Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 13

Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 13 Skólastarf á Hólum að hefj- ast eftir tveggja ára hlé mönnum sé gert að taka þátt í kostnaði við smíði flugstöðvar, sem þarf að reisa vegna veru varnarliðsins. Þessi staðreynd verður ekki hártoguð. Eða hvernig geta alþýðubandalagsmenn t.d. hugsað sér að nota flugbrautir, sem gerðar eru fyrir bandarískt fjármagn eða njóta öryggis tækja, sem Bandaríkjamenn hafa greitt, eða öryggis af slökkviliði, sem rekið er fyrir bandaríska fjár- muni? —Tvöfeldnin er augljós! I stað þess að standa gegn smíði nýrrar flugstöðvar ættu alþýðu- bandalagsmenn að hjálpa til að hreinsa burtu þann smánarblett, sem núverandi flugstöð er. — Það er unnt að hefjast handa þegar í stað. Ákvörðun um flugstöðina verður að taka á næsta þingi. Heimild Bandaríkjaþings til greiðslu hluta kostnaðar við smíð- ina rennur úr í október á næsta ári. Verði ekki hafist handa fyrir þann tíma er fyrirsjáanlegt að smánarbletturinn verður ekki hreinsaður á næstu árum. F1 ugmálastef nan íslensk stjórnvöld hafa ekki einu sinni séð sér fært að reisa sómasamlega flugstöð í Reykja- vík, hvað þá víðar um land. Fjármagn til flugmála er svo skorið við nögl að jaðrar við neyðarástand á stöðum þar sem mjög skortir á öll öryggistæki, gerð flugbrauta og aðstöðu far- þega. — Á sama tíma á flugið sjálft, lífæð íslenskra samgangna mjög undir högg að sækja, bæði vegna skilningsleysis stjórnvalda og vegna algjörs skorts á stefnu í flugmálum. Núverandi ríkisstjórn hefur enga stefnu mótað í flugmálum þjóðarinnar, allt er látið reka á reiðanum gg reynt að koma í veg fyrir vandræði frá degi til dags. — Fátt er eylandi mililvægara en góðar flugsamgöngur á milli landa og ekki síður innanlands í vegleys- um vetra og vegna mikilla vega- lengda. Þrátt fyrir það er stefnu- laust haldið áfram, og engin tilraun gerð til allsherjar stefnu- mótunar. — Smánarbletturinn er hluti af ómyndinni og vandséð hvernig Framsóknarflokkurinn, sem fer með samgöngumál þjóðar- innar, ætlar að láta kyrrt liggja. Fari svo, þá kokgleypir sá flokkur það sem hann ætlaði Alþýðu- bandalaginu að gleypa. og ekki lengra með aðgerðarleysi og meðalmennsku mannsandans, með þessa lítilfjörlegu eigingirni, með skammarlegt ábyrgðarleysi og endalausa hræðslu. Við viljum hlusta á aðrar leiðir til lausnar, á aðrar aðferðir, vonandi nýjar. En við hlustum ekki á úreltar og margtuggðar aðferðir né heldur á það að ekkert sé hægt að gera.“ ísland og umheimurinn Höfundur ofannefndrar Velvak- andagreinar segir að flestar þess- ara nýju hugmyndahreyfinga, sem hann talar um, séu komnar er- lendis frá, þar með talin Samhygð. Það er rétt að Samhygð er erlend að uppruna en hvaða máli skiptir það? Ætli kristnin hafi verið fundin upp á íslandi? Ætli skáld- gáfa okkar og sagnritun hafi ekki eitthvað að sækja til íra? Hvað með skólakerfið, stjórnmálin, svo ekki sé minnst á tæknina, vísindin eða bara bílana okkar? Það sem skiptir máli er hvort það sem um er að ræða hverju sinni er okkur í hag eða ekki, hvort það geri okkur sterkari, betri og frjálsari menn en ekki hvort það er „íslenskt eða erlent". Það er rétt að félagið Samhygð var stofnað af Argentínumannin- um Silo árið 1969 en Samhygð á íslandi er sjálfstætt félag með íslenska leiðbeinendur og það fylgir í hvívetna lögum landsins. Samhygð byggir ekki heldur á tilbeiðslu einhvers einstaklings heldur á reynslu hvers og eins. Það er líka rétt að Samhygð er alþjóðahreyfing, sem betur fer, þar sem ekkert land er eitt og einangrað heldur mjög háð heild- inni. Á Islandi erum við ekki aðeins háð öðrum þjóðun efna- hagslega heldur einnig á flestum í stuttu máli 7000 geitur köfnuðu Catania. 17. áKÚst. AP. SJÖ ÞÚSUND geitur köfnuðu í flutningaskipinu „E1 Cingo“, sem siglir undir fána Panama. eftir bilun er varð í loftræsti- kerfi skipsins að sögn yfir- valda á Sikiley. Yfirvöld skipuðu áhöfn skips- ins að dysja hræin minnst 20 metra undir jörðina og sprauta yfir þau sóttvarnarefnum. Áður höfðu yfirvöldin sagt að hræj- unum hefði verið sökkt. Skipið sótti geiturnar til Búlgaríu og var á leið til hafnar í Norður-Áfríku. Skipið kom til Cataníu eftir að geiturnar dráp- ust. Sjómenn leita hælis í Kanada llalifax Kanada. 19. ág. AP. Tíu pólskir sjómenn sem neit- uðu að snúa aftur til skips síns, munu fá að sækja um hæli sem flóttamenn, að því er talsmaður útlendingaeftirlitsins í Halifax sagði. Mennirnir voru á pólskum togara sem leitaði hafnar í Halifax til að koma sjúkum manni á spítala. Sjómennirnir hafa neitað að ræða við blaða- menn að svo komnu máli og nöfn þeirra hafa ekki verið birt. Young fær stuðn- ing Carters Atlanta. 