Morgunblaðið - 20.08.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 20.08.1981, Síða 44
4 krónur 4 krónur eintakið llfflllfliÍPlP eintakið FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1981 Sigurpáll ÞH 280 strandar: ÞAÐ ÓHAPP varð fyrir utan Hafn- arfiörð um kl. 15.30 í gær að SÍKurpáll ÞH 280. 10 tonna trilla frá Hafnarfirði. strandaði á Helgu- skeri sem er u.þ.b. einn kílómetra útaf Hafnarfjarðarhöfn. Ökumaður sem var á leið inn i Hafnarfjörð sá til strandsins og uerði mönnum viðvart um að eitthvað væri athuga- vert við ferðir hátsins. Fóru menn þá að vcita honum athvnli oj{ sáu þá að skotið var upp neyðarblysi. Var þá haft samhand við hafnsöKubát- inn. er staddur var í Straumsvík. ok fór hann þncar á staðinn. Aðeins einn maður var um borð, Karl Pálsson, 74 ára Hafnfirðinifur. og var hann tekinn um borð í aðra trillu um það leyti sem Siffurpáll sokk. Kona á slysa- deildina - en hundur á Dýra- spítalann eft- ir árekstur IIARÐUR árekstur varð á tfatnamótum Bæjarháls og llraunha jar í gær. en þar rák- ust saman lítill fólksbíll af Renault-gerð ok stór malar- flutninKahíll. Kona sem ók fólksbifreiðinni var flutt á slysadeild. en meiðsli hennar reyndust ekki alvarlegs eðlis. Barn sem var í bilnum sakaði ?kki, en hundur sem þar var meiddist eitthvað ojí var hann ‘afarlaust fluttur á Dýraspítal- tnn, þar sem gert var að sárum lans. Skyndikönnun Félags islenzkra iðnrekenda: Iðnfyrirtækin eru rekin með 8,7% tapi sem af er árinu 1981 „Þetta bar ákaflega brátt að,“ sagði Karl Pálsson í samtali við Morgunblaðið. „Ég varaði mig ekki á þessari skerhnúfu og það skipti engum togum að báturinn rennur uppá það og fer alveg á kaf að aftan. Það vildi svo vel til að ég var á hægri ferð þannig að trúlega er hann alveg óbrotinn. Það gekk hins vegar illa fyrir mér að vekja athygli í landi. Ég var búinn að skjóta upp fjórum blysum og það leið áreiðanlega rúmlega hálftími þar til hafnsögu- báturinn kom. Allan tímann var báturinn að síga, þannig að þetta varð fremur óþægileg bið. Hafnsögubáturinn þurfti reyndar lítið að skipta sér af þessu þarna — þeir voru tímabundnir, þurftu að taka á móti skipi sem var að koma til Straumsvíkur og fóru fljótlega til þess. Ég fór hinsvegar í land með trillu sem þarna átti leið framhjá. Ég fór svo fljótlega fram aftur og var Sigurpáll þá alveg sokkinn — það rétt bólaði á stefninu. Okkur tókst þó að festa í hann dráttartaug og dró hafnsögubáturinn hann mar- andi í kafi til lands, en trilla hélt honum uppi að aftan á meðan. Um kl. 7 var hann svo kominn upp í fjöru á góðum stað í slippnum hérna, heilu og höldnu." Ilafnsögubáturinn dregur Sigurpál ÞH 280 til lands frá strandstað. Ljósm. Mbl. Raitnar Axelsaon. 8% hækkun flugfarmiða Á FUNDI Verðlagsráðs í gær var samþykkt að heimila Flugleiðum 8% hækkun á farmiðum í innan- landsflugi. Ennfremur var Landleiðum heimilað að hækka farmiða milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um 19% og Landvara var heimilað að hækka taxta vöruflutningabíla um 8%. Loks var samþykkt 8% hækk- un á saltfiski. Ríkisstjórnin á eftir að staðfesta þessar hækkanir. Þorskstofninn: Útlit f yrir að hrygning hafi tekist vel „ÉG ER ekki búinn að fá niðurstöður seiðarannsókn- anna og vil þvi sem minnst um málið segja, en mér hefur verið sagt að allt útlit sé á að hrygning þorskstofnsins hafi tekist veí og ef það er rétt, þá er útlitið gott,“ sagði Stein- grímur Ilermannsson sjávar- útvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um niðurstöður rannsókna á klaki þorsk- stofnsins. Steingrímur vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti, en sagði að ef þetta reyndist rétt, þá væri þorskstofninn á upp- leið og því bjartara framund- an. Steingrímur sagðist búast