum. Og eftir
því sem sjúklingarnir urðu slæpt-
ari og veikari, misstu þeir krafta
til að halda sér hreinum. Það var
engu líkara en lýsnar væru að éta
okkur upp. Stundum létu lækn-
arnir sjá sig. Alf og ég þóttumst
þá sofa. Við gáfum okkur aðeins
fram þegar skyldutalning var. Við
urðum að gæta okkar; við urðum
að teljast nógu veikir til að vera
ekki útskrifaðir, en við máttum
ekki verða svo veikir, að við
gæfum upp öndina. Gyðingalækn-
irinn sem ég hef minnst á reyndist
okkur vel, gaf okkur heilræði um
hvað við ættum að segja.
Eina tilbreytingin þessa gráu
daga var þegar maturinn var
borinn fram. Verðirnir roguðust
með pottana inn í gangana. í
þessu hungraða samfélagi hröð-
uðu þeir sem soltnastir voru sér að
kötlunum til að reyna að finna á
lyktinni, hvað væri á boðstólum.
Það var bæði spaugilegt og grát-
legt! Því það var alltaf það sama.
Súpa, sem átti að heita kálsúpa en
sjaldnast var neitt kál í. Einstaka
fengu grjónasúpu. Alltaf var eitt-
hvað um, að fangar hefðu mat-
arskipti. Ef einhver gat ekki
borðað einn daginn eftirlét hann
öðrum sinn skammt gegn dreng-
skaparloforði um að fá hans
skammt síðar.
Við réttum fram tindiskana
okkar, veikum burðum teygðum
við þá fram til þeirra sem deildu
út matnum. Þeir sem höfðu þrek
til fylgdust mjög gaumgæfilega
með því hvernig matarskömmtun-
in fór fram. Voru nokkrir kjötbit-
ar í súpunni, sem hinn fékk? Var
nokkur hætta á að þessi fengi
kartöflu en annar ekki? Það voru
einnig stöðugar rökræður um mál-
ið, hinn svokallaði miðdegisverður
var skárri en sjúkrakosturinn,
þótt sjúkrakosturinn færi skár í
maga. Og þegar miðdegisverðinum
var lokið — sem var eins konar
hápunktur dagsins — breiddust
ólýsanleg vonbrigði yfir okkur.
Allir voru jafn svangir og áður. Þá
var ekkert annað til að taka sér
fyrir hendur en hefjast handa í
baráttunni við lýsnar í teppunum
og í flíkunum. Koppana urðum við
sjálfir að bera fram og tæma
þegar þeir voru orðnir fullir. Og
þurfti iðulega mikið átak til.
í þessum „endurhæfingarbúð-
um“ komst enginn, sem sjúkur
var, til heilsu á ný. Enginn.
Flestum fór svo, að maginn þoldi
ekki þetta mataræði — ef mat
skyldi kalla. Hilmar Hansen dó
skyndilega. Hann lá í rúminu og
var að láta sig dreyma um að hann
væri úti á vatni að veiða og svo
fengi hann fisk og kaffi og flat-
brauð. Og gaf allt í einu upp
öndina. Piltur frá Þrándheimi,
sem var mjög kvalinn í maga,
spurði okkur, hvað hann ætti að
gera. Við sögðum honum að
drekka ekki vatn. Og fasta í tvo
daga. Og byrja síðan varlega að
narta aftur í brauðbita, en láta
sem allra minnst af kaffi eða súpu
í sig. Fáránlegt! Að þurfa að gefa
sveltandi mönnum þá ráðleggingu
að fasta!
Og þorstinn var ærandi. Þegar
verstu magakveisurnar helltust
yfir mann bragðaðist allt sem upp
í munninn kom eins og skítur, svo
ég taki mér bara það orð í munn,
sem ég skrifaði hjá mér á sínum
tíma. Fangarnir fylgdu ekki þess-
um reglum um föstu — og dóu, en
nokkrir lifðu af. Læknarnir gátu
ekkert að gert, hvorki höfðu þeir
af mat né lyfjum að miðla til
hinna sjúku. I þessum búðum varð
það brátt svo að 12—14 dóu á
hverjum degi.
Ég man eftir Norðmanni, bíl-
stjóra sem hafði barizt eins og
hetja gegn magaveikinni. Hann
drakk allt sem hann náði í, þó svo
að hann vissi að það yrði til þess
að auka á þjáningar hans. Hann
var sá eini, sem hikaði ekki við að
tjá hræðslu sína við að deyja. Það
var eins og hann missti vitið af
skelfingu, þegar hann skynjaði
hvernig fyrir honum var komið.
Svo færðist allt í einu yfir hann
annarleg ró. Og hann andaðist —
rétt si svona.
Mitt í allri þessari eymd reynd-
um við að tala um, hvað stríðið
gæti staðið lengi enn. Við settum
tímamörkin við 23. marz. Við
vissum, að innrásin var hafin og
trúðum ekki að þetta gæti dregizt
jafn lengi og raun varð á. En við
vorum auðvitað ekki vel heima í
því hvernig þetta gekk fyrir sig.
Ég man líka eftir ungum manni,
Reidar Norum hét hann. Yngstur
okkar. Maginn í honum gaf sig
gersamlega. Hann tærðist upp, lá
og talaði endalaust um mat. Hann
fékk lungnabótgu og dó. Það var
þungbært að sjá svona ungan
mann deyja.
Að við skyldum í rauninni
þrauka skil ég ekki. Kannski
vegna þess óraunveruleika sem við
sveipuðum okkur. Að sumu leyti
var þetta líkt og að horfa á
hryllingsmynd. Við urðum stöðugt
sljórri og æ meira veikburða, en
samt höfðum við vit á því að við
urðum að finna eitthvað til að tala
um. Og hér á ég við Norðmennina
í sjúkrabragganum. Við lágum og
rausuðum endalaust um mat. Áð-
ur en okkur var borið kalt kaffið á
morgnana, lágum við og röfluðum
um, hvað við myndum nú fá í
morgunverð í dag. I aðra röndina
gerðum við okkur grein fyrir
þeirri geggjun, sem fólst í tali
okkar, en það aftraði okkur ekki
frá því að koma með girnilegar
tillögur, áður en komið var með
kalt kaffið. Því næst beindum við
talinu fjálglega að því, hvað við
myndum fá í hádegisverð og þar
skorti heldur ekkert á hugarflug-
ið, þótt við lægjum þarna soltnir
og sjúkir. Og hvað skyldi síðan
vera borið fram með síðdegiskaff-
inu — sem við fengum að visu
aldrei. Einhver stakk upp á að við
fengjum líklega hveitikökur með
smjöri og geitaosti og annar vildi
fá brauð með lifrarkæfu eða
vínarbrauð og sírópsköku.
Stundum þóttumst við fara út
að borða og við fengum okkur
kúgfulla diska af hrísgrjónagraut
með rúsínum og kanel eða rauð-
graut með sykri ... það hljómar
geðveikislega að fullorðnir menn
hafi legið og ruglað svona, en það
verður að líta á þetta í því ljósi
sem það var — þetta var eina
leiðin sem við höfðum okkur til
hughreystingar. Og svo kom röðin
að kvöldmatnum ... skyldi vera
pylsuréttur, síldarréttir, eða
hvað?
Svo komu jólin, sem við höfðum
ákveðið að leiða hjá okkur. Að-
fangadagskvöld var ekkert sér-
stakt. í fyrri búðum sem ég hafði
verið í, höfðu fangarnir sjálfir
haft frumkvæði um að gera eitt-
hvað til að minnast hátíðarinnar.
Hversu fábrotið og frumstætt sem