18. áKÚst. AP. JIMMY Carter. fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. sem vék Andrew Young úr starfi sem sendiherra Bandarikjanna hjá Sameinuðtrþjóðunum. hefur nú lýst yfir stuðningi við Young sem sækist eftir að verða borg- arstjóri i Atlanta. Forsetinn fyrrverandi talaði inn á segulband Young til stuðn- ings, sem spilað er nú hvarvetna í Georgia. Þar fer hann lofsam- legum orðum um Young og segir m.a.: „Sem forseti þarfnaðist ég á sínum tíma Andrew Young. Nú þarfnist þið hans sem borg- arstjóra í Atlanta." sviðum öðrum. Heimur Reykvík- ingsins markast ekki af Snæfells- jökli og Esjunni. Hann verður fyrir áhrifum frá hinum „stóra“ heimi dags daglega, inni á heimili sínu, í gegniim fjölmiðla, ferða- langa o.s.frv. Okkur er alvara Samhygð er að verða sterk hreyfing á Islandi, ekki vegna þess að henni sé stýrt utan frá heldur einungis vegna þess að þeir Is- lendingar sem v stunda „innri vinnu" í alvöru hafa góða reynslu af því, og það er fyrst og fremst sú reynsla sem er þeirra leiðarljós. Þar sem grein Huga gefur tilefni til má til gamans geta þess að Islendingur var einn af upp- hafsmönnum Samhygðar í heim- inum og hefur hann kynnt félagið í Bandaríkjunum, mörgum lönd- um Suður- og Mið-Ameríku og í Asíu. Þetta er íslendingurinn Pét- ur Guðjónsson, höfundur „Bókar- innar um hamingjuna". Þannig höfum við íslendingar þegar miðl- að af andlegri reynslu okkar til umheimsins og við munum halda því áfram. í haust fara um 100 Samhygðarfélagar til Kaup- mannahafnar til þess að hressa upp á andann hjá vinum okkar Dönum og það er bara byrjunin. Á næsta ári munum við kynna Sam- hygð frændum okkar írum og Norðmönnum og einnig vinum okkar Finnum, og þaðan höldum við áreiðanlega enn annað. Okkur er alvara í því að breyta hlutunum til hins betra. En slíkt mun ekki gerast vegna þess að við séum svo „sniðug“ eða „sannfær- andi“ heldur vegna þess að enn er, sem betur fer, til nóg af fólki, sem vill gera eitthvað og gera það í alvöru. Hólum I Iljaltadal. 18. áKÚat. EINS OG fjölmiðlar hafa skýrt frá mun Bændaskólinn á Hólum starfræktur næsta vetur eftir tveggja ára hlé. Nýskipaður skólastjóri er Jón Bjarnason frá Bjarnar- höfn, ættaður af Ströndum. Kona hans er Ingibjörg Kolka Bergsteinsdóttir og er hún dótturdóttir Páls Kolka læknis frá Blönduósi. Eiga þau fjögur börn. Skólastjórinn sagði að búið væri að ráða þrjá kennara að skólanum, Bjarna Halldórs- son, ættaðan úr Borgarfirði, Álfhildi Ólafsdóttur og Þor- vald Árnason, sem er að ljúka doktorsgráðu. Auk þessa eru fyrrverandi smíðakennarar á staðnum ráðnir starfsmenn skólans. Umsóknir um skóla- vist eru orðnar fleiri en hægt er að sinna, þar af eru 7 stúdentar, sem ætla sér að ljúka námi á einum vetri. Ánnars starfar skólinn í tveimur deildum og verða um 35 manns á vegum skólans, en að minnsta kosti 50 manns í allt verða á heimilinu í vetur, en eitt mötuneyti verður á Hólum í vetur. Mjög mikið er nú unnið að uppbyggingu Hólastaðar, hita- veita er að komast inn í öll hús og miklar endurbætur hafa verið gerðar á skólahúsinu og skólastjóraíbúð og kennara- bústaður að miklu leyti gerður upp. Fyrsti hluti hesthúss- byggingar verður kláraður og tekinn í notkun á þessu ári, en það mun taka um 50 hross. Gamli bærinn hefur verið gerður að verulegu leyti upp og er nú sjónarmunur að sjá hann fyrir gestkomandi. Gagngerar endurbætur og miklar ræktunarframkvæmd- ir voru gerðar og áætlaðar eru miklar framkvæmdir á næstu árum, sem fara þó nokkuð eftir framlögum hins opin- bera, en 100 ára afmæli Hóla- skóla er á næsta ári. Skólastjórahjónin hugsa vel til síns nýja starfs, en gera sér fulla grein fyrir, að einhverjir byrjunarörðugleikar verði, en vonast eftir samhug fólks utan og innan skólasetursins og að hann létti þeim starfið. 17. ágúst hélt prestafélag Hólastiftis fund á Hólum, þar sem skólastjórinn flutti sitt fyrsta erindi, sem skólastjóri á Hólum og -verður það erindi væntanlega birt í fjölmiðlum síðar. Björn í Bæ. TOYOTA COROLLA Mest seldi bíllinn á heimsmarkaðinum Verð kr. 87.400 Toyota Corolla Glæsilegur fjölskyldubíll. Rúmgóöur og vel gerður að innan með stórt farangurstými. Bíll. sem eins og aðrirToyota bílar er traustur, öruggur, viðhaldsléttur og eyðir litlu bensíni. TOYOTA — Vandaðir bflar fyrir vandláta kaupendur. ^TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 UMBOOIÐ A AKUREYRI: BLAFELL S/F OSEYRI 5A — SÍMI 96-21090

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.