Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 32

Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Minning: Kjartan Ólafsson hér- aðslœknir Keflavík Fæddur 11. september 1920. Dáinn 11. ágúst 1981. M bili hondur. er hættur Kalli. að merkirt stendur. þo maAurinn falli.** í dag er gerð útför Kjartans Ólafssonar, héraðslæknis í Kefla- vík. Með honum féll í valinn einn þekktasti og virtasti héraðslæknir landsins. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 11. ágúst 1981 á miðjum erilsömum starfsdegi. Dauða hans bar brátt og óvænt að, en var honum samboðinn. Hann hélt starfskröftum sínum og virð- ingu fullri til dauðastundar. Kjartan Ólafsson fæddist á •Þingeyri þann 11. september 1920 og vantaði því aðeins einn mánuð til þess að fylla sextugasta og fyrsta aldursárið. Hann var sonur merkishjónanna Ólafs Ólafssonar, kennara, og konu hans, Kristínar Guðmundsdóttur, Jónssonar frá Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Hann stundaði nám í Menntaskól- anum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1942 og kandí- datsprófi í læknisfræði frá Há- skóla Islands í janúar 1949. Hann var um nokkurt skeið héraðslækn- ir í Ögurhéraði, Árneshéraði og Flateyrarhéraði, en tók við Kefla- víkurlæknishéraði hinn 1. janúar 1958 og gegndi því héraði til dauðadags. Auk erilsamra embættisstarfa gegndi Kjartan Ólafsson ýmsum nefndarstörfum og trúnaðarstörf- um í héraðinu, honum treystu allir hugsandi menn. Kjartan Ólafsson kvæntist árið 1948 eftirlifandi konu sinni, Ásdísi Helgu Jóhannsdóttur, Jóhanns- sonar bónda á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. hinni mestu ágætiskonu. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Ólaf, Mörtu og Grím, sem öll hafa komist vel til manns. Sá, sem þetta ritar, hefir þekkt Kjartan Ólafsson í tuttugu og þrjú ár og starfað með honum allan þann tíma, án þess að nokkru sinni bæri skugga á það samstarf og öll þessi tuttugu og þrjú ár kom það aldrei fyrir að okkur yrði sundurorða. Persónuleiki Kjart- ans, góðvild hans, réttsýni og mannkostir voru slík að annað var óhugsandi. Embættishroki, valdníðsla, óheiðarleiki eða óákveðni fundust ekki í fari Kjartans Ólafssonar, þótt leitað væri, enda átti hann ættir til heiðarlegra höfðingja. Kjartan Ólafsson var mikilhæf- ur maður, hann var vinsæll meðal góðra manna, hann var dugandi í starfi og drengur góður. Hann vann öll störf sín af dugnaði og samviskusemi. Héraði sínu vann hann ómetanlegt gagn og með verkum sínum hefir hann reist það merki, sem lengi mun standa, þó að maðurinn sé fallinn. Við hið óvænta og ótímabæra fráfall hans hefir Keflavík og Suðurnes öll misst áberandi þátt úr yfirbragði sínu. Þar er nú einum góðum dreng færra. Fjölskyldu Kjartans er þungur harmur kveðinn við fráfall hans og um leið og ég og fjölskylda mín þökkum honum nú að leiðarlokum ágæt kynni í tuttugu og þrjú ár, sendum við fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Arnbjörn Ólafsson. heilsugæslulæknir Mig setti hljóða, er mér var tilkynnt lát Kjartans Ólafssonar læknis, vinar míns og fjölskyldu minnar. Ég trúði þessu vart. — Fyrir fáeinum kvöldum hafði ég setið á heimili þeirra hjóna í góðum vinahópi. Þá hvarflaði ekki að mér að þessi trausti og sanni vinur minn ætti aðeins fáein augnablik eftir í jarðvist okkar hér. Svo geislandi af hreysti og lífshamingju virtist mér hann vera. — Þau hjónin höfðu verið að vinna nokkra daga við að hlúa að gróðri við sumarbústað sinn. Og Kjartan hafði einmitt orð á því, hversu gott hefði verið að taka verulega á og verða líkamlega þreyttur. Þetta væri einhvern veg- inn allt öðruvísi þreyta en þessi andlegi lúi, sem óhjákvæmilega