Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.08.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 3 5 Minning: Þórunn Jónína Meyvantsdóttir Kveðja írá tengda- bornum og barnabörnum Fædd 2. ágúst 1914. Dáin 11. ágúst 1981. Alltaf kemur dauðinn manni í opna skjöldu, jafnvel þá er hann líknar með komu sinni. Að minnsta kosti óraði ekkert okkar fyrir því að elskuleg tengdamóðir ætti ekki afturkvæmt af Landa- kotsspítala, þá er hún var lögð þar inn 28. júlí sl. En svo snögg voru umskiptin að 13 dögum síðar birtist engill dauðans henni í líknandi mynd, svo þjáð sem hún var orðin. Hún Dadda okkar, eins og við kölluðum hana, hét fullu nafni Þórunn Jónína Meyvantsdóttir og var fædd í Reykjavík 2. ágúst 1914, næstelst af níu börnum hjónanna Bjargar Maríu Elísabetar Jóns- dóttur og Meyvants Sigurðssonar, sem lengi bjuggu á Eiði v/Nesveg. I grein þessari mun leitast við að geta þess helsta úr ævi þessar- ar mikilhæfu konu, jafnframt því sem talað er í minningum um ógleymanleg ár, árin sem við nutum í samfylgd þessarar elsku- legu konu, sem var allt í senn sönn eiginkona, ástrík móðir og amma. Það sem öðru fremur einkenndi okkar ágætu tengdamóður var umhyggja og hlýja ásamt ómæld- um kjark og dugnaði, en á því þurfti hún verulega að halda þar sem raunir og mótlæti settu á margan hátt svip sinn á líf þessarar ágætu konu. Upphaf slíkra atburða var að árið 1934 trúlofast hún Guðna Sigurðssyni, sjómanni, og eignast með honum dótturina Sigrúnu árið 1935, tæpum tveimur árum seinna eða árið 1937 drukknar Guðni er hann tók út af togaran- um Hilmi. Þá stendur Þórunn uppi sem einstæð móðir, en senn birtir til því árið 1940 kynnist hún þeim manni sem átti eftir að verða hennar lífsförunautur, en það var Halldór Þórhallsson frá Nesi í Aðaldal. Gekk hann Sigrúnu litlu í föðurstað og reyndist henni ávallt vel sem slikur. Saman eignuðust Þórunn og Halldór fimm börn: Þórhall Pál, Maríu Elísabetu, sem lést á öðru ári, Elías Má, Lilju Hjördísi og Sigurbjörn Frímann. Ekki höfðu okkar elskulegu tengdaforeldrar búið lengi er erf- iðleikarnir knúðu þar dyra, en nú í formi veikinda, því árið 1943 veiktist heimilisfaðirinn af berkl- um og þurfti í framhaldi af því að fara á Vífilsstaði þar sem hann dvaldi að mestu leyti til ársins 1944, en þá var hann sendur norður til Akureyrar þar sem hann var höggvinn, sem var þeirra tíma lækning við berklum. Sú aðgerð tókst ekki sem skyldi og varð hann því að gangast undir samskonar aðgerð árið 1947. Á meðan gætti konan unga barn- anna sinna þriggja og naut hún þá bæði foreldra sinna og tengdafor- eldra. En brátt tók að birta til á ný, því þótt Halldór hefði skerta starfsorku, þá gat hann stundað akstur, sem hann og gerði. Hjá Strætisvögnum Reykjavíkur starfaði hann í 25 ár, eða svo lengi sem kraftar hans entust. Halldór lést árið 1978, aðeins 57 ára að aldrei, eftir langvarandi veikindi. Eins og sjá má hér að framan þá hefur líf okkar elskuðu tengda- móður ekki ávallt verið dans á rósum, en hún var ein þeirra sem óx við mótlætið og sýndi þá jafnan fádæma kjark og dugnað þá er mest á reyndi. Það sem skærast lýsir í minn- ingu þessarar góðu konu er sú umhyggja og nærgætni sem hún sýndi manni sínum í hans erfiðu veikindum, einkanlega síðustu ár- in sem hann lifði. Þá sá maður gjörla það nána samband sem hafði myndast milli þessara tveggja ástvina og það er slíkt samband sem við börnin jjeirra munum kappkosta að rækta í okkar garði. Þá má ekki gleyma þeirri Þór- unni, sem við þekktum sem tengdamóður og ömmu. Sem slík var hún heil og óskipt, ávallt vakandi yfir velferð okkar. Það er með slíku viðmóti og hlýju, sem hennar minnisvarði stendur í hug- um okkar, minnisvarði sem sam- anstendur af fögrum minningum um heilsteypta móður og ömmu sem ræktaði blóm ástar, nærgætni og hlýju í hjarta sínu. Börn þeirra hjóna bera svo sannarlega