Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 33

Morgunblaðið - 20.08.1981, Side 33
Minning. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 33 Ingvar Þorvaröar- son múrarameistari Fæddur 3. ágúst 1891 Dáinn 5. ágúst 1981 í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, verður til moldar borinn í Foss- vogskirkjugarði Ingvar Þorvarð- arson, múrarameistari, sem lézt á Hrafnistu 5. þ.m., níræður að aldri og tveim dögum betur. Ingvar hefur dvalizt á Hrafn- istu síðustu tvo áratugina, lengi framan af við þokkalega heilsu, en síðustu árin við nokkuð skert heilsufar og var hann þá á sjúkra- deild heimilisins. Naut hann þar hinnar ágætustu umönnunar og mátu niðjar hans og vandamenn það að verðleikum. Ingvar fæddist 3. ágúst 1891 að Meðalholtum, Gaulverjabæjar- hreppi, sonur hjónanna Vigdísar Magnúsdóttur, Magnúsar Magn- ússonar, hreppstjóra í Holtsmúla á Landi, síðar bónda á Laugar- vatni, og Þorvarðar Jónssonar, útvegsbónda að Meðalholtum. Fjögur börn þeirra Vigdísar og Þorvarðar komust á legg, tvö þeirra létust fyrir æði mörgum árum, en tvíburabróðir Ingvars, Jón, lifir nú einn þeirra systkina. Langlífi þeirra tvíburabræðra er í sjálfu sér ekkert undrunarefni, þegar þess er gætt, að Vigdís, móðir þeirra, komst á 105. aldurs- árið. Ingvar kvongaðist árið 1919 Ingibjörgu Jónsdóttur, Jóns bónda Guðmundssonar í Oddagörðum, Gaulverjabæjarhreppi, og Mál- fríðar Eiríksdóttur, og fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur. Árið 1939 lézt Ingibjörg frá sjö börnum, sem öll eru á lífi í dag: Jón, Ingveldur, Ástríður, Ingi- björg, Fríða, Magnea og Sigríður. Búa þau systkini öll í hjónabandi í Reykjavík, nema Ingibjörg, sem hefur búið í New York um tveggja áratuga skeið. Æsku- og unglingsár Ingvars munu ekki hafa verið ósvipuð því, sem algengast var hér á landi í sveit um og eftir aldamótin síð- ustu og hefur sú saga verið skráð skilmerkilega á liðnum árum. í þá daga hafði þó Flóinn það fram yfir flestar aðrar sveitir landsins, að þar stóðu tvö blómleg sjávarþorp, Stokkseyri og Eyrarbakki, sem bættu hag sveitanna mjög, auk þess bæði með umtalsverðum menningarbrag, og átti sá arfur eftir að marka djúp spor í ísienzka lista- og bókmenntasögu. Ingvar lærði múrverk austur á Stokkseyri og í Reykjavík og vann sem múrari allan sinn starfsaldur í Reykjavík, fyrstu árin við hvað- eina, sem til féll í því handverki, síðan um áratuga skeið hjá Reykjavíkurhöfn og bar hann hag þess fyrirtækis mjög fyrir brjósti löngu eftir að hann lagði niður störf fyrir aldurs sakir. 'i liium) 1111> 111 ii Þegar rætt var um fyrri störf við Ingvar, kom fljótt í ljós, að vænst þótti honum um þá þætti starfsins, sem snertu hleðslu og skreytingu. Á steypuvinnu hafði hann hinsvegar minni áhuga. Nefndi Ingvar þá oft sem dæmi, er hann ásamt öðrum vann við að reisa undirstöðuna á styttu Ing- ólfs Arnarsonar og þegar hann á fullorðinsaldri hlóð sökkla undir styttu Skúla Magnússonar í Reykjavík og styttu Bjarna frá Vogi vestur í Dalasýslu. Það er og bjargföst trú mín, að þrátt fyrir langa skólagöngu ís- lendinga í dag, gætu þeir enn lært margt af öfum sínum og ömmum í hand- og verkmennt og er kominn tími til að huga nánar að þeim þáttum í sögu landsmanna. Reynsla fjölmargra kynslóða er meira virði en almennt skólanám. Ingvar var maður meðalhár vexti, þykkur undir hönd og sterk- lega vaxinn, teinréttur í baki og bar sig vel. Nokkuð dökkur var hann á brún og brá og augun brún, hlý og athugul. Svipurinn var hreinn og karlmannlegur