Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 14

Morgunblaðið - 20.08.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Jakob Ilafstein sleppir sjóbirtingi i Hóimsá. Li|rsm : Mbl- RAX Nýjung hjá veiði- og fískiræktarráði: 500 sjóbirting- um og 40 löxum sleppt í Hólmsá Vinnueítirlit- inu ber skylda til af skipta FIMMHUNDRUÐ sjóbirtinKum af stærðinni 2,5—6 pund var sleppt í Ilólmsá í j?ær og fyrra- dajf. á vegum veiði- og fiskirækt- arráðs borjfarinnar, samkvæmt uppIýsinKum Jakobs Hafstein, fiskeldisfræðings ojí fiskirækt- arfulltrúa borjcarinnar. en Jakob sá um sleppingu sjóbirtinganna. Þá hefur um 40 löxum, sem teknir voru úr teljarakistunum f Elliðaánum, einnig verið sleppt i ána. í samtali við Morgunblaðið, sagði Jakob að tilgangurinn væri sá að fá fólk til að reyna að veiða í ánni og bví væri þessum fiskum sleppt. „Eg vona bara að fólk finni fiskinn, því þá fæst hann. Það er gamall draumur ráðsins að gera eitthvað svona og það var tillaga gerð um þetta fyrir mörgum árum, en okkur fannst fyrst nú að við hefðum bolmagn til að gera þetta, því við rekum nú klak- og eldisstöðina inn við Elliðaár. Við höfum því aðstöðuna núna,“ sagði Jakob. Hjá Jakobi kom það fram að fiskurinn væri klakinn út og alinn upp hjá Tungulaxi við Hveragerði og þaðan fenginn, en hefði verið geymdur inn við Ell- iðaár í nokkrar vikur. „En þetta er fyrst og fremst ætlað fólki til að veiða. Menn eiga að flykkjast þarna uppeftir með stöng, hver sem betur' getur og reyna þetta. Veiðileyfi í Hólmsá fást í versluninni Vesturröst, á Elliðavatnsbænum og á Gunnars- hólma," sagði Jakob Hafstein. Eftir Eyjólf Sœmundsson Herra ritstjóri. Vegna fréttar í Morgunblaðinu sunnudaginn 16. ágúst sl. sem ber yfirskriftina „Vinnueftirlitið hef- ur enga heimild til afskipta" og höfð er eftir Benedikt Blöndal hrl. óskar undirritaður eftir að eftir- farandi athugasemd verði birt í blaði yðar. Afskipti Vinnueftirlits ríkisins af máli þessu hafa beinst að fyrirkomulagi frídaga við Hval- stöð Hvals hf. ( Hvalfirði. í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sem gildi tóku 1. jan. sl. eru þær greinar 55—57 sem um þau mál fjalla og skal greint stuttlega frá efni þeirra hér að neðan. 55. gr. kveður á um að á hverju 7 daga tímabili skulu starfsmenn fá að minnsta kosti 1 vikulegan frídag er tengist beint samfelldum daglegum hvíldartíma. Heimilt er hinsvegar að fresta töku vikulegra fridaga og gefa þess í stað frí síðar þegar nauðsyn krefur, meðal ann- ars við framleiðslu- og þjónustu- störf. Skulu aðilar vinnumarkað- arins gera með sér samkomulag um framkvæmd slíkrar frestunar. í texta frumvarps að lögunum var gert ráð fyrir að Vinnueftirlit rikisins gæti bannað slíka frestun en heimild sú var felld niður, enda voru menn sammála um að slík afskipti af frestun einstakra frí- daga væri óþörf. Grein þessi heimilar einungis frestun fri- daga. en ekki niðurfellingu þeirra. Í bráðabirgðasamkomulagi ASÍ annars vegar og VSÍ hinsvegar um framkvæmd hvíldartíma- og frí- dagaákvæða laganna er fjallað um frestun frídaga og þar heimilað að við framleiðslu- og þjónustustörf þar sem aðstæður krefjast megi í stað eins vikulegs frídags gefa 2 frídaga hálfsmánaðarlega. 56. gr. heimilar Vinnueftirliti ríkisins að veita undanþágu frá ákvæðum um vikulegan frídag ef starf er þess eðlis að ekki er hægt að stöðva starfsemina eða sérstak- ir atvinnuhættir gera slíkt nauð- synlegt, frávik má þó gera hvað einstakan frídag varðar, án þess að slíkt leyfi hafi verið fengið, ef ekki hefði verið unnt að afla þess í tæka tíð. í grein þessari eru ennfremur ákvæði um að Vinnu- eftirlitið geti ákveðið tímabundna undanþágu frá ákvæðum um viku- lega frídaga. 