Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1981 55 Hver er maðurinn? + Þaö er ekki víst að allir kannist við þennan góðlega, gleraugum prýdda náunga, sem þarna klórar sér í skegginu, við fyrstu sýn. Frekar væri að fólk bæri kennsl á konuna við hlið hans. En hér eru komin þau Egill Ólafsson, yfirþurs m.m., og Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona. í myndinni um tvíburana Jón Odd og Jón Bjarna, sem kvikmyndafélagið Norðan 8 er nú að ljúka vinnslu á, leika þau Egill og Herdís mæðginin Hjálmar, föður tvíburanna, og ömmu Dreka, sem strákarnir kalla svo. Kristján Einarsson, ljósmyndari Mbl. tók myndina er unnið var að upptökum vestur á Seltjarnarnesi, einn góðviðrisdag fyrir skömmu. Egill er þarna sem sagt í hlutverki virðulegs miðaldra fjölskylduföður, einmitt á þeim aldri sem þursabitin færast í aukana á eða hvað? fclk f fréttum Þau reka Hótel Búðir á Snæfellsnesi + Þau reka Ilótel Búðir á Snæfells- nesi með miklum myndarbrag »K hafa gert siðan i fyrrasumar. A Búðum hefur verið gestkvæmt i sumar. enda eftir mörKU að siæðast; einstakri náttúrufeKurð. heilsulind- um. hraunum. Kullnum sandströnd- um »k svo auðvitað jöklinum. sem Knæfir seiðmaKnaður yfir svæðinu »K laðar til sin dulspekinKa úr öllum heimshornum. En slikir telja Snas fellsnesið vera eitt þeirra svæða á jörðinni. sem húa yfir hvað mestri „hleðslu“. Starfsfólkið á Búðum þurfti svo sannarlrKa á „hleðslu" að halda i öllum erlinum um verslunarmanna- heÍKÍna. Það var þvi ekki auðhlaup- ið að því að smala hópnum saman. til myndatöku, en hafðist að lokum. þó að eitthvað kæmi það nú niður á myndKæðunum. Fremstir eru þeir Jakob FenKer. t.v.. ok Rúnar Mar- vinsson. listakokkur. Undir hrein- dýrshornunum stendur Sigriður Gisladóttir. aðstoðarkokkur. þá Örn Karlsson. uppþvottatæknir, ok myndlistarmaður m.m., Sigriður Auðunsdóttir. Gunnhildur FenKer ok SÍKþór ÞorKrimsson. í horninu t.h.. bak við SÍKþór, kúrir Collie- -hvolpur. heidur dapur ok það ekki að ástæðulausu. EÍKandi sem átti þarna leið um. gerði sér litið fyrir ok skildi hann eftir. Þar sem frekar mun vera offramboð á hundum en hitt á Snæfellsnesinu er velviljuðu fólki. sem hefði huK á að verða sér úti um KÓðan heimilishund ok Kerir sér Krein fyrir að hundar eru iifandi verur en ekki leikfönK. scm hæKt er að skilja eftir þeKar Kamanið þrýt- ur. hér með bent á þennan munað- arlausa hvutta. ' ——8M—mmm m #* ílr matsal Hótel Búða. Þar var margt um manninn um verslunar- mannahelgina enda matseld Búðamanna rómuð. I.jósm. Mhl. II.II.S. „Sonarson- ur Hinden- burgs“ á ferð um fjallvegi „Mér var nú ruglað saman við sonarson Hindenburgs um daginn,“ sagði þessi vel búni reiðmaður, sem var á ferð um þjóðveginn hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi um verslunarmannahelgina, með þarfasta þjóninn og silfurbúna svipu. „Fn svona eiga menn að riða út.“ Og þar með var hann stokkinn á bak og horfinn í reykjarmekki, án þess að berja fótastokkinn vitund. I Júsm. Mbl. II.II.S. Vinarkveðja frá Tahamata + Knattspyrnumaðurinn Simon Tahamata átti hug og hjörtu áhorfcnda er hann lék með stjörnuliði Vals á Laugardalsvellin- um 17. júní síðastliðinn. Að leik loknum kom virðu- leg dómnefnd saman og kaus hann „mann leiks- ins“. Tahamata skoraði mark úr vítaspyrnu í leiknum og fögnuðu áhorfendur af yngri kynslóðinni honum innilega. Nokkrir þeirra hlupu meira að segja inn á völlinn og þó svo að það sé ekki vel liðið, þá tók Simon þessum ungu aðdáendum sínum vel, lyfti einum þeirra upp á öxl sér og hljóp með strák út á miðj- an völl. Atburðurinn var festur á filmu og síðan áritaði Simon Tahamata myndina, skrifaði á bak- hlið hennar: „Beztu kveðj- ur til hins litla vinar míns, frá Simon Tahamata." Baldvin Jónsson, for- maður meistaraflokksráðs Vals, hefur mynd þessa, sem hér birtist, í fórum sínum. Getur stráksi sótt myndina til Baldvins á auglýsingadeild Morgun- blaðsins, en um leið er strákur beðinn að hlaupa ekki framar inn á leik- vanginn, hvorki í miðjum leik, né að honum loknum — nema hann sé sjálfur að spila. Þreyttir, en ánægðir... ÞAÐ VAR ekki laust við að þeir félagar væru þreytulegir þar sem þeir sátu yfir föggum sinum i lok landsmóts skáta i Kjarna- skógi. en þeir eru: Karl Jörunds- son, 14 ára, til vinstri, og Axel Helgason. 11 ára. báðir úr Ár- búum. Árba'jarhverfi i Reykja- vik. Af hverju svona þreytulegir? „Leikirnir á daginn, safarýið, íþróttapóstarnir og allt. Við náð- um 9. sætinu í flokkakeppninni „á toppinn", og það var alltaf nóg að gera.“ Það má geta þess að 100 flokkar hófu keppni. Gaman? „Já, já, ágætt...“ Ætlið þið á næsta landsmót? — „Það eru nú fjögur ár þangað til,“ eða eitthvað á þá leið svaraði annar þeirra. — „Við þurfum fyrst að hvíla okkur eftir þetta mót,“ sagði hinn. — Mikið rétt, því hver veit hvar við verðum eða gerum að ári — hvað þá meira? gg^ Ljósm. Mbl. F.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.