Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 21

Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 21
Víkingur 21 3. flokkur Vfkings; aftari röð frá vinstri: Kári Kaaber, þjálfari, Rögnvaldur Rögnvaidsson, Agnar Agnarsson, ólafur Sverrisson, Benedikt Sveinsson, Þórkell Garðarsson, Karl Þráinsson, Einar Einarsson, Bragi Reynisson. Fremri röð: Ágúst Hafberg, Páll Erlingsson, Sigurbergur Steinsson, Jón Otti Jónsson, Andri Marteinsson, Steingrímur Pétursson. Strákarnir i 5. flokki ásamt þjálfara sinum, Sverri Friðþjófssyni. Strákarnir i 4. flokki ásamt þjálfara sinum, Bjarna Gunnarssyni. Strákarnir i 6. flokki. „Staðráðinn í að leika með meistaraflokki" — segir Agnar Agnarsson, fyrirliði 3. flokks „ÉG ER ekki óánægður með frammistöðu okkar í íslands- mótinu. Við komust að vísu ekki í úrslitakeppni 3. flokks en við höfum átt góða leiki og hvað sjálfan mig snertir þá tel ég mig hafa sýnt framfarir í sumar," sagði Agnar Agnars- son, fyrirliði 3. flokks en Agnar hefur verið fyrirliði í fjarveru Karls Þráinsssonar, sem fór af landi brott um tíma. Agnar er vaxandi leikmaður, ákaflega sterkur miðvörður. Agnar stundaði nám í Réttarholts- skóla í vetur og gekk í Víkinga vegna þess að „ekkert annað lið kom til greina, enda allir strák- arnir í Víking". Hann býr í Fossvoginum og í haust hefur hann nám við Menntaskólann við Sund. „Við vorum óheppnir í byrjun íslandsmótsins, töpuðum þrem- ur fyrstu leikjum okkar í mót- inu, öllum með einu marki eftir að hafa verið síst lakari aðilinn. En þannig er knattspyrnan, til að mynda gerðum við jafntefli við úrslitaliðin, Akranes og Val og það eftir að hafa verið betra liðið. Hin slæma byrjun varð okkur að falli." Hvað um þjálfunina? „Ég er ánægður með þjálfara okkar, Kára Kaaber. Hann hef- ur haldið vel utan um hlutina. Verið með góðar æfingar, þó ég telji að þær mættu gjarna hafa verið fleiri. Við höfum æft þrisvar í viku en ég held, að við ættum að æfa fjórum sinnum í viku. Kári hefur lagt megin- áherzlu á tækniþjálfun, leikskipulag og að spila knettin- um frá sér, fljótt og örugglega. Hitt er svo annað, að ég tel að standa mætti betur að yngri flokkunum og þá á ég við, að við fengjum fleiri æfingar á grasi. Það tel ég ákaflega þýðingar- mikið atriði." Hvað um framtíðina? „Hvað sjálfan mig snertir, þá er ég staðráðinn í að komast í meistaraflokk, en hitt er svo, að ég hef meiri áhuga á að leika tengilið. Sú staða er skemmti- legri." LHÐBEMWGAR OM IASNWGO PVC-SKOIPRÖRA s 'mm eintöld, ■ Áldreí þuríir þú að bfjóta upp gótf og grafa r grunninrt undir húsihiu. Aidrei að rífa upp gróður og gangstéttir. Hafir þú notað PVC grunnapfaströrin frá Hampiðjunni og fylgt leiðbein- ingum upplýsingabæklings okkar pá eru allar líkur á að von þín rætist. HAMPIÐJAN HF i eitt skipti Stétt yfirb.orö innánrröfunumvetdtip litlu rennslisviðnámi. Rörin érúTéjit og áúöveldí meðförum. PVC grunna plastið endist og endist. Það fæst i bygglngávöruverslunum um land állt Biöjió um bæklinginn HAMPIÐJAN HF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.