Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1981, Blaðsíða 1
íslandsmeistarar Vík- ings bjóða þig, lesandi góður, velkominn á leik meistaranna gegn eísta liðinu í 1. deildinni í Frakklandi, Bordeaux. Viðureign liðanna í Evr- ópukeppni félagsliða fer fram á fimmtudag á Laug- ardalsleikvangi og hefst kl. 17.30. Meistarar Víkings eru staft- ráðnir i að standa sig vel, vera Vikingi til sóma, vera islenzkri knattspyrnu til sóma. Vikingar húa sig nú af kostgæfni undir viðureignina við Bordeaux undir stjórn hins snjalla sovézka þjálf- ara, Youri Sedovs. Það hefur viljað brenna við, að islenzk félagslið komi illa búin undir Evrópuleiki. Strákarnir ætla að berjast af krafti í Reykjavik og strax eftir leikinn munu þeir fara i æfinga- og keppnisferð til Sovétríkjanna. Þeir munu leika þrjá æfingaleiki við kunn sovézk lið, æfa tvisvar á dag og mæta siðan í Frakklandi albúnir i slaginn. Vikingar eru staðráðnir i að standa sig og þvi er mikilvægt, að áhorfendur styðji vel við bakið á Vikingi i Laugardal. Að þú mætir og hvetjir Viking til sigurs. Vikingur hefur einu sinni áður leikið í Evrópukeppni. Það var 1972 og þá mætti Víkingur pólska liðinu Legia frá Varsjá í Evrópukeppni bikarhafa. í liði Legia voru margir þekktir kapp- ar og landsliðsmenn liðsins komu hingað til lands ferskir eftir að hafa sigrað á ólympiuleikunum. Víkingur beið lægri hlut sumarið 1972, en félagið hefur eflst siðan. Sumarið sem Viking- ur lék við Legia varð hlutskipti þeirra að falla i 2. deild. Á sunnudag varð Víkingur íslandsmeistari 1981. í fyrsta sinn í 57 ár sem Vikingur hlýtur þennan eftirsóttasta titil is- lenzkrar knattspyrnu. Meistarar Vikings eru staðráðnir í að standa sig vel. berjast af krafti og á góðum degi er vist. að Vikingar geta sigrað Bordeaux. Til þess þarf góðan stuðning áhorfenda. „Vilji er allt, sem þarf“. hafa verið fleyg orð i ár. Vikingar hafa viljann til sigurs. Stuðning- ur áhorfenda vegur þungt á metunum þegar til Evrópuleiks- ins gegn Bordeaux kemur. HVETJUM VÍKING TIL Slfr URS! VIKINGUR - BORDEAUX Á LAUGARDALSVELLI KL. 17.30 Á FIMMTUDAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.