Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 10

Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Reykjavíkurviku að tillögu sjálfstæðis- manna i borgarstjórn Eftir Markús Örn Antonsson, borgar- fulltrúa Dagskrá Reykjavíkurviku setur skemmtilegan svip á lífið í borg- inni þessa dagana. Minnzt er hálfrar aldar afmælis strætis- vagnasamgangna, á Lækjartorgi er fiskmarkaður með nýstárlegu framboði á soðningu, að Kjarvals- stöðum verður fyrirlestrahald og listviðburðir, í starfsmiðstöðvum æskulýðsráðs víða um borgina eru haldnar skemmtanir, skákmót og .fjölskylduhátíðir svo að eitthvað sé nefnt. Þrjár stofnanir borgar- innar eru sérstaklega kynntar á þessari Reykjavíkurviku, Strætis- vagnar Reykjavíkur, Bæjarútgerð- in og Slökkviliðið. Bækistöðvar þeirra verða opnar borgarbúum og öðrum gestum þannig að þeim gefist kostur á að kynnast starfi þeirra og umfangi og mikilvægri þjónustu, sem þær veita Reykvík- ingum. Reykjavíkurvika er haldin að frumkvæði sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þann 7. desember 1978 fluttum við fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins svohljóðandi til- lögu í borgarstjórninni: „Borgarstjórn samþykkir að ár hvert skuli efna til sérstakrar „Reykjavíkurviku“ í tengslum við 18. ágúst. afmælisdag borgar- innar. Dagskrá „Reykjavíkur- viku“ skal annars vegar miðast við að kynna Reykvíkingum borgarstofnanir. hlutverk þeirra og starfsemi og hins vegar lífga upp á hæjarbrag með listviðburð- um og útiskemmtunum og skal leita eftir samstarfi við áhuga- mannafélog í horginni um þann þátt. Um „Reykjavíkurviku“ skal sjá 3ja manna nefnd, kjörin af horgarráði til árs í senn. Með nefndinni skulu starfa þeir emb- ættismenn. sem borgarráð ákveð- ur hverju sinni.“ í borgarráði var í framhaldi af þessu ákveðið að Reykjavíkurvik- an skyldi haidin annað hvert ár, það ár sem Listahátíð fer ekki fram, og var riðið á vaðið með framkvæmd tillögunnar í ágúst 1979, þegar fyrsta Reykjavíkur- „Með tillögu okkar um Reykjavíkurviku höfum við sjálfstæð- ismenn enn viljað stuðla að tilbreyt- ingu í borgarlífinu, upplyftingu á góðum síðsumarsdögum og jákvæðri afstöðu borgaranna til þjón- ustu borgarstofnana. Virðing og hlýjar til- finningar í garð Reykjavíkur eru hafnar yfir flokka- drætti meirihluta og minnihluta.“ vikan var haldin. Fulltrúar meiri- hluta og minnihluta borgarstjórn- ar hafa átt sæti í framkvæmda- nefndinni. Það hefur komið í minn hlut að vinna að þessum málum fyrir hönd sjálfstæðismanna. Samstarf hefur verið ágætt í nefndinni og pólitískum ágrein- ingi vikið til hliðar en höfuð- áherzla lögð á að rifja upp sögu borgarinnar og stofnana hennar, vekja athygli á þeim þjónustu- þáttum, sem borgin verður að inna af hendi í þágu íbúa hennar, og gefa borgarbúum kost á að njóta listar og skemmtunar í nokkrum mæli, þó að þess hafi vandlega verið gætt að stilla kostnaði af framkvæmd Reykjavíkurviku mjög í hóf. Allir aldursflokkar finna eitthvað við sitt hæfi í dagskrá Reykjavíkurvikunnar að þessu sinni. Yngstu borgararnir t.d. verða áreiðanlega í essinu sínu á síðdegisskemmtun og fræðslu- sýningu slökkviliðsins við Slökkvi- stöðina í Öskjuhlíð á laugardag- inn. Það er einnig við hæfi að á ári fatlaðra eru allmörg dagskrárat- riði einkanlega tileinkuð áhuga- málum þeirra. Mörg spakleg orð hafa verið látin falla um mannlíf í miðbæn- um og hvern fjörkipp það hafi tekið að undanförnu. Útimarkaður og hljómleikahald í kvosinni er gjarnan nefnt sem dæmi þar um. Vert er að minnast af því tilefni ákvörðunar borgarstjórnar í tíð meirihluta sjálfstæðismanna um göngugötu í hluta Austurstrætis. Hún var forsenda fyrir þeim miðborgarbrag, sem margir vilja þakka sér nú. Færanlegur sviðs- vagn, sem borgin aflaði sér árið 1974 kemur nú í góðar þarfir á útihljómleikum poppara og ann- arra sem vilja skemmta borgar- búum. Félagsmiðstöðvarnar, sem nú er verið að taka