fylgdi oft læknisstarfinu. Kynni mín og þessara mætu hjóna, Kjartans og Ásdísar, hóf- ust fyrir mörgum árum vestur í Önundarfirði. Kjartan var þá hér- aðslæknir tveggja héraða, Önund- arfjarðar og Súgandafjarðar. Kom þá oft í hlut eiginmanns míns, Angantýs Guðmundssonar, skip- stjóra, að fara með Kjartan á báti sínum að vetrarlagi í sjúkravitj- anir til Súgandafjarðar. Með þeim tókst þá traust og órofa vinátta, sem hélzt æ síðan. Seinna lágu leiðir okkar svo saman í Keflavík. Heimili okkar stóðu þar hlið við hlið. Börn okkar urðu leikfélagar. Enn treystist vináttan. Fyrstur manna var þessi góði fjölskylduvinur okkar til þess að koma, hugga okkur og liðsinna, þegar ég missti manninn minn óvænt og skyndilega. Síðan leit hann til með fjölskyidu minni, börnum og barnabörnum, sem öll sakna nú vinar í stað. Vinátta hans og kærleikur voru slík að fágætt má teljast. — Ég veit, að fjölmargir aðrir reyndu hann að Sigríður Jónsdóttir frá Isafirði — Minning Fædd 27. maí 1890. Dáin 12. ágúst 1981. Sigríður María hét hún fullu nafni. Hún lést á Landspítalanum eftir stutta legu 12. þessa mánað- ar, 91 árs að aldri. Hún var fædd og uppalin á ísafirði. Um ætt hennar er ég ófróð. Það er frá þeim tíma er hún kynntist móður- bróður mínum Bjarna Bjarnasyni frá Laugabóli í Árnarfirði, að ég þekki hennar sögu. Hann var þá sjómaður á Isafirði. Þau gengu í hjónaband 9. nóvember 1917 og bjuggu á ísafirði til ársins 1948 að þau fluttu hingað til Reykjavíkur. Bjarni hætti þá sjómennsku en vann hjá Olíuverslun íslands upp frá því, meðan heilsa og kraftar entust. Þau keyptu sér íbúð við Efstasund og bjuggu þar nokkur ár uns þau fluttu til einkadóttur sinnar Unnar og manns hennar Sigurðar Sigurjónssonar að Há- teigsvegi 20. Bjarni andaðist 7. júní 1975 á 89. aldursári. 3. júní 1977 varð Sigurður bráðkvaddur frá konu og tveimur dætrum. Það var óskaplegt reiðarslag. Sigurður var frábær heimilisfaðir. Dæturn- ar voru giftar og áttu sín eigin heimili, svo eftir stóð Unnur með aldraða móður sína. Flutt var í minna húsnæði, en fyrsta boðorðið var að búa gömlu konunni nota- legt herbergi. Nú á þessum vega- mótum stendur Unnur með hrein- an skjöld eftir alla góðu dagana og árin sem hún veitti móður sinni í ellinni. Þótt sjálf hafi hún ekki alltaf gengið heil til skógar, hefur það aldrei hvarflað að henni að senda móður sína í gamalmenna- geymslu. Og nú þegai* ég er að kveðja Siggu mína gef ég henni þá einkunn að hennar aðalsmerki var rausn og ræktarsemi. Engan þekkti ég nema hana, sem annaði því að umvefja með ástúð fjóra ættliði úr fjölskyldu manns síns. Fyrst var það amma sem hún hafði á heimili þeirra Bjarna, blinda í 6 ár. Þá mamma eftir að hún bjó ein hér í borg, heimsótti hún hana og veitti mikla ánægju. Þegar mamma var farin fluttist vinsemdin og umhyggjan yfir til mín og síðan til barna minna. Ekki er mér grunlaust um að fleiri systkinabörn Bjarna hafi notið góðs af gjafmildi Sigríðar. Eins og fyrr getur eru dótturdætur Sigríð- ar tvær og langömmubörnin fimm, sem öll voru yndi hennar í elli. Eldri dótturdóttir með mann og 3 börn sem eru búsett erlendis, voru einmitt stödd hér þegar hún lagðist banaleguna og var það ánægjuleg tilviljun. Hin lang- ömmubörnin 2 hafa verið henni mikill gleðigjafi þetta síðasta ár sem hin börnin hafa verið í burtu. Nú var hún orðin hvíldarþurfi svo við kveðjum hana með virð- ingu og þökk. Sú mynd sem ég geymi af Siggu minni er af smávaxinni konu með stórt hjarta og höfðingslund. