Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 11

Morgunblaðið - 13.09.1981, Side 11
Víkingur 11 það svæði sé of lítið fyrir hina miklu starfsemi félagsins. Að athuguðu máli teljum við skynsamlegast að nýta það sem fyrir er og byggja um leið upp fyrir framtíðina í Foss- voginum. Með þessi tvö svæði í fullri notkun eigum við að vera vel í stakk búnir fyrir framtíðina og sívaxandi starfsemi félagsins." GÓÐIR ÞJÁLFARAR OG DYGGIR LEIKMENN Hver er staða Víkings í íslenzkum íþróttum um þessar mundir? „Það fer ekkert á milli mála, að staða Víkings er tvímæla- laust mjög sterk. Við höfum verið nær ósigrandi í hand- knattleiknum á undanförnum árum og erum íslandsmeistar- ar. í blaki eigum við einnig íslandsmeistara, þökk sé kvenfólkinu. í knattspyrnunni urðum við íslandsmeistarar innanhúss síðastliðinn vetur og sumarið í sumar hefur verið stórkostlegt hjá strákun- um í fótboltanum og Víkingur hefur ekki náð eins góðum árangri síðan árið 1924 að við urðum íslandsmeistarar." Hverju þakkarðu þennan árangur? „Persónulega tel ég, að við höfum verið einstaklega heppnir með þjálfara á síðustu árum og ég nefni því fyrst þá Youri Sedov, hinn rússneska þjálfara knattspyrnumann- anna, en koma hans markaði tímamót í knattspyrnunni í Víkingi, Bogdan Kowalzsyk, pólskan þjálfara handknatt- leiksmanna okkar, og Kínverj- ann Ni, sem þjálfaði blakið. Þessir þrír menn eru greini- lega afburða góðir þjálfarar. Þá höfum við átt mjög dygga leikmenn, sem haldið hafa vel saman og stefnt markvisst að góðum árangri. í blakinu eru j)að dugmiklar stúlkur frá Húsavík, sem bera lið okkar uppi. í knattspyrn- unni nefni ég fyrst Diðrik Ólafsson, Magnús Þorvaldsson og Jóhannes Bárðarson, en þessir þrír baráttujaxlar hafa aldrei verið betri að mínu mati. Ungir menn hafa síðan komið inn í liðið og staðið sig frábærlega, menn eins og Lár- us Guðmundsson og Heimir Karlsson. í handknattleiknum koma nöfn Páls Björgvinsson- ar, Þorbergs Aðalsteinssonar og Ólafs Jónssonar fyrst í hugann, en ekki skal gleyma mönnum eins og Árna Ind- riðasyni. En þó svo að vel gangi hjá okkur Víkingum þessa stund- ina, þá skulum við ekki gleyma þeim erfiðleikaárum þegar fé- lagið okkar var nánast að lognast útaf. Við Víkingar verðum alltaf að minnast hins fórnfúsa starfs, sem unnið var á mestu erfiðleikatímum fé- lagsins." Að lokum, hvernig er að vera formaður svo stórs félags eins og Víkingur er orðinn? „í öll þessi ár, sem ég hef unnið að félagsmálum, hef ég aldrei gert mér grein fyrir því hversu erfitt þetta starf getur verið og oft vanþakklátt. En á milli koma ánægjustundirnar, sem ylja manni og gera starfið þess virði að standa í þessu," sagði Anton Kærnested að lokum. „Á góðum degi sigr- um við Bordeaux“ „ÉG tel okkur vel geta haldið i við Frakkana; á góðum degi sigrum við Bordeaux. Við munum leggja okkur alla fram og berjast til þrautar,“ sagði ómar Torfason, ísfirðingurinn í liði Vikings. ómar lék sinn fyrsta landsleik á dögunum gegn Nigeriu. Vaxandi leikmaður, ákaflega sterkur tengiliður og víst er að margir landsleikir eiga eftir að fylgja i kjölfarið. „Það er mikii reynsla að spila við lið á borð við Bordeaux. Það eru 9 ár siðan Vikingur var i Evrópukeppni og flestir leikmanna hljóta sina eldskirn gegn Bordeaux. Okkur Vikingum gefst gott tækifæri á að bera okkur saman við hina bestu. Okkur gefst gott tækifæri á að sjá hvar okkar veiku hliðar liggja og einnig okkar sterku hliðar. Þáttaka í Evrópukeppni vísar veginn upp á við; ég er þess fullviss, að sú reynsla sem við hljótum mun bæta okkur knatt- spyrnulega séð og þannig hleypa fleiri stoðum undir betri árangur Víkings í framtíðinni. Ég veit ákaflega lítið um franska liðið; Bordeaux er í fremstu röð í Frakklandi og þar með Evrópu. Sagt er að Bordeaux Ómar Torfason, landsliösmaður inn snjalli. leiki ákaflega skemmtilega og opna knattspyrnu. Heimskunnir leikmenn á borð við Marius Tresor og Lacombe eru í liðinu. Því vonast ég til að leikurinn á miðvikudag verði opinn og skemmtilegur; að boðið verði upp á sóknarknattspyrnu." Ertu ánægður með dvölina hjá Víking? „Já, ákaflega ánægður, sérstaklega með þjálfarann okkar, Youri Sedov. Þar er maður sem kann sitt fag; þjálfari á heims- mælikvarða. Eg er ánægður með frammistöðu okkar í sumar, raun- ar hefur okkur gengið betur en ég átti von á. Þá hefur það ekki spillt, að ég lék minn fyrsta landsleik í sumar og stefni að bæta mig enn frekar. Hitt er svo, að ég tel, að standa mætti betur bak við okkur leikmennina. Vissulega er vel gert en ég á við, að með vinnu og húsnæði mætti standa á betur á bak við okkur. Með að afla okkur utanbæjarmönnum húsnæði og atvinnu." Hvað um framtíðina og Víking? „Ég tel, að við Víkingar verðum enn sterkari næsta ár og hvað sjálfan mig snertir, þá mun ég reyna að bæta mig enn frekar knattspyrnulega séð og með þjálf- ara á borð við Youri Sedov, þá kvíði ég engu. Því er ég bjartsýnn; á framtíðina, bæði hvað sjálfan mig snertir og Víking.“ Sigur í Eyjum Vikingar fagna sigri í Eyjum. Þrátt fyrir að vera einum færri sýndu Víkingar mikinn baráttuvilja og breyttu stöðunni úr 1—0 í 1—2. Það er auðvelt ... með Hörpusilki Málning sem létt er að mála meö og þekur þétt og vel. Málning sem fæst í hverjum þeim litatón sem þig getur dreymt um. Latið Hörpu gefa tóninn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.