Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 10
10
Víkingur
Framkvæmdir á nýja Víkings-
svæðinu hefjast á þessu ári
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víking ur stendur
á tímamótum um þessar mundir. Iþrótta- og
félagslega hefur Víkingur aldrei verið sterkari
og framundan eru miklar framkvæmdir við
nýtt íþróttasvæði félagsins í Fossvogi. Til að
fræðast um þessi mál var rætt við Anton Örn
Kærnested, formann Víkings, einn morgun
fyrir 10 dögum. Anton hefur verið formaður
félagsins í tvö ár, en hefur áður starfað mjög
mikið að félagsmálum innan Víkings og var
m.a. formaður knattspyrnudeildar um árabil í
kringum 1970. Við byrjuðum á því að spjalla
um Víking í þá „gömlu, góðu daga“ og
flutning félagsins úr Vatnsmýrinni inn í
Smáíbúða-/Bústaðahverfi fyrir tæpum þremur
áratugum.
„Víkingar höfðu verið með
aðstöðu í Vatnsmýrinni á þeim
slóðum þar sem Tívolí var í
gamla daga, skammt sunnan
við Norræna húsið,“ sagði
Anton. „Þar höfðu Víkingar
innréttað bragga, sem herinn
byggði á sínum tíma og á
þessum slóðum var búið að
teikna Víkingssvæði, en það
hentaði í rauninni alls ekki
sem framtíðarathvarf fyrir
íþróttafélag. Það er því auð-
velt að segja nú, að sem betur
fer var ekki farið út í fram-
kvæmdir þarna í Vatnsmýr-
inni. Hins vegar var það okkar
hamingja, að við fengum
svæðið í Smáíbúðahverfinu,
við Hæðargarð, og þangað
flutti Víkingur árið 1953.
Ég var um fermingu þegar
ég frétti af þessu og var einn
af þeim strákum, sem byrjuðu
að sparka bolta á nýja Vík-
ingssvæðinu. Þá var ekki búið
að gera þar völl heldur var þar
tún, sem dugði okkur vel. Axel
Andrésson, sá merki ungl-
ingaleiðtogi og einn helzti
hvatamaðurinn að stofnun
Víkings árið 1908, var með
byrjendanámskeið þarna og
það var mikill hugur í
mannskapnum. Við vorum
komnir í okkar eigið hverfisfé-
lag, en áður var Valur aðalfé-
lagið á þessum slóðum. Bú-
staðahverfið var að mestu
byggt um þetta leyti og Smá-
íbúðahverfið var að byggjast.“
FRAMTÍÐARSVÆÐIÐ
ER ORÐIÐ OF LÍTIÐ
„Þetta var framtíðarland
fyrir félagið og með uppbygg-
ingunni við Hæðargarð hófst á
ný uppbygging Knattspyrnu-
félagsins Víkings, sem hafði
nánast verið að deyja út um
1950. Það lögðu margir mætir
menn hönd á plóginn við hið
mikla uppbyggingarstarf, sem
unnið var á Víkingsveliinum
og við félagsheimilið, en ég vil
þó leyfa mér að nefna tvo
menn öðrum framar. Þeir
Gunnar Már Pétursson og
Gunnlaugur Lárusson lögðu
líf sitt og sál í þessar fram-
kvæmdir, þeir voru tilbúnir til
að fórna öllu og settu persónu-
legar eigur sínar að veði til að
koma þessu verki áfram auk
þess sem þeir hafa trúlega lagt
fram talsvert eigið fé.“
Þetta umtalaða framtíðar-
svæði er nú orðið of þröngt
fyrir félagið, sem var í andar-
slitrunum fyrir aðeins þremur
áratugum. Hvað er framund-
an?
„Það er rétt, draumasvæðið
við Hæðargarð er orðið of lítið
og býður ekki lengur upp á þá
möguleika, sem stórt íþrótta-
félag í Reykjavík verður að
hafa yfir að ráða. Ein af
ástæðunum er sú, að Breiða-
gerðisskólinn kom fljótlega
inn á það svæði, sem Víkigur
fékk úthlutað í upphafi. Einn-
ig hefur starfsemin aukizt
miklu meira en nokkurn óraði
fyrir. Því var það, að fyrir
röskum tíu árum sótti Víking-
ur um íþróttasvæði í Fossvogi,
en okkur til vonbrigða fengu
ÍR-ingar það svæði. Þegar svo
ÍR-ingar afsöluðu sér því
nokkrum árum síðar, fengum
við Víkingar þetta svæði til
yfirráða.
Fyrir tveimur árum var
svæðið ræst fram af Reykja-
víkurborg. I ár er síðan ákveð-
ið að girða svæðið af og vinna
jarðvinnu fyrir völl númer eitt
á svæðinu og verða útboðs-
gögn tilbúin á næstunni. Að
því er stefnt, að fyrsti áfangi
verði tekin í notkun haustið
1983 eða vorið 1984. Nú þegar
höfum við samþykki allra til
þess bærra aðila fyrir vallar-
gerð á svæði þar sem gætu
verið þrír knattspyrnuvellir og
hefur í því sambandi verið
talað um tvo grasvelli og einn
malarvöll. Ýmislegt er þó í
athugun varðandi nýtingu
þessa svæðis og því of snemmt
að segja til um hvernig það
verður endanlega nýtt.
Rætt við Anton
Örn Kærnested,
formann Víkings
Fyrir þá, sem ekki vita hvar
nýja Víkingssvæðið er, þá er
rétt að taka fram, að í austur
afmarkast það af gróðrarstöð-
inni Mörk og Stjörnugróf, í
vestur af einbýlishúsunum,
sem eru niður undir Kópa-
vogslæk, í suður af bæjar-
mörkunum við Kópavog og í
norður af Traðarlandi.
Borgaryfirvöld hafa fyrir
sitt leyti samþykkt, að Víking-
ur byggi íþróttahús, en í því
sambandi hefur hvorki verið
ákveðið með tíma né stað og
um þessar mundir er verið að
athuga hvort slíkt íþróttahús
skuli rísa við félagsheimilið
við Hæðargarð eða í Fossvogi.
Það liggur þó ljóst fyrir, að
Víkingur ætlar sér ekki að
flytja af gamla Víkingssvæð-
inu við Hæðargarð, þó svo að
FEL L AG ARÐ AR BREIÐHOLTI
NANA snyrtivörur BÚSPORT Breiöhyltingarl Leitið ekki langt yfir skammt. Vió bjóöum geysilegt úrval af íþróttafatnað fyrir leikfimina, trimmið og boltaíþrótt- irnar. i JÚNÓ-ÍS
KRON Matvara Nýlenduvörur Kjötvörur FISKHÚSIÐ Breiðholtsbúar athugiðl Á diskinn látum við auðvitaö fiskinn fi Fiskhúsinu Fellagörðuml á DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAF
TINNI Fataverzlun fjölskyldunnar. EMBLA Bækur, ritföng, leikföng, filmur og film framköllun. u- KARON- SAMTÖKIN
BREIÐHOLTS- BAKARÍ Viö kynnum sérverslun heimilanna Verslunin ALLT (áður Mamma) Metra- og smávörudeild, s. 78255 Hannyrðadeild, s. 78348 Prjóna- og hekludeild, s. 78396 Fatadeild, s. 78268 Verslunin ALLT JÚMBÓ-ÍS
'I