merki þess kristilega uppeldis sem þau hlutu og erum við tengdabörnin ævinlega þakklát fyrir þá hlut- deild sem okkur var gefin í lífi þessara sæmdarhjóna. Já, það er ríkidæmi að geta státað af samfylgd og leiðsögn þessarar góðu konu sem fyrst og fremst var eiginkona, móðir og amma. Slík samfylgd þroskar manns- sálina og bætir það umhverfi sem við búum í. En nú er komið að leiðarlokum, hún er komin í himnasali þar sem hennar býður góð heimkoma til þeirra sem hún unni svo heitt. Eftir sitjum við hnuggin, en þó með bjartar og hlýjar minningar um góða og göfuga konu, sem var okkur öllum svo kær. II.J. Ekki hvarflaði það að okkur hjónum að það yrði okkar hlut- skipti að standa yfir moldum sómakonunnar Þórunnar Mey- vantsdóttur aðeins hálfum mánuði eftir að við samfögnuðum elsta syni hennar fertugum. En þar með sannast hið fornkveðna að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það sem einkum knýr okkur til að rita fáein orð í minningu þessarar ágætiskonu er það hversu sameiginlegt og nátengt okkar ríkidæmi var. örlögin höguðu því þannig að við sem lékum okkur saman sem ungar stúlkur á Hverfisgötunni í Reykjavík áttum eftir að tengjast sterkari böndum seinna á lífsleið- inni en almennt gerist. Það mun ekki algengt að þrjú alsystkini gangi að eiga önnur þrjú alsystkin, en slíkt gerðist hjá okkur Þórunni, enda sögðum við oft að örlagadísirnar hafi ætlað okkur stórt sameiginlegt verkefni. Það verkefni er nú langt komið, þrjár sameiginlegar giftingar að baki, barnabörnin 10 að tölu og barnabarnabarn 1. Þay liðlega tuttugu ár sem þetta nána sam- band hefur varað minnumst við hjónin ekki að nokkru sinni hafi borið þar skugga á og ekki spillti þar um hann Halldór okkar, meðan hans naut við. Hvar sem á er litið voru Halldór og Þórunn einstök sæmdarhjón sem ræktu sínar foreldraskyldur af stökustu alúð og nærgætni. Við minnumst nú þeirra sam- eiginlegu stunda sem við áttum með börnum okkar og barnabörn- um og þess lífs og yndis sem við nutum af samneytinu við þau. Hætt er við að þær stundir verði ekki samar á ný. Það mun enn um sinn koma í okkar hlut að líta til með börnun- um okkar elskulegu og þá skyldu mun okkur ljúft að rækja með minningu Þórunnar og Halldórs í huga. Að lokum skulu hér fram born- ar þakkir fyrir samfylgdina, þá samfylgd sem aldrei bar skugga á. Megi minningin um góða móður lifa og dafna með börnunum okkar elskulegu og vera þeim styrkur á sorgarstund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Geirný og Jón Ragnhildur Ásgeirs- dóttir - Minningarorð Það var haustið 1968. Mennta- skólinn við Hamrahlíð hóf sitt þriðja starfsár. Eins og fyrri árin fylltist fyrsti bekkur af ungmenn- um, sem fannst mikið til þess koma að vera sest í „æðri“ skóla. Stundataflan gaf líka til kynna við fyrstu sýn, að fátt væri kennt, sem ekki göfgaði sálina. Okkur brá því heldur en ekki í brún, þegar við komum auga á vél.rt. neðarlega á töflunni. Vélritun, það var þá! Vorum við ekki hafin yfir allt slíkt? Okkur var spurn. Þurftum við að þola aðra „pikkólínu", eins og við höfðum kallað vélritunar- kennarann í landsprófi, sem skip- aði okkur að slá svo og svo mörg slög á mínútu og skila svo og svo mörgum vélrituðum síðum á viku? Við fórum strax að bollaleggja hvernig best væri að komast hjá vélritun. Var ekki möguleiki á að sannfæra einhverj velviljaðan lækni um að heilsunnar vegna gætum við barasta ekki vélritað, rétt eins og sumir fengu vottorð upp á að þeir væru óhæfir í leikfimi? Þegar við gengum inn í fyrsta vélritunartímann kom svolítið annað hljóð í strokkinn. Þar beið okkar eldri kona með silfurgrátt hár, glampandi augu og bros, sem gaf til kynna, að hún vissi mæta vel hvað unglingum fannst um vélritun. Hún var nefnilega yngst okkar allra í andanum. Hún kynnti sig sem Ragnhildi Ásgeirs- dóttur. Ekki man ég hvað fram fór, sem eftir var