við sð skýrsla um þetta mál yrði lögð fram á næstunni, en vísaði á fiskifræðinga til nán- ari útskýringa á henni. Dreginn til lands í kaf i Samþykkt Verðlagsráðs: Bensínlítr- inn í 7,85 kr VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sinum i gær að heimila 11.5% hækkun á bensíni og 7,6% ha’kkun á gasolíu. Samkvæmt því hækkar bensín- lítrinn um eina krónu, úr 6,85 í 7,85 krónur og gasolíulítrinn hækkar úr 2,60 í 2,80 krónur. Helmingur af bensínhækkuninni, eða 50 aurar, renna beint í ríkis- sjóð í formi hækkaðs vegaskatts. Samþykkt Verðlagsráðs fer nú til ríkisstjórnarinnar, þar sem hún þarf að hljóta staðfestingu. Er því óvíst hvenær hækkanir á bensíni og gasolíu taka gildi. Hlutfallslegur kostnaður fyrirtækja eykst allur, nema launakostnaður Fólksbíllinn skemmdist mikið, :n lítið sá á malarflutningabíln- im, samkvæmt upplýsingum lög- eglunnar. Bakkar til Hafnar í dag IAI.LGRÍMUR Marinósson, sem etlar að bakka hringinn i kring- im landið á Skoda, kom i gær- ivöldi til Kirkjuhæjarklausturs. Ferðalagið hefur gengið sam- (væmt áætlun og Hallgrímur við íóða heilsu, t.d. hefur hann ekki • ennt neinna eymsla í hálsi. í dag nun Hallgrímur bakka til Hafnar. ÍSLENZK iðnfyrirtæki, scm þátt tóku í skyndikönnun, sem Félag íslenzkra iðnrekenda hefur látið gera. voru rekin með tapi fyrri hluta þessa árs, sem nemur 8,7% af rekstrartekjum þeirra. Allt árið 1980 reyndist tap þessara íyrir- tækja 6% af rekstrartekjum. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá FÍI og þar segir að niðurstöður sýni, að iðnaðurinn þurfi nú að glima við afar mikinn vanda. „Verst sett eru þau fyrirtæki, scm flytja fram- leiðsluvörur sínar út til Vcstur- Evrópu, svo og þau iðnfyrirtæki, sem eiga í samkeppni við innflutn- ing frá Evrópu.“ í fréttabréfinu segir, að sá vandi, sem við blasi eigi sér ýmsar ástæður og eru nefndar til fjórar. í fyrsta iagi, að þegar lög um aðlögunargjald runnu út um síðastliðin áramót, án þess að starfsskilyrði iðnaðarins yrðu lagfærð, hafi samkeppnisstaða meginþorra iðnaðarins versnað um 3%. í öðru lagi er nefnt, að þegar ríkisstjórnin hafi ábyrgzt sérstaka 5% hækkun viðmiðunarverðs á fiski í Verðjöfnunarsjóði á tímabilinu janúar-maí til að tryggja eðlilega afkomu fiskvinnslunnar án gengis- fellingar, hafi engar ráðstafanir verið gerðar til þess að bæta afkomu iðnaðarins, þótt ríkisstjórnin hafi heitið því í efnahagsáætlun sinni frá 31. desember síðastliðnum. Þá segir: Verðstöðvun ríkisstjórn- arinnar fyrri hluta ársins bitnaði einungis á íslenzkri framleiðslu og þjónustu, og á sinn þátt í versnandi afkomu iðnfyrirtækja. — Föst geng- isskráning í 40% innlendri verð- bólgu getur ekki gengið nema ör- skamman tíma. Að öðrum kosti lamast smám saman þau fyrirtæki, sem eiga í samkeppni innanlands og erlendis. „Föst gengisskráning" hef- ur reyndar þýtt það að íslenzka krónan hefur fallið í verði gagnvart Bandaríkjadollar, en hún hefur hækkað í verði gagnvart ýmsum mikilvægum Evrópumyntum." Síð- an er birt tafla yfir breytingarnar á þessu ári og hefur dollar þá hækkað um 20,3%, og lækkað hafa: sterl- ingspund um 7%, dönsk króna um 6,7%, franskur franki um 7,3%, svissneskur franki um 1% og vest- ur-þýzkt mark um 4,6%. Segir í fréttatilkynningunni, að þróun und- anfarinna mánaða hafi valdið iðn- aðinum svo miklum búsifjum, að hann rísi ekki undir til lengdar. Athyglisvert er við niðurstöður skyndikönnunar FÍI, að á meðan framleiðslukostnaður hækkar hlut- fallslega frá 78,5% af rekstrartekj- um upp í 80,7%, lækkar launakostn- aður hlutfallslega frá 27% af rekstrartekjum í 25,9%. Hráefnis- notkunin eykst lítilsháttar, en ann- ar framleiðslukostnaður eykst mest, eða úr 13,6% í 16,5%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.