í notkun úti í hverfum borgarinnar og eiga ör- ugglega eftir að verða mikil lyfti- stöng fyrir menningar- og félags- líf borgarbúa, eru árangur af stefnumótum borgarstjórnar á ár- unum 1971—1973, þegar sérstök nefnd á vegum æskulýðsráðs gerði tillögur um þessa uppbyggingu og hófst þegar handa með félags- miðstöðinni Fellahelli í Breiðholti. Með tillögu okkar um Reykja- víkurviku höfum við sjálfstæðis- menn enn viljað stuðla að tilbreyt- ingu í borgarlífinu, upplyftingu á góðum síðsumarsdögum og já- kvæðri afstöðu borgaranna til þjónustu borgarstofnana. Virðing og hlýjar tilfinningar í garð Reykjavíkur eru hafnar yfir flokkadrætti meirihluta og minni- hluta. Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Chr ist:’s Memor ial Eftir Dinah Silveira de Queiroz Bækur brasilískra höfunda eru ekki mikið þekktar hérlend- is, fremur en margra annarra landa Suður-Ameríku. þótt ein- staka menn hafi þýtt bækur frá þessum heimshluta yfir á ís- lenzku og stundum með frábær- um árangri. Dinah Silveira de Queiroz er með kunnari höfundum Brasilíu og mun hafa ritað um þrjátíu Dinah Silveira bækur, margar eru sögulegar, aðrar “trúarlegar vísindaskáld- sögur", hún hefur einnig skrifað smásögur og svo mætti lengi telja. Hún er einnig ein af tveimur konum sem á sæti í akademíunni í landi sínu. Christ’s Memorial er ekkert staðbundin fyrir Brasilíu, nema síður sé. Eins og titillinn' gefur til kynna færist skáldkonan ekki lítið í fang, hún skrifar endur- minningar Jesú Krists og gerir það í fyrstu persónu. Hún reynir að sýna Jesúm innan frá og segir sögu lífs hans eins og hún ímyndar sér að hann hafi upplif- að það. I formálsorðum að bók- inni segir hún: „Af mikilli auð- mýkt fyrir þessu verki vona ég að mér hafi tekizt að setja í það hið bezta sem í mér er og ég vænti þess að þeim sem les bókina fari jafnt og mér, að þeir sjái Krist." Við lestur bókarinnar vaknaði fyrst og fremst aðdáun mín á því, hversu höfundur virðist hafa lesið sér vel og vandlega til um þá tíma sem sagan gerist á og hún tjáir sig skilmerkilega en dálítið skrúfað; hjá því verður væntanlega ekki komizt í slíku verki. Hvort þessi bók verður til þess að auka skilning á Jesú Kristi, sem manneskju og guðs- syni, skal ósagt látið. Ég verð að viðurkenna það að mér fór ekki svo. Ég sá ekki Krist við lestur bókarinnar, skynjun mín á mannssyninum dýpkaði ekki. Þetta kann að stafa af því að hugarfarið hafi ekki verið öld- ungis rétt. Eða kannski svona bók höfði ekki tii íslendingseðl- isins nema að vísu sem lesning, en langt í frá nein opinberun. Önnur bók endurminninga Krists mun annað hvort vera komin út eða í þann veginn að gera það. Þar lýkur þessari bók að Jesús hefur breytt vatni í vín og Salóme hefur fengið höfuð Jóhannesar skírara. Það er mikill kostur í þessari bók að finna einlægni höfundar og eins og áður er vikið að mjög virðingarvert hversu hann hefur lagt sig fram um að setja sig inn í heimildir og andrúm þess tíma sem Jesús lifði á. Líftóran treind Þegar skandinavískum bók- menntatímaritum er flett má segja að þau séu mörg hver eins og helsjúkur maður sem vill umfram allt láta treina í sér líftóruna. Kunnasta bókmenntatímarit Svíþjóðar er BLM, en það hefur verið með líku sniði lengi. Að vísu má af því ráða hvað er efst á baugi hverju sinni í menning- arefnum, en stefnumótandi er það sjaldan. I BLM eru leiðararnir oft vel skrifaðir og stundum það besta í ritrnu. Áhersla er lögð á rit- dóma. Oftast eru þeir eftir unga gagnrýnendur og líkt og skrifað- ir í æfingarskyni, alvaran lítil á bak við fullyrðingarnar um góð- ar bækur og vondar. Algengt er að engin niðurstaða fáist og er það út af fyrir sig virðingarvert. Best er að dæma sjálfur. Viðtölum hefur fjölgað í BLM að undanförnu og eiga þau sinn þátt í að ritið er ekki eins alvörugefið og strangbók- menntalegt og forðum. I júní- heftinu er til dæmis viðtal við bandaríska