Morgunblaðið - 09.08.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981
51
Fjarstæða Camus
og lífsháski
Steins
Kirkjuritið, 2 hefti 47. árgangs,
er að mestu helgað efninu mynd-
list og kirkja. en um það þinguðu
guðfræðingar og myndlistarmenn
í Skálholti 1.—3. maí sl.
Sjónarhorn eru að vonum mörg
í þessari umræðu og má nokkuð á
þeim græða þótt fátt nýtt komi
fram. Athyglisverðasta ræða
þingsins er þó ekki eftir guðfræð-
Steinn Steinarr
ing eða myndlistarmann heldur
heimspeking, Dr. Pál Skúlason
prófessor.
Hugleiðing um listina, trúna og
lífsháskann, nefnist erindi Páls.
Það er sá lifsháski sem Steinn
Steinarr talaði um þegar hann
ræddi um Ljóð ungra skálda
(1955) og sagði að í bókina vantaði
lífsháskann: „Menn verða ekki
mikil skáld, nema því aðeins, að
þeir komist í mikinn lífsháska ...“
„Lífsháskinn er annað orð yfir
það sem Camus kallar fjarstæðu,"
segir Páll Skúlason og bætir við:
„Þessa sömu meginhugsun finnum
við hvarvetna þar sem trú og list
eru á ferðinni: trúin og listin séu
tveir mikilvægustu hættir manna
á þvi að risa upp gegn fjarstæð-
unni og takast á við lífshásk-
Páli Skúlasyni verður tíðrætt
um Albert Camus, ekki síst Sísýf-
usargoðsögn hans, en þar er fjar-
stæðuhugtakið skýrt. Páll orðar
þetta svo: „Fjarstæða lífs okkar
rennur upp fyrir okkur, þegar við
gerum okkur ljóst að tilvera okkar
er algerlega röklaus, að veruleik-
inn, lífið sem máli skiptir, er hið
hverfula andartak hér og nú, eða
með öðrum orðum: Það er hvergi
neitt skjól, hvergi nein trygging
fyrir því að lífið hafi neinn
tilgang, það er enginn veruleiki
handan þess veruleika sem við, ég
og þú, lifum á hverju andartaki,
það eru ekki til nein eilíf, endan-
leg, óhagganleg verðmæti, það er
enginn guð sem vakir yfir öllu og
sér um að allt fari vel að lokum."
Það er rétt hjá Páli Skúlasyni
að Albert Camus tekst á við
þennan hörkulega nihilisma í Sí-
3ýfusargoðsögninni og fleiri bók-
um sínum og vill sigrast á honum.
Al (tl.YSlM. \-
SÍMINN KH:
Búkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Það er heldur ekki nein tilviljun
að trúin varð Camus sífellt áleitn-
ara viðfangsefni. En að setja
jafnaðarmerki milli trúar og list-
ar getur aftur á móti orkað
tvímælis þótt um óvefengjanlegan
skyldleika sé að ræöa.
Camus hélt því fram að sjálfs-
morðið væri eina alvarlega heim-
spekilega vandamálið (Sísýfusar-
goðsögnin). Nú hefur trúin oft
verið mönnum til hjálpar í förgun-
arþönkum og öðru volæði. Sama er
að segja um listina sem er tíðum
hólmganga við dauðann og ekki
síst afstæði tímans. Mörg ljóð
Steins Steinarrs, til dæmis, ráðast
gegn tómhyggju með hennar eigin
vopnum. Þau sýna að án hennar
verður naumast lifað. En það er
unnt að komast af með því að
horfast í augu við svartnættið og
jafnvel sætta sig við það þótt
uppreisnin sé manninum hollari,
þ.e.a.s. viðurkenna fjarstæðuna og
berjast gegn henni um leið eins og
Camus og fleiri gerðu.
En lífsháski Steins er ekki
endilega sama og fjarstæða Cam-
us þótt Páll Skúlason tengi þetta
tvennt með skemmtilegum og
frjóum hætti. Steinn var fyrst og
fremst að gefa í skyn að ung skáld
væru of reynslulítil til að geta lýst
heiminum á sannfærandi hátt.
Varla skorti þau tómhyggjuna, en
til að klæða hana í orð þurftu þau
að hafa lent í þeim háska sem
gerir hana meira en holan róm.
Annað sem Páll minnist á og
verður varla hrakið er þáð hvort
trúin og listin, þessi vopn gegn
firringunni, séu ekki í raun horn-
reka í þjóðfélaginu. Hann er að
vísu bjartsýnn i lok erindisins um
að svo sé ekki. Eftirminnilega
kemst hann aö orði þegar hann
segir að trúin og listin komi til
okkar eða við til þeirra — „ef og
þegar við vogum að vera and-
spænis lífsháskanum, fjarstæð-
unni, dauðanum."
VIÐíír''""
If AVC
fVrVio
Beint frá stærstu og traustustu póstþjónustu
Bretlands.
Hjá KAYS færðu, föt, gjafavöru, leikföng o.m.fl.
í ótrúlegu úrvali á mjög góðu verði.
Klipptu út og sendu okkur pöntunarmiðann í horni auglýsingarinnar.
PDLONEZ
Hvar gerir þú hagstæðari kaup
PDLONEZ
GOOIR
GREIDSLUSKILMÁLAR
Sýningarbíll
á staðnum — komið
skoðiö og
gerið góö kaup —
Verö 81.500.-
FlAT EINKAUMBOÐÁ ISLANOI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf
SMIDJUVEGI 4, KÓPAVOGI. SlMI 77200.
• 5 dyra • 4 gíra alsam-
hæfur • Fallega tau-
bólstruö sæti • Teppa-
lagöur • Rafmagnsrúöu-
sprautur og þurrkur
framan og aftan •
Klukka • Olíuþrýsti-
bensín- og vatnshita-
mælar®Aövörunarljós
fyrir handbremsur og
innsog o.fl. • Diska-
bremsurá öllum hjóium
Tvöfalt bremsukerfi •
Bremsujafnari • 1500 cc
vél 83 ha sa • Raf-
magnskælivifta • Yfir-
fallskútur • Tveggja
hraöa miöstöö og gott
loftræstikerfi • Halog-
en-þokuljós — bakljós •
Höfuöpúöar • Rúllu-
öryggisbelti.