tímans, nema hvað mér varð starsýnt á kennar- ann. Hann var svo merkilegt sambland þroskaðrar, lífsreyndr- ar konu og unglingsstelpu, full af lífi og fjöri. Nokkrum dögum síðar kom ný stelpa í bekkinn, Ragnhildur Pála, dóttir vélritunarkennarans var okkur sagt. Þó ekki væru þær mæðgur líkar, þá átti Ragnhildur það sammerkt með mömmu sinni að skera sig úr. Klæðnaður henn- ar, hátterni og fas var svo allt öðruvísi en okkar hinna. Þær mæðgur vöktu strax for- vitni mína og mig langaði að kynnast þeim nánar. Eg ákvað að líta við hjá þeim næst er ég ætti leið til afa og ömmu vestur í bæ. Þótt ég kæmi óboðin í það skiptið og þúsund sinnum þar á eftir, var mér tekið sem þjóðhöfðingja og krásir bornar á borð. Þó krásirnar væru ljúffengar, jafnaðist ekkert á við andlegu fæðuna, sem þær mæðgur framreiddu. Ég, sem var óvinsælust allra fyrir að geta ekki þagað, gerði fátt annað en að hlusta í návist þeirra. Ég komst fljótt að því að þær mæðgur voru ekki aðeins frábrugðnar fjöldan- um að ytra borði, þær höfðu líka allt öðru vísi hugmyndir um lífið og tilveruna. Ég, sem fram til þessa hafði talið æðsta takmark hverrar konu að gifta sig og eiga börn, fékk að heyra að betra væri að bíða með allt slíkt. Lífið væri miklu lengra en ég héldi og byggi yfir ótal ævintýrum. Þær höfðu ferðast víða og séð svo margt og hrifu mig með sér um ókunn lönd yfir kaffibollanum. Og þegar ekki var ferðast um í rúmi var ferðast um í tíma. Ragnhildur tók mig með sér heim í Dalina og sagði mér frá lífsbar- áttu fólks í afskekktri sveit á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hún var stálminnug og hafði einstaka frásagnargáfu, svo unun var á að heyra. Og þó hún hefði frá mörgu raunalegu að segja var hún líka hafsjór af skemmtisögum og iðrast ég nú að hafa ekki skráð sögurnar hennar hjá mér. En mér datt bara aldrei dauðinn í hug í návist Ragnhildar. Líf Ragnhildar var að mörgu leyti enginn dans á rósum, en erfiðleikar gerðu hana ekki bitra heldur styrktu og þroskuðu. Þeir gerðu henni einnig að fullu ljóst þýðingu kvenréttinda og hversu mikilvægt það er fyrir konur að geta staðið á eigin fótum. Hún fræddi mig um svo margt á þessum árum og því eldri og reyndari sem ég verð, því betur skil ég hversu mikill sannleikur bjó í orðum hennar. Ragnhildur fæddist í júlí 1910 og var því rétt 71 árs þegar hún lést. Hún lauk ferli sínum sem kennari síðastliðið vor, en hún hafði einsett sér að láta ekki iðjuleysi og einmanaleika ellinnar verða sér að bráð. Til þess var hún alltof starfsglöð og félagslynd. Ragnhildur sagði einhvern tímann í gamni, að frekar gerðist hún uppþvottakona á veitingahúsi en að sitja aðgerðarlaus. En því miður fékk enginn veitingastaður að njóta starfskrafta hennar. Eg votta Ragnhildi Pálu, Vil- hjálmi og börnum þeirra, Önnu Katrínu og Bjarna, og öðrum aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Ég veit að þau sakna Ragn- hildar sáran og spyrja eins og ég: „Af hverju fengum við ekki að njóta þessarar greindu, lífsglöðu konu lengur?" En dauðinn einn er vís og varanlegur og oft lítið á okkar valdi, sem getur aftrað komu hans. Á þessari stundu get ég því fátt annað gert en þakkað forsjóninni að menntaskólanem- endur séu skyldaðir til að læra vélritun. Án hennar hefðu leiðir okkar Ragnhildar sennilega aldrei legið saman. Og þegar ég sit og rita þessar línur, geri ég mér líka ljóst, að fátt sem ég lærði í menntaskóla hefur komið í jafn góðar þarfir og vélritun. Blessuð sé minning Ragnhildar Ásgeirsdóttur. New York, 8. ágúst 1981 Inga Dóra Björnsdóttir V/ /P5V.56 Svo fullkominn, en samt svo ótrúleea einfeldur! Eigum aftur fyrirliggjandi gott úrval af Richmac búðarkössum á hagstæðu verði. Komið við og skoðið sýnis- hornin í verslun okkar. u. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ÓSA , + —X ~ vS? Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.