rithöfundinn Philip Roth, einn hinna fjölmörgu höf- unda af gyðingaættum. En Roth lítur ekki á sig sem baráttumann gyðingdóms eða kallaðan til að bera blak af gyðingum. í viðtal- inu kemur í ljós að hann er prýðilega sjálfhæðinn og hrein- skilinn úr hófi. Frakkanum sem ræðir við hann þykir þetta viðhorf óbandarískt og spyr rit- höfundinn hvort hann sé ekki einangraður af þessum sökum. Roth fullvissar spyrjandann um að hann sé ekki eini hæðni Bandaríkjamaðurinn, segist þekkja tólf slíka persónulega og hafi fengið bréf frá sex. Eitt af uppáhaldsumræðuefn- um franskra bókmenntamanna er strukturalisminn. Um hann segir Philip Roth: „Ég er frá New Jersey og strukturalisminn hefur ekkert haft að segja fyrir mig.“ Þessi grein átti að fjalla um skandinavísk bókmenntatímarit en nú sé ég að viðtalið sem hér er drepið á er þýtt úr franska vikublaðinu Le Nouvel Observa- tur. Ord & Bild er tímarit sem hefur komið út í níutíu ár. Það var lengi málgagn fagurkera, en Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON hefur gerst marxískt og stund- um einhliða í efnisvali. Um vaxandi hægristefnu fjallar 2.— 3. tbl. þessa árs. Birt er fróðlegt viðtal við Arne Ruth, ritstjóra Expressen, sem hefur áhyggjur af þessari þróun, en skirrist ekki við að benda á ýmislegt sem hægrimenn hafi til síns máls. Eitt af því eru yfirþyrmandi ríkisafskipti. Á þessi rikisafskipti benti marxistinn Júrgen Habermas og af honum hafa hægrimenn Iært að dómi Arne Ruth. í Ord & Bild er viðtal við Habermas sem á tímum stúdentauppreisnanna í lok sjöunda áratúgar varaði við „vinstrifasisma" sem hann þótt- ist finna keiminn af hjá ákaf- lyndum baráttumönnum. Það er athyglisvert að jafn- framt því sem Habermas gerir sér ljóst að sú hætta er fyrir hendi að hægristefna leiði til þess að kröfur um aukið vald og stjórn fái byr undir vængi er hann sannfærður um að mál- flutningur íhaldsmanna sé oft í anda Marx og Webers samanber umhverfisvernd og áróður gegn gjöreyðingarvopnum og ekki síst gagnrýni á skrifstofubákn nú- tímans. Ord & Bild birtir líka forvitni- lega umræðu sem fjallar um bókmenntagagnrýni í Kína, en visst frjálsræði í þeim efnum gerir nú vart við sig. Meðan bókmenntatímaritin fæðast og deyja í Danmörku (Fælleden, Chansen) eru Norð- menn iðnir við að koma út Vinduet sem er lifandi tímarit um bókmenntir og menningar- mál. Ritstjóri þess nú heitir Janneken Överland og það er gefið út af Gyldendal Norsk Forlag. Vinduet (2. h. 35. árg.) er að mestu helgað norskri skáld- sagnagerð og er einkum reynt að brjóta til mergjar verk þriggja höfunda: Edvard Hoem, Knut Faldbakken og Cecilie Löveid. Einnig er vikið að vanræktri hlið leikbókmennta (að minnsta kosti hjá okkur): útvarpsleikritum. Ivar Holm veltir fyrir sér hvern- ig komið væri fyrir Karel Capek ef hann væri á lífi í Tékkóslóv- akíu, einkum með hliðsjón af örlögum Vaclavs Havel sem dæmdur var til 4% árs fangels- isvistar og hefur nýlega verið kjörinn heiðursfélagi Rithöf- undasambands Noregs. í Vinduet er dálítið af ritdóm- um (færri en í BLM). Styrkur tímaritsins er fjölbreytnin þótt það sé enn furðu hefðbundið þrátt fyrir nýstárlegt útlit. Vinduet er töluvert upptekið af kvennabókmenntum og vanda kvenna, einkum kvenrithöfunda. Dæmi er viðtal við Karin Moe sem gaf út Kjönnskrift (1980) og er sannfærð um kúgun karlrit- höfunda, frekjuhunda eins og Jan Erik Vold, Stein Mehren og Knut Faldbakken. Fyrir karlrit- höfunda og karlgagnrýnendur sem sjaldan sjá annað en karl- menn í hópi þeirra sem geta skrifað og hugsað er hollt að glugga í Vinduet. Enda hafa konur af því nokkurn ávinning að Janneken Överland ritstýrir tímaritinu. En kvenvalkyrja er hún tæpast. Hún hefur mikinn skilning á hinu kvenlega og erótíska eins og til að mynda umfjöllun hennar um Cecilie Löveid vitnar um. Fleiri skandinavískra bók- menntatímarita verður getið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.