Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 12

Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Flugstöðin á KeflavíkurilugveUi er smánarblettur á íslenzkri þjóð - Andstaða Alþýðubandalagsins gegn nýrri flugstöð og að- skilnaði farþegaflugs og hemaðarumsvifa er óþjóðleg og hræsnin ein Eftir Árna Gunnarsson, alþm. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli er smánarblettur á íslenskri þjóð. Ástæðurnar fyrir því, að svo djúpt er tekið í árinni, eru eftirfarandi: 1. Flugstöðin er innan svæðis, sem bandaríska varnarliðið hefur til afnota. íslendingar þurfa að fara um þetta svæði í hvert sinn er þeir fara frá og koma til landsins. Öllum ær- legum íslendingum hlýtur að vera ami að því. Erlendir menn, er koma til Islands, eða hafa • skamma viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli, fá sína fyrstu mynd, og stundum þá einu, í flugstöð- inni. 2. Flugstöðin er fyrir löngu al- gjörlega úrelt. Þrengsli eru þar mikil, starfsfólk vinnur við erfiðar aðstæður, sem bjóða heim hverskonar árekstrum og vandræðum. 3. Farþegar verða fyrir margs- konar töfum og leiðindum sök- um lítils og lélegs húsakosts. Öll þjónusta er í lágmarki, þar eð aðstöðu skortir. Auk þess er flugstöðin ljót bygging og ber íslendingum slæmt vitni. 4. Alvarlegast er þó, að mikið skortir á að unnt sé að gæta fyllsta öryggis, og það á einkum við um eldvarnir. Fróðir menn telja, að kæmi upp eldur í húsinu í dæmigerðu Keflavík- ur-roki, myndi það fuðra upp á röskum klukkutíma. — í slag- veðri lekur húsið. 5. Vegna þess hve oft hefur verið byggt við upprunalega flug- stöðvarhúsið og það þanið út, er búið að ofbjóða öllum raf-, hita- og vatnslögnum hússins. 6. í sjötta og síðasta lagi skal minnt á þær aðstæður, sem farþegum eru búnar við að koma frá sér farangri og taka við honum, aðstöðu þeirra, er taka á móti farþegum, bifreiða- stæði og fleira. 10 ára hús! Þegar flugstöðin var reist á árunum 1946 til 1948, eða fyrir rúmum 30 árum, var henni ætlað að standa í um það bil 10 ár. Þetta var bráðabirgðahús (semi-perm- anent) og lítið til þess vandað. Það var reist úr stálgrindum og timbri. Mikið var um það rætt, að viðurinn væri „eldvarinn" með sérstöku efni, sem átti að koma í veg fyrir, að hann gæti brunnið. — Þetta efni er hins vegar löngu rokið úr viðnum, sem nú brennur eins og hverjar aðrar fúaspýtur, eins og sýnt og sannað hefur verið. Eftir að flugumferð um Kefla- víkurflugvöll jókst og á gullaldar- árum Ameríku-flugsins, voru gerðar ýmsar tilraunir til að bæta aðstöðuna í flugstöðinni. Hún var stækkuð og nýir angar teygðu sig frá henni í ýmsar áttir. En eins og ávallt þegar byggt er á lélegum grunni, varð ekki árangur sem erfiði. Þá sögu þekkja allir, sem um flugstöðina hafa farið. Stöðugt hefur verið bætt á upphaflegt rafkerfi hússins, og sama er að segja um heita- og kaldavatnskerfi þess. Þessum lögnum hefur fyrir löngu verið ofboðið, og mesta furða hvað allt hefur slampast. Þá má gera því skóna, að viðhald hússins hafi verið í lágmarki vegna þess að alltaf var búist við því, að hafist yrði handa um smíði nýrrar flugstöðvar. Ástandið í sumar Þótt oft hafi rekstur flugstöðv- arinnar verið erfiður, hefur ástandið í sumar verið óvenjulega bágborið. Bæði er, að starfsfólk er orðið langþreytt og kröfur farþega „Núverandi ríkis- stjórn hefur enga stefnu mótað í flug- málum þjóðarinnar, allt er látið reka á reiðanum og reynt að koma í veg fyrir vand- ræði frá degi til dags.“ til betri þjónustu verða æ hávær- ari. Þá hefur sparnaður í manna- haldi, bæði hjá Flugleiðum og hinu opinbera, haft umtalsverð áhrif. Við brottför hafa myndast lang- ar biðraðir við farangursmóttöku, tollhlið, í Fríhöfn og víðar. Tafir hafa orðið á brottför flugvéla af þessum sökum, og íslendingar jafnt og útlendingar, haft lítinn tíma til að versla. Þó var ætlunin með íslenskum markaði og Frí- höfninni að næla í einhverjar tekjur. Eg tek einn dag sem dæmi, 1. ágúst sl. Hann var ekkert frábrugðinn mörgum öðrum dög- um. Fyrir hádegi þann dag fóru fimm farþegaflugvélar frá Kefla- víkurflugvelli með 782 farþega og eftir hádegi fóru 4 vélar með 515 