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudag- inn 20. ágúst. Friðrika Guðmundsdóttir. Orðsending frá getraunum Getraunir hefja starfsemi sína aö nýju eftir sumarhlé meö leikjum ensku deildakeppninnar laugardaginn 29. ágúst. Fyrsti seöillinn hefur veriö sendur aöilum utan Reykjavíkur og nágrennis. Félög í Reykjavík og nágrenni sæki seöilinn á skrifstofu Getrauna í íþróttamiöstööinni í Laugardal. þessum mannkostum, og hafa því af honum sömu sögu að segja, enda ótalin þau kærleiksverk, sem þessi mikiihæfi drengskaparmað- ur hefur í kyrrþey unnið. Eitt sinn, í miklum vanda, þurfti ég að leita til þessa góða vinar míns. Ekki fór ég bónleið til búðar og vandi minn var leystur. Þegar ég kvaddi þau hjón, sagði hann: „Þakka þér fyrir það traust, sem þú hefur sýnt mér með því að leita til mín.“ Þannig koma engir fram nema sannir mannvinir. Elsku góða Ásdís mín. Orð á þungri sorgarstundu verða svo fátækleg. Þið Kjartan voruð svo einstaklega samrýnd og ham- ingjusöm og öðrum til fyrirmynd- ar. Og ótalmargir sakna nú vinar í stað. Ég og fjöískylda mín vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og biðjum þess, að minningin um góðan og göfugan mann verði ykkur öllum styrkur í hinni þungu raun. — Vin okkar kveðjum við með sárum söknuði og óskum honum Guðs blessunar á ókunnum vegum. Arína Ibsen Sú sorgarfregn barst um byggð- ir Suðurnesja í sl. viku að Kjartan Olafsson, héraðslæknir væri fall- inn frá. Kjartan var fæddur 11. sept. 1920 og því rétt rúmlega 60 ára að aldri. Hann var sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar, skóla- stjóra á Þingeyri og Kristínar Guðmundsdóttur. Kjartan lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, læknisprófi frá Háskóla íslands 1949 og hlaut almennt lækninga- leyfi 1951. Árið 1958 var hann um tíma settur héraðslæknir í Ögur- héraði og Árneshéraði. 1950 var hann settur héraðslæknir í Flat- eyrarhéraði og skipaður til sama héraðs 1951. Hann var skipaður héraðslæknir í Keflavíkurlæknis- héraði frá og með 1. janúar 1958 að telja og gegndi hann því embætti síðan auk þess, sem hann var læknir elliheimilisins Hlé- vangs í Keflavík. Á Suðurnesjum varð Kjartan hvers manns hugljúfi, vinsæll og virtur. Ætíð var hann reiðubúinn að sinna fólki og leysa úr erfið- leikum þess. Hann gaf sér góðan tíma til viðræðna og þá ekki aðeins um erfiðleika líðand; stundar, heldur og um daginn og veginn, framtíðina og hinar björtu hliðar lífsins. Samúð Kjartans var með þeim er minna máttu sín í lífsbarátt- unni og hann kunni að meta þýðingu verkalýðshreyfingar sem hreyfiafl framfara í þjóðfélaginu. Hann var hugsjónamaður, sem ungur gekk jafnaðarstefnunni á hönd og lagði sig fram um að auka framgang hennar svo sem kostur var á. Á félagsfundum í Alþýðu- flokksfélagi Keflavíkur tók hann virkan þátt í umræðum og brýndi menn til aukins starfs. Hann gagnrýndi óspart það sem honum fannst miður fara, en jákvæður undirtónn fylgdi þeirri gagnrýni. Sérstaklega er mér minnistætt hve brennandi áhuga hann hafði á málefnum aldraðra og aukinni heilsugæzlu. í þeim efnum vann hann sjálfur mikilsvert starf. Áreiðanlegt er að ramlag hans til nýsköpunar heilsugæslu á Suður- nesjum er ómetanlegt. Notaði hann hvert tækifæri er gafst til að þrýsta á aðgerðir í þeim efnum. Fullyrði ég að það er einkum einlægum áhuga og skýrum rök- stuðningi Kjartans læknis að þakka að nú hyllir í framkvæmdir við nýja Heilsugæslustöð á Suður- nesjum. Kjartan var alla tíð virk- ur þátttakandi í félagsmálastörf- um. Var hann meðal annars for- maður Læknafélags Vestfjarða um tíma, formaður Rauða Kross- deildar Flateyrar og form. Krabb- ameinsvarna Keflavíkur um ára- bil. Formaður skólanefndar Flat- eyjarskólahverfis í 3 ár og í stjórn Rótaryklúbbs Keflavíkur um tíma. Þá var hann í heilbrigðisnefnd Keflavíkur frá því hann kom þangað. Hvarvetna