57. gr. heimilar stjórn Vinnueft- irlits ríkisins að setja reglur um það hvenær megi víkja frá ákvæð- unum um vikulegan frídag með samkomulagi við þá aðila sem hlut eiga að máli. Af ofangreindu er ljóst að lögin krefjast þess að á vinnustöðum sé gert ráð fyrir töku, að minnsta kosti, eins vikulegs frídags, en aðilum vinnumarkaðarins þó heimilað að fresta slíkum frídög- um þegar aðstæður krefjast án afskipta Vinnueftirlits ríkisins. Jafnljóst er að niðurfelling frí- daga er óheimil án samþykkis Vinnueftirlits ríkisins nema þegar um einstaka frídaga er að ræða og ekki unnt að afla slíks leyfis í tæka tíð. Vinnutíma er þannig háttað við Hvalstöðina að unnið er á tví- skiptum átta klukkustunda vökt- um, það er unnið átta klukku- stundir, frí átta klukkustundir og svo framvegis. Fyrirkomulag frí- daga er samkvæmt neðangreindri bókun við samkomulag aðila frá 10. júní sl. „Bókun Með tilliti til ákvæða 55. greinar laga nr. 46/1980 og með hliðsjón af bráðabirgðasamkomulagi ASÍ og VSÍ frá 10. apríl 1981 hafa undirritaðir aðilar orðið sammála um að með tiliti til sérstakrar aðstöðu og vinnsluhátta við fram- leiðslu hvalaafurða, skuli vinnu- fyrirkomulag hjá Hval hf. í Hval- firði á hvalveiðitímabilinu sumar- ið 1981 vera með sama hætti og verið hefur. Að því er sumarfrí varðar, skal fylgt sömu framkvæmd og verið hefur. Þurfi starfsmenn af óviðráðan- legum orsökum að fá stutt frí, t.d. í 1 eða 2 daga eða 1 eða 2 vaktir, skulu þeir æskja þess við verk- stjóra með ekki minni en 2ja sólarhringa fyrirvara, og skal þá orðið við beiðni þeirra verði því við komið að mati verkstjóra og trúnaðarmanns. Þegar nauðsynlegt er að setja annan starfsmann til starfa í stað þess sem í slíku fríi er, skal verkstjóri velja mann í hans stað. Reykjavík 10. júní 1981. F.h. Verkalýðsfélagsins Ilarðar, Hvalfirði. Sigurður S. Jónsson (sign) Anna R. Friðjónsdóttir (sign) Sigurður Sigurðsson (sign) Ilelgi Sigurðsson (sign) F.h. Verkamannasambands ís- lands. Þórir Daníelsson (sign)“ F.h. Hvals h/f, Hvalfirði. Vinnuveitondasambands íslands. Kristján Loftsson (sign) Guðjón Ármann Einarsson (sign) Augljóst er að ekki er í sam- komulagi þessu gert ráð fyrir vikulegum frídögum né fjallað um frestun slíkra frídaga. Frídagar eru látnir ráðast af rekstrarað- stæðum (vaktaslitum) og óskum einstakra starfsmanna (orlof, skyndifrí). Trúnaðarmenn starfs- Eyjólfur Sæmundsson efnaverkfræðingur manna og forsvarsmenn fyrirtæk- isins hafa lýst því yfir, að mjög sé mismunandi hveru mikil frí ein- stakir starfsmenn taka og hafa jafnframt staðfest að sumir starfsmenn taka lítil sem engin önnur frí en þau sem skapast kunna vegna vaktaslita (slík fri hafa gefið 1 frídag fyrstu 2 mánuði vertíðarinnar í ár). Upp- lýst er að skyndifrí' á vertíðinni 1980 námu 240 vöktum, en það svarar til rúmlegá 1 Vi frídags á hvern starfsmann yfir alla vertíð- ina (13 vikur) miðað við að fjöldi starfsmanna hafi verið um 70. Af ofansögðu er ljóst mál að þetta snýst ekki um frestun ein- stakra frídaga gegn fríum síðar heldur um niðurfellingu á að minnsta kosti hluta þeirra frídaga sem starfsmönnum bera að taka, en Vinnueftirliti ríkisins er óum- deilanlega ætlað að hafa afskipti af slíku. Yfirlýsingar lögfræðings Hvals hf. um þetta efni fá því ekki staðist. Menn kann að greina á um það hvort yfir höfuð beri að setja reglur um hvíldartíma og frídaga starfsmanna og hvort ríkisvaldið eigi að hafa afskipti af slíkum málum. Staðreynd er hinsvegar að slíkar reglur hafa verið settar með lögum og Vihnueftirliti ríkisins falið eftirlit með þeim. Lög þessi eru hinsvegar mun rýmri en um ræðir í nágrannalöndunum og taka að mati undirritaðs fullt tillit til vertíðarbundinna sveiflna sem gerast í íslensku atvinnulífi. Laga- ákvæði þessi eru hugsuð sem réttinda- og hagsmunamál verka- fólks á vinnustöðum. Óhóflegur vinnutími veldur líkamlegu og andlegu sliti og leiðir til aukinnar slysahættu. Hefur reynslan sýnt að þreyta og sljóleiki starfsmanna er iðulega meginorsök alvarlegra vinnuslysa og hafa orðið dauða- slys, sem líkur benda til að eigi sér slíkar orsakir. Undirritaður vill að lokum lýsa þeirri von sinni að lausn sem allir geta við unað finnist sem fyrst á þessu máli og að Vinnueftirlit ríkisins, stjórnendur Hvals hf. og starfsmenn geti í framtíðinni tek- ið höndum saman um að tryggja sem best aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum Hvals hf. Reykjavík, 19. ágúst 1981. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri. ÍSLANDSMÓTIÐ 1.DEILD - ÁFRAM FRAM! CgcJdT) Laugardalsvöllur í kvöld kl. 19.00 leika P FRAM — FH Valinn veröur leikmaöur leiksins /góðanl / mat! 1 r7!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.