farþega. Vélarnar lögðu allar af stað á tæpri hálfri klukkustund, en þá hafði orðið 26 til 55 mínútna seinkun á brottför vegna þess hve farþegaafgreiðslan gekk hægt. — Fyrst urðu langar biðraðir við farangursmóttöku, og sumir far- þegar urðu að bíða nær eina klukkustund við eina tollhliðið sem opið var. Allir salir voru yfirfullir af fólki og margir gerðu ekki betur en að hlaupa beint úr tollhliði og upp í flugvél. — Ljóst er, að unnt hefði verið að hraða afgreiðslu eitthvað með fleiri starfsmönnum, en aðal- atriðið er þó, að húsnæðið er of lítið, illa hannað og úrelt. — Við slíkar aðstæður verður álag á starfsfólk alltof mikið, en þó mesta furða hve vel menn halda ró sinni. Þennan morgun var mikill fjöldi útlendinga að fara úr landi, og voru þeir bæði ráðþrota og skiln- ingslausir og ýmsir létu ófögur orð falla, — þetta væri jafnvel verra en í austantjaldslöndunum. Og er að undra. — Hjá mörgum hefst ferðin með áætlunarbíl frá Reykjavík. Síðan þarf að aka um varðstöð og um varnarsvæðið, þá taka við þrengsli og tæknilegur óskapnaður í brott- fararskála, löng bið í tollhliði, þar sem litið er í vegabréf og farangur rannsakaður og síðan yfirfullur biðsalur þar sem vart gefst tími til að kasta mæðinni. Flugvélar fara of seint og áætlanir úr skorðum. —Á hinum endanum er ástandið Htið skárra, þegar fullar flugvélar koma til landsins. Þá er ruðst um í þröngri Fríhöfn, beðið við eitt hlið, þar sem vegabréf eru skoðuð og síðan beðið eftir farangri í miklum þrengslum, þar sem tösk- ur og pokar hrúgast upp, síðan í gegnum tollhliðið og fram í ennþá meiri þrengsli, þar sem vinir og skyldulið bíður og áætlunarbílar loka útgönguleið. Síðan um varn- arstöðina og gegnum varðhliðið. — Er ofsagt, að kalla þetta smánarblett á íslenskri þjóð? Ný flugstöð En er þá einhver von til þess, að úr þessu verði bætt? Eins og sakir standa er vonin veik. Alþýðu- bandalagið hefur lagst gegn því, að ný flugstöð verði reist utan varnarsvæðisins og almennt far- þegaflug og hernaðarumsvifin þar með aðskilin, sem þó hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda í mörg herrans ár. Alþýðubanda- lagið ber því við, að það vilji ekki að Bandaríkjastjórn fjármagni smíði hússins að hluta. Þetta er auðvitað tylliástæða. — Aðal- ástæðan fyrir afstöðu Alþýðu- bandalagsins er sú, að það vill hafa ástandið óbreytt. Það vill, að íslendingar og aðrir flugfar- þegar fari um varnarsvæðið svo þeir verði látlaust og stöðugt minntir á veru varnarliðsins hér á landi. — Þetta er kannski skiljanleg afstaða andstæðinga varnarliðsins, en um leið subbu- legur og and-íslenskur hugsunar- háttur. Á meðan mikill meirihluti íslensku þjóðarinnar kýs aðild landsins að Atlantshafsbandalag- inu, er það ekki stórmannlegt, að minna þjóðina á veru varnarliðs- ins með þessum hætti. Smíði nýrrar flugstöðvar utan varnarsvæðisins er ekki eingöngu nauðsynleg vegna aðskilnaðar far- þegaflugsins og hernaðarumsvif- anna, heldur myndi hún draga stórlega úr allri umferð Islend- inga ym varnarsvæðið, þar með talinna hundruða starfsmanna, og þar með þeirri spillingarhættu, sem talin er stafa af samskiptum íslendinga og varnarliðsmanna. — En gegn þessum aðskilnaði hefur Alþýðubandalagið snúist. Menn skyldu vera minnugir þess, að það er vegna veru varn- arliðsins að flugstöð utan varnar- svæðisins er nausyn. Það er því ekkert óeðlilegt þótt Bandaríkja- Hverjir bera ábyrgð á líönu? Nokkrar athugasemdir vegna greinar í Velvakanda 16. júli sl. Eftir Ingibjörgu Guómundsdóttir Nokkrar athugasemdir vegna greinar í Velvakanda 16. júlí sl. í grein þessari, skrifaðri af Huga Lokasyni, er minnst á félag- ið Samhygð, sem boðbera einnar af mörgum erlendum hugmynda- stefnum sem ætlað sé að bjarga heiminum. Það er margt gott í þessari grein en þar sem augljóst er að höfundur hennar hefur ekki kynnt sér Samhygð, hvorki gögn félagsins né starf þess, finnst mér rétt að gera eftirfarandi athuga- semdir, Iesendum til glöggvunar. Ekki huRmynd heldur reynsla Félagið Samhygð byggir ekki á „djúpsálarfræðikenningum", eins og Hugi segir í grein sinni, hvers konar fyrirbæri sem það svo er, heldur byggir félagið allt sitt