þar sem Kjartan lagði hönd á plóginn var líf og starf. Suðurnesjamönnum er mikil eftirsjá í Kjartani lækni. Þeim er ljóst að með honum er genginn fulltrúi hins bezta í mannlegum samskiptum. Því hefði enginn trúað af þeim mikla fjölda er hyllti Kjartan á 60 ára afmælinu að innan eins árs væri hann genginn á fund feðranna. En enginn má sköpum renna. Við félagar hans í Alþýðu- flokknum minnumst hans með sérstöku þakklæti og virðingu. Eftirlifandi eiginkonu, Ásdísi Jó- hannesdóttur, börnum þeirra, Mörtu, Ólafi og Grími, barnabörn- um og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Karl Steinar Guðnason í dag fer fram útför Kjartans Ólafssonar héraðslæknis í Kefla- vík. Hann var fæddur í Dýrafirði 11. sept. 1920, sonur hjónanna Ólafs Ólafssonar skólastjóra þar og Kristínar Guðmundsdóttur. Kjartan varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og lauk læknisnámi 1949. Hingað til Keflavíkur kom hann 1958 eftir að hafa verið héraðslæknir á Flateyri 1950—57. Kjartan var félagslynd- ur maður. Á námsárunum tók hann virkan þátt í félagslífi stúd- enta var m.a. Garðprófastur. Hér í Keflavík var Kjartan um skeið formaður Krabbameinsfélags og Rauða kross, átti í nokkur ár setu í skólanefnd og ýmsum öðrum félögum og nefndum. En að sjálf- sögðu voru heilbrigðismálin þau mál, er áttu hug hans og hjarta. Sem héraðslæknir átti hann sinn mikla þátt í mótun heilsugæslu- stöðvar í Keflavík og uppbyggingu og eflingu sjúkrahússins. 1978 var Kjartan skipaður héraðslæknir í Reykjanesumdæmi og bar sú skip- an vott um það traust, sem hann naut hjá þeim, sem fóru með æðstu stjórn heilbrigðismála í landinu. Kjartan var dagfarsprúður maður, maður sátta í samskiptum við aðra, umbótamaður í þessa orðs bestu merkingu. Það var mér mikil gæfa að hafa átt þau hjón Kjartan og Ásdísi Jóhannsdóttur, ættaða af Snæfellsnesi, sem vini og ráðgjafa. Til marks um vin- sældir þeirra hjóna má nefna að um þrjú hundruð manns sóttu þau heim, þegar Kjartan varð sextug- ur á síðastliðnu hausti. Vitaskuld visLum við sem þekktum Kjartan vel, að hann gekk ekki heill til skógar. Hins vegar vonuðum við að vegferð hans hér yrði lengri. Sár harmur er nú kveðinn ekkju hans og börnum. Það stoða lítið fátækleg samúðar- og kveðjuorð. Og einhvern veginn finnst mér að okkar litla samfélag á Suðurnesj- um hafi smækkað að mun við fráfall þessa vitra og góðviljaða manns. Ililmar Jónsson Ég varð harmi lostin, þegar ég heyrði lát Kjartans Ólafssonar héraðslæknis í Keflavík, sem svo óvænt var kallaður yfir á annað tilverusvið, til meiri starfa Guðs um geim. Slíkum ágætismanni og snillingi í sínu starfi hefi ég varla kynnst. Ég var svo heppin að fá að starfa með honum í nokkur ár þegar hann var héraðslæknir á Fiateyri, og álít ég það vera besta tíma ævi minnar. Það var unun að sjá Kjartan við læknisstörf, svo viss og traustvekjandi, með allt ólært fólk í kringum sig. En allt fór vel, og honum mistókst aldrei, því Guð var með honum í verki en sterkur trúmaður var hann. Ég minnist manns, sem var að þakka honum hjálp við sig, en hann svaraði því til að það væri ekki ailt sér að þakka, því við værum ekki einir, þvílík var trú hans á allt það góða og göfuga. Eða þegar hann hafði einhvern aukatima, sem sjaídan var því hann var alltaf hlaðinn störfum, þá var það vani hans að spjalla við sjúkl- ingana til að veita þeim styrk. Því veit ég það, að frá öllu samstarfs- fólki hans og sjúklingum munu þakklætis- og blessunaróskir fylgja honum yfir landamærin. Ég votta ástkærri eiginkonu hans, börnum og barnabörnum mína innilegustu samúð, megi Guð hugga þau og styrkja. Þórunn Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.