og bros- ið, þegar svo bar undir, einstak- lega líflegt og smitandi. Andlitið geislaði þá bókstaflega af gleði. Meðan Ingvari entist sæmileg heilsa, las hann mikið og þá nær eingöngu rit um íslenzkt efni: ævisögur, ferðasögur, þjóðsögur og Islendingasögur, enda var hann sjór fróðleiks um fyrri tíma, en lét sig minna skipta þras síðustu áratuga. Að upplagi var Ingvar skýr- mæltur og málfarið hnökralaust, en lestur ofangreindra bóka hefur eflaust orðið til að skerpa og herða tungutak hans, ljá því hugþekkan blæ málvöndunar — án minnstu tilgerðar. Eins og fyrr segir, lézt Ingi- björg, eiginkona Ingvars, árið 1939 og var Ingvar þá á miðjum aldri. Hann kvongaðist ekki aftur, en leitaði á næstu árum eftir það á vit dulhyggju og spíritisma og voru honum þau málefni einkar hugstæð allt til hinztu stundar. Annað, sem var Ingvari ekki síður hugstætt, var hljómlist. Ungur lærði hann að leika á hljóðfæri og það fleiri en eitt. Orgelið átti samt hug hans öðrum hljóðfærum fremur. Við það undi hann sér marga stundina og ekki þykir mér ósennilegt, að þær stundir hafi veitt honum nokkra lífsfyllingu í amstri dægranna. Og eitt er vist: orgelhljómurinn bar hann oftsinnis — og mun bera hann að lokum — inn í heim hvíldar og friðar. Ingvar var maður alvörunnar, hógvær og prúður, orðvar og grandvar, fáskiptinn nema í vina- hópi, gæfur, en gaf ekki hlut sinn fyrir neinum, ef í odda skarst. Hann naut sín og vel í gleðskap, ef um slíkt var að ræða, og var þá smáglettinn og ræðinn. Hófleg þrjózka í fari hans varð hins vegar til þess, að taumfús gat hann aldrei talizt, hélt sig alltaf innan vissra marka. Þegar fjörgamlir hníga að beði og eru kvaddir hinztu kveðju, má að vísu segja, að enginn verði héraðsbrestur, en okkur er þó hollt á þeim stundum að hugleiða, hve óendanlega miklu meira við gætum gert í málum aldraðra. Tengdaföður mínum kynntist ég ekki fyrr en hann var um sjötugt, en átti með honum margar hug- þekkar stundir, einkum á áttunda áratug ævi hans, meðan hann hafði sæmilega heilsu. Þeim stundum vil ég ekki gleyma, get það heldur ekki, ekki gleyma hlýju hans og mildi í minn garð, góð- girni hans og réttsýni. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Hvíli hann í friði. Jón P. Ragnarsson I t £ l S a * » I U U U i « * J Fjölrítun FELDMUHLE Ijósritunarpappírinn fyrir spritt-, blek- og offsetfjölritun og Ijós- ritun á venjulegan pappír eykur gæði verksins og skilar betri árangri. Stærðir A-4 og A-3. Leitió upplýsinga. Ljósritun Höfum ávallt fyrirliggjandi Ijósritunar- pappír í flestar gerðir Ijósritunarvéla. Ljósritum einnig skjöl, bækur o.fl., á venjulegan pappír og glærur meöan þér bíðið. Mfl. HVERFISGATA V-, + —x + jSP Hverfisgötu 33 ^ .Cv7 — ------- Simi 20560 ■■n jATA /rir ;r jATA DODGE ARIES DODGE ARIES hefur slíka kosti að hann var kjörinn „BíH ársins1981“ í Bandarikjunum. DODGE ARIES er framhjóladrifinn fjölskyldubíll, með 4 cyl. vél, auk þess búinn sjálfskiptingu, aflhemlum og vökvastýri. DODGE ARIES eyðir rétt rúmlega 9 I. pr. 100 km. í blönduðum akstri, en í Sparaksturskeppni BÍKR 17.5.1981 eyddi hann aðeins 8,3 I. pr. 100 og er það afrek sem fáir bílar leika eftir þessum verðlaunahafa. DODGE ARIES er lúxusbíll hinna vandlátu og er ótrúlega ódýr miðað við alla aðra sambærilega bíla miðað við útbúnað og aukahluti. Láttu ekki lyklana að lúxusbílnum DODGE ARIES bíða eftir þér. fölfökull hff. Ármúla 36 Sími: 84366 * . i j I » » i 'i u < . ii 1.1> t <i 11 «iii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.