starf á einföldum hugmyndum eins og þeirri að velferð einstaklingsins og þjóðfélagsins fari eftir því hvort til staðar sé traust og trú — trú á mann sjálfan, trú á aðra, trú á lífið. Slík trú er ekki ^Kugmynd heldur reynsla. Það er að segja annað hvort trúi ég því að fram- tíðin verði björt eða ekki og fer hegðun mín í dag eftir því hvort viðhorfið ég hef. Sérhver einstaklingur, sem finnst sitt daglega líf ekki kenn- ingar, getur gengið úr skugga um að velferð hans og líðan fer eftir því hvernig þessari trú hans og trausti er háttað. Hann mun einnig komast að raun um að þessi trú er óstöðug og hverful þannig að þegar vel gengur er trúin á lífið, traustið á öðrum mönnum og sjálfstraustið yfirleitt til staðar en vill hverfa þegar á móti blæs. Hið æskilega hlýtur þá að vera að geta haft bjargfasta trú og sann- færingu um ágæti lífsins, sem haggast ekki, á hverju sem gengur hið ytra. Það er mögulegt og þess vegna leggur Samhygð til að stunduð sé skipulögð hugrækt eða „innri vinna" til þess að vinna bug á því sem fyrirbyggir það að maður hafi þessa staðföstu trú. En þar sem enginn býr einn og sér heldur í umhverfi — umhverfi, atvinnu, vina, fjölskyldu o.s.frv. — „Tillaga Samhygð- ar um bættan heim er einföld. Hún er sú, að hver og einn byggi upp bjargfasta trú á lífið og hafi samtímis jákvæð áhrif á um- hverfi sitt. Til þess að þetta geti orðið að veruleika, leggur Samhygð til aðferðir, lífsreglur, kenningar o.þ.h.“ er lagt til að einstaklingarnir geri sitt besta til þess að gera um- hverfi sitt jákvætt. Með öðrum orðum, aðferðir Samhygðar bein- ast ekki að hlutlausri einstakl- ingsbundinni íhugun heldur að því að fólk taki virkan og jákvæðan þátt í lífinu í sínu umhverfi. Tillaga Samhygðar um bættan Ingihjörg G. Guðmundsdóttir heim er einföld. Hún er sú að hver og einn byggi upp bjargfasta trú á lífið og hafi samtímis jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Til þess að þetta geti orðið að veruleika legg- ur Samhygð til aðferðir, lífsregl- ur, kenningar o.þ.h. Einhverja aðferð þarf að hafa en þar er reynsla einstaklingsins sem allt miðast við, reynsla hans af já- kvæðara lífsviðhorfi, meiri krafti og tilgangi í því sem hann fæst við og betri samskiptum við umhverfi sitt. Hingað or ekki lengra Þótt Hugi Lokason sé opinn fyrir þeim möguleikum að ef til vill muni eitthvað gott leiða af hinum ýmsu „heimsbjörgunar- stefnum" er þó að finna óbeina gagnrýni á slíka tilraun. Hann segir að oft hafi verið reynt að bjarga heiminum og sennilega sé núna jafn langt í land með að slíkt takist og hingað til hafi verið. Ef til vill er það satt en ef engar tilraunir hefðu nokkru sinni verið gerðar til þess að betrumbæta heiminn á ýmsum sviðum, svo sem á sviði tækni, vísinda, mannúðar o.s.frv., værum við enn að reyna að uppgötva eldinn. Það hefur verið mjög í tísku undanfarið að segja: „Jú, jú, breytinga er þörf, en það þýðir bara ekkert að reyna að breyta. Það gerist ekkert." Þetta sýnir ekki bara uppgjöf og trúleysi heldur einnig skammarlegt ábyrgðarleysi — ef ekki gagnvart sjálfum sér þá gagnvart þjóðfélag- inu, börnum manns og komandi kynslóðum. Flestir gera sér grein fyrir því að hvorki líf einstaklingsins né þjóðfélagið í heild fer batnandi, þrátt fyrir aukna velmegun. Það hlýtur að vera hverjum manni ljóst að þörf er á nýjum úrræðum, einfaldlega vegna þess að þau sem fyrir hendi eru virka ekki, því ef þau gerðu það myndi hamingja manna fara vaxandi og lífið allt verða betra frá einum tíma til annars. Það hlýtur einnig að vera ljóst að við getum ekki setið aðgerðarlaus. Samhygð leggur til nýja leið. Ef til vill virkar hún og e.t.v. ekki en við verðum að gera eitthvað nýtt. Það er rétt að mörg hinna svoköll- uðu lausnarkerfa hafa leitt til ánauðar og óhamingju, ekki bara einræðisstefnur og kerfi heldur líka lífsgæðakapphlaupið og sjálfsflótti einstaklingsins. En það er ekki þar með sagt að við ættum að leggja upp laupana og hætta öllum tilraunum til bóta, því þær eru ekki allar eins. í Samhygð segjum við: „Hingað l l J / I l l j . : l t J I J .1 J